Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Bjarki Sigurðsson skrifar 4. janúar 2026 13:41 Vilborg Ása Guðjónsdóttir er alþjóðastjórnmálafræðingur. Vísir Alþjóðastjórnmálafræðingur segir ekki hægt að útiloka að borgarastyrjöld brjótist út í Venesúela í kjölfar innrásar Bandaríkjamanna. Innrásin sjálf hafi ekki endilega komið á óvart, en hvernig var staðið að henni sé forvitnilegt. Hæstiréttur Venesúela hefur skipað Delcy Rodríguez, varaforseta ríkisins, að taka við embætti forseta meðan Nicolás Maduro er í haldi Bandaríkjamanna. Rodriguez ávarpaði venesúelsku þjóðina í gærkvöldi. Hún fordæmdi handtöku Maduro og sagði yfirvöld tilbúin að verja landið fyrir frekari árásum Bandaríkjamanna. Venesúela verði aldrei nýlenda annars lands á ný. Með ávarpinu gekk Rodriguez þvert á orð Trump sem sagði hana hafa samþykkt að Bandaríkin tækju við völdum í landinu, enda hefði hún ekki átt annarra kosta völ. Óvissan gríðarleg Vilborg Ása Guðjónsdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur segir margt óljóst varðandi stöðuna í Venesúela. Innrás Bandaríkjanna hafi í sjálfu sér ekki komið á óvart, en hvernig staðið var að henni veki athygli. „Óvissan er gríðarleg. Ég held að margir Venesúelamenn hafi verið mjög ánægðir með fréttir gærdagsins og þeim var fagnað víða um heim. En nú eru kannski að renna tvær grímur á Venesúelamenn, bæði innan og utan landsins, þar sem komið hefur í ljós að María Machado, leiðtogi stjórnarandstöðunnar og Nóbelsverðlaunahafi, er ekki hluti af þessu ferli Bandaríkjastjórnar. Og að Bandaríkjamenn ætli sjálfir að taka við stjórn landsins um óákveðinn tíma. Þetta vekur ákveðinn ugg og það er algjör óvissa um framhaldið og hvort þetta geti skilað einhverjum jákvæðum niðurstöðum eða ekki,“ segir Vilborg. Sagan segir sitt Svipaðar atburðarásir og í gær hafi sést áður, og sagan er ekki endilega með Bandaríkjamönnum í liði. „Oftar en ekki hefur þetta algjörlega misheppnast. Þeim markmiðum sem sett eru í upphafi hefur ekki verið náð og staðan hefur versnað gríðarlega í þessum löndum. Við getum nefnt Írak og Líbíu í því sambandi. Það má segja að íhlutunin í Panama árið 1990 hafi gengið ágætlega upp en sérfræðingar segja að aðstæður hafi verið allt aðrar þá en í dag og því sé ekki hægt að bera það saman,“ segir Vilborg. Allt mjög tvísýnt Það sé ekki hægt að útiloka að borgarastyrjöld brjótist út. „Það er alls ekki hægt að útiloka það. Staðan er mjög tvísýn, óvissan er mjög mikil. Það voru margir sem héldu að ef Bandaríkin færu þarna inn yrði það gert öðruvísi. Það yrði mjög afmörkuð aðgerð að fjarlægja Maduro og koma lýðræðislega kjörnum forseta landsins í stólinn. Það er ekki að gerast. Þar með má segja að Bandaríkjamenn hafi opnað ákveðið Pandórubox og það er engin leið til að sjá hvernig þetta mun þróast,“ segir Vilborg. Bandaríkin Venesúela Mest lesið Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent „Það mun reyna á okkur hér“ Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Innlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Fleiri fréttir Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Utanríkisnefnd fundar vegna árásanna í Venesúela Hafa borið kennsl á sextán til viðbótar Segjast bæði hafa tekið við völdum Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Rekstraraðilar grunaðir um manndráp af gáleysi Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Sjá meira
Hæstiréttur Venesúela hefur skipað Delcy Rodríguez, varaforseta ríkisins, að taka við embætti forseta meðan Nicolás Maduro er í haldi Bandaríkjamanna. Rodriguez ávarpaði venesúelsku þjóðina í gærkvöldi. Hún fordæmdi handtöku Maduro og sagði yfirvöld tilbúin að verja landið fyrir frekari árásum Bandaríkjamanna. Venesúela verði aldrei nýlenda annars lands á ný. Með ávarpinu gekk Rodriguez þvert á orð Trump sem sagði hana hafa samþykkt að Bandaríkin tækju við völdum í landinu, enda hefði hún ekki átt annarra kosta völ. Óvissan gríðarleg Vilborg Ása Guðjónsdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur segir margt óljóst varðandi stöðuna í Venesúela. Innrás Bandaríkjanna hafi í sjálfu sér ekki komið á óvart, en hvernig staðið var að henni veki athygli. „Óvissan er gríðarleg. Ég held að margir Venesúelamenn hafi verið mjög ánægðir með fréttir gærdagsins og þeim var fagnað víða um heim. En nú eru kannski að renna tvær grímur á Venesúelamenn, bæði innan og utan landsins, þar sem komið hefur í ljós að María Machado, leiðtogi stjórnarandstöðunnar og Nóbelsverðlaunahafi, er ekki hluti af þessu ferli Bandaríkjastjórnar. Og að Bandaríkjamenn ætli sjálfir að taka við stjórn landsins um óákveðinn tíma. Þetta vekur ákveðinn ugg og það er algjör óvissa um framhaldið og hvort þetta geti skilað einhverjum jákvæðum niðurstöðum eða ekki,“ segir Vilborg. Sagan segir sitt Svipaðar atburðarásir og í gær hafi sést áður, og sagan er ekki endilega með Bandaríkjamönnum í liði. „Oftar en ekki hefur þetta algjörlega misheppnast. Þeim markmiðum sem sett eru í upphafi hefur ekki verið náð og staðan hefur versnað gríðarlega í þessum löndum. Við getum nefnt Írak og Líbíu í því sambandi. Það má segja að íhlutunin í Panama árið 1990 hafi gengið ágætlega upp en sérfræðingar segja að aðstæður hafi verið allt aðrar þá en í dag og því sé ekki hægt að bera það saman,“ segir Vilborg. Allt mjög tvísýnt Það sé ekki hægt að útiloka að borgarastyrjöld brjótist út. „Það er alls ekki hægt að útiloka það. Staðan er mjög tvísýn, óvissan er mjög mikil. Það voru margir sem héldu að ef Bandaríkin færu þarna inn yrði það gert öðruvísi. Það yrði mjög afmörkuð aðgerð að fjarlægja Maduro og koma lýðræðislega kjörnum forseta landsins í stólinn. Það er ekki að gerast. Þar með má segja að Bandaríkjamenn hafi opnað ákveðið Pandórubox og það er engin leið til að sjá hvernig þetta mun þróast,“ segir Vilborg.
Bandaríkin Venesúela Mest lesið Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent „Það mun reyna á okkur hér“ Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Innlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Fleiri fréttir Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Utanríkisnefnd fundar vegna árásanna í Venesúela Hafa borið kennsl á sextán til viðbótar Segjast bæði hafa tekið við völdum Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Rekstraraðilar grunaðir um manndráp af gáleysi Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð