Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar 20. desember 2025 13:02 Í nýlegri aðsendri grein á Vísi gerði ég að umtalsefni það sem ég tel vera landlægur ósiður, og felst í því að réttlæta aðgerðaleysi í loftslagsmálum með því að vísa í landfræðilega „sérstöðu“ Íslands. En stundum er líka vísað í annars konar „sérstöðu“: þingkona og fyrrverandi orkumálastjóri hélt því nýlega fram að „við á Íslandi“ værum komin „miklu lengra“ en aðrar þjóðir á sviði orkuskipta. Að reyna að draga úr olíunotkun á Íslandi væri „eins og að kreista safa úr rúsínu,“ sagði þingkonan. Margir hafa endurtekið sömu rök í ýmsum búningi og spurt: af hverju ætti þjóð sem er komin á undan öðrum í orkuskiptum að leggja enn meiri erfiði á sig til að draga úr losun? Vandinn er að tölfræðin um olíunotkun á Íslandi rímar afar illa við þessa algengu söguskýringu. Samkvæmt tölum Our World in Data til dæmis er olíunotkun á mann á Íslandi tvöfalt hærri en meðaltalið í Evrópu og á pari við olíunotkun Bandaríkjanna. Hvernig má vera að við séum best í heimi, en um leið verst í heimi? Svarið við því er að fyrrverandi orkumálastjóri og aðrir hafa fallið fyrir rökleysu sem ég kýs að kalla „prósentusjónhverfingu“. Prósentusjónhverfingin Sjónhverfingin sú er orðin allsráðandi í allri umræðu um orkuskipti. Hún á sér langa sögu sem byrjaði líklega í Bandaríkjunum í tíð Jimmy Carters forseta, og er meðal annars rakin í bók orkusagnfræðingsins Jean-Baptiste Fressoz, More and More and More. Hún felst í því að einblína á prósentutölu „grænnar raforku“ í orkunotkun tiltekins lands í stað þess að horfa á heildargildi fyrir tiltekna orkugjafa. Sú framsetning getur gefið ranglega í skyn að notkun á jarðefnaeldsneyti hafi dregist saman: ef raforkuframleiðsla með vatnsafli eykst, til dæmis, þá lækkar prósentutala jarðefnaeldsneytisins sjálfkrafa á móti, jafnvel þó notkun þess hafi haldist óbreytt, eða jafnvel aukist sömuleiðis, nema ekki eins mikið. Myndrit Orkustofnunnar hér að neðan hefur oft verið (mis)notað í þessu samhengi og virðist vera lifandi sönnun þess að olíunotkun á Íslandi hafi dregist töluvert saman, sérstaklega síðan 1960: Þegar heildargildin eru skoðuð kemur hins vegar í ljós að olíunotkun hefur margfaldast með 35 síðan 1940, og aukist tíu sinnum hraðar en fólksfjölgun (sjá myndrit hér að neðan). Rúsínan er hvergi sjáanleg, og þvert á móti hefur vínberið aldrei verið safaríkara! Það er ljóst að ef markmiðið er að draga úr olíunotkun, þá er um bil jafn gagnlegt að horfa á prósentutölur eins og að stinga hausnum í sandinn. Svona tölfræðikúnstir jafngilda því að áfengissjúklingur tæki upp á því að drekka tvær flöskur af appelsínusafa til viðbótar við þær tvær flöskur af brennivíni sem hann er vanur að drekka á dag, og telji sig þannig hafa tekið stórt skref í átt að hollustu. „Áður fyrr var brennivínið 100% af því sem ég drakk, en nú er það komið niður í 50%!“ Má bjóða þér appelsínusafa ofan í brennivínið? Margir virðast taka sem sjálfsagðan hlut að hagkerfi sem notar mikið magn af lágkolefnis-raforku hljóti að nota lítið af jarðefnaeldsneyti á móti, en ólíkir orkugjafar eru ekki endilega í samkeppni við hvorn annan. Þvert á móti vinna þeir oft saman, og því er ekkert til fyrirstöðu að nota mikið af ólíkum orkugjöfum samhliða, enda virðist sem orkuþorstinn okkar sé engum takmörkum sett. Punktaritið hér að neðan er einmitt til þess gerður að kanna hvort fylgni sé til staðar á milli hlutfalls lágkolefnis-raforku í tilteknu landi og losun CO₂ í sama landi. Þar sést að fylgnin er nánast engin: sum ríki sem eru þekkt fyrir mikla kolanotkun, eins og Indland og Pólland, eru samt með lægri losunartölur á mann heldur en Ísland, á meðan mörg ríki sem eru með mjög hátt hlutfall „grænnar“ raforku eru samt með háar losunartölur (Ísland, Noregur). Orkuskiptin sem engu máli skiptu Í merkilegri doktorsritgerð um orkusögu Íslands eftir Óðinn Melsteð sagnfræðing kemur ýmislegt áhugavert í ljós. Gullöld olíunnar á Íslandi byrjaði fljótt eftir seinna stríð og árið 1962 náði olíukynding í húshitun hámarki (60% íslenskra heimila). Eftir það fór hitaveitan smátt og smátt að taka yfir og árið 1990 heyrði olíukynding nánast sögunni til (innan við 3% heimila). Ef við horfum nú á heildarolíunotkun deild í fjölda íbúa (olíunotkun á mann) blasir merkileg staðreynd við: á hátindi olíukyndingar árið 1962 var olíunotkun á hvern Íslending um 2 tonn á ári (bein og óbein notkun), en eftir að olíukynding hafði verið útrýmt árið 1990 var olíunotkun á mann komin í… 2.4 tonn! Þegar olíunotkun Íslendinga er borin saman við olíunotkun Breta er ekki heldur að sjá að hitaveitan hafi haft nein teljandi áhrif á þróunina. Einu atburðirnir sem virðast hafa leitt til samdráttar í olíunotkun eru olíukreppan 1979, fjármálahrunið 2008 og Covid-faraldurinn. Þegar allri olíunni er á botninn hvolft Sem sagt, olíunotkun á mann jókst um 20% á tímabilinu 1962-1990, þrátt fyrir orkuskipti í húshitun. Sökudólgarnir: einkabílavæðingin (sala á bensíni þrefaldaðist), flugvæðingin (sala á þotueldsneyti margfaldaðist með 30), ásamt aukningu í vöruflutningum (aukin framleiðsla og viðskipti við útlönd). Fyrirsögn þessarar greinar var auðvitað meint í stríðni: hitaveitan skipti víst máli fyrir orkuöryggi og viðskiptajöfnuð þjóðarinnar, og á þeim forsendum getum við verið stolt af henni, en henni var aldrei ætlað að takmarka heildar-notkun á olíu, og það gerði hún heldur ekki. Það eru nefnilega ótal mismunandi leiðir til að nota olíu, sem okkur finnst flestum afar spennandi, og olíunotkun okkar sem þjóð virðist fyrst og fremst ráðast af kaupmætti okkar. Þegar við „spörum“ olíu á einu sviði þá sparast erlendur gjaldeyrir, og þá eigum við efni á meiri olíu á öðrum sviðum (svokölluð endurkastsáhrif, e. rebound effect). Fullyrðingar um að Ísland sé „á undan öðrum í orkuskiptum“ eru því byggðar á prósentusjónhverfingu og jaðra við sögufals í opinberri umræðu. Ef orkuskipti eiga að draga úr heildarolíunotkun þarf að vera pólitískur vilji til þess að koma í veg fyrir endurkastsáhrif. Sá vilji hefur hingað til ekki verið til staðar… Greinarhöfundur er sjálfstætt starfandi blaðamaður og meðlimur í loftslagshópnum París 1,5, sem vinnur að því að Ísland leggi sitt af mörkum til að leysa loftslagsvandann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Orkuskipti Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Í nýlegri aðsendri grein á Vísi gerði ég að umtalsefni það sem ég tel vera landlægur ósiður, og felst í því að réttlæta aðgerðaleysi í loftslagsmálum með því að vísa í landfræðilega „sérstöðu“ Íslands. En stundum er líka vísað í annars konar „sérstöðu“: þingkona og fyrrverandi orkumálastjóri hélt því nýlega fram að „við á Íslandi“ værum komin „miklu lengra“ en aðrar þjóðir á sviði orkuskipta. Að reyna að draga úr olíunotkun á Íslandi væri „eins og að kreista safa úr rúsínu,“ sagði þingkonan. Margir hafa endurtekið sömu rök í ýmsum búningi og spurt: af hverju ætti þjóð sem er komin á undan öðrum í orkuskiptum að leggja enn meiri erfiði á sig til að draga úr losun? Vandinn er að tölfræðin um olíunotkun á Íslandi rímar afar illa við þessa algengu söguskýringu. Samkvæmt tölum Our World in Data til dæmis er olíunotkun á mann á Íslandi tvöfalt hærri en meðaltalið í Evrópu og á pari við olíunotkun Bandaríkjanna. Hvernig má vera að við séum best í heimi, en um leið verst í heimi? Svarið við því er að fyrrverandi orkumálastjóri og aðrir hafa fallið fyrir rökleysu sem ég kýs að kalla „prósentusjónhverfingu“. Prósentusjónhverfingin Sjónhverfingin sú er orðin allsráðandi í allri umræðu um orkuskipti. Hún á sér langa sögu sem byrjaði líklega í Bandaríkjunum í tíð Jimmy Carters forseta, og er meðal annars rakin í bók orkusagnfræðingsins Jean-Baptiste Fressoz, More and More and More. Hún felst í því að einblína á prósentutölu „grænnar raforku“ í orkunotkun tiltekins lands í stað þess að horfa á heildargildi fyrir tiltekna orkugjafa. Sú framsetning getur gefið ranglega í skyn að notkun á jarðefnaeldsneyti hafi dregist saman: ef raforkuframleiðsla með vatnsafli eykst, til dæmis, þá lækkar prósentutala jarðefnaeldsneytisins sjálfkrafa á móti, jafnvel þó notkun þess hafi haldist óbreytt, eða jafnvel aukist sömuleiðis, nema ekki eins mikið. Myndrit Orkustofnunnar hér að neðan hefur oft verið (mis)notað í þessu samhengi og virðist vera lifandi sönnun þess að olíunotkun á Íslandi hafi dregist töluvert saman, sérstaklega síðan 1960: Þegar heildargildin eru skoðuð kemur hins vegar í ljós að olíunotkun hefur margfaldast með 35 síðan 1940, og aukist tíu sinnum hraðar en fólksfjölgun (sjá myndrit hér að neðan). Rúsínan er hvergi sjáanleg, og þvert á móti hefur vínberið aldrei verið safaríkara! Það er ljóst að ef markmiðið er að draga úr olíunotkun, þá er um bil jafn gagnlegt að horfa á prósentutölur eins og að stinga hausnum í sandinn. Svona tölfræðikúnstir jafngilda því að áfengissjúklingur tæki upp á því að drekka tvær flöskur af appelsínusafa til viðbótar við þær tvær flöskur af brennivíni sem hann er vanur að drekka á dag, og telji sig þannig hafa tekið stórt skref í átt að hollustu. „Áður fyrr var brennivínið 100% af því sem ég drakk, en nú er það komið niður í 50%!“ Má bjóða þér appelsínusafa ofan í brennivínið? Margir virðast taka sem sjálfsagðan hlut að hagkerfi sem notar mikið magn af lágkolefnis-raforku hljóti að nota lítið af jarðefnaeldsneyti á móti, en ólíkir orkugjafar eru ekki endilega í samkeppni við hvorn annan. Þvert á móti vinna þeir oft saman, og því er ekkert til fyrirstöðu að nota mikið af ólíkum orkugjöfum samhliða, enda virðist sem orkuþorstinn okkar sé engum takmörkum sett. Punktaritið hér að neðan er einmitt til þess gerður að kanna hvort fylgni sé til staðar á milli hlutfalls lágkolefnis-raforku í tilteknu landi og losun CO₂ í sama landi. Þar sést að fylgnin er nánast engin: sum ríki sem eru þekkt fyrir mikla kolanotkun, eins og Indland og Pólland, eru samt með lægri losunartölur á mann heldur en Ísland, á meðan mörg ríki sem eru með mjög hátt hlutfall „grænnar“ raforku eru samt með háar losunartölur (Ísland, Noregur). Orkuskiptin sem engu máli skiptu Í merkilegri doktorsritgerð um orkusögu Íslands eftir Óðinn Melsteð sagnfræðing kemur ýmislegt áhugavert í ljós. Gullöld olíunnar á Íslandi byrjaði fljótt eftir seinna stríð og árið 1962 náði olíukynding í húshitun hámarki (60% íslenskra heimila). Eftir það fór hitaveitan smátt og smátt að taka yfir og árið 1990 heyrði olíukynding nánast sögunni til (innan við 3% heimila). Ef við horfum nú á heildarolíunotkun deild í fjölda íbúa (olíunotkun á mann) blasir merkileg staðreynd við: á hátindi olíukyndingar árið 1962 var olíunotkun á hvern Íslending um 2 tonn á ári (bein og óbein notkun), en eftir að olíukynding hafði verið útrýmt árið 1990 var olíunotkun á mann komin í… 2.4 tonn! Þegar olíunotkun Íslendinga er borin saman við olíunotkun Breta er ekki heldur að sjá að hitaveitan hafi haft nein teljandi áhrif á þróunina. Einu atburðirnir sem virðast hafa leitt til samdráttar í olíunotkun eru olíukreppan 1979, fjármálahrunið 2008 og Covid-faraldurinn. Þegar allri olíunni er á botninn hvolft Sem sagt, olíunotkun á mann jókst um 20% á tímabilinu 1962-1990, þrátt fyrir orkuskipti í húshitun. Sökudólgarnir: einkabílavæðingin (sala á bensíni þrefaldaðist), flugvæðingin (sala á þotueldsneyti margfaldaðist með 30), ásamt aukningu í vöruflutningum (aukin framleiðsla og viðskipti við útlönd). Fyrirsögn þessarar greinar var auðvitað meint í stríðni: hitaveitan skipti víst máli fyrir orkuöryggi og viðskiptajöfnuð þjóðarinnar, og á þeim forsendum getum við verið stolt af henni, en henni var aldrei ætlað að takmarka heildar-notkun á olíu, og það gerði hún heldur ekki. Það eru nefnilega ótal mismunandi leiðir til að nota olíu, sem okkur finnst flestum afar spennandi, og olíunotkun okkar sem þjóð virðist fyrst og fremst ráðast af kaupmætti okkar. Þegar við „spörum“ olíu á einu sviði þá sparast erlendur gjaldeyrir, og þá eigum við efni á meiri olíu á öðrum sviðum (svokölluð endurkastsáhrif, e. rebound effect). Fullyrðingar um að Ísland sé „á undan öðrum í orkuskiptum“ eru því byggðar á prósentusjónhverfingu og jaðra við sögufals í opinberri umræðu. Ef orkuskipti eiga að draga úr heildarolíunotkun þarf að vera pólitískur vilji til þess að koma í veg fyrir endurkastsáhrif. Sá vilji hefur hingað til ekki verið til staðar… Greinarhöfundur er sjálfstætt starfandi blaðamaður og meðlimur í loftslagshópnum París 1,5, sem vinnur að því að Ísland leggi sitt af mörkum til að leysa loftslagsvandann.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar