Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar 31. desember 2025 08:31 Flest höfum við upplifað að niðurstöður rannsókna virðist stangast á við eigin reynslu. Rannsóknir segja eitt, en daglegur veruleiki segir annað. Þetta misræmi er raunverulegt og þarfnast skýringar. Tökum dæmi. Rannsóknir geta sýnt að lítill eða enginn munur sé á ofbeldi eða skemmdarverkum milli hópa ungmenna, til dæmis með tilliti til uppruna. Samhliða upplifa margir að ákveðnir hópar tengist slíkri andfélagslegri hegðun mun oftar en aðrir. Hvorugt þarf að vera rangt. Skýringin liggur oft í því að niðurstöður eru „leiðréttar“ fyrir ýmsum þáttum. Upplifun fólks endurspeglar raunveruleg atvik í tilteknum rýmum og aðstæðum. Leiðrétt gögn eru hins vegar tölfræðileg tilraun til að skýra hvaða þættir tengjast þessum mun og hvers vegna hann birtist. Þetta eru tvö ólík sjónarhorn á sama veruleika, en sá greinarmunur kemur sjaldan skýrt fram í almennri umfjöllun. Slíkt misræmi getur eðlilega kallað fram reiði, pirring og vantraust. Þau viðbrögð eru ekki órökrétt, heldur afleiðing þess að reynsla og upplifun fólks fær ekki viðurkenningu í opinberri umræðu. En fyrir hverju er leiðrétt? Til dæmis fyrir því að sumir hópar eru oftar úti án eftirlits, eiga oftar í átökum eða túlka móðganir frekar sem óréttlæti. Einnig er leiðrétt fyrir fjölskyldutengdum þáttum, svo sem veikari tengslum við foreldra og minna aðhaldi. Hér er verið að lýsa hegðun og atferli sem eru breytanleg og mótanleg, ekki náttúrulögmálum eins og aldri eða kyni. Afleiðingin er sú að hegðun sem skiptir mestu máli og þarf að breyta missir tölfræðilegt vægi sitt og munur milli hópa minnkar eða hverfur í niðurstöðum. Þegar niðurstöðum er miðlað án almennilegra skýringa verður auðvelt að túlka þær sem að vandinn sé ekki til staðar eða hann sé annar en hann er, engum til góðs. Ef lítill eða enginn munur er talinn vera milli hópa, verða aðgerðir óhjákvæmilega almennari og veikari. Í stað þess þarf að horfast í augu við rætur vandans, forgangsraða aðgerðum þar sem andfélagsleg hegðun birtist og láta skýrt í ljós að ekkert umburðarlyndi sé fyrir slíkri hegðun. Að „leiðrétta“ burt hegðun eða atferli er ekki lausn. Að lækka væntingar til ákveðinna hópa er ekki mannúð, það er vanræksla. Meðvirkni skilar ekki betra samfélagi, heldur verra fyrir alla. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Pétur Zimsen Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Sjá meira
Flest höfum við upplifað að niðurstöður rannsókna virðist stangast á við eigin reynslu. Rannsóknir segja eitt, en daglegur veruleiki segir annað. Þetta misræmi er raunverulegt og þarfnast skýringar. Tökum dæmi. Rannsóknir geta sýnt að lítill eða enginn munur sé á ofbeldi eða skemmdarverkum milli hópa ungmenna, til dæmis með tilliti til uppruna. Samhliða upplifa margir að ákveðnir hópar tengist slíkri andfélagslegri hegðun mun oftar en aðrir. Hvorugt þarf að vera rangt. Skýringin liggur oft í því að niðurstöður eru „leiðréttar“ fyrir ýmsum þáttum. Upplifun fólks endurspeglar raunveruleg atvik í tilteknum rýmum og aðstæðum. Leiðrétt gögn eru hins vegar tölfræðileg tilraun til að skýra hvaða þættir tengjast þessum mun og hvers vegna hann birtist. Þetta eru tvö ólík sjónarhorn á sama veruleika, en sá greinarmunur kemur sjaldan skýrt fram í almennri umfjöllun. Slíkt misræmi getur eðlilega kallað fram reiði, pirring og vantraust. Þau viðbrögð eru ekki órökrétt, heldur afleiðing þess að reynsla og upplifun fólks fær ekki viðurkenningu í opinberri umræðu. En fyrir hverju er leiðrétt? Til dæmis fyrir því að sumir hópar eru oftar úti án eftirlits, eiga oftar í átökum eða túlka móðganir frekar sem óréttlæti. Einnig er leiðrétt fyrir fjölskyldutengdum þáttum, svo sem veikari tengslum við foreldra og minna aðhaldi. Hér er verið að lýsa hegðun og atferli sem eru breytanleg og mótanleg, ekki náttúrulögmálum eins og aldri eða kyni. Afleiðingin er sú að hegðun sem skiptir mestu máli og þarf að breyta missir tölfræðilegt vægi sitt og munur milli hópa minnkar eða hverfur í niðurstöðum. Þegar niðurstöðum er miðlað án almennilegra skýringa verður auðvelt að túlka þær sem að vandinn sé ekki til staðar eða hann sé annar en hann er, engum til góðs. Ef lítill eða enginn munur er talinn vera milli hópa, verða aðgerðir óhjákvæmilega almennari og veikari. Í stað þess þarf að horfast í augu við rætur vandans, forgangsraða aðgerðum þar sem andfélagsleg hegðun birtist og láta skýrt í ljós að ekkert umburðarlyndi sé fyrir slíkri hegðun. Að „leiðrétta“ burt hegðun eða atferli er ekki lausn. Að lækka væntingar til ákveðinna hópa er ekki mannúð, það er vanræksla. Meðvirkni skilar ekki betra samfélagi, heldur verra fyrir alla. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun