Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. desember 2025 10:01 Florian Wirtz skoraði sitt fyrsta mark fyrir Liverpool um helgina. getty/Carl Recine Frammistaða Florians Wirtz í 2-1 sigri Liverpool á Wolves hreif sérfræðinga Sunnudagsmessunnar. Að þeirra mati græða Wirtz og Hugo Ekitike á fjarveru Mohameds Salah. Wirtz skoraði sitt fyrsta mark fyrir Liverpool í sigrinum á Wolves og í síðustu umferð lagði hann upp mark í 1-2 sigri á Tottenham. „Ég held að allt þetta Salah-dæmi hafi eitthvað um þetta að segja. Salah er í annarri keppni. Leikur Liverpool undanfarin ár hefur snúist um að koma Salah inn í leikinn. Þegar þú kemur með þennan verðmiða og ert þessi týpa af leikmanni; þú þarft að vera í boltanum og fá boltann til að skapa. Ég held að hann sé að komast í takt og held að það hjálpi að Salah sé hvergi nálægt,“ sagði Kjartan Henry Finnbogason sem hrósaði einnig Ekitike sem lagði upp markið fyrir Wirtz. Klippa: Messan - umræða um Wirtz „En það sem Ekitike hefur gert fyrir þetta lið; ég er svo hrifinn af honum. Hann getur held ég spilað fjórar stöður framarlega á vellinum. Það er alveg sama hvar þú settir hann; hann myndi skila góðu verki. Það sem hann gerir í þessum undirbúningi og að koma Wirtz á blað er gulls ígildi fyrir Liverpool.“ Óvænt lausn til skamms tíma Haukur Harðarson telur að Wirtz muni hamra járnið meðan það er heitt. „Ég held að hann sé að fara að rjúka í gang. Mér finnst hann hafa verið ágætur hjá Liverpool þrátt fyrir að umræða hafi kannski verið önnur. Það kemur gríðarleg pressa með verðmiðanum, það er bara þannig,“ sagði Haukur. „Hann er þannig karakter að það er alveg auðvelt að halda ekkert endilega rosalega mikið með honum. En litlu snertingarnar hans, sendingar í litlu svæðum, þetta hefur allt verið til staðar. En nú er hann farinn að finna sjálfstraustið, kominn með stoðsendingar og mörk og að skora á Anfield á þessum tilfinningaþrungna degi, koma Liverpool í 2-0 rétt fyrir leikhléið; ég sé Wirtz fljúga í gang. Ég efast um að Arne Slot hefði giskað á það fyrir tímabilið að það að Isak myndi fótbrotna, sem er augljóslega ekki gott fyrir Liverpool, og að Salah fari í Afríkukeppnina væri óvænt lausn á vandamálum liðsins til skamms tíma.“ Wirtz og félagar í Liverpool hafa unnið þrjá deildarleiki í röð og eru í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 32 stig. Næsti leikur Liverpool er gegn Leeds United á Anfield á nýársdag. Enski boltinn Liverpool FC Messan Tengdar fréttir Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Rute Cardoso, ekkja portúgalska fótboltamannsins Diogos Jota, er þakklát stuðningsmönnum Liverpool fyrir að standa þétt við bakið á fjölskyldu hennar. 29. desember 2025 07:31 Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Búist er við því að Marc Guehi, fyrirliði Crystal Palace, verði áfram hjá félaginu fram til næsta sumars, þegar samningur hans við félagið rennur út. 27. desember 2025 22:30 Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Liverpool vann 2-1 sigur á lánlausu botnliði Wolves á Anfield í ensku úrvalsdeildinni. Diogo Jota var heiðraður sérstaklega af stuðningsmönnum sinna tveggja fyrrum félaga. 27. desember 2025 16:55 Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Leikmenn og starfsfólk Wolverhampton Wanderers fóru saman að minnisvarða Diogo Jota, fyrrum leikmanns liðsins, við Anfield í Liverpool í gær. Liðin eigast við í dag. 27. desember 2025 14:00 Mest lesið Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Sjá meira
Wirtz skoraði sitt fyrsta mark fyrir Liverpool í sigrinum á Wolves og í síðustu umferð lagði hann upp mark í 1-2 sigri á Tottenham. „Ég held að allt þetta Salah-dæmi hafi eitthvað um þetta að segja. Salah er í annarri keppni. Leikur Liverpool undanfarin ár hefur snúist um að koma Salah inn í leikinn. Þegar þú kemur með þennan verðmiða og ert þessi týpa af leikmanni; þú þarft að vera í boltanum og fá boltann til að skapa. Ég held að hann sé að komast í takt og held að það hjálpi að Salah sé hvergi nálægt,“ sagði Kjartan Henry Finnbogason sem hrósaði einnig Ekitike sem lagði upp markið fyrir Wirtz. Klippa: Messan - umræða um Wirtz „En það sem Ekitike hefur gert fyrir þetta lið; ég er svo hrifinn af honum. Hann getur held ég spilað fjórar stöður framarlega á vellinum. Það er alveg sama hvar þú settir hann; hann myndi skila góðu verki. Það sem hann gerir í þessum undirbúningi og að koma Wirtz á blað er gulls ígildi fyrir Liverpool.“ Óvænt lausn til skamms tíma Haukur Harðarson telur að Wirtz muni hamra járnið meðan það er heitt. „Ég held að hann sé að fara að rjúka í gang. Mér finnst hann hafa verið ágætur hjá Liverpool þrátt fyrir að umræða hafi kannski verið önnur. Það kemur gríðarleg pressa með verðmiðanum, það er bara þannig,“ sagði Haukur. „Hann er þannig karakter að það er alveg auðvelt að halda ekkert endilega rosalega mikið með honum. En litlu snertingarnar hans, sendingar í litlu svæðum, þetta hefur allt verið til staðar. En nú er hann farinn að finna sjálfstraustið, kominn með stoðsendingar og mörk og að skora á Anfield á þessum tilfinningaþrungna degi, koma Liverpool í 2-0 rétt fyrir leikhléið; ég sé Wirtz fljúga í gang. Ég efast um að Arne Slot hefði giskað á það fyrir tímabilið að það að Isak myndi fótbrotna, sem er augljóslega ekki gott fyrir Liverpool, og að Salah fari í Afríkukeppnina væri óvænt lausn á vandamálum liðsins til skamms tíma.“ Wirtz og félagar í Liverpool hafa unnið þrjá deildarleiki í röð og eru í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 32 stig. Næsti leikur Liverpool er gegn Leeds United á Anfield á nýársdag.
Enski boltinn Liverpool FC Messan Tengdar fréttir Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Rute Cardoso, ekkja portúgalska fótboltamannsins Diogos Jota, er þakklát stuðningsmönnum Liverpool fyrir að standa þétt við bakið á fjölskyldu hennar. 29. desember 2025 07:31 Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Búist er við því að Marc Guehi, fyrirliði Crystal Palace, verði áfram hjá félaginu fram til næsta sumars, þegar samningur hans við félagið rennur út. 27. desember 2025 22:30 Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Liverpool vann 2-1 sigur á lánlausu botnliði Wolves á Anfield í ensku úrvalsdeildinni. Diogo Jota var heiðraður sérstaklega af stuðningsmönnum sinna tveggja fyrrum félaga. 27. desember 2025 16:55 Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Leikmenn og starfsfólk Wolverhampton Wanderers fóru saman að minnisvarða Diogo Jota, fyrrum leikmanns liðsins, við Anfield í Liverpool í gær. Liðin eigast við í dag. 27. desember 2025 14:00 Mest lesið Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Sjá meira
Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Rute Cardoso, ekkja portúgalska fótboltamannsins Diogos Jota, er þakklát stuðningsmönnum Liverpool fyrir að standa þétt við bakið á fjölskyldu hennar. 29. desember 2025 07:31
Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Búist er við því að Marc Guehi, fyrirliði Crystal Palace, verði áfram hjá félaginu fram til næsta sumars, þegar samningur hans við félagið rennur út. 27. desember 2025 22:30
Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Liverpool vann 2-1 sigur á lánlausu botnliði Wolves á Anfield í ensku úrvalsdeildinni. Diogo Jota var heiðraður sérstaklega af stuðningsmönnum sinna tveggja fyrrum félaga. 27. desember 2025 16:55
Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Leikmenn og starfsfólk Wolverhampton Wanderers fóru saman að minnisvarða Diogo Jota, fyrrum leikmanns liðsins, við Anfield í Liverpool í gær. Liðin eigast við í dag. 27. desember 2025 14:00