Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 26. desember 2025 06:31 Fyrr á árinu samþykkti þing Evrópusambandsins skýrslu um málefni norðurslóða með miklum meirihuta atkvæða þar sem stofnanir þess voru hvattar til að beita sér fyrir því að Grænland færi undir stjórn sambandsins auk Íslands og Noregs. Þá var enn fremur lögð áherzla á mikilvægi náttúruauðlinda landanna fyrir Evrópusambandið. Með öðrum orðum er langur vegur frá því að stjórnvöld í Bandaríkjunum séu ein um það að sækjast eftir því að ná yfirráðum yfir Grænlandi og ásælast auðlindir landsins. Hið sama á við um Evrópusambandið auk yfirráða yfir Íslandi og Noregi og auðlindum þeirra. Í meginatriðum er hugsunin sú sama. Landfræðileg útþenslustefna. „Heimsálfan okkar hefur orðið vitni að ítrekuðum tilraunum til þess að sameina hana; Sesar, Karlamagnús og Napóleon ásamt öðrum. Markmiðið hefur verið að sameina álfuna með vopnavaldi, með sverðinu. Við viljum hins vegar sameina hana með pennanum. Mun penninn ná árangri þar sem sverðið hefur endanlega beðið ósigur?“ Með þessum hætti komst Valéry Giscard d’Estaing, fyrrverandi forseti Frakklands, að orði í ræðu sem hann flutti árið 2003 þegar hann tók við verðlaunum fyrir framlag sitt til samrunaþróunarinnar innan Evrópusambandsins. Markmiðið væri með öðrum orðum í grunninn það sama og hjá stórveldum fyrri alda en aðferðin önnur. Frá upphafi hefur markmiðið með samrunanum innan Evrópusambandsins og forvera þess verið að til yrði sambandsríki. Þetta kemur til að mynda fram í Schuman-yfirlýsingunni frá árinu 1950 sem markaði upphaf sambandsins. Unnið hefur verið jafnt og þétt að því markmiði síðan og hefur Evrópusambandið öðlast sífellt fleiri einkenni ríkis. Tal Donalds Trump Bandaríkjaforseta um málefni Grænlands hefur vitanlega á engan hátt verið ásættanlegt en hið sama á að sjálfsögðu við um ásælni Evrópusambandsins í garð landsins. Markmið sambandsins er í grunninn það sama. Að tryggja sér yfirráð yfir Grænlandi og auðlindum þess líkt og í tilfelli Íslands. Með pennanum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Fyrr á árinu samþykkti þing Evrópusambandsins skýrslu um málefni norðurslóða með miklum meirihuta atkvæða þar sem stofnanir þess voru hvattar til að beita sér fyrir því að Grænland færi undir stjórn sambandsins auk Íslands og Noregs. Þá var enn fremur lögð áherzla á mikilvægi náttúruauðlinda landanna fyrir Evrópusambandið. Með öðrum orðum er langur vegur frá því að stjórnvöld í Bandaríkjunum séu ein um það að sækjast eftir því að ná yfirráðum yfir Grænlandi og ásælast auðlindir landsins. Hið sama á við um Evrópusambandið auk yfirráða yfir Íslandi og Noregi og auðlindum þeirra. Í meginatriðum er hugsunin sú sama. Landfræðileg útþenslustefna. „Heimsálfan okkar hefur orðið vitni að ítrekuðum tilraunum til þess að sameina hana; Sesar, Karlamagnús og Napóleon ásamt öðrum. Markmiðið hefur verið að sameina álfuna með vopnavaldi, með sverðinu. Við viljum hins vegar sameina hana með pennanum. Mun penninn ná árangri þar sem sverðið hefur endanlega beðið ósigur?“ Með þessum hætti komst Valéry Giscard d’Estaing, fyrrverandi forseti Frakklands, að orði í ræðu sem hann flutti árið 2003 þegar hann tók við verðlaunum fyrir framlag sitt til samrunaþróunarinnar innan Evrópusambandsins. Markmiðið væri með öðrum orðum í grunninn það sama og hjá stórveldum fyrri alda en aðferðin önnur. Frá upphafi hefur markmiðið með samrunanum innan Evrópusambandsins og forvera þess verið að til yrði sambandsríki. Þetta kemur til að mynda fram í Schuman-yfirlýsingunni frá árinu 1950 sem markaði upphaf sambandsins. Unnið hefur verið jafnt og þétt að því markmiði síðan og hefur Evrópusambandið öðlast sífellt fleiri einkenni ríkis. Tal Donalds Trump Bandaríkjaforseta um málefni Grænlands hefur vitanlega á engan hátt verið ásættanlegt en hið sama á að sjálfsögðu við um ásælni Evrópusambandsins í garð landsins. Markmið sambandsins er í grunninn það sama. Að tryggja sér yfirráð yfir Grænlandi og auðlindum þess líkt og í tilfelli Íslands. Með pennanum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun