Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar 25. desember 2025 13:16 Kæra lýðræðisjafnaðarfólk og aðrir sem þetta lesa, gleðileg jól, farsælt komandi ár, höldum áfram að sigra. Innan Samfylkingar – jafnaðarflokks Íslands í Reykjavík er hefð fyrir því að kosið er um oddvitasætið fyrir sveitarfélagskosningar þegar fyrrum kjörni oddviti býður sig ekki aftur fram. Dagur B. Eggertsson sem hafði verið kjörinn oddviti síðan 2006, hefur horfið til nýrra og góðra starfa sem þingmaður á Alþingi. Næsti aðili á lista, Heiða Björg Hilmisdóttir núverandi borgarstjóri, steig því upp í stöðu oddvita án þess að vera kjörin í það embætti í flokksvali (prófkjöri) flokksins. Heiða Björg er sem stendur sú eina sem hefur gefið það út opinberlega að hún stefni á fyrsta sætið í flokksvalinu og er það vel. Mikilvægt er að sá einstaklingur sem mun leiða lista Samfylkingar í borginni gangi frá flokksvalinu með kýrskýrt umboð frá flokksfélögum í Reykjavík, en fái ekki svokallaða krýningu. Þetta snýst ekki síst um hið lýðræðislega ferli og sátt um efstu sætin á lista Samfylkingar í borgarstjórnarkosningum í vor. Sósíaldemókratisminn byggir á þátttöku fjöldans til að skapa jöfn tækifæri og lýðræðislegri ábyrgð á þeim kerfum sem við rekum saman. Því skora ég á allt gott fólk með jafnaðartaug og borgarstjóradraum í maganum til að bjóða sig fram í 1. sætið. Framboðsfrestur er til hádegis 3. janúar 2026. Vona ég að keppt verði drengilega um oddvitasætið jafnt sem sæti 2–6. Að flokksvali loknu sameinumst við, að hætti stoltra sósíaldemókrata, þétt á bakvið listann í kosningunum í maí og höldum áfram að sigra. Einnig vil ég árétta að flokksvalið er rétti vettvangurinn fyrir kjósendur Samfylkingar til að hafa áhrif. Þetta er vinsamleg áminning til kjósenda sem ekki eru skráðir í flokkinn og vilja hafa áhrif í flokksvalinu, að skrá sig í flokkinn og taka þátt í þessari lýðræðisveislu. Höfundur er lýðræðisjafnaðarmaður í Reykjavík og félagi í Samfylkingunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Samfylkingin Reykjavík Mest lesið Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Kæra lýðræðisjafnaðarfólk og aðrir sem þetta lesa, gleðileg jól, farsælt komandi ár, höldum áfram að sigra. Innan Samfylkingar – jafnaðarflokks Íslands í Reykjavík er hefð fyrir því að kosið er um oddvitasætið fyrir sveitarfélagskosningar þegar fyrrum kjörni oddviti býður sig ekki aftur fram. Dagur B. Eggertsson sem hafði verið kjörinn oddviti síðan 2006, hefur horfið til nýrra og góðra starfa sem þingmaður á Alþingi. Næsti aðili á lista, Heiða Björg Hilmisdóttir núverandi borgarstjóri, steig því upp í stöðu oddvita án þess að vera kjörin í það embætti í flokksvali (prófkjöri) flokksins. Heiða Björg er sem stendur sú eina sem hefur gefið það út opinberlega að hún stefni á fyrsta sætið í flokksvalinu og er það vel. Mikilvægt er að sá einstaklingur sem mun leiða lista Samfylkingar í borginni gangi frá flokksvalinu með kýrskýrt umboð frá flokksfélögum í Reykjavík, en fái ekki svokallaða krýningu. Þetta snýst ekki síst um hið lýðræðislega ferli og sátt um efstu sætin á lista Samfylkingar í borgarstjórnarkosningum í vor. Sósíaldemókratisminn byggir á þátttöku fjöldans til að skapa jöfn tækifæri og lýðræðislegri ábyrgð á þeim kerfum sem við rekum saman. Því skora ég á allt gott fólk með jafnaðartaug og borgarstjóradraum í maganum til að bjóða sig fram í 1. sætið. Framboðsfrestur er til hádegis 3. janúar 2026. Vona ég að keppt verði drengilega um oddvitasætið jafnt sem sæti 2–6. Að flokksvali loknu sameinumst við, að hætti stoltra sósíaldemókrata, þétt á bakvið listann í kosningunum í maí og höldum áfram að sigra. Einnig vil ég árétta að flokksvalið er rétti vettvangurinn fyrir kjósendur Samfylkingar til að hafa áhrif. Þetta er vinsamleg áminning til kjósenda sem ekki eru skráðir í flokkinn og vilja hafa áhrif í flokksvalinu, að skrá sig í flokkinn og taka þátt í þessari lýðræðisveislu. Höfundur er lýðræðisjafnaðarmaður í Reykjavík og félagi í Samfylkingunni.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun