Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. desember 2025 15:44 Kostnaður forsætisráðuneytisins vegna kaupa á ráðgjafaþjónustu frá almannatenglum var þrisvar sinnum meiri í fyrra, undir forsæti Bjarna Benediktssonar og Katrínar Jakobsdóttur, heldur en forsætisráðherratíð Kristrúnar Frostadóttur á þessu ári. Vísir/Samsett Forsætisráðuneytið varði tæpum þremur milljónum í kaup á þjónustu almannatengla í fyrra. Í ár hefur sambærilegur kostnaður ráðuneytisins hins vegar aðeins numið rúmri milljón. Bæði í ár og í fyrra keypti ráðuneytið samskiptaþjónustu af ráðgjafafyrirtækinu Aton ehf. Á sama tímabili hefur innviðaráðuneytið varið litlu sem engu í slíka þjónustu, en réði þó sama fyrirtæki til þjónustu í tengslum við eitt verkefni í fyrra. Þetta kemur fram í svari ráðuneytanna við fyrirspurn fréttastofu en Vísir hefur fjallað um kostnað stjórnarráðsins vegna ráðgjafaþjónustu af slíkum toga undanfarna daga. Katrín Jakobsdóttir var forsætisráðherra þar til í apríl í fyrra þegar hún hætti og fór í forsetaframboð. Bjarni Benediktsson tók við forsætisráðuneytinu þann 10. apríl og var forsætisráðherra þar til ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur tók við völdum 21. desember í fyrra. Í svari ráðuneytisins segir að á öðrum ársfjórðungi þessa árs hafi ráðuneytið greitt Aton 1.072.000 fyrir samskiptaráðgjöf. Í fyrra greiddi sama ráðuneyti hins vegar sama fyrirtæki 2.908.152 krónur fyrir þjónustu sína. Óskað var eftir svörum um hvaða almannatengslafyrirtækjum ráðuneytið hafi keypt þjónustu á árinu og hvers eðlis veitt þjónusta hafi verið og fyrir hvaða verkefni. Ekki er hins vegar útlistað nánar í svari ráðuneytisins sérstaklega vegna hvaða verkefna samskiptaþjónusta var veitt. Lítil viðskipti við almannatengla í innviðaráðuneytinu Þá hefur Innviðaráðuneytið ekki varið krónu í kostnað vegna almannatenglaþjónustu í ár, en í fyrra keypti sama ráðuneyti slíka þjónustu fyrir tæpa milljón. Ráðuneytið keypti þjónustu af ráðgjafafyrirtækinu Aton í fyrra í tengslum við mótun borgarstefnu, en framkvæmdastjóri fyrirtækisins var skipaður formaður starfshóps um mótun borgarstefnu árið 2022 í ráðherratíð Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins. Fram kemur í svari innviðaráðuneytisins að á yfirstandandi ári hafi ráðuneytið ekki keypt almannatenglaþjónustu. Í fyrra hafi ráðuneytið hins vegar greitt fyrirtækinu Aton, áður Aton JL, 987.000 krónur vegna ráðgjafar og vinnu við undirbúning skýrslu starfshóps um mótun borgarstefnu. „Ingvar Sverrisson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, var skipaður formaður starfshóps um mótun borgarstefnu árið 2022 af þáverandi innviðaráðherra. Skýrsla starfshópsins var gefin út í júní 2024,“ segir í svari ráðuneytisins. Auglýsinga- og markaðsmál Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Þetta kemur fram í svari ráðuneytanna við fyrirspurn fréttastofu en Vísir hefur fjallað um kostnað stjórnarráðsins vegna ráðgjafaþjónustu af slíkum toga undanfarna daga. Katrín Jakobsdóttir var forsætisráðherra þar til í apríl í fyrra þegar hún hætti og fór í forsetaframboð. Bjarni Benediktsson tók við forsætisráðuneytinu þann 10. apríl og var forsætisráðherra þar til ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur tók við völdum 21. desember í fyrra. Í svari ráðuneytisins segir að á öðrum ársfjórðungi þessa árs hafi ráðuneytið greitt Aton 1.072.000 fyrir samskiptaráðgjöf. Í fyrra greiddi sama ráðuneyti hins vegar sama fyrirtæki 2.908.152 krónur fyrir þjónustu sína. Óskað var eftir svörum um hvaða almannatengslafyrirtækjum ráðuneytið hafi keypt þjónustu á árinu og hvers eðlis veitt þjónusta hafi verið og fyrir hvaða verkefni. Ekki er hins vegar útlistað nánar í svari ráðuneytisins sérstaklega vegna hvaða verkefna samskiptaþjónusta var veitt. Lítil viðskipti við almannatengla í innviðaráðuneytinu Þá hefur Innviðaráðuneytið ekki varið krónu í kostnað vegna almannatenglaþjónustu í ár, en í fyrra keypti sama ráðuneyti slíka þjónustu fyrir tæpa milljón. Ráðuneytið keypti þjónustu af ráðgjafafyrirtækinu Aton í fyrra í tengslum við mótun borgarstefnu, en framkvæmdastjóri fyrirtækisins var skipaður formaður starfshóps um mótun borgarstefnu árið 2022 í ráðherratíð Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins. Fram kemur í svari innviðaráðuneytisins að á yfirstandandi ári hafi ráðuneytið ekki keypt almannatenglaþjónustu. Í fyrra hafi ráðuneytið hins vegar greitt fyrirtækinu Aton, áður Aton JL, 987.000 krónur vegna ráðgjafar og vinnu við undirbúning skýrslu starfshóps um mótun borgarstefnu. „Ingvar Sverrisson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, var skipaður formaður starfshóps um mótun borgarstefnu árið 2022 af þáverandi innviðaráðherra. Skýrsla starfshópsins var gefin út í júní 2024,“ segir í svari ráðuneytisins.
Auglýsinga- og markaðsmál Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira