100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar 23. desember 2025 13:02 Ný Orkuspá Íslands 2025 - 2050, unnin í sameiningu af Landsneti, Umhverfis- og orkustofnun, og Raforkueftirlitinu var kynnt í Hörpu þann 1. desember síðastliðin. Þó að athyglin hafi mikið til beinst að þróun raforkuframleiðslu og notkunar þá gefur orkuspáin líka yfirsýn yfir þróun olíu- og jarðhitanotkunar. Það eru mjög áhugaverðar upplýsingar um olíunotkun að finna í Orkuspánni. Þar má sjá nokkuð skýrt að toppnum í sögulegri olíunotkun Íslands var náð árið 2018 og nú stefnir allt að olíunotkun á Íslandi muni minnka hægt en örugglega næstu ár og áratugi. Næstu tvo ár eftir 2018 voru auðvitað mjög sérstök þar sem heimsfaraldur gekk yfir og olíunotkun hrundi. Það er því ekki fyrr en nú þegar efnahagslífið hefur náð sér að fullu sem hægt er með nokkurri vissu að álykta að olíunotkunartoppurinn hafi sannarlega raungerst árið 2018. Innanlandsnotkun Þegar skoðuð er olíunotkun innanlands þ.e. án millilandaflugs og millilandasiglinga þá má finna áhugaverða stöðu. Innanlandsnotkun toppaði árið 2007 þegar notkunin náði 663 þúsund tonnum en er nú í kringum 500 þúsund tonn. Olíunotkun hefur því minnkað um rúmlega 160 þúsund tonn, þrátt fyrir aukna landsframleiðslu og fólksfjölgun. Við flytjum nú minna af olíu til landsins sem nemur 500 þúsund lítrum á dag. Þessi árangur var lengi vel drifin áfram af minni olíunotkun í sjávarútvegi, iðnaði og húshitun. Olíunotkun í vegasamgöngum er hinsvegar á pari við notkunina árið 2007. Vegasamgöngur Olíunotkun í vegasamgöngum hefur minnkað hægt enda hefur ökutækjum fjölgað um 100 þúsund frá árinu 2005 og ferðaþjónusta, sem er mjög olíudrifin, aukist gríðarlega. En toppurinn í vegasamgöngum virðist nú loksins vera örugglega að baki og toppaði að öllum líkindum árið 2018 í 306 þúsund tonnum. Orkuskipti bílaflotans virðist nú loksins vera að ná í skottið á vextinum og olíunotkun líklega á hægri niðurleið til framtíðar. Vöxtur í fólksfjölda og ferðaþjónustu hefur hingað til svolítið falið árangur orkuskipta í vegasamgöngum. Ef rýnt er í tölurnar má hinsvegar sjá að nýorkubílar sem ganga fyrir hreinni íslenskri orku, að hluta eða öllu leyti, hafa minnkað olíuþörf um 50 milljón lítra á ári. Það eru 100 lítrar á mínútu. Án þessara orkuskipta þyrftu Íslendingar að flytja inn 100 lítrum meira af erlendri mengandi olíu hverja einustu mínútu. Það eru bjartari tímar fram undan og ef við höldum áfram á þessari vegferð mun olíunotkun í vegasamgöngum helmingast frá toppnum árið 2018 á næstu 10-15 árum. Áfram gakk og ekkert hik. Höfundur er sviðsstjóri Sviðs orkuskipta og hringrásarhagkerfis hjá Umhverfis- og orkustofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Orkumál Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Ný Orkuspá Íslands 2025 - 2050, unnin í sameiningu af Landsneti, Umhverfis- og orkustofnun, og Raforkueftirlitinu var kynnt í Hörpu þann 1. desember síðastliðin. Þó að athyglin hafi mikið til beinst að þróun raforkuframleiðslu og notkunar þá gefur orkuspáin líka yfirsýn yfir þróun olíu- og jarðhitanotkunar. Það eru mjög áhugaverðar upplýsingar um olíunotkun að finna í Orkuspánni. Þar má sjá nokkuð skýrt að toppnum í sögulegri olíunotkun Íslands var náð árið 2018 og nú stefnir allt að olíunotkun á Íslandi muni minnka hægt en örugglega næstu ár og áratugi. Næstu tvo ár eftir 2018 voru auðvitað mjög sérstök þar sem heimsfaraldur gekk yfir og olíunotkun hrundi. Það er því ekki fyrr en nú þegar efnahagslífið hefur náð sér að fullu sem hægt er með nokkurri vissu að álykta að olíunotkunartoppurinn hafi sannarlega raungerst árið 2018. Innanlandsnotkun Þegar skoðuð er olíunotkun innanlands þ.e. án millilandaflugs og millilandasiglinga þá má finna áhugaverða stöðu. Innanlandsnotkun toppaði árið 2007 þegar notkunin náði 663 þúsund tonnum en er nú í kringum 500 þúsund tonn. Olíunotkun hefur því minnkað um rúmlega 160 þúsund tonn, þrátt fyrir aukna landsframleiðslu og fólksfjölgun. Við flytjum nú minna af olíu til landsins sem nemur 500 þúsund lítrum á dag. Þessi árangur var lengi vel drifin áfram af minni olíunotkun í sjávarútvegi, iðnaði og húshitun. Olíunotkun í vegasamgöngum er hinsvegar á pari við notkunina árið 2007. Vegasamgöngur Olíunotkun í vegasamgöngum hefur minnkað hægt enda hefur ökutækjum fjölgað um 100 þúsund frá árinu 2005 og ferðaþjónusta, sem er mjög olíudrifin, aukist gríðarlega. En toppurinn í vegasamgöngum virðist nú loksins vera örugglega að baki og toppaði að öllum líkindum árið 2018 í 306 þúsund tonnum. Orkuskipti bílaflotans virðist nú loksins vera að ná í skottið á vextinum og olíunotkun líklega á hægri niðurleið til framtíðar. Vöxtur í fólksfjölda og ferðaþjónustu hefur hingað til svolítið falið árangur orkuskipta í vegasamgöngum. Ef rýnt er í tölurnar má hinsvegar sjá að nýorkubílar sem ganga fyrir hreinni íslenskri orku, að hluta eða öllu leyti, hafa minnkað olíuþörf um 50 milljón lítra á ári. Það eru 100 lítrar á mínútu. Án þessara orkuskipta þyrftu Íslendingar að flytja inn 100 lítrum meira af erlendri mengandi olíu hverja einustu mínútu. Það eru bjartari tímar fram undan og ef við höldum áfram á þessari vegferð mun olíunotkun í vegasamgöngum helmingast frá toppnum árið 2018 á næstu 10-15 árum. Áfram gakk og ekkert hik. Höfundur er sviðsstjóri Sviðs orkuskipta og hringrásarhagkerfis hjá Umhverfis- og orkustofnun.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun