Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 27. desember 2025 08:00 Rex Heurmann mætti í dómsal í október síðastliðnum. Hann hefur setið í einangrun í fangelsi frá því hann var upprunalega handtekinn. AP/James Carbone „Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja. Ég trúi þessu ekki upp á hann, þannig lagað séð. Ekki miðað við það litla sem ég þekki til hans. Manni finnst þetta ótrúlegt,“ segir bróðir hinnar íslensku Ásu Ellerup en Ása er eiginkona Rex Heuermann, sem sætir ákæru í einu umfangsmesta og alvarlegasta sakamáli sem komið hefur upp vestanhafs á seinni árum. Rex er grunaður um sjö morð í tengslum við Gilgo Beach-málið svokallaða og bíður réttarhalda vestanhafs en talið er að hann hafi framið einhver ódæðisverkanna á meðan Ása var stödd í fríi með börnin á Íslandi. Rætt er við bróður Ástu í öðrum þætti nýrrar seríu af Eftirmálum í umsjón Þórhildar Þorkelsdóttur og Nadine Guðrúnar Yaghi, en bróðirinn vill ekki láta nafns síns getið. Ótrúleg atburðarás Morðin sem kennd er við Gilgo Beach í Long Island hófust árið 2010 þegar 24 ára gömul kona, Shannan Gilbert, hvarf eftir að hafa hringt í neyðarlínuna og sagt að einhver væri að reyna að drepa hana. Þegar lögregluþjónar voru að leita að Shannan fundu þeir líkamsleifar fjögurra annarra kvenna á Gilgo Beach. Allar höfðu konurnar starfað sem fylgdarkonur og voru lík þeirra vafin í svarta sekki og skilin eftir á afskekktum strandsvæðum. Maureen Brainard-Barnes hafði horfið árið 2007, Melissa Barthelemy hafði horfið árið 2009 og þær Megan Waterman og Amber Costello hurfu árið 2010. Næsta ár fundust svo á svæðinu líkamsleifar sex manns til viðbótar. Þar af var um að ræða fjórar konur, einn mann og eitt barn. Aldrei var þó sannreynt að líkamsleifarnar tengdust allar sama málinu, það er að segja að fólkið hefði verið myrt af sama manninum, en talsmenn lögreglunnar höfðu ítrekað sagt það ólíklegt. Rannsóknin stóð yfir árum saman án þess að árangur næðist. Fjölmiðlar fjölluðu reglulega um málið, heimildaþættir voru gerðir og almenningur fylgdist með án þess að nokkur yrði dreginn til ábyrgðar. Vísir birti fyrstu frétt af málinu þann 14. júlí árið 2023. Þar kom fram að degi áður hefði lögreglan í New York handtekið 59 ára gamlan arkitekt að nafni Rex Heurmann, vegna gruns um aðild að „Morðunum á Gilgo Beach“ svokölluðu. Fram kom að hann væri ákærður fyrir að myrða þrjár konur, og grunaður um að hafa myrt þá fjórðu, en spjótin beindust meðal annars að honum vegna DNA-sýnis sem fannst á konunum þremur. Það var síðan að kvöldi sama dags að Vísir greindi frá því að Rex væri giftur íslenskri konu að nafni Ása Ellerup. Hafa þau verið gift í hátt í þrjá áratugi. Ása er önnur eiginkona Rex og á son af fyrra sambandi sem Rex gekk í föðurstað. Saman eiga þau síðan eina dóttur en börnin þeirra eru bæði uppkomin og voru 26 ára og 33 ára þegar Rex var handtekinn. Það sem leiddi til handtöku Rex var að árið 2023, rúmum áratug eftir fyrstu fundina, var málið opnað að nýju eftir ábendingu og sérstök rannsóknarnefnd sett á laggirnar. Rætt var vitni sem kom lögreglunni á sporið; vinur einnar af hinum látnu gat lýst vændiskaupanda sem hafði sótt vinkonu hans heim, kvöldið sem hún hvarf. Símagögn úr síma vinkonunnar voru þá skoðuð á ný sem leiddi til þess að grunur vaknaði um að morðinginn ætti heima í ákveðnu hverfi. Í gæsluvarðhaldskröfu yfir Rex fullyrða saksóknarar að símareikningar sýni fram á að hann hafi keypt sér einnota farsíma til að eiga í samskiptum við þrjár af konunum fjórum sem voru vændiskonur. Upptökur úr öryggismyndavélum eru sagðar sýna hann kaupa einn símanna. Hann er sagður hafa notað einn símann til að áreita fjölskyldu einnar konunnar sem hann myrti, eftir að hann réð henni bana. Rannsakendur komust einnig að því að netfang sem tengdist símunum var ítrekað notað til að leita að upplýsingum um vændiskonur, barnaklám, myndum af konunum sem hann er grunaður um að hafa myrt og fjölskyldumeðlimum þeirra, sem og ofbeldisfullu klámefni. Rex er einnig sagður hafa leitað að upplýsingum um rannsóknina á morðunum. Fram kom í frétt Vísis að fyrrnefnt DNA-sýni sem fannst á konunum þremur, nánar tiltekið hársýni, væri talið vera af Ásu, en hún væri þó ekki grunuð um aðkomu að morðunum. Samkvæmt gæsluvarðhaldskröfu saksóknara var Ásta stödd á Íslandi þegar ein konan var myrt og ekki heima þegar hinar tvær voru myrtar. Á þessum tímapunkti höfðu fjölmiðlar ytra á borð við New York Post og Daily Mail nafngreindu Ástu og birtu myndir af henni. Í umfjöllun New York Post um Rex er honum lýst sem reynslumiklum arkitekt sem hafi vegnað vel í starfi og þekkt vel til bransans í New York-borg. Í heimildarmyndum og þáttum sem hafa verið gerðir um málið á undanförnum misserum er rætt við samstarfsfélaga Rex sem allir segjast koma af fjöllum. Greint var frá því að nokkrum dögum eftir handtökuna að Ása hefði sótt um skilnað og var það staðfest af lögmanni hennar. Kurteis og hress náungi Í þætti Eftirmála er grennslast fyrir um bakgrunn Ásu Ellerup og rætt við bróður hennar sem kýs að koma ekki fram undir nafni. Fram kemur að Ása eigi átta systkini sem öll eru sammæðra. Sökum fátæktar voru sex af systkinunum gefin til ættleiðingar, þar á meðal Ása og hálfsystir hennar, sem voru ættleiddar af vinafólki móðurinnar sem bjó í Bandaríkjunum. „Mamma átti að fá alltaf fréttir af henni en það var ekki nema í tvö til þrjú ár sem þau sviku loforðið. Mamma fékk ekkert að vita eða heyra,“ segir bróðirinn. Fram kemur í þættinum að umræddur bróðir Ásu, sem og annar bróðir þeirra, hafi alist upp á Íslandi ásamt móður þeirra, en þeir tveir voru þeir einu úr systkinahópnum sem voru ekki gefnir til ættleiðingar. Sambandið við önnur systkini þeirra systra var lítið sem ekkert í æsku. Það var hins vegar árið 2006 eða 2007 sem Ása tók upp þráðinn við systkini sín og segir bróðir hennar hafa haft frumkvæði að því. Hann segir Ásu alltaf hafa þótt mjög vænt um Ísland, hún hafi komið reglulega í heimsókn hingað til lands og í nokkur skipti hafi eiginmaður hennar, Rex Heuermann, verið með í för. „Ég er búinn að hitta Rex í þrígang,“ segir bróðirinn en aðspurður lýsir hann Rex sem „mjög viðkunnalegum.“ „Ég hitti Rex fyrst í veislu sem þau héldu niðri á Hótel Borg ásamt ættingjum og vinum frá Íslandi. Hún bauð mér og dætrum mínum báðum.” Bróðirinn segir að honum hafi brugðið verulega þegar hann heyrði fréttirnar um að Rex hefði verið handtekinn og væri grunaður um að vera fjöldamorðingi. „Hann var bara mjög kurteis og skrafhreifinn. Hress gæi. Mín kynni af honum eru ekki slæm.” Sönnunargögnin hrannast upp Í lok júlímánaðar 2023 var greint frá því að Rex væri til rannsóknar vegna fjögurra annarra morða sem framin voru í Atlantic City í New Jersey árið 2006. Líkt og á Gilgo-ströndinni voru konurnar sem myrtar voru í Atlantic City flestar vændiskonur. Þetta voru Tracy Ann Roberts 23 ára, Kim Raffo 35 ára, Barbara V. Breidor 42 ára og Molly Jean Dilts 20 ára. Líkin fundust öll undir vatni í fráræsisskurði við Golden Key-mótelið í útjaðri borgarinnar þann 20. nóvember árið 2006. Hafði þeim verið raðað í röð með um 20 metra bili á milli og lágu líkin öll á grúfu. Allar voru þær klæddar í föt en berfættar. Konurnar voru myrtar á nokkurra vikna tímabili. Nokkrir voru yfirheyrðir í tengslum við morðin en rannsóknin endaði hins vegar í öngstræti og engar ákærur gefnar út. Á meðan á þessu stóð héldu fjölmiðlar áfram að áreita Ásu og börnin hennar tvö og sitja um húsið. Í þætti Eftirmála er spiluð upptaka þar sem blaðamaður og myndatökumaður mæta fyrir utan heimili Ástu og freista þess að ná af henni tali, en Ása reynir örvæntingarfull að vísa þeim á brott og biður þau um að hætta að áreita sig. Fram kemur að lögreglan hafi framkvæmt umfangsmikla húsleit á heimili fjölskyldunnar en í samtali við New York Post segir Ása lögregluna hafa rústað heimili þeirra í leit að sönnunargögnum í málinu. Til að mynda hafi baðkar og flísar á baðherbergi þeirra verið rifin í sundur. Skemmdirnar séu það miklar að það sé vart lengur hægt að búa í húsinu. Þess ber þó að geta að fjöldi sönnunargagna fannst við húsleitina, þar á meðal 279 vopn sem lögreglan lagði hald á. Seinna var greint frá því að Ása hefði stefnt bandarísku alríkislögreglunni og krafist bóta vegna tjóns sem varð á heimili hennar við húsleitina, sem stóð yfir í tólf daga. Í ágúst 2023 var fyrirtaka í máli Rex en fram kemur í frétt New York Post að reiknað sé með að réttarhöldin muni standa lengi yfir, enda sé málið gífurlega umfangsmikið og nái mörg ár aftur í tímann. Rex hefur frá upphafi lýst yfir sakleysi í málinu. Í yfirlýsingu lögmanns hans segir meðal annars: „Hann er maður sem var í vinnu, hefur aldrei verið handtekinn, á eiginkonu og börn og var virkur meðlimur í samfélaginu. Augljóslega hefur saksóknarinn og yfirvöld lagt fram þessar hræðilegu ásakanir en hann er ekki sekur. Nú þarf hann að sitja í varðhaldi, vera án fjölskyldu sinnar, frá eiginkonu sinni og börnum. Hann getur ekki unnið, getur ekki séð fyrir fjölskyldu sinni og stutt þau og þarf að sitja í fangaklefa.” Kom til Íslands stuttu eftir handtökuna Í þætti Eftirmála er upplýst að nokkrum vikum eftir að Rex var handtekinn og hnepptur í varðhald hafi Ása beðið bræður sína að hitta sig á Íslandi; hún hafi verið í uppnámi og viljað segja sína hlið á málinu. „Hún kemur og hélt fund með okkur heima hjá mér ásamt dætrum mínum tveimur og þar var spjallað alveg fram og til baka. Við vorum í alveg tvo eða tvo og hálfan tíma að spjalla um þetta mál og hennar tilfinningar. Hún var í sárum eftir að fólk réðist að henni þarna heima hjá henni. Hún kom til þess að spjalla við okkur um þetta mál,“ segir bróðir Ásu í samtali við Eftirmál. Lögmaður Ásu hefur hins vegar greint frá því í viðtölum við fjölmiðla vestanhafs að ástæða skilnaðarins sé einungis sú að Ása vilji koma í veg fyrir að hægt sé að ganga að öllum eigum þeirra hjóna. Bróðir Ásu segir systur sína neita að trúa því að eiginmaður hennar hafi framið þessi ódæðisverk. „Og þau eru að reyna að klína á hana líka, til að geta tekið af þeim allar eignir. Þau þurfa að borga ættingjum fórnarlambanna bætur og þar af leiðandi ætla þau að hirða allt af þeim. Þau geta ekki tekið allt af henni nema þau geti ásakað hana fyrir eitthvað.” Í janúar 2024 var Rex ákærður fyrir morð á fjórðu konunni til viðbótar. Í yfirlýsingu sem Ása sendi fjölmiðlum ytra skömmu eftir fjórðu ákæruna sagðist hún ætla að leyfa manninum sínum að njóta vafans. Í frétt CBS News um málið segir að hún heimsæki Rex í fangelsið í hverri viku og að hún trúi því ekki að hann geti hafa framið þá glæpi sem hann hefur verið sakaður um. Í yfirlýsingu segist hún finna til með fórnarlömbunum og fjölskyldum þeirra og að enginn eigi skilið að deyja með þeim hætti sem konurnar gerðu. „Ég mun hlusta á öll sönnunargögnin og bíða með að fella dóm þar til réttarhöldunum lýkur,“ segir í yfirlýsingunni. „Ég ætla að leyfa Rex að njóta vafans, eins og við verðskuldum öll.“ Á næstu mánuðum var Rex ákærður fyrir þrjú morð til viðbótar. Á meðal gagna sem lögð eru fram í málinu er skjal sem fannst í tölvu Rex þar sem hann er sagður hafa lagt á ráðin um val á konum, pyntingar, morð og hvernig hann ætti að losa sig við líkamsleifar. Skjalið bendir líka til þess að Rex hafi misnotað meint fórnarlömb sín bæði fyrir og eftir dauða þeirra. Saksóknarar segja þetta ýta undir yfirlýsingar þeirra um að Rex hafi lifað tvöföldu lífi: hann hafi beðið eftir því að Ása og börnin hafi farið í ferðalög, meðal annars til Íslands, og að hann hafi mögulega farið með fórnarlömb sín í kjallara á heimili þeirra. Rex hefur setið í varðhaldi frá því hann var fyrst handtekinn. Hann hefur sem fyrr segir lýst yfir sakleysi sínu. Réttarhöldunum yfir honum hefur ítrekað verið frestað en búist er við að málið verði tekið fyrir snemma á næsta ári. „Þið eruð með rangan mann“ Eftir umrædda heimsókn Ásu til Íslands, haustið 2023, hefur bróðir hennar ekkert heyrt í henni og hann segist því í raun ekkert vita hvað sé að frétta af henni í dag. Fram hefur komið að á sama tíma og eiginmaður Ásu sæti ákæru fyrir fjölmörg morð þá glími Ása við krabbamein í húð og brjósti. Bróðirinn vill ekki tjá sig efnislega um málið en segir afar erfitt að trúa því að Rex sé sekur í málinu. Hann viti í raun ekki hverju hann eigi að trúa. Hann segist þó vart vera dómbær, enda búi hann ekki í Bandaríkjunum og hefur, eins og hann orðar það, „ekki verið innsti koppur í búri í þessu máli.“ Fyrr á þessu ári kom út heimildarmynd í þremur hlutum um málið, framleidd af NBC Universal í Bandaríkjunum. Þar er rætt við Ásu og uppkomin börn hennar og Rex, en greint hefur verið frá því að fjölskyldan fékk ríflega peningagreiðslu fyrir þátttöku sína í myndinni, eina milljón Bandaríkjadali, sem nemur um 140 milljónum íslenskra króna. https://www.visir.is/g/20242665356d/akaerdur-fyrir-sjounda-mordid Í einu atriðinu er sýnt frá því þegar Ása hringir í Rex í fangelsið og þau ræða saman. Í umfjöllun New York Post kemur fram að á heimili Rex og Ástu hafi meðal annars fundist gróft og ansi brenglað klámefni. Ása segist ekki vita hvort efnið hafi verið í vörslu eiginmanns hennar og segist jafnframt ekki trúa því að hann hafi átt viðskipti við vændiskonur. Ása segist vera fullviss um að eiginmaður hennar sé saklaus. Hún segir hann vera hetjuna sína og að hún hafi orðið ástfangin af honum upp á nýtt þegar hún sá hann fyrst á bak við lás og slá. Þá segir hún að hinn „dásamlegi“ eiginmaður hennar sé ekki „skrímslið“ sem myrti og limlesti sjö vændiskonur á Long Island í New York-ríki um þrjátíu ára skeið. „Ég veit hvað vondir menn eru færir um að gera. Ég hef séð það og heyrt af því frá öðrum mönnum. Ekki eiginmaður minn. Þið eruð með rangan mann.“ Gilgo Beach-raðmorðinginn Bandaríkin Eftirmál Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Verjendur hins meinta raðmorðingja Rex Heuermann, sem giftur er íslenskri konu, hafa farið fram á að lífsýni úr hári og öðrum gömlum lífsýnum sem fundust á líkum kvenna í Gilgo Beach, verði ekki notuð í réttarhöldunum gegn honum. Dómari hefur þá kröfu til skoðunar en ákvörðun hans gæti haft mikil áhrif á málið. 31. ágúst 2025 15:03 Sannfærð um sakleysi eiginmannsins og segir hann hetjuna sína Ása Ellerup, eiginkona meinta raðmorðingjans Rex Heuermann, er fullviss um að hann sé saklaus. Hún segir hann vera hetju sína og að hún hafi orðið ástfangin af honum upp á nýtt þegar hún sá hann fyrst á bak við lás og slá. 9. júní 2025 13:33 Ákærður fyrir sjöunda morðið Rex Heuermann, sem grunaður er um að hafa framið Gilgo Beach morðin svokölluðu, hefur verið ákærður fyrir sjöunda morðið. Saksóknarar segja Heuermann vera raðmorðingja og er nú sakaður um morðið á vændiskonunni Valerie Mack, sem hvarf fyrir rúmum tveimur áratugum. 17. desember 2024 16:03 Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Ása Guðbjörg Ellerup, eiginkona Rex Heuermann sem ákærður hefur verið fyrir sex morð í Gilgo Beach-málinu, hyggst selja hús þeirra hjóna á Long Island þar sem talið er að voðaverkin hafi verið framið. 24. nóvember 2024 13:46 Biður um meiri pening vegna „fáránlegra“ laga Lögmaður Rex Heuermann, sem ákærður hefur verið fyrir sex morð í Gilgo Beach-málinu svokallaða, vill að lífsýni í málinu verði útilokuð frá réttarhöldunum. Í dómsal í Suffolk-sýslu í New York í gær, lýsti lögmaðurinn tækninni sem notuð var við að bendla Heuermann við morðin við „töfra“. 17. október 2024 10:22 Mest lesið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Gítarleikari The Cure er látinn Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Fleiri fréttir Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Sjá meira
Rex er grunaður um sjö morð í tengslum við Gilgo Beach-málið svokallaða og bíður réttarhalda vestanhafs en talið er að hann hafi framið einhver ódæðisverkanna á meðan Ása var stödd í fríi með börnin á Íslandi. Rætt er við bróður Ástu í öðrum þætti nýrrar seríu af Eftirmálum í umsjón Þórhildar Þorkelsdóttur og Nadine Guðrúnar Yaghi, en bróðirinn vill ekki láta nafns síns getið. Ótrúleg atburðarás Morðin sem kennd er við Gilgo Beach í Long Island hófust árið 2010 þegar 24 ára gömul kona, Shannan Gilbert, hvarf eftir að hafa hringt í neyðarlínuna og sagt að einhver væri að reyna að drepa hana. Þegar lögregluþjónar voru að leita að Shannan fundu þeir líkamsleifar fjögurra annarra kvenna á Gilgo Beach. Allar höfðu konurnar starfað sem fylgdarkonur og voru lík þeirra vafin í svarta sekki og skilin eftir á afskekktum strandsvæðum. Maureen Brainard-Barnes hafði horfið árið 2007, Melissa Barthelemy hafði horfið árið 2009 og þær Megan Waterman og Amber Costello hurfu árið 2010. Næsta ár fundust svo á svæðinu líkamsleifar sex manns til viðbótar. Þar af var um að ræða fjórar konur, einn mann og eitt barn. Aldrei var þó sannreynt að líkamsleifarnar tengdust allar sama málinu, það er að segja að fólkið hefði verið myrt af sama manninum, en talsmenn lögreglunnar höfðu ítrekað sagt það ólíklegt. Rannsóknin stóð yfir árum saman án þess að árangur næðist. Fjölmiðlar fjölluðu reglulega um málið, heimildaþættir voru gerðir og almenningur fylgdist með án þess að nokkur yrði dreginn til ábyrgðar. Vísir birti fyrstu frétt af málinu þann 14. júlí árið 2023. Þar kom fram að degi áður hefði lögreglan í New York handtekið 59 ára gamlan arkitekt að nafni Rex Heurmann, vegna gruns um aðild að „Morðunum á Gilgo Beach“ svokölluðu. Fram kom að hann væri ákærður fyrir að myrða þrjár konur, og grunaður um að hafa myrt þá fjórðu, en spjótin beindust meðal annars að honum vegna DNA-sýnis sem fannst á konunum þremur. Það var síðan að kvöldi sama dags að Vísir greindi frá því að Rex væri giftur íslenskri konu að nafni Ása Ellerup. Hafa þau verið gift í hátt í þrjá áratugi. Ása er önnur eiginkona Rex og á son af fyrra sambandi sem Rex gekk í föðurstað. Saman eiga þau síðan eina dóttur en börnin þeirra eru bæði uppkomin og voru 26 ára og 33 ára þegar Rex var handtekinn. Það sem leiddi til handtöku Rex var að árið 2023, rúmum áratug eftir fyrstu fundina, var málið opnað að nýju eftir ábendingu og sérstök rannsóknarnefnd sett á laggirnar. Rætt var vitni sem kom lögreglunni á sporið; vinur einnar af hinum látnu gat lýst vændiskaupanda sem hafði sótt vinkonu hans heim, kvöldið sem hún hvarf. Símagögn úr síma vinkonunnar voru þá skoðuð á ný sem leiddi til þess að grunur vaknaði um að morðinginn ætti heima í ákveðnu hverfi. Í gæsluvarðhaldskröfu yfir Rex fullyrða saksóknarar að símareikningar sýni fram á að hann hafi keypt sér einnota farsíma til að eiga í samskiptum við þrjár af konunum fjórum sem voru vændiskonur. Upptökur úr öryggismyndavélum eru sagðar sýna hann kaupa einn símanna. Hann er sagður hafa notað einn símann til að áreita fjölskyldu einnar konunnar sem hann myrti, eftir að hann réð henni bana. Rannsakendur komust einnig að því að netfang sem tengdist símunum var ítrekað notað til að leita að upplýsingum um vændiskonur, barnaklám, myndum af konunum sem hann er grunaður um að hafa myrt og fjölskyldumeðlimum þeirra, sem og ofbeldisfullu klámefni. Rex er einnig sagður hafa leitað að upplýsingum um rannsóknina á morðunum. Fram kom í frétt Vísis að fyrrnefnt DNA-sýni sem fannst á konunum þremur, nánar tiltekið hársýni, væri talið vera af Ásu, en hún væri þó ekki grunuð um aðkomu að morðunum. Samkvæmt gæsluvarðhaldskröfu saksóknara var Ásta stödd á Íslandi þegar ein konan var myrt og ekki heima þegar hinar tvær voru myrtar. Á þessum tímapunkti höfðu fjölmiðlar ytra á borð við New York Post og Daily Mail nafngreindu Ástu og birtu myndir af henni. Í umfjöllun New York Post um Rex er honum lýst sem reynslumiklum arkitekt sem hafi vegnað vel í starfi og þekkt vel til bransans í New York-borg. Í heimildarmyndum og þáttum sem hafa verið gerðir um málið á undanförnum misserum er rætt við samstarfsfélaga Rex sem allir segjast koma af fjöllum. Greint var frá því að nokkrum dögum eftir handtökuna að Ása hefði sótt um skilnað og var það staðfest af lögmanni hennar. Kurteis og hress náungi Í þætti Eftirmála er grennslast fyrir um bakgrunn Ásu Ellerup og rætt við bróður hennar sem kýs að koma ekki fram undir nafni. Fram kemur að Ása eigi átta systkini sem öll eru sammæðra. Sökum fátæktar voru sex af systkinunum gefin til ættleiðingar, þar á meðal Ása og hálfsystir hennar, sem voru ættleiddar af vinafólki móðurinnar sem bjó í Bandaríkjunum. „Mamma átti að fá alltaf fréttir af henni en það var ekki nema í tvö til þrjú ár sem þau sviku loforðið. Mamma fékk ekkert að vita eða heyra,“ segir bróðirinn. Fram kemur í þættinum að umræddur bróðir Ásu, sem og annar bróðir þeirra, hafi alist upp á Íslandi ásamt móður þeirra, en þeir tveir voru þeir einu úr systkinahópnum sem voru ekki gefnir til ættleiðingar. Sambandið við önnur systkini þeirra systra var lítið sem ekkert í æsku. Það var hins vegar árið 2006 eða 2007 sem Ása tók upp þráðinn við systkini sín og segir bróðir hennar hafa haft frumkvæði að því. Hann segir Ásu alltaf hafa þótt mjög vænt um Ísland, hún hafi komið reglulega í heimsókn hingað til lands og í nokkur skipti hafi eiginmaður hennar, Rex Heuermann, verið með í för. „Ég er búinn að hitta Rex í þrígang,“ segir bróðirinn en aðspurður lýsir hann Rex sem „mjög viðkunnalegum.“ „Ég hitti Rex fyrst í veislu sem þau héldu niðri á Hótel Borg ásamt ættingjum og vinum frá Íslandi. Hún bauð mér og dætrum mínum báðum.” Bróðirinn segir að honum hafi brugðið verulega þegar hann heyrði fréttirnar um að Rex hefði verið handtekinn og væri grunaður um að vera fjöldamorðingi. „Hann var bara mjög kurteis og skrafhreifinn. Hress gæi. Mín kynni af honum eru ekki slæm.” Sönnunargögnin hrannast upp Í lok júlímánaðar 2023 var greint frá því að Rex væri til rannsóknar vegna fjögurra annarra morða sem framin voru í Atlantic City í New Jersey árið 2006. Líkt og á Gilgo-ströndinni voru konurnar sem myrtar voru í Atlantic City flestar vændiskonur. Þetta voru Tracy Ann Roberts 23 ára, Kim Raffo 35 ára, Barbara V. Breidor 42 ára og Molly Jean Dilts 20 ára. Líkin fundust öll undir vatni í fráræsisskurði við Golden Key-mótelið í útjaðri borgarinnar þann 20. nóvember árið 2006. Hafði þeim verið raðað í röð með um 20 metra bili á milli og lágu líkin öll á grúfu. Allar voru þær klæddar í föt en berfættar. Konurnar voru myrtar á nokkurra vikna tímabili. Nokkrir voru yfirheyrðir í tengslum við morðin en rannsóknin endaði hins vegar í öngstræti og engar ákærur gefnar út. Á meðan á þessu stóð héldu fjölmiðlar áfram að áreita Ásu og börnin hennar tvö og sitja um húsið. Í þætti Eftirmála er spiluð upptaka þar sem blaðamaður og myndatökumaður mæta fyrir utan heimili Ástu og freista þess að ná af henni tali, en Ása reynir örvæntingarfull að vísa þeim á brott og biður þau um að hætta að áreita sig. Fram kemur að lögreglan hafi framkvæmt umfangsmikla húsleit á heimili fjölskyldunnar en í samtali við New York Post segir Ása lögregluna hafa rústað heimili þeirra í leit að sönnunargögnum í málinu. Til að mynda hafi baðkar og flísar á baðherbergi þeirra verið rifin í sundur. Skemmdirnar séu það miklar að það sé vart lengur hægt að búa í húsinu. Þess ber þó að geta að fjöldi sönnunargagna fannst við húsleitina, þar á meðal 279 vopn sem lögreglan lagði hald á. Seinna var greint frá því að Ása hefði stefnt bandarísku alríkislögreglunni og krafist bóta vegna tjóns sem varð á heimili hennar við húsleitina, sem stóð yfir í tólf daga. Í ágúst 2023 var fyrirtaka í máli Rex en fram kemur í frétt New York Post að reiknað sé með að réttarhöldin muni standa lengi yfir, enda sé málið gífurlega umfangsmikið og nái mörg ár aftur í tímann. Rex hefur frá upphafi lýst yfir sakleysi í málinu. Í yfirlýsingu lögmanns hans segir meðal annars: „Hann er maður sem var í vinnu, hefur aldrei verið handtekinn, á eiginkonu og börn og var virkur meðlimur í samfélaginu. Augljóslega hefur saksóknarinn og yfirvöld lagt fram þessar hræðilegu ásakanir en hann er ekki sekur. Nú þarf hann að sitja í varðhaldi, vera án fjölskyldu sinnar, frá eiginkonu sinni og börnum. Hann getur ekki unnið, getur ekki séð fyrir fjölskyldu sinni og stutt þau og þarf að sitja í fangaklefa.” Kom til Íslands stuttu eftir handtökuna Í þætti Eftirmála er upplýst að nokkrum vikum eftir að Rex var handtekinn og hnepptur í varðhald hafi Ása beðið bræður sína að hitta sig á Íslandi; hún hafi verið í uppnámi og viljað segja sína hlið á málinu. „Hún kemur og hélt fund með okkur heima hjá mér ásamt dætrum mínum tveimur og þar var spjallað alveg fram og til baka. Við vorum í alveg tvo eða tvo og hálfan tíma að spjalla um þetta mál og hennar tilfinningar. Hún var í sárum eftir að fólk réðist að henni þarna heima hjá henni. Hún kom til þess að spjalla við okkur um þetta mál,“ segir bróðir Ásu í samtali við Eftirmál. Lögmaður Ásu hefur hins vegar greint frá því í viðtölum við fjölmiðla vestanhafs að ástæða skilnaðarins sé einungis sú að Ása vilji koma í veg fyrir að hægt sé að ganga að öllum eigum þeirra hjóna. Bróðir Ásu segir systur sína neita að trúa því að eiginmaður hennar hafi framið þessi ódæðisverk. „Og þau eru að reyna að klína á hana líka, til að geta tekið af þeim allar eignir. Þau þurfa að borga ættingjum fórnarlambanna bætur og þar af leiðandi ætla þau að hirða allt af þeim. Þau geta ekki tekið allt af henni nema þau geti ásakað hana fyrir eitthvað.” Í janúar 2024 var Rex ákærður fyrir morð á fjórðu konunni til viðbótar. Í yfirlýsingu sem Ása sendi fjölmiðlum ytra skömmu eftir fjórðu ákæruna sagðist hún ætla að leyfa manninum sínum að njóta vafans. Í frétt CBS News um málið segir að hún heimsæki Rex í fangelsið í hverri viku og að hún trúi því ekki að hann geti hafa framið þá glæpi sem hann hefur verið sakaður um. Í yfirlýsingu segist hún finna til með fórnarlömbunum og fjölskyldum þeirra og að enginn eigi skilið að deyja með þeim hætti sem konurnar gerðu. „Ég mun hlusta á öll sönnunargögnin og bíða með að fella dóm þar til réttarhöldunum lýkur,“ segir í yfirlýsingunni. „Ég ætla að leyfa Rex að njóta vafans, eins og við verðskuldum öll.“ Á næstu mánuðum var Rex ákærður fyrir þrjú morð til viðbótar. Á meðal gagna sem lögð eru fram í málinu er skjal sem fannst í tölvu Rex þar sem hann er sagður hafa lagt á ráðin um val á konum, pyntingar, morð og hvernig hann ætti að losa sig við líkamsleifar. Skjalið bendir líka til þess að Rex hafi misnotað meint fórnarlömb sín bæði fyrir og eftir dauða þeirra. Saksóknarar segja þetta ýta undir yfirlýsingar þeirra um að Rex hafi lifað tvöföldu lífi: hann hafi beðið eftir því að Ása og börnin hafi farið í ferðalög, meðal annars til Íslands, og að hann hafi mögulega farið með fórnarlömb sín í kjallara á heimili þeirra. Rex hefur setið í varðhaldi frá því hann var fyrst handtekinn. Hann hefur sem fyrr segir lýst yfir sakleysi sínu. Réttarhöldunum yfir honum hefur ítrekað verið frestað en búist er við að málið verði tekið fyrir snemma á næsta ári. „Þið eruð með rangan mann“ Eftir umrædda heimsókn Ásu til Íslands, haustið 2023, hefur bróðir hennar ekkert heyrt í henni og hann segist því í raun ekkert vita hvað sé að frétta af henni í dag. Fram hefur komið að á sama tíma og eiginmaður Ásu sæti ákæru fyrir fjölmörg morð þá glími Ása við krabbamein í húð og brjósti. Bróðirinn vill ekki tjá sig efnislega um málið en segir afar erfitt að trúa því að Rex sé sekur í málinu. Hann viti í raun ekki hverju hann eigi að trúa. Hann segist þó vart vera dómbær, enda búi hann ekki í Bandaríkjunum og hefur, eins og hann orðar það, „ekki verið innsti koppur í búri í þessu máli.“ Fyrr á þessu ári kom út heimildarmynd í þremur hlutum um málið, framleidd af NBC Universal í Bandaríkjunum. Þar er rætt við Ásu og uppkomin börn hennar og Rex, en greint hefur verið frá því að fjölskyldan fékk ríflega peningagreiðslu fyrir þátttöku sína í myndinni, eina milljón Bandaríkjadali, sem nemur um 140 milljónum íslenskra króna. https://www.visir.is/g/20242665356d/akaerdur-fyrir-sjounda-mordid Í einu atriðinu er sýnt frá því þegar Ása hringir í Rex í fangelsið og þau ræða saman. Í umfjöllun New York Post kemur fram að á heimili Rex og Ástu hafi meðal annars fundist gróft og ansi brenglað klámefni. Ása segist ekki vita hvort efnið hafi verið í vörslu eiginmanns hennar og segist jafnframt ekki trúa því að hann hafi átt viðskipti við vændiskonur. Ása segist vera fullviss um að eiginmaður hennar sé saklaus. Hún segir hann vera hetjuna sína og að hún hafi orðið ástfangin af honum upp á nýtt þegar hún sá hann fyrst á bak við lás og slá. Þá segir hún að hinn „dásamlegi“ eiginmaður hennar sé ekki „skrímslið“ sem myrti og limlesti sjö vændiskonur á Long Island í New York-ríki um þrjátíu ára skeið. „Ég veit hvað vondir menn eru færir um að gera. Ég hef séð það og heyrt af því frá öðrum mönnum. Ekki eiginmaður minn. Þið eruð með rangan mann.“
Gilgo Beach-raðmorðinginn Bandaríkin Eftirmál Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Verjendur hins meinta raðmorðingja Rex Heuermann, sem giftur er íslenskri konu, hafa farið fram á að lífsýni úr hári og öðrum gömlum lífsýnum sem fundust á líkum kvenna í Gilgo Beach, verði ekki notuð í réttarhöldunum gegn honum. Dómari hefur þá kröfu til skoðunar en ákvörðun hans gæti haft mikil áhrif á málið. 31. ágúst 2025 15:03 Sannfærð um sakleysi eiginmannsins og segir hann hetjuna sína Ása Ellerup, eiginkona meinta raðmorðingjans Rex Heuermann, er fullviss um að hann sé saklaus. Hún segir hann vera hetju sína og að hún hafi orðið ástfangin af honum upp á nýtt þegar hún sá hann fyrst á bak við lás og slá. 9. júní 2025 13:33 Ákærður fyrir sjöunda morðið Rex Heuermann, sem grunaður er um að hafa framið Gilgo Beach morðin svokölluðu, hefur verið ákærður fyrir sjöunda morðið. Saksóknarar segja Heuermann vera raðmorðingja og er nú sakaður um morðið á vændiskonunni Valerie Mack, sem hvarf fyrir rúmum tveimur áratugum. 17. desember 2024 16:03 Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Ása Guðbjörg Ellerup, eiginkona Rex Heuermann sem ákærður hefur verið fyrir sex morð í Gilgo Beach-málinu, hyggst selja hús þeirra hjóna á Long Island þar sem talið er að voðaverkin hafi verið framið. 24. nóvember 2024 13:46 Biður um meiri pening vegna „fáránlegra“ laga Lögmaður Rex Heuermann, sem ákærður hefur verið fyrir sex morð í Gilgo Beach-málinu svokallaða, vill að lífsýni í málinu verði útilokuð frá réttarhöldunum. Í dómsal í Suffolk-sýslu í New York í gær, lýsti lögmaðurinn tækninni sem notuð var við að bendla Heuermann við morðin við „töfra“. 17. október 2024 10:22 Mest lesið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Gítarleikari The Cure er látinn Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Fleiri fréttir Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Sjá meira
Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Verjendur hins meinta raðmorðingja Rex Heuermann, sem giftur er íslenskri konu, hafa farið fram á að lífsýni úr hári og öðrum gömlum lífsýnum sem fundust á líkum kvenna í Gilgo Beach, verði ekki notuð í réttarhöldunum gegn honum. Dómari hefur þá kröfu til skoðunar en ákvörðun hans gæti haft mikil áhrif á málið. 31. ágúst 2025 15:03
Sannfærð um sakleysi eiginmannsins og segir hann hetjuna sína Ása Ellerup, eiginkona meinta raðmorðingjans Rex Heuermann, er fullviss um að hann sé saklaus. Hún segir hann vera hetju sína og að hún hafi orðið ástfangin af honum upp á nýtt þegar hún sá hann fyrst á bak við lás og slá. 9. júní 2025 13:33
Ákærður fyrir sjöunda morðið Rex Heuermann, sem grunaður er um að hafa framið Gilgo Beach morðin svokölluðu, hefur verið ákærður fyrir sjöunda morðið. Saksóknarar segja Heuermann vera raðmorðingja og er nú sakaður um morðið á vændiskonunni Valerie Mack, sem hvarf fyrir rúmum tveimur áratugum. 17. desember 2024 16:03
Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Ása Guðbjörg Ellerup, eiginkona Rex Heuermann sem ákærður hefur verið fyrir sex morð í Gilgo Beach-málinu, hyggst selja hús þeirra hjóna á Long Island þar sem talið er að voðaverkin hafi verið framið. 24. nóvember 2024 13:46
Biður um meiri pening vegna „fáránlegra“ laga Lögmaður Rex Heuermann, sem ákærður hefur verið fyrir sex morð í Gilgo Beach-málinu svokallaða, vill að lífsýni í málinu verði útilokuð frá réttarhöldunum. Í dómsal í Suffolk-sýslu í New York í gær, lýsti lögmaðurinn tækninni sem notuð var við að bendla Heuermann við morðin við „töfra“. 17. október 2024 10:22
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein