Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Rakel Sveinsdóttir skrifar 26. desember 2025 07:02 Árið 2025 hefur vægast sagt verið eftirminnilegt ár hjá Thelmu Christel Kristjánsdóttur, lögmanns og einn meðstofnenda Raxiom sem nú hefur hafið útrásina formlega, slegið í gegn í Búdapest og margt fleira framundan. Frumburðurinn fagnar líka árs afmælinu sínu þriðja í jólum. Vísir/Vilhelm Velgengnissögur þar sem gervigreindin er nýtt sem tækifæri eru að verða æ meira áberandi. Fyrirtækið Raxiom er gott dæmi um slíkt fyrirtæki. Raxiom þróar og selur Jónsbók; hugbúnaðarkerfi fyrir lögmenn. Ekki aðeins á Íslandi, heldur líka erlendis! Jónsbókin talar til dæmis frábæra ungversku,“ segir Thelma Christel Kristjánsdóttir lögmaður og einn af meðstofnendum Raxiom. En líka móðir yngsta sölumann fyrirtækisins. Sem nú er að verða eins árs. Ha? Er sölumaðurinn eins árs? Manneskja? Eða tæknigreind? Er nema von að spurt sé. En málið er að til viðbótar við gervigreindina og öll þau tækifæri sem henni fylgja fyrir nýtt og breytt atvinnulíf um allan heim, getur líka verið að ung sprotafyrirtæki eins og Jónsbók séu nú þegar að sýna okkur, hvernig ný og breytt viðhorf eru að koma inn á vinnumarkaðinn. Til dæmis hjá ungum og upprennandi fyrirtækjum og forkólfum, sem nýta sér tæknina, ná frábærum árangri á örskömmum tíma, hræðast engin landamæri og setja það ekki heldur fyrir sig að eignast börn og buru samhliða vinnu og starfsframa. Að minnsta kosti hafa allir stofnendur Jónsbókar nema einn, eignast barn á árinu. Sá eini sem eftir er, á hins vegar von á barni. Við skulum heyra um velgengnina og viðhorfin. Gervigreindin er ný tækni en unga kynslóðin er líka að koma með ný viðhorf og ný tækifæri inn á vinnumarkaðinn. Dóttirin Sólrós Alda mætti strax á fyrstu vikum ævi sinnar í vinnuna og hefur setið ófáa sölufundina þar sem hún hefur oftar en ekki slegið í gegn. Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf Þegar Atvinnulífið tók Bjarna Braga Jónsson hjá Jónsbók tali fyrr á árinu, sagði hann skemmtilega frá því þegar hann og meðstofnandi með honum að Jónsbók fundu Thelmu með gúggli um lögmann og gervigreind og að það fyrsta sem hún sagði við þá pilta var að hugmyndin sem þeir væru með fyrir lögmenn, hefði oft verið reynd, en aldrei tekist. Það var fyrir rúmu ári síðan, enda rifjar Thelma upp jólin í fyrra svona: „Fyrir ári síðan var ég kasólétt, komin með tíma í gangsetningu á gamlársdag og við það að hætta á lögmannsstofunni sem ég vann á, til að taka þátt í stofnun Jónsbókar“ segir Thelma og bætir við: „Sú litla ákvað hins vegar að koma fyrr í heiminn og ég fór því upp á fæðingardeild á annan í jólum, hún kom í heiminn daginn eftir og í janúar var hún mætt með mér á fyrstu sölufundina fyrir Jónsbók.“ Sem svo sannarlega virkaði. „Vögguvísa Sólrósar Öldu var má segja sölurullan sem ég fór með á öllum fundum,“ segir Thelma og skellihlær. En hún segir að það að hafa tekið þá litlu með, hafi síður en svo eyðilagt fyrir henni í sölunni. Þvert á móti held ég að það hafi hjálpað heilmikið til því hún er svo brosandi og mannblendin, bræðir alla og því oftar en ekki að fólk var farið að kjassa við hana á fundum. Hún þá auðvitað hæstánægð með athyglina.“ Thelma segir auðvitað spila inn í söguna, að sem betur fer hafi allt gengið svo vel; meðganga, fæðing og allt sem á eftir fylgir þegar barn fæðist. Þá sé hún vel studd af sínum ektamanni og barnsföður: Birki Erni Björnssyni. Með eiginmanninum Birki Erni Björnssyni og foreldrunum við útskriftina úr Berkely í Kaliforníu þaðan sem Thelma er með seinni meistaragráðuna sína í lögmennsku, tengt gervigreindinni. Thelma kennir bæði í HÍ og á Bifröst í dag. Það skemmtilega er að í tali Thelmu er svo auðheyrt að það hefur ekki á neinn hátt verið eitthvað sem hefur dregið úr vinnugleðinni eða árangrinum á Jónsbók þótt fyrirtækið sé nánast eins og hjá dagmömmu eða í leikskóla alla daga. „Það einmitt hjálpar kannski frekar til að við erum öll á sama stað; öll að eignast börn og því í ákveðnum takti saman. Oft kannski þannig að við hættum að vinna klukkan fjögur því einhver þarf að fara og sækja barn. En síðan erum við mætt aftur við tölvuna um eða uppúr átta á kvöldin þegar þau litlu eru sofnuð.“ Sumsé: Í dag er ungt fólk ekkert að horfa á barneignir sem hamlandi stöðu eða eitthvað sem hægir á í starfsframa eða rekstri. Þvert á móti, er viðhorfið þannig að það sé frábært að hægt sé að gera hvoru tveggja í einu. Og njóta þess! En hvað með viðhorf eins og að móðir eigi að taka sér fæðingarorlof, hefur þér ekkert mætt einhver gagnrýni fyrir þessa leið sem þú valdir? „Ekki sem ég hef fundið eða nokkuð pælt í,“ segir Thelma íbyggin. En bætir við: Ef einhverjir hugsa að ég ætti að vera heima með svona lítið barn er ég ekki að taka það mikið mér. Voru ekki flestir karlar fyrir örfáum áratugum farnir að vinna strax eftir að þeirra börn fæddust?“ Útrásin og alvöru árangur Að tala um velgengni er ekki úr lausu lofti gripið. Því Jónsbók var stofnað í fyrra, er í nýsköpun, náði að verða sjálfbært í rekstri frá og með síðasta sumri og er nú þegar að hasla sér völl erlendis. Þá helst í Búdapest. En hvers vegna Búdapest; eruð þið með einhverja sérstaka tengingu þangað? „Nei reyndar ekki,“ svarar Thelma og brosir. „Við settum út færi víðar og erum reyndar byrjuð að vinna víðar en í Búdapest. Í samstarfi við aðila á Norðurlöndunum og Króatíu. Hins vegar höfum við náð frábærum árangri í Búdapest og það myndaðist ákveðin stemning í síðustu ferð okkar þannig sem er eingöngu hægt að lýsa á þann veg að allir vildu hitta okkur frekar en öfugt – það var ákveðið gæðamerki fyrir lögmannsstofur að hafa hitt Íslendingana ….“ Og þetta er ekkert grín. Því Jónsbókin, íslenska hugbúnaðarkerfið sem notar gervigreind til að lesa úr lagasöfnum og auðvelda þannig og flýta fyrir vinnu lögmanna, er kerfi sem á auðvelt með að aðlagast nýjum mörkuðum og læra ný tungumál. „Jónsbókin talar frábæra ungversku en það er ekki bara vegna getu gervigreindarinnar til að læra ný tungumál hratt, heldur vegna þess að sem kerfi byggir Jónsbókin á gögnum sem innifela góðan texta: Lagasöfn og áreiðanlegar réttarheimildir en ekki á misgóðu efni á netinu eða misgóðu málfari þaðan.“ Á ferð og flugi með Jónsbók, þar á meðal með samstarfshópnum í Búdapest, stærstu lögmannstofu borgarinnar. Jónsbók talar frábæra ungversku, ekki aðeins vegna þess að gervigreindin er góð í tungumálum heldur vegna þess að Jónsbókin byggir alltaf á lagasöfnum og réttarheimildum en ekki misgóðu ritmáli af netinu. Í dag nota hátt í 1000 lögmenn hjá tæplega 200 fyrirtækjum Jónsbókina. Auðvitað flestir á Íslandi. En útrásin hófst þó fyrir nokkrum mánuðum síðan og í lok ágúst var til dæmis tilkynnt um að ein stærsta lögmannsstofan Ungverjalands, Szecskay Attorneys at Law, hefði gert samning við Raxiom um að nýta tækni Jónsbókar. Samningurinn felur í sér að Szecskay Attorneys at Law skuldbindur sig til að veita endurgjöf til Raxiom, með það að leiðarljósi að lausn Jónsbókar aðlagist enn betur ungverskum markaði.Þeir hafa nú skrifað undir langtímasamning um áskrift af Jónsbók og áframhaldandi aðstoð við gæðaþróun. En er ekki allt svo ódýrt í Ungverjalandi; er eitthvað út úr þessum markaði að hafa fyrir nýsköpunarfyrirtæki sem er enn á fullu í þróun? „Ég myndi lýsa Ungverjalandi sem tvískiptum markaði. Annars vegar markaðinum í Búdapest sem rukkar ágætlega fyrir tímann og er ekkert langt frá þeim taxta sem við þekkjum hér fyrir verkefnastjórnun eða hærri. Enda margar alþjóðlegar lögmannstofur staðsettar í Búdapest Hins vegar er það geirinn í sveitum landsins eða smærri þéttbýliskjörnum sem eflaust er í tekjum mun lægri en við þekkjum.“ Thelma segir skemmtilegt að upplifa hvernig Jónsbókin sem hugbúnaðarkerfi er að nýtast erlendum mörkuðum. Tæknin sé að skila sér, gervigreindin þar í fararbroddi en auðvitað eins og í öllu þarf mannsaugað að meta, lesa úr og skoða öll álitamál og annað sem gervigreindin skilar frá sér. „Það hefur verið mjög gaman að taka fundina í Búdapest, þar sem við erum nánast búin að hitta hverja einustu stóru lögmannstofu í borginni. Jónsbókinni hefur verið tekið ótrúlega vel þar og á stundum hefur verið gert grín að því að lögmenn í Búdapest eru farnir að tala um það sín á milli: Ertu búin að hitta Íslendingana?“ segir Thelma og hlær. Þó góð saga. Því auðvitað er verið að vísa í þessa fundi, vegna þess að það sem Jónsbókin er að gera er að vekja athygli og von um nýja tækni og jafnvel enn betri vinnubrögð. „Enda er mín sannfæring sú að gervigreindin í Jónsbókinni sé líkleg til að fjölga verkefnum lögmanna frekar en að draga úr þeim. Tæknin gerir lögmönnum einfaldlega kleift að fara að vinna öðruvísi.“ Um 1000 lögmenn nota Jónsbók í dag, flestir á Íslandi. Thelma segir upphafleg áform hafa verið að breyta nafninu í eitthvað alþjóðlegra heiti. Það bíði þó um sinn, enda hafi komið á daginn að þetta elsta lagasafn í heimi sé svo þekkt víða; lögmenn séu upp til hópa nördar.Vísir/Vilhelm Jónsbókin: Fortíð og framtíð Þegar viðtalið er tekið við Thelmu, situr hún á svölum á hóteli á Tenerife. Sumsé; Thelma tilheyrir Tene-hópnum sívaxandi. „Ég er reyndar hér í fyrsta sinn,“ segir hún og skellihlær. Litli sölumaðurinn, Sólrós Alda, mætir auðvitað líka á svalirnar og heilsar upp á tölvuskjáinn. Alvön Teamsfundum greinilega. „Við fórum alveg í þær pælingar hvort við ættum að fara í nýtt vörumerki eða heiti, frekar en að nota Jónsbókina sem nafn, áður en við hófum útrásina,“ segir Thelma en bætir við: En það skemmtilega er að Jónsbókin er svo fræg að til okkar hafa kannski komið tölvupóstar frá ólíklegustu aðilum, til dæmis í Serbíu, þar sem menn einfaldlega spyrja hvenær von er á Jónsbókinni þangað.“ En hvers vegna er Jónsbókin fræg? „Fyrir það fyrsta myndi ég segja að lögmenn séu oft upp til hópa algjörir nördar og það komi einmitt vel í ljós í þessu,“ segir Thelma og skellihlær. „En Jónsbókin er þekkt innan geirans því þetta er elsta lagasafnið sem til er, er frá um 1281, og er enn að hluta til í gildi.“ Á vef Vísindavefsins segir til að mynda að norski konungurinn hafi innleitt lögbók á Íslandi á Alþingi árið 1281 og fljótlega eftir það, festist nafnið Jónsbók við lögbókina. Tilvísun í aðalhöfundinn Jón lögmann Einarsson. Jónsbók var meginréttarheimild á Íslandi í meira en 400 ár. „Það kann vel að vera að þetta verði endurskoðað síðar, en við ákváðum alla vega að hefja útrásina með nafninu Jónsbók og sjá hvert það leiðir okkur.“ Thelma og Birkir með Sólrós Öldu fimm vikna. Thelma segir hjálpa mikið að hjá fyrirtækinu sé hópurinn allur að eignast börn og því sé dagskráin oft stillt í kringum það. Til dæmis hafi jólagleðinni lokið klukkan 19 því þá fóru allir heim að undirbúa háttatímann hjá krílunum.Vísir/Vilhelm, einkasafn En okkur leikur enn hugur á að vita meira, um þessa nýju kynslóð, sem kann að nýta sér nýja tækni, ný tækifæri og augljóslega er að innleiða ný viðhorf inn á rótgróinn vinnumarkað. Í fyrra viðtali Atvinnulífsins við Raxiom kom til dæmis fram að Bjarni Bragi, framkvæmdastjóri félagsins, lauk hugbúnaðarverkfræði og eðlisfræði frá Háskóla Íslands árið 2015 en síðan meistaragráðu í eðlisfræði í ETH tæknihaskólanum í Sviss árið 2017. Thelma lauk sinni fyrstu meistaragráðu í Háskóla Íslands, en útskrifaðist með meistaragráðu í gervigreind frá Berkely háskólanum í Kaliforníu í Bandaríkjunum vorið 2023. Þá kennir hún einnig almenna lögfræði og meistaranámsáfanga um lögfræði og gervigreind við Háskóla Íslands ásamt því að vera stundakennari við Háskólann á Bifröst. Eru þessar alþjóðlegu tengingar við menntunina ykkar að nýtast í framvindu til dæmis útrásar? „Já án efa,“ svarar Thelma. „Bjarni menntaði sig í Zurich, Ágúst í London, Jónas sem starfar hjá okkur var í skóla í Noregi enda lykilmaður í þeirri vegferð sem er byrjuð hjá okkur með samstarfsaðilum á Norðurlöndunum,“ nefnir Thelma sem dæmi. Þannig sé alþjóðleg menntun líkleg til að draga úr takmörkunum landamæra auk þess sem tengslanetið stækkar. Sem fyrr, er þó íslenski markaðurinn sá mikilvægasti fyrir félagið. Enda stór og flott uppfærsla á kerfinu væntanleg í janúar að sögn Thelmu. Þá er von á næsta barni í hópnum, því af þeim fimm starfsmönnum sem starfa í fullu starfi hjá félaginu, er það aðeins starfsmaður sem starfar í Abú Dabí í Sameinuðu furstadæmunum, sem enn á von á barni. Þó telst til viðbótar í hópinn laganemi, sem frá lok sumars hefur starfað í hlutastarfi hjá félaginu og þá einna helst til aðstoðar við Thelmu. „Við erum orðin sex með henni og auðvitað er þetta löngu sprungið hjá okkur. En þetta er rosaleg stemning. Við erum góður vinahópur sem þarna störfum, erum á fullu í rekstrinum en líka í barneignum og aðlögum okkur að því,“ segir Thelma og bætir við: Jólagleðin okkar var til dæmis búin klukkan 19 því þá vorum við öll að fara heim að undirbúa háttatímann!“ Aðalmálið er þó árangurinn sjálfur. „Það er eflaust sjaldgæft að nýsköpunarfyrirtæki nái svona snemma að fara að standa undir sér en við höfum náð hröðum árangri, meðal annars vegna þess að til dæmis Búdapest fór að skila sér hratt til baka.“ Í fyrri viðtali við Jónsbók kom reyndar fram að árangurinn byggir líka á því að stofnendurnir horfa ekki á há laun sem kröfu eða skilyrði til að horfa til núna. Þróunin og uppbyggingin á Jónsbókinni er í forgrunni. „En við erum öll á sama stað í fyrirtækinu og kannski að það mætti þá líka taka það fram að makarnir okkar ættu einna helst allir að vera líka á launaskrá, svo mikil er ábyrgðin og aðkoman þeirra líka að því að láta þetta allt ganga upp hjá okkur!“ Starfsframi Tækni Nýsköpun Tengdar fréttir „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ „Við erum að missa það frá okkur að leyfa krökkum að vinna. Mér finnst það miður,“ segir Ásta Sigríður Fjeldsted forstjóri Festi. 29. desember 2024 08:00 „Ég var búinn að heyra stríðssögur um hvað fyrstu mánuðirnir væru erfiðir“ „Það má segja að bankahrunið hafi gefið mér þá hugmynd. Ég lá yfir öllum fréttasíðum og las allt sem ég gat um hrunið. Hagfræðin gaf mér tækifæri til að skilja betur hvernig fjármálakerfið gat umturnað heilu þjóðfélagi,“ segir Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, þegar hann útskýrir hvers vegna hann fór í meistaranám í fjármálahagfræði í Oxford í Bretlandi. 7. júlí 2024 09:00 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn „Ég var með einn gaffal, einn hníf, einn disk og örbylgjuofn. Ég vaskaði upp þegar að ég fór í sturtu í áhaldageymslunni í kjallaranum,“ segir Eyþór Máni Steinarsson framkvæmdastjóri og einn af eigendum Hopp rafhlaupahjólaleigunnar þegar hann rifjar upp fyrstu misserin sín í Reykjavík. Þá rétt að verða 16 ára, á leigumarkaði og í skóla. 2. janúar 2023 07:00 Vaxandi velgengni: „Við erum bara svo góðir vinir“ Þrátt fyrir heimsfaraldur birtust jákvæðar fréttir af fjölmörgum íslenskum fyrirtækjum árið 2021. Ekki síst fyrirtækjum á sviði nýsköpunar. 2. janúar 2022 08:01 Þriðja barnið er æðislegur íshellir „Já mamma er algjör nagli,“ segir Birgitta Björg Jónsdóttir kát. Sjálf eflaust ekkert síðri nagli því Birgitta er framkvæmdastjóri Into the Glacier, snjóbrettakappi, gift tveggja barna móðir sem hjólar í vinnuna allan ársins hring: Frá Hafnarfirði í Klettagarða við Sæbraut! 20. október 2025 07:03 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Örgleði (ekki öl-gleði) Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Ungum konum fjölgar í lögreglunni „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Að byrja að vinna á ný í sorg „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Sjá meira
Ekki aðeins á Íslandi, heldur líka erlendis! Jónsbókin talar til dæmis frábæra ungversku,“ segir Thelma Christel Kristjánsdóttir lögmaður og einn af meðstofnendum Raxiom. En líka móðir yngsta sölumann fyrirtækisins. Sem nú er að verða eins árs. Ha? Er sölumaðurinn eins árs? Manneskja? Eða tæknigreind? Er nema von að spurt sé. En málið er að til viðbótar við gervigreindina og öll þau tækifæri sem henni fylgja fyrir nýtt og breytt atvinnulíf um allan heim, getur líka verið að ung sprotafyrirtæki eins og Jónsbók séu nú þegar að sýna okkur, hvernig ný og breytt viðhorf eru að koma inn á vinnumarkaðinn. Til dæmis hjá ungum og upprennandi fyrirtækjum og forkólfum, sem nýta sér tæknina, ná frábærum árangri á örskömmum tíma, hræðast engin landamæri og setja það ekki heldur fyrir sig að eignast börn og buru samhliða vinnu og starfsframa. Að minnsta kosti hafa allir stofnendur Jónsbókar nema einn, eignast barn á árinu. Sá eini sem eftir er, á hins vegar von á barni. Við skulum heyra um velgengnina og viðhorfin. Gervigreindin er ný tækni en unga kynslóðin er líka að koma með ný viðhorf og ný tækifæri inn á vinnumarkaðinn. Dóttirin Sólrós Alda mætti strax á fyrstu vikum ævi sinnar í vinnuna og hefur setið ófáa sölufundina þar sem hún hefur oftar en ekki slegið í gegn. Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf Þegar Atvinnulífið tók Bjarna Braga Jónsson hjá Jónsbók tali fyrr á árinu, sagði hann skemmtilega frá því þegar hann og meðstofnandi með honum að Jónsbók fundu Thelmu með gúggli um lögmann og gervigreind og að það fyrsta sem hún sagði við þá pilta var að hugmyndin sem þeir væru með fyrir lögmenn, hefði oft verið reynd, en aldrei tekist. Það var fyrir rúmu ári síðan, enda rifjar Thelma upp jólin í fyrra svona: „Fyrir ári síðan var ég kasólétt, komin með tíma í gangsetningu á gamlársdag og við það að hætta á lögmannsstofunni sem ég vann á, til að taka þátt í stofnun Jónsbókar“ segir Thelma og bætir við: „Sú litla ákvað hins vegar að koma fyrr í heiminn og ég fór því upp á fæðingardeild á annan í jólum, hún kom í heiminn daginn eftir og í janúar var hún mætt með mér á fyrstu sölufundina fyrir Jónsbók.“ Sem svo sannarlega virkaði. „Vögguvísa Sólrósar Öldu var má segja sölurullan sem ég fór með á öllum fundum,“ segir Thelma og skellihlær. En hún segir að það að hafa tekið þá litlu með, hafi síður en svo eyðilagt fyrir henni í sölunni. Þvert á móti held ég að það hafi hjálpað heilmikið til því hún er svo brosandi og mannblendin, bræðir alla og því oftar en ekki að fólk var farið að kjassa við hana á fundum. Hún þá auðvitað hæstánægð með athyglina.“ Thelma segir auðvitað spila inn í söguna, að sem betur fer hafi allt gengið svo vel; meðganga, fæðing og allt sem á eftir fylgir þegar barn fæðist. Þá sé hún vel studd af sínum ektamanni og barnsföður: Birki Erni Björnssyni. Með eiginmanninum Birki Erni Björnssyni og foreldrunum við útskriftina úr Berkely í Kaliforníu þaðan sem Thelma er með seinni meistaragráðuna sína í lögmennsku, tengt gervigreindinni. Thelma kennir bæði í HÍ og á Bifröst í dag. Það skemmtilega er að í tali Thelmu er svo auðheyrt að það hefur ekki á neinn hátt verið eitthvað sem hefur dregið úr vinnugleðinni eða árangrinum á Jónsbók þótt fyrirtækið sé nánast eins og hjá dagmömmu eða í leikskóla alla daga. „Það einmitt hjálpar kannski frekar til að við erum öll á sama stað; öll að eignast börn og því í ákveðnum takti saman. Oft kannski þannig að við hættum að vinna klukkan fjögur því einhver þarf að fara og sækja barn. En síðan erum við mætt aftur við tölvuna um eða uppúr átta á kvöldin þegar þau litlu eru sofnuð.“ Sumsé: Í dag er ungt fólk ekkert að horfa á barneignir sem hamlandi stöðu eða eitthvað sem hægir á í starfsframa eða rekstri. Þvert á móti, er viðhorfið þannig að það sé frábært að hægt sé að gera hvoru tveggja í einu. Og njóta þess! En hvað með viðhorf eins og að móðir eigi að taka sér fæðingarorlof, hefur þér ekkert mætt einhver gagnrýni fyrir þessa leið sem þú valdir? „Ekki sem ég hef fundið eða nokkuð pælt í,“ segir Thelma íbyggin. En bætir við: Ef einhverjir hugsa að ég ætti að vera heima með svona lítið barn er ég ekki að taka það mikið mér. Voru ekki flestir karlar fyrir örfáum áratugum farnir að vinna strax eftir að þeirra börn fæddust?“ Útrásin og alvöru árangur Að tala um velgengni er ekki úr lausu lofti gripið. Því Jónsbók var stofnað í fyrra, er í nýsköpun, náði að verða sjálfbært í rekstri frá og með síðasta sumri og er nú þegar að hasla sér völl erlendis. Þá helst í Búdapest. En hvers vegna Búdapest; eruð þið með einhverja sérstaka tengingu þangað? „Nei reyndar ekki,“ svarar Thelma og brosir. „Við settum út færi víðar og erum reyndar byrjuð að vinna víðar en í Búdapest. Í samstarfi við aðila á Norðurlöndunum og Króatíu. Hins vegar höfum við náð frábærum árangri í Búdapest og það myndaðist ákveðin stemning í síðustu ferð okkar þannig sem er eingöngu hægt að lýsa á þann veg að allir vildu hitta okkur frekar en öfugt – það var ákveðið gæðamerki fyrir lögmannsstofur að hafa hitt Íslendingana ….“ Og þetta er ekkert grín. Því Jónsbókin, íslenska hugbúnaðarkerfið sem notar gervigreind til að lesa úr lagasöfnum og auðvelda þannig og flýta fyrir vinnu lögmanna, er kerfi sem á auðvelt með að aðlagast nýjum mörkuðum og læra ný tungumál. „Jónsbókin talar frábæra ungversku en það er ekki bara vegna getu gervigreindarinnar til að læra ný tungumál hratt, heldur vegna þess að sem kerfi byggir Jónsbókin á gögnum sem innifela góðan texta: Lagasöfn og áreiðanlegar réttarheimildir en ekki á misgóðu efni á netinu eða misgóðu málfari þaðan.“ Á ferð og flugi með Jónsbók, þar á meðal með samstarfshópnum í Búdapest, stærstu lögmannstofu borgarinnar. Jónsbók talar frábæra ungversku, ekki aðeins vegna þess að gervigreindin er góð í tungumálum heldur vegna þess að Jónsbókin byggir alltaf á lagasöfnum og réttarheimildum en ekki misgóðu ritmáli af netinu. Í dag nota hátt í 1000 lögmenn hjá tæplega 200 fyrirtækjum Jónsbókina. Auðvitað flestir á Íslandi. En útrásin hófst þó fyrir nokkrum mánuðum síðan og í lok ágúst var til dæmis tilkynnt um að ein stærsta lögmannsstofan Ungverjalands, Szecskay Attorneys at Law, hefði gert samning við Raxiom um að nýta tækni Jónsbókar. Samningurinn felur í sér að Szecskay Attorneys at Law skuldbindur sig til að veita endurgjöf til Raxiom, með það að leiðarljósi að lausn Jónsbókar aðlagist enn betur ungverskum markaði.Þeir hafa nú skrifað undir langtímasamning um áskrift af Jónsbók og áframhaldandi aðstoð við gæðaþróun. En er ekki allt svo ódýrt í Ungverjalandi; er eitthvað út úr þessum markaði að hafa fyrir nýsköpunarfyrirtæki sem er enn á fullu í þróun? „Ég myndi lýsa Ungverjalandi sem tvískiptum markaði. Annars vegar markaðinum í Búdapest sem rukkar ágætlega fyrir tímann og er ekkert langt frá þeim taxta sem við þekkjum hér fyrir verkefnastjórnun eða hærri. Enda margar alþjóðlegar lögmannstofur staðsettar í Búdapest Hins vegar er það geirinn í sveitum landsins eða smærri þéttbýliskjörnum sem eflaust er í tekjum mun lægri en við þekkjum.“ Thelma segir skemmtilegt að upplifa hvernig Jónsbókin sem hugbúnaðarkerfi er að nýtast erlendum mörkuðum. Tæknin sé að skila sér, gervigreindin þar í fararbroddi en auðvitað eins og í öllu þarf mannsaugað að meta, lesa úr og skoða öll álitamál og annað sem gervigreindin skilar frá sér. „Það hefur verið mjög gaman að taka fundina í Búdapest, þar sem við erum nánast búin að hitta hverja einustu stóru lögmannstofu í borginni. Jónsbókinni hefur verið tekið ótrúlega vel þar og á stundum hefur verið gert grín að því að lögmenn í Búdapest eru farnir að tala um það sín á milli: Ertu búin að hitta Íslendingana?“ segir Thelma og hlær. Þó góð saga. Því auðvitað er verið að vísa í þessa fundi, vegna þess að það sem Jónsbókin er að gera er að vekja athygli og von um nýja tækni og jafnvel enn betri vinnubrögð. „Enda er mín sannfæring sú að gervigreindin í Jónsbókinni sé líkleg til að fjölga verkefnum lögmanna frekar en að draga úr þeim. Tæknin gerir lögmönnum einfaldlega kleift að fara að vinna öðruvísi.“ Um 1000 lögmenn nota Jónsbók í dag, flestir á Íslandi. Thelma segir upphafleg áform hafa verið að breyta nafninu í eitthvað alþjóðlegra heiti. Það bíði þó um sinn, enda hafi komið á daginn að þetta elsta lagasafn í heimi sé svo þekkt víða; lögmenn séu upp til hópa nördar.Vísir/Vilhelm Jónsbókin: Fortíð og framtíð Þegar viðtalið er tekið við Thelmu, situr hún á svölum á hóteli á Tenerife. Sumsé; Thelma tilheyrir Tene-hópnum sívaxandi. „Ég er reyndar hér í fyrsta sinn,“ segir hún og skellihlær. Litli sölumaðurinn, Sólrós Alda, mætir auðvitað líka á svalirnar og heilsar upp á tölvuskjáinn. Alvön Teamsfundum greinilega. „Við fórum alveg í þær pælingar hvort við ættum að fara í nýtt vörumerki eða heiti, frekar en að nota Jónsbókina sem nafn, áður en við hófum útrásina,“ segir Thelma en bætir við: En það skemmtilega er að Jónsbókin er svo fræg að til okkar hafa kannski komið tölvupóstar frá ólíklegustu aðilum, til dæmis í Serbíu, þar sem menn einfaldlega spyrja hvenær von er á Jónsbókinni þangað.“ En hvers vegna er Jónsbókin fræg? „Fyrir það fyrsta myndi ég segja að lögmenn séu oft upp til hópa algjörir nördar og það komi einmitt vel í ljós í þessu,“ segir Thelma og skellihlær. „En Jónsbókin er þekkt innan geirans því þetta er elsta lagasafnið sem til er, er frá um 1281, og er enn að hluta til í gildi.“ Á vef Vísindavefsins segir til að mynda að norski konungurinn hafi innleitt lögbók á Íslandi á Alþingi árið 1281 og fljótlega eftir það, festist nafnið Jónsbók við lögbókina. Tilvísun í aðalhöfundinn Jón lögmann Einarsson. Jónsbók var meginréttarheimild á Íslandi í meira en 400 ár. „Það kann vel að vera að þetta verði endurskoðað síðar, en við ákváðum alla vega að hefja útrásina með nafninu Jónsbók og sjá hvert það leiðir okkur.“ Thelma og Birkir með Sólrós Öldu fimm vikna. Thelma segir hjálpa mikið að hjá fyrirtækinu sé hópurinn allur að eignast börn og því sé dagskráin oft stillt í kringum það. Til dæmis hafi jólagleðinni lokið klukkan 19 því þá fóru allir heim að undirbúa háttatímann hjá krílunum.Vísir/Vilhelm, einkasafn En okkur leikur enn hugur á að vita meira, um þessa nýju kynslóð, sem kann að nýta sér nýja tækni, ný tækifæri og augljóslega er að innleiða ný viðhorf inn á rótgróinn vinnumarkað. Í fyrra viðtali Atvinnulífsins við Raxiom kom til dæmis fram að Bjarni Bragi, framkvæmdastjóri félagsins, lauk hugbúnaðarverkfræði og eðlisfræði frá Háskóla Íslands árið 2015 en síðan meistaragráðu í eðlisfræði í ETH tæknihaskólanum í Sviss árið 2017. Thelma lauk sinni fyrstu meistaragráðu í Háskóla Íslands, en útskrifaðist með meistaragráðu í gervigreind frá Berkely háskólanum í Kaliforníu í Bandaríkjunum vorið 2023. Þá kennir hún einnig almenna lögfræði og meistaranámsáfanga um lögfræði og gervigreind við Háskóla Íslands ásamt því að vera stundakennari við Háskólann á Bifröst. Eru þessar alþjóðlegu tengingar við menntunina ykkar að nýtast í framvindu til dæmis útrásar? „Já án efa,“ svarar Thelma. „Bjarni menntaði sig í Zurich, Ágúst í London, Jónas sem starfar hjá okkur var í skóla í Noregi enda lykilmaður í þeirri vegferð sem er byrjuð hjá okkur með samstarfsaðilum á Norðurlöndunum,“ nefnir Thelma sem dæmi. Þannig sé alþjóðleg menntun líkleg til að draga úr takmörkunum landamæra auk þess sem tengslanetið stækkar. Sem fyrr, er þó íslenski markaðurinn sá mikilvægasti fyrir félagið. Enda stór og flott uppfærsla á kerfinu væntanleg í janúar að sögn Thelmu. Þá er von á næsta barni í hópnum, því af þeim fimm starfsmönnum sem starfa í fullu starfi hjá félaginu, er það aðeins starfsmaður sem starfar í Abú Dabí í Sameinuðu furstadæmunum, sem enn á von á barni. Þó telst til viðbótar í hópinn laganemi, sem frá lok sumars hefur starfað í hlutastarfi hjá félaginu og þá einna helst til aðstoðar við Thelmu. „Við erum orðin sex með henni og auðvitað er þetta löngu sprungið hjá okkur. En þetta er rosaleg stemning. Við erum góður vinahópur sem þarna störfum, erum á fullu í rekstrinum en líka í barneignum og aðlögum okkur að því,“ segir Thelma og bætir við: Jólagleðin okkar var til dæmis búin klukkan 19 því þá vorum við öll að fara heim að undirbúa háttatímann!“ Aðalmálið er þó árangurinn sjálfur. „Það er eflaust sjaldgæft að nýsköpunarfyrirtæki nái svona snemma að fara að standa undir sér en við höfum náð hröðum árangri, meðal annars vegna þess að til dæmis Búdapest fór að skila sér hratt til baka.“ Í fyrri viðtali við Jónsbók kom reyndar fram að árangurinn byggir líka á því að stofnendurnir horfa ekki á há laun sem kröfu eða skilyrði til að horfa til núna. Þróunin og uppbyggingin á Jónsbókinni er í forgrunni. „En við erum öll á sama stað í fyrirtækinu og kannski að það mætti þá líka taka það fram að makarnir okkar ættu einna helst allir að vera líka á launaskrá, svo mikil er ábyrgðin og aðkoman þeirra líka að því að láta þetta allt ganga upp hjá okkur!“
Starfsframi Tækni Nýsköpun Tengdar fréttir „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ „Við erum að missa það frá okkur að leyfa krökkum að vinna. Mér finnst það miður,“ segir Ásta Sigríður Fjeldsted forstjóri Festi. 29. desember 2024 08:00 „Ég var búinn að heyra stríðssögur um hvað fyrstu mánuðirnir væru erfiðir“ „Það má segja að bankahrunið hafi gefið mér þá hugmynd. Ég lá yfir öllum fréttasíðum og las allt sem ég gat um hrunið. Hagfræðin gaf mér tækifæri til að skilja betur hvernig fjármálakerfið gat umturnað heilu þjóðfélagi,“ segir Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, þegar hann útskýrir hvers vegna hann fór í meistaranám í fjármálahagfræði í Oxford í Bretlandi. 7. júlí 2024 09:00 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn „Ég var með einn gaffal, einn hníf, einn disk og örbylgjuofn. Ég vaskaði upp þegar að ég fór í sturtu í áhaldageymslunni í kjallaranum,“ segir Eyþór Máni Steinarsson framkvæmdastjóri og einn af eigendum Hopp rafhlaupahjólaleigunnar þegar hann rifjar upp fyrstu misserin sín í Reykjavík. Þá rétt að verða 16 ára, á leigumarkaði og í skóla. 2. janúar 2023 07:00 Vaxandi velgengni: „Við erum bara svo góðir vinir“ Þrátt fyrir heimsfaraldur birtust jákvæðar fréttir af fjölmörgum íslenskum fyrirtækjum árið 2021. Ekki síst fyrirtækjum á sviði nýsköpunar. 2. janúar 2022 08:01 Þriðja barnið er æðislegur íshellir „Já mamma er algjör nagli,“ segir Birgitta Björg Jónsdóttir kát. Sjálf eflaust ekkert síðri nagli því Birgitta er framkvæmdastjóri Into the Glacier, snjóbrettakappi, gift tveggja barna móðir sem hjólar í vinnuna allan ársins hring: Frá Hafnarfirði í Klettagarða við Sæbraut! 20. október 2025 07:03 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Örgleði (ekki öl-gleði) Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Ungum konum fjölgar í lögreglunni „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Að byrja að vinna á ný í sorg „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Sjá meira
„Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ „Við erum að missa það frá okkur að leyfa krökkum að vinna. Mér finnst það miður,“ segir Ásta Sigríður Fjeldsted forstjóri Festi. 29. desember 2024 08:00
„Ég var búinn að heyra stríðssögur um hvað fyrstu mánuðirnir væru erfiðir“ „Það má segja að bankahrunið hafi gefið mér þá hugmynd. Ég lá yfir öllum fréttasíðum og las allt sem ég gat um hrunið. Hagfræðin gaf mér tækifæri til að skilja betur hvernig fjármálakerfið gat umturnað heilu þjóðfélagi,“ segir Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, þegar hann útskýrir hvers vegna hann fór í meistaranám í fjármálahagfræði í Oxford í Bretlandi. 7. júlí 2024 09:00
24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn „Ég var með einn gaffal, einn hníf, einn disk og örbylgjuofn. Ég vaskaði upp þegar að ég fór í sturtu í áhaldageymslunni í kjallaranum,“ segir Eyþór Máni Steinarsson framkvæmdastjóri og einn af eigendum Hopp rafhlaupahjólaleigunnar þegar hann rifjar upp fyrstu misserin sín í Reykjavík. Þá rétt að verða 16 ára, á leigumarkaði og í skóla. 2. janúar 2023 07:00
Vaxandi velgengni: „Við erum bara svo góðir vinir“ Þrátt fyrir heimsfaraldur birtust jákvæðar fréttir af fjölmörgum íslenskum fyrirtækjum árið 2021. Ekki síst fyrirtækjum á sviði nýsköpunar. 2. janúar 2022 08:01
Þriðja barnið er æðislegur íshellir „Já mamma er algjör nagli,“ segir Birgitta Björg Jónsdóttir kát. Sjálf eflaust ekkert síðri nagli því Birgitta er framkvæmdastjóri Into the Glacier, snjóbrettakappi, gift tveggja barna móðir sem hjólar í vinnuna allan ársins hring: Frá Hafnarfirði í Klettagarða við Sæbraut! 20. október 2025 07:03