Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. janúar 2026 10:00 Stuðningsmenn Liverpool dreymdi um draumaframlínu með þá Mohamed Salah og Alexander Isak hlið við hlið. Vandamálin hafa hins vegar hrannast upp. Getty/Robbie Jay Barratt Titilvörn Liverpool hefur ekki gengið vel þrátt fyrir að hafa eytt risastórum upphæðum í nýja leikmenn síðasta sumar. Tveir fótboltaspekingar reyndu að svara sjö stórum spurningum sem Liverpool þarf að svara í þessum janúarglugga. Félagaskiptaglugginn í fótboltanum er nú opinn og þar með hefst mánaðarlöng barátta um að gera síðustu breytingarnar á leikmannahópnum sem duga út restina af enska úrvalsdeildartímabilinu. Þetta snýst ekki bara um félagaskipti leikmanna milli félaga. Nú er kominn tími fyrir félög að hafa áhyggjur af stjörnum sem nálgast samningslok, hvort sem þeir verða samningslausir sumarið 2026 eða 2027, og framlengja við þá á nýjum kjörum áður en þeir láta sannfærast um að ganga til liðs við önnur félög. Tveir aðalsérfræðingar ESPN í enska boltanum, Mark Ogden og Gabriele Marcotti, fóru í leikinn „halda, selja eða framlengja“ með Liverpool. Þeir tóku að sér hlutverk yfirmanna knattspyrnumála til að skoða þær sjö stóru spurningar sem Liverpool stendur frammi fyrir á öllum vígstöðvum, allt frá leikmannakaupum og sölum til samningsframlenginga. Alexander Isak skoraði langþráð mark en þurfti svo um leið að fara meiddur af velli.Getty/Catherine Ivill Liverpool er í fjórða sætinu með en liðið vann Englandsmeistaratitilinn á síðustu leiktíð. Stærstu spurningarnar snúast um þá Mohamed Salah og Alexander Isak. Meiðsli Isak breyta öllu Salah er núna í Afríkukeppninni og framtíð hans er enn óráðin: Hvað á Liverpool að gera með stjörnuleikmanninn sinn? „Fyrir tveimur vikum, strax í kjölfar umdeildra ummæla Mohamed Salah um spilatíma sinn, hefði ég sagt að Liverpool ætti að vera tilbúið að láta hann fara í janúar ef þeir fengju fáránlegt tilboð frá Sádi-Arabíu,“ sagði Mark Ogden. „En meiðsli Alexander Isak í kjölfarið, sem verður frá í tvo til þrjá mánuði vegna fótbrots, breyta öllu. Vegna meiðsla Isaks hefur Liverpool ekki efni á að láta markahæsta leikmann sinn fara af fúsum og frjálsum vilja, óháð því hvað honum finnst um stjórann Arne Slot,“ sagði Ogden. Mohamed Salah þakkar stuðningsmönnum Liverpool eftir síðasta leik sinn á Anfield. Þetta verður væntanlega ekki síðastu leikur hans fyrir Liverpool.Getty/Martin Rickett Verður nú að bíða fram á sumar „Isak gæti verið kominn aftur og farinn að skora mörk í byrjun mars, en það er besta sviðsmyndin, þannig að keðjuverkunin með Salah er sú að framtíð hans verður nú að bíða fram á sumar,“ sagði Ogden. „Maðurinn er með samning: ef hann vill vera áfram, þá verður hann áfram. Það er raunveruleikinn, jafnvel þótt þessi meintu risatilboð frá Sádi-Arabíu verði að veruleika,“ sagði Gabriele Marcotti. Salah mun ekki fara fyrir peninga „Við vitum að Salah mun ekki fara fyrir peninga, ef svo væri hefði hann farið í sumar sem samningslaus leikmaður. Það eina sem myndi fá Salah til að fara er sú vitneskja að hann komist ekki lengur reglulega í byrjunarliðið. Hann er ekki kominn þangað enn og með Isak frá gæti hann aldrei komist þangað,“ sagði Marcotti. „Ég myndi vilja sjá Slot koma með kerfi sem felur veikleika Salah og nýtir styrkleika hans. Útgáfan af 4-4-2 sem við sáum hjá Inter Milan gæti verið lausn. Slot hefur fiktað með svo mörg kerfi að hann gæti alveg eins prófað það þegar Salah snýr aftur,“ sagði Marcotti. Mohamed Salah var stórkostlegur á síðasta tímabili þegar Liverpool vann titilinn.Getty/Michael Regan Liverpool mun varla sakna marka Isaks Svo er það spurningin um Isak sem er meiddur og verður lengi frá. Á að leysa hann af hólmi innan hópsins eða kaupa annan framherja? „Liverpool mun varla sakna marka Isaks á meðan hann er frá, því leikmaðurinn sem keyptur var í sumar fyrir 125 milljónir punda hefur aðeins skorað tvö mörk í ensku úrvalsdeildinni síðan hann kom frá Newcastle. En ef markið hans gegn Spurs var vísbending að því sem koma skal þá verður fjarvera Isaks mikið áfall,“ sagði Ogden. Heimskulegt að flýta sér út á markaðinn „Hvort sem er, þótt þetta sé mikið áfall fyrir Liverpool, væri heimskulegt að flýta sér út á markaðinn til að finna staðgengil í janúar. Salah verður kominn aftur í síðasta lagi um miðjan janúar og Slot getur nú þegar reitt sig á Hugo Ekitike, Florian Wirtz, Cody Gakpo, Federico Chiesa og unglinginn Rio Ngumoha sem sóknarvalkosti. Ef mörkum Dominik Szoboszlai er bætt við hefur Liverpool næga breidd til að dekka fyrir Isak,“ sagði Ogden. „Að því gefnu að enginn annar meiðist, þá kaupirðu ekki annan framherja. Þú þarft ekki annan mann til að leysa af hólmi einhvern sem lagði mjög lítið af mörkum og gat ekki sannað áreiðanlega að hann ætti skilið að byrja leikina,“ sagði Marcotti. „Láttu Ekitike spila sem fremsta mann og þegar hann er ekki með, þá hefurðu Cody Gakpo. Eða spilaðu með tvo framherja og fáðu Florian Wirtz, Federico Chiesa og Salah, þegar hann er kominn aftur, inn í blönduna,“ sagði Marcotti. Fimm aðrar spurningar Þeir félagar reyndu líka að svara fleiri spurningum um Liverpool. Sækja fleiri leikmenn í aðrar stöður, eða halda sig við núverandi leikmannahóp Liverpool? Lánstími Elliott hjá Aston Villa hefur verið hrein hörmung: Ætti Liverpool að reyna að kalla hann til baka? Robertson og Konate verða báðir samningslausir í sumar: Framlengja, eða leyfa þeim að fara frítt? Fjöldi leikmanna Liverpool er með samninga sem renna út árið 2027: Alisson, Van Dijk, Wataru Endo, Salah, Curtis Jones, Joe Gomez og Stefan Bajcetic. Við hvern ætti að framlengja núna? Samningur Slot rennur út í júní 2027: Verðlauna hann með nýjum samningi, eða bíða þar til þessu ólgusama tímabili er lokið? Það má lesa meira um svörin við þeim hér. Enski boltinn Liverpool FC Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Dæmd úr leik vegna skósóla Sport „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Fleiri fréttir Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Sjá meira
Félagaskiptaglugginn í fótboltanum er nú opinn og þar með hefst mánaðarlöng barátta um að gera síðustu breytingarnar á leikmannahópnum sem duga út restina af enska úrvalsdeildartímabilinu. Þetta snýst ekki bara um félagaskipti leikmanna milli félaga. Nú er kominn tími fyrir félög að hafa áhyggjur af stjörnum sem nálgast samningslok, hvort sem þeir verða samningslausir sumarið 2026 eða 2027, og framlengja við þá á nýjum kjörum áður en þeir láta sannfærast um að ganga til liðs við önnur félög. Tveir aðalsérfræðingar ESPN í enska boltanum, Mark Ogden og Gabriele Marcotti, fóru í leikinn „halda, selja eða framlengja“ með Liverpool. Þeir tóku að sér hlutverk yfirmanna knattspyrnumála til að skoða þær sjö stóru spurningar sem Liverpool stendur frammi fyrir á öllum vígstöðvum, allt frá leikmannakaupum og sölum til samningsframlenginga. Alexander Isak skoraði langþráð mark en þurfti svo um leið að fara meiddur af velli.Getty/Catherine Ivill Liverpool er í fjórða sætinu með en liðið vann Englandsmeistaratitilinn á síðustu leiktíð. Stærstu spurningarnar snúast um þá Mohamed Salah og Alexander Isak. Meiðsli Isak breyta öllu Salah er núna í Afríkukeppninni og framtíð hans er enn óráðin: Hvað á Liverpool að gera með stjörnuleikmanninn sinn? „Fyrir tveimur vikum, strax í kjölfar umdeildra ummæla Mohamed Salah um spilatíma sinn, hefði ég sagt að Liverpool ætti að vera tilbúið að láta hann fara í janúar ef þeir fengju fáránlegt tilboð frá Sádi-Arabíu,“ sagði Mark Ogden. „En meiðsli Alexander Isak í kjölfarið, sem verður frá í tvo til þrjá mánuði vegna fótbrots, breyta öllu. Vegna meiðsla Isaks hefur Liverpool ekki efni á að láta markahæsta leikmann sinn fara af fúsum og frjálsum vilja, óháð því hvað honum finnst um stjórann Arne Slot,“ sagði Ogden. Mohamed Salah þakkar stuðningsmönnum Liverpool eftir síðasta leik sinn á Anfield. Þetta verður væntanlega ekki síðastu leikur hans fyrir Liverpool.Getty/Martin Rickett Verður nú að bíða fram á sumar „Isak gæti verið kominn aftur og farinn að skora mörk í byrjun mars, en það er besta sviðsmyndin, þannig að keðjuverkunin með Salah er sú að framtíð hans verður nú að bíða fram á sumar,“ sagði Ogden. „Maðurinn er með samning: ef hann vill vera áfram, þá verður hann áfram. Það er raunveruleikinn, jafnvel þótt þessi meintu risatilboð frá Sádi-Arabíu verði að veruleika,“ sagði Gabriele Marcotti. Salah mun ekki fara fyrir peninga „Við vitum að Salah mun ekki fara fyrir peninga, ef svo væri hefði hann farið í sumar sem samningslaus leikmaður. Það eina sem myndi fá Salah til að fara er sú vitneskja að hann komist ekki lengur reglulega í byrjunarliðið. Hann er ekki kominn þangað enn og með Isak frá gæti hann aldrei komist þangað,“ sagði Marcotti. „Ég myndi vilja sjá Slot koma með kerfi sem felur veikleika Salah og nýtir styrkleika hans. Útgáfan af 4-4-2 sem við sáum hjá Inter Milan gæti verið lausn. Slot hefur fiktað með svo mörg kerfi að hann gæti alveg eins prófað það þegar Salah snýr aftur,“ sagði Marcotti. Mohamed Salah var stórkostlegur á síðasta tímabili þegar Liverpool vann titilinn.Getty/Michael Regan Liverpool mun varla sakna marka Isaks Svo er það spurningin um Isak sem er meiddur og verður lengi frá. Á að leysa hann af hólmi innan hópsins eða kaupa annan framherja? „Liverpool mun varla sakna marka Isaks á meðan hann er frá, því leikmaðurinn sem keyptur var í sumar fyrir 125 milljónir punda hefur aðeins skorað tvö mörk í ensku úrvalsdeildinni síðan hann kom frá Newcastle. En ef markið hans gegn Spurs var vísbending að því sem koma skal þá verður fjarvera Isaks mikið áfall,“ sagði Ogden. Heimskulegt að flýta sér út á markaðinn „Hvort sem er, þótt þetta sé mikið áfall fyrir Liverpool, væri heimskulegt að flýta sér út á markaðinn til að finna staðgengil í janúar. Salah verður kominn aftur í síðasta lagi um miðjan janúar og Slot getur nú þegar reitt sig á Hugo Ekitike, Florian Wirtz, Cody Gakpo, Federico Chiesa og unglinginn Rio Ngumoha sem sóknarvalkosti. Ef mörkum Dominik Szoboszlai er bætt við hefur Liverpool næga breidd til að dekka fyrir Isak,“ sagði Ogden. „Að því gefnu að enginn annar meiðist, þá kaupirðu ekki annan framherja. Þú þarft ekki annan mann til að leysa af hólmi einhvern sem lagði mjög lítið af mörkum og gat ekki sannað áreiðanlega að hann ætti skilið að byrja leikina,“ sagði Marcotti. „Láttu Ekitike spila sem fremsta mann og þegar hann er ekki með, þá hefurðu Cody Gakpo. Eða spilaðu með tvo framherja og fáðu Florian Wirtz, Federico Chiesa og Salah, þegar hann er kominn aftur, inn í blönduna,“ sagði Marcotti. Fimm aðrar spurningar Þeir félagar reyndu líka að svara fleiri spurningum um Liverpool. Sækja fleiri leikmenn í aðrar stöður, eða halda sig við núverandi leikmannahóp Liverpool? Lánstími Elliott hjá Aston Villa hefur verið hrein hörmung: Ætti Liverpool að reyna að kalla hann til baka? Robertson og Konate verða báðir samningslausir í sumar: Framlengja, eða leyfa þeim að fara frítt? Fjöldi leikmanna Liverpool er með samninga sem renna út árið 2027: Alisson, Van Dijk, Wataru Endo, Salah, Curtis Jones, Joe Gomez og Stefan Bajcetic. Við hvern ætti að framlengja núna? Samningur Slot rennur út í júní 2027: Verðlauna hann með nýjum samningi, eða bíða þar til þessu ólgusama tímabili er lokið? Það má lesa meira um svörin við þeim hér.
Enski boltinn Liverpool FC Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Dæmd úr leik vegna skósóla Sport „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Fleiri fréttir Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Sjá meira