Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Jón Þór Stefánsson skrifar 27. desember 2025 19:35 Héraðsdómur Vesturlands staðfesti ákvörðun lögreglunnar á Vesturlandi. Vísir/Vilhelm Maður sem er grunaður um ofbeldisbrot gagnvart sambýliskonu sinni var fyrr í þessum mánuði gert að sæta brottvísun af heimili þeirra og sætir jafnframt nálgunarbanni gagnvart henni. Myndefni úr öryggismyndavél sýnir gróft ofbeldi mannsins í garð konunnar. Í úrskurði Héraðsdóms Vesturlands, sem hefur verið staðfestur af Landsrétti, kemur fram að maðurinn og konan sem hann er grunaður um að brjóta á hafi kynnst í apríl 2025 og flutt saman skömmu síðar. Síðan hafi maðurinn, að sögn konunnar, beitt hana ofbeldi og ógnunum. Konan greindi frá þessu í skýrslutöku hjá lögreglu að kvöldi til um miðjan nóvembermánuð. Fyrsta atvikið sem hún mun hafa greint frá hafi átt sér stað í júlí eða ágúst þegar maðurinn hafi slegið hana ítrekað og hún fengið mikið glóðurauga og aðra áverka víðs vegar um líkamann fyrir vikið. Eftir það hafi hún flutt aftur til fyrrverandi kærasta síns. Nágranni heyrði lætin Fyrr um kvöldið sem hún greindi lögreglu frá málinu hafi maðurinn kastað fjarstýringu hennar að Playstation-leikjatölvu, barið í sjónvarp og hent niður tölvu. Þar að auki hafi hann kastað tómri bjórdós í andlit hennar. Þar á eftir hafi hann haldið áfram að hóta henni, hent henni í rúmið og í gólfið, tekið síma hennar þegar hún ætlaði að hringja á lögreglu og svo brotið hann. Hann hafi síðan reynt að kveikja í klósettpappír og hótað að kveikja í íbúðinni. Þar á eftir hafi hann tekið upp hníf, kastað honum í hana og síðan beint hnífnum að brjóstkassa hennar. Í kjölfarið hafi hún flúið af heimilinu og leitað til lögreglunnar. Fram kemur að konan hafi ekki haft sýnilega áverka eftir þetta. Þó greindi nágranni þeirra frá því að hann hefði heyrt læti frá íbúð þeirra, en ekki greint orðaskil. Svo hafi hann séð þau fyrir utan íbúð þeirra og þá hafi maðurinn kallað konuna „tussu“ eða eitthvað álíka. Hann sagðist þó ekki hafa orðið vitni að ofbeldi. Ofbeldið sést á upptöku Í lok nóvember var síðan óskað eftir aðstoð lögreglunnar að heimili konunnar. Hún greindi frá því að maðurinn hafi þá ráðist á hana inni í íbúðinni, haldið dýnum að henni þannig að henni leið eins og hún væri að kafna, sett hönd yfir munn hennar, lamið hana ítrekað og hótað henni lífláti. Þar að auki hafi hann sparkað mörgum sinnum í hana víðs vegar um líkamann. Lögregla fann upptökur úr öryggismyndavél við heimili konunnar. Á þeim sést konan hlaupa undan manninum áður en maðurinn hrindir henni harkalega í gólfið. Þar á eftir haldi hann fyrir vit hennar, meðan hún grætur og reynir að koma honum af sér. Svo sést maðurinn skipa henni að fara inn, og síðan taka í fætur hennar og draga hana eftir gangstéttinni í átt að íbúð hennar. Svo virðist sem upptakan hafi þá stöðvast en hafist aftur skömmu síðar. Þá sést maðurinn lyfta konunni upp frá gangstéttinni með báðar hendur á hálsi hennar. Svo er hann sagður hafa ýtt henni að íbúð hennar. Fram kemur að í skýrslutökum hjá lögreglu hafi maðurinn neitað sök. Nálgunarbann í mánuð Lögreglustjórinn á Vesturlandi ákvað í byrjun desembermánaðar að maðurinn myndi sæta brottvísun haf heimili sínu í allt að fjórar vikur. Jafnframt sætir hann nálgunarbanni, sem þýðir að hann megi ekki koma í námunda við konuna eð heimili hennar. Jafnframt má hann ekki veita konunni eftirför eða nálgast hana á almannafæri, eða setja sig í samband við hana. Héraðsdómur Vesturlands staðfesti ákvörðun lögreglunnar, og Landsréttur gerði svo slíkt hið sama. Dómsmál Lögreglumál Heimilisofbeldi Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Fleiri fréttir Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Sjá meira
Í úrskurði Héraðsdóms Vesturlands, sem hefur verið staðfestur af Landsrétti, kemur fram að maðurinn og konan sem hann er grunaður um að brjóta á hafi kynnst í apríl 2025 og flutt saman skömmu síðar. Síðan hafi maðurinn, að sögn konunnar, beitt hana ofbeldi og ógnunum. Konan greindi frá þessu í skýrslutöku hjá lögreglu að kvöldi til um miðjan nóvembermánuð. Fyrsta atvikið sem hún mun hafa greint frá hafi átt sér stað í júlí eða ágúst þegar maðurinn hafi slegið hana ítrekað og hún fengið mikið glóðurauga og aðra áverka víðs vegar um líkamann fyrir vikið. Eftir það hafi hún flutt aftur til fyrrverandi kærasta síns. Nágranni heyrði lætin Fyrr um kvöldið sem hún greindi lögreglu frá málinu hafi maðurinn kastað fjarstýringu hennar að Playstation-leikjatölvu, barið í sjónvarp og hent niður tölvu. Þar að auki hafi hann kastað tómri bjórdós í andlit hennar. Þar á eftir hafi hann haldið áfram að hóta henni, hent henni í rúmið og í gólfið, tekið síma hennar þegar hún ætlaði að hringja á lögreglu og svo brotið hann. Hann hafi síðan reynt að kveikja í klósettpappír og hótað að kveikja í íbúðinni. Þar á eftir hafi hann tekið upp hníf, kastað honum í hana og síðan beint hnífnum að brjóstkassa hennar. Í kjölfarið hafi hún flúið af heimilinu og leitað til lögreglunnar. Fram kemur að konan hafi ekki haft sýnilega áverka eftir þetta. Þó greindi nágranni þeirra frá því að hann hefði heyrt læti frá íbúð þeirra, en ekki greint orðaskil. Svo hafi hann séð þau fyrir utan íbúð þeirra og þá hafi maðurinn kallað konuna „tussu“ eða eitthvað álíka. Hann sagðist þó ekki hafa orðið vitni að ofbeldi. Ofbeldið sést á upptöku Í lok nóvember var síðan óskað eftir aðstoð lögreglunnar að heimili konunnar. Hún greindi frá því að maðurinn hafi þá ráðist á hana inni í íbúðinni, haldið dýnum að henni þannig að henni leið eins og hún væri að kafna, sett hönd yfir munn hennar, lamið hana ítrekað og hótað henni lífláti. Þar að auki hafi hann sparkað mörgum sinnum í hana víðs vegar um líkamann. Lögregla fann upptökur úr öryggismyndavél við heimili konunnar. Á þeim sést konan hlaupa undan manninum áður en maðurinn hrindir henni harkalega í gólfið. Þar á eftir haldi hann fyrir vit hennar, meðan hún grætur og reynir að koma honum af sér. Svo sést maðurinn skipa henni að fara inn, og síðan taka í fætur hennar og draga hana eftir gangstéttinni í átt að íbúð hennar. Svo virðist sem upptakan hafi þá stöðvast en hafist aftur skömmu síðar. Þá sést maðurinn lyfta konunni upp frá gangstéttinni með báðar hendur á hálsi hennar. Svo er hann sagður hafa ýtt henni að íbúð hennar. Fram kemur að í skýrslutökum hjá lögreglu hafi maðurinn neitað sök. Nálgunarbann í mánuð Lögreglustjórinn á Vesturlandi ákvað í byrjun desembermánaðar að maðurinn myndi sæta brottvísun haf heimili sínu í allt að fjórar vikur. Jafnframt sætir hann nálgunarbanni, sem þýðir að hann megi ekki koma í námunda við konuna eð heimili hennar. Jafnframt má hann ekki veita konunni eftirför eða nálgast hana á almannafæri, eða setja sig í samband við hana. Héraðsdómur Vesturlands staðfesti ákvörðun lögreglunnar, og Landsréttur gerði svo slíkt hið sama.
Dómsmál Lögreglumál Heimilisofbeldi Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Fleiri fréttir Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Sjá meira