Innlent

Eldur í bíl við Breiðhellu

Atli Ísleifsson skrifar
Mynd sem tekin er af sjónvarpsskjá sem sýnir slökkviliðsmenn slökkva eldinn í bílnum við Breiðhellu.
Mynd sem tekin er af sjónvarpsskjá sem sýnir slökkviliðsmenn slökkva eldinn í bílnum við Breiðhellu. SHS

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út í nótt vegna elds í bíl sem stóð við hringtorg við Breiðhellu í Hafnarfirði.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði barst tilkynning klukkan hálf þrjú í nótt, en bíllinn ku hafa staðið þarna í einhverja daga. Vel gekk að slökkva eldinn.

Í Facebook-færslu slökkviliðs segir að síðasta sólarhringinn hafi sjúkrabílarnir farið í 89 verkefnin og þar af tuttugu á forgangi.

„Dælubílarnir hafa hins vegar farið í níu verkefni sem m.a. voru tengd flugeldum og brennum sem komin var tími á að slökkva í,“ segir í færslunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×