Krónan er einmitt ekki vandamálið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 3. janúar 2026 07:01 Fróðlegt viðtal birtist á Dv.is á dögunum þar sem rætt var við Gylfa Magnússon, prófessor í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, um peningamálin. Viðtalið var þó ekki fróðlegt vegna þess að eitthvað nýtt hafi komið fram í því heldur vegna þess að Gylfi, sem lengi hefur talað fyrir því að gengið yrði í Evrópusambandið og tekin upp evra, sagði það. Hann viðurkenndi nefnilega í því að krónan væri ekki vandamálið í þeim efnum og ekki orsök hárra vaxta heldur hagstjórnin. „En ef við skoðum bara gjaldmiðilinn, þá hefur það óneitanlega töluverða kosti að vera með stóran og stöðugan gjaldmiðil. En það hefur líka stundum kosti að vera með lítinn og sveigjanlegan gjaldmiðil. Og ástæða þess að vextir eru eitthvað hærri hér og hafa sögulega verið heldur en í nágrannalöndunum eða Bandaríkjunum, er kannski ekki það endilega að við erum með sjálfstæðan gjaldmiðil, heldur það að við höfum ekki haldið neitt sérstaklega vel á spilunum.“ Til þessa hafa Evrópusambandssinnar viljað meina að vandamálið væri beinlínis það að Ísland væri með sjálfstæðan gjaldmiðil sem í ofan á lag væri smár. Háir vextir væru af þeim sökum óhjákvæmilegur fylgifiskur hennar. Hins vegar hafa hagfræðingar eins og Ólafur Margeirsson fært gild rök fyrir því að það standist ekki skoðun. Þá ætti það að sama skapi að eiga við um aðra smáa sjálfstæða gjaldmiðla. Sú væri hins vegar alls ekki raunin. Þar á milli væri mjög lítil fylgni. „Það er svona auðvitað hægt að finna einhverjar skýringar, en það má kannski segja að skýringin hafi svona almennt bara verið agaleysi í íslenzkri hagstjórn, bæði í ríkisfjármálum og peningamálum, og líka í ákvörðunum um kaup og kjör á vinnumarkaði,“ sagði Gylfi sömuleiðis um ástæður vaxta og verðbólgu hér á landi. Hins vegar yrði það ekki lagað með upptöku annars gjaldmiðils. Eftir sem áður yrði að koma á meiri aga í peninga- og efnahagsmálunum hér á landi. „Það er síðan annað mál hvort við, með því að taka upp annan gjaldmiðil, gætum leyst þessi vandamál, vegna þess að ein hættan við að taka upp nýjan gjaldmiðil, sem krefst mikils aga, er að ef við værum áfram með það agaleysi sem hefur einkennt íslenzka hagstjórn […] þá yrði ansi erfitt að vera með gjaldmiðil sem að krefst mikils aga,“ sagði Gylfi áfram. Með öðrum orðum væri meiri agi forsenda þess að taka upp evruna en tækist að koma honum á væri vandinn leystur. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Fróðlegt viðtal birtist á Dv.is á dögunum þar sem rætt var við Gylfa Magnússon, prófessor í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, um peningamálin. Viðtalið var þó ekki fróðlegt vegna þess að eitthvað nýtt hafi komið fram í því heldur vegna þess að Gylfi, sem lengi hefur talað fyrir því að gengið yrði í Evrópusambandið og tekin upp evra, sagði það. Hann viðurkenndi nefnilega í því að krónan væri ekki vandamálið í þeim efnum og ekki orsök hárra vaxta heldur hagstjórnin. „En ef við skoðum bara gjaldmiðilinn, þá hefur það óneitanlega töluverða kosti að vera með stóran og stöðugan gjaldmiðil. En það hefur líka stundum kosti að vera með lítinn og sveigjanlegan gjaldmiðil. Og ástæða þess að vextir eru eitthvað hærri hér og hafa sögulega verið heldur en í nágrannalöndunum eða Bandaríkjunum, er kannski ekki það endilega að við erum með sjálfstæðan gjaldmiðil, heldur það að við höfum ekki haldið neitt sérstaklega vel á spilunum.“ Til þessa hafa Evrópusambandssinnar viljað meina að vandamálið væri beinlínis það að Ísland væri með sjálfstæðan gjaldmiðil sem í ofan á lag væri smár. Háir vextir væru af þeim sökum óhjákvæmilegur fylgifiskur hennar. Hins vegar hafa hagfræðingar eins og Ólafur Margeirsson fært gild rök fyrir því að það standist ekki skoðun. Þá ætti það að sama skapi að eiga við um aðra smáa sjálfstæða gjaldmiðla. Sú væri hins vegar alls ekki raunin. Þar á milli væri mjög lítil fylgni. „Það er svona auðvitað hægt að finna einhverjar skýringar, en það má kannski segja að skýringin hafi svona almennt bara verið agaleysi í íslenzkri hagstjórn, bæði í ríkisfjármálum og peningamálum, og líka í ákvörðunum um kaup og kjör á vinnumarkaði,“ sagði Gylfi sömuleiðis um ástæður vaxta og verðbólgu hér á landi. Hins vegar yrði það ekki lagað með upptöku annars gjaldmiðils. Eftir sem áður yrði að koma á meiri aga í peninga- og efnahagsmálunum hér á landi. „Það er síðan annað mál hvort við, með því að taka upp annan gjaldmiðil, gætum leyst þessi vandamál, vegna þess að ein hættan við að taka upp nýjan gjaldmiðil, sem krefst mikils aga, er að ef við værum áfram með það agaleysi sem hefur einkennt íslenzka hagstjórn […] þá yrði ansi erfitt að vera með gjaldmiðil sem að krefst mikils aga,“ sagði Gylfi áfram. Með öðrum orðum væri meiri agi forsenda þess að taka upp evruna en tækist að koma honum á væri vandinn leystur. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar