Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Ágúst Orri Arnarson skrifar 3. janúar 2026 15:15 Snorri Steinn Guðjónsson er á leið með landsliðið á sitt þriðja stórmót sem þjálfari. vísir/Vilhelm Snorri Steinn Guðjónsson ætlar ekki að flýta sér að kalla annan leikmann inn í íslenska landsliðshópinn eftir meiðsli Kristjáns Arnar Kristjánssonar og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Má Elíssyni. Hornamaðurinn gat ekki tekið þátt á æfingu dagsins. „[Bjarki Már] verður með á æfingu á mánudaginn. Þetta var bara eitthvað svona smáræði og varúðarráðstöfun að hafa hann ekki með í dag. Við tókum þessa ákvörðun í samræmi við sjúkraþjálfarana, þetta riðlaði æfingunni ekkert þannig séð, þannig að ég var bara sammála því. Bjarki hefði alveg getað æft en það var ekki ástæða til og þess vegna fékk hann pásu frá gólfinu“ sagði landsliðsþjálfarinn í samtali við Vísi. Bjarki Már hefur verið að glíma við meiðsli í kálfa í vetur og Handkastið greindi frá því að hann hefði ekki tekið þátt á æfingu liðsins í morgun. „Hann er alveg búinn að ná sér af því en það var einhver stífleiki. Hann er búinn að æfa aðeins öðruvísi heldur en strákarnir í Þýskalandi. [Ungverska liðið Vesprém] fer fyrr í jólafrí þannig að hlutirnir eru aðeins öðruvísi hvað hann varðar, en eins og ég segi var þetta bara varúðarráðstöfun“ bætti Snorri við. Landsliðsþjálfarinn mun svo taka ákvörðun um það eftir helgi hvort annar leikmaður verði kallaður inn í hópinn í stað Kristjáns Arnar. Donni dró sig úr landsliðshópnum vegna meiðsla og í samtali við Handkastið sagðist hann hræddur um að kviðslit væri vandamálið. „Ég ætla aðeins að melta það. Auðvitað fer það líka aðeins eftir Þorsteini Leó [Gunnarssyni, sem er að jafna sig af nárameiðslum]. Steini verður væntanlega ekki með í næstu viku en nei, þetta er ekki þannig að ég ætli að hlaupa upp til handa og fóta og kalla einhvern inn. Ekki eins og stendur. Auðvitað er planið að fara með átján heila til Svíþjóðar en ég ætla aðeins að melta þetta.“ Nú stendur eftir nítján manna hópur, með þremur markmönnum og meiddum Þorsteini Leó Gunnarssyni. Landsliðshópinn má sjá hér fyrir neðan. EM-hópur Íslands 2026: Markmenn Björgvin Páll Gústavsson, Val Viktor Gísli Hallgrímsson, FC Barcelona Vinstri hornamenn Bjarki Már Elísson, Veszprém Orri Freyr Þorkelsson, Sporting Vinstri skyttur Haukur Þrastarson, Rhein-Neckar Löwen Elvar Örn Jónsson, Magdeburg Leikstjórnendur Gísli Þorgeir Kristjánsson, Magdeburg Janus Daði Smárason, Pick Szeged Andri Már Rúnarsson, Erlangen Hægri skyttur Ómar Ingi Magnússon, Magdeburg Viggó Kristjánsson, Erlangen Kristján Örn Kristjánsson, Skanderborg* Hægri hornamann Óðinn Þór Ríkharðsson, Kaddetten Schaffhausen Teitur Örn Einarsson, Gummersbach Línumenn og varnarmenn Arnar Freyr Arnarsson, Melsungen Einar Þorsteinn Ólafsson, Hamburg Elliði Snær Viðarsson, Gummersbach Ýmir Örn Gíslason, Göppingen Á bakvakt Þorsteinn Leó Gunnarsson, Porto Einar Baldvin Baldvinsson, Aftureldingu *Dró sig úr hópnum vegna meiðsla. Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Handbolti Fleiri fréttir Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ Sjá meira
„[Bjarki Már] verður með á æfingu á mánudaginn. Þetta var bara eitthvað svona smáræði og varúðarráðstöfun að hafa hann ekki með í dag. Við tókum þessa ákvörðun í samræmi við sjúkraþjálfarana, þetta riðlaði æfingunni ekkert þannig séð, þannig að ég var bara sammála því. Bjarki hefði alveg getað æft en það var ekki ástæða til og þess vegna fékk hann pásu frá gólfinu“ sagði landsliðsþjálfarinn í samtali við Vísi. Bjarki Már hefur verið að glíma við meiðsli í kálfa í vetur og Handkastið greindi frá því að hann hefði ekki tekið þátt á æfingu liðsins í morgun. „Hann er alveg búinn að ná sér af því en það var einhver stífleiki. Hann er búinn að æfa aðeins öðruvísi heldur en strákarnir í Þýskalandi. [Ungverska liðið Vesprém] fer fyrr í jólafrí þannig að hlutirnir eru aðeins öðruvísi hvað hann varðar, en eins og ég segi var þetta bara varúðarráðstöfun“ bætti Snorri við. Landsliðsþjálfarinn mun svo taka ákvörðun um það eftir helgi hvort annar leikmaður verði kallaður inn í hópinn í stað Kristjáns Arnar. Donni dró sig úr landsliðshópnum vegna meiðsla og í samtali við Handkastið sagðist hann hræddur um að kviðslit væri vandamálið. „Ég ætla aðeins að melta það. Auðvitað fer það líka aðeins eftir Þorsteini Leó [Gunnarssyni, sem er að jafna sig af nárameiðslum]. Steini verður væntanlega ekki með í næstu viku en nei, þetta er ekki þannig að ég ætli að hlaupa upp til handa og fóta og kalla einhvern inn. Ekki eins og stendur. Auðvitað er planið að fara með átján heila til Svíþjóðar en ég ætla aðeins að melta þetta.“ Nú stendur eftir nítján manna hópur, með þremur markmönnum og meiddum Þorsteini Leó Gunnarssyni. Landsliðshópinn má sjá hér fyrir neðan. EM-hópur Íslands 2026: Markmenn Björgvin Páll Gústavsson, Val Viktor Gísli Hallgrímsson, FC Barcelona Vinstri hornamenn Bjarki Már Elísson, Veszprém Orri Freyr Þorkelsson, Sporting Vinstri skyttur Haukur Þrastarson, Rhein-Neckar Löwen Elvar Örn Jónsson, Magdeburg Leikstjórnendur Gísli Þorgeir Kristjánsson, Magdeburg Janus Daði Smárason, Pick Szeged Andri Már Rúnarsson, Erlangen Hægri skyttur Ómar Ingi Magnússon, Magdeburg Viggó Kristjánsson, Erlangen Kristján Örn Kristjánsson, Skanderborg* Hægri hornamann Óðinn Þór Ríkharðsson, Kaddetten Schaffhausen Teitur Örn Einarsson, Gummersbach Línumenn og varnarmenn Arnar Freyr Arnarsson, Melsungen Einar Þorsteinn Ólafsson, Hamburg Elliði Snær Viðarsson, Gummersbach Ýmir Örn Gíslason, Göppingen Á bakvakt Þorsteinn Leó Gunnarsson, Porto Einar Baldvin Baldvinsson, Aftureldingu *Dró sig úr hópnum vegna meiðsla.
EM-hópur Íslands 2026: Markmenn Björgvin Páll Gústavsson, Val Viktor Gísli Hallgrímsson, FC Barcelona Vinstri hornamenn Bjarki Már Elísson, Veszprém Orri Freyr Þorkelsson, Sporting Vinstri skyttur Haukur Þrastarson, Rhein-Neckar Löwen Elvar Örn Jónsson, Magdeburg Leikstjórnendur Gísli Þorgeir Kristjánsson, Magdeburg Janus Daði Smárason, Pick Szeged Andri Már Rúnarsson, Erlangen Hægri skyttur Ómar Ingi Magnússon, Magdeburg Viggó Kristjánsson, Erlangen Kristján Örn Kristjánsson, Skanderborg* Hægri hornamann Óðinn Þór Ríkharðsson, Kaddetten Schaffhausen Teitur Örn Einarsson, Gummersbach Línumenn og varnarmenn Arnar Freyr Arnarsson, Melsungen Einar Þorsteinn Ólafsson, Hamburg Elliði Snær Viðarsson, Gummersbach Ýmir Örn Gíslason, Göppingen Á bakvakt Þorsteinn Leó Gunnarsson, Porto Einar Baldvin Baldvinsson, Aftureldingu *Dró sig úr hópnum vegna meiðsla.
Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Handbolti Fleiri fréttir Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ Sjá meira