Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar 5. janúar 2026 19:00 Nýlega birti Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) ítarlegar leiðbeiningar um stefnumótun og aðgerðir til að vernda og efla geðheilbrigði og vellíðan þvert á opinbera geira. Þessar leiðbeiningar eru mikilvægur vegvísir sem sýnir að ábyrgðin á geðheilbrigði landsmanna liggur ekki eingöngu hjá heilbrigðiskerfinu, heldur krefst samræmdra aðgerða á öllum stigum stjórnkerfisins. Leiðbeiningarnar miða að því að styðja ríkisstjórnir í að meta hvernig stefnur, reglugerðir og áætlanir einstakra geira hafa áhrif á geðheilbrigði. Þær veita hagnýt skref til að flétta geðheilbrigði inn í þróun, innleiðingu og mat á opinberri stefnu. Helstu áherslusviðin eru tvö: Þverfagleg stefnumótun og aðgerðir til að efla forystu, forgangsröðun, ábyrgð og fjármögnun með það að markmiði að styrkja skuldbindingu á landsvísu. Sértækar leiðbeiningar fyrir einstaka geira með stefnumótandi valkostum, aðgerðum og vísbendingum fyrir lykilgeira hins opinbera. Meðal starfsgreina og atvinnusviða sem fá ítarlega umfjöllun og leiðbeiningar eru menntageirinn, vinnumarkaðs-og félagsmálageirinn, dóms- og löggæslumál og skipulags- og sveitastjórnamál. Leiðbeiningar WHO hafa mikla þýðingu fyrir Ísland. Þótt mikil áhersla hafi verið lögð á að styrkja geðheilbrigðisþjónustu hér á landi, hefur oft skort á samræmda þverfaglega nálgun milli ráðuneyta og stofnana. Til að ná árangri er nauðsynlegt að skoða hvernig ákveðnir geirar geta tekið ábyrgð á að efla geðheilbrigði í sínu starfsumhverfi: ●Fræðslu- og menntamál: Menntamálaráðuneytið og sveitarfélög stýra leik-, grunn- og framhaldsskólum. Markmið samkvæmt leiðbeiningunum er að tryggja að geðheilbrigðisfræðsla og félagsfærni séu fastur þáttur í námskránni. Jafnframt er lagt til að tryggja skólum greiðan aðgang að sálfræðiþjónustu án tafa til að grípa inn í áður en málin verða alvarleg. ●Vinnumarkaðsmál og Félagsmál: Vinnueftirlitið og stéttarfélög spila lykilhlutverk hér. Áhersla er lögð á að móta skýrari stefnu gegn kulnun á vinnustöðum. Leggja þarf að fyrirtækjum að innleiða velferðaráætlanir (Wellbeing plans) til að draga úr streitu og vinna gegn aukinni einsemd. ●Skipulagsmál: Skipulagsstofnanir og sveitarfélög geta haft bein áhrif á geðheilbrigði íbúa. Tryggja skuli aukin græn svæði, betra aðgengi að samgöngum og öryggi íbúa séu rýnd í skipulagsmálum, þar sem slíkt hefur bein áhrif á almenna velferð og vellíðan íbúa. ●Fjármögnun: Fjármálaráðuneytið og Alþingi bera ábyrgð á fjárveitingum til bættrar geðheilsu. Það er mikilvægt að tryggja langtímafjármögnun til geðheilbrigðisverkefna á fjárlögum. Jafnframt þarf að skilgreina skýra ábyrgð milli ráðuneyta (t.d. heilbrigðis-, félagsmála- og menntamála) til að koma í veg fyrir að þjónusta skarast eða að skortur verði á nauðsynlegum stuðningi. Með því að tileinka sér þessa þverfaglegu nálgun geta íslensk stjórnvöld tekið geðheilbrigði úr þröngum ramma heilbrigðiskerfisins og gert það að raunverulegu forgangsmáli þvert á allt samfélagið. Höfundur er yfirmaður klínískrar þjónustu hjá Köru Connect. Guidance on policy and strategic actions to protect and promote mental health and well-being across government sectors. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Sjá meira
Nýlega birti Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) ítarlegar leiðbeiningar um stefnumótun og aðgerðir til að vernda og efla geðheilbrigði og vellíðan þvert á opinbera geira. Þessar leiðbeiningar eru mikilvægur vegvísir sem sýnir að ábyrgðin á geðheilbrigði landsmanna liggur ekki eingöngu hjá heilbrigðiskerfinu, heldur krefst samræmdra aðgerða á öllum stigum stjórnkerfisins. Leiðbeiningarnar miða að því að styðja ríkisstjórnir í að meta hvernig stefnur, reglugerðir og áætlanir einstakra geira hafa áhrif á geðheilbrigði. Þær veita hagnýt skref til að flétta geðheilbrigði inn í þróun, innleiðingu og mat á opinberri stefnu. Helstu áherslusviðin eru tvö: Þverfagleg stefnumótun og aðgerðir til að efla forystu, forgangsröðun, ábyrgð og fjármögnun með það að markmiði að styrkja skuldbindingu á landsvísu. Sértækar leiðbeiningar fyrir einstaka geira með stefnumótandi valkostum, aðgerðum og vísbendingum fyrir lykilgeira hins opinbera. Meðal starfsgreina og atvinnusviða sem fá ítarlega umfjöllun og leiðbeiningar eru menntageirinn, vinnumarkaðs-og félagsmálageirinn, dóms- og löggæslumál og skipulags- og sveitastjórnamál. Leiðbeiningar WHO hafa mikla þýðingu fyrir Ísland. Þótt mikil áhersla hafi verið lögð á að styrkja geðheilbrigðisþjónustu hér á landi, hefur oft skort á samræmda þverfaglega nálgun milli ráðuneyta og stofnana. Til að ná árangri er nauðsynlegt að skoða hvernig ákveðnir geirar geta tekið ábyrgð á að efla geðheilbrigði í sínu starfsumhverfi: ●Fræðslu- og menntamál: Menntamálaráðuneytið og sveitarfélög stýra leik-, grunn- og framhaldsskólum. Markmið samkvæmt leiðbeiningunum er að tryggja að geðheilbrigðisfræðsla og félagsfærni séu fastur þáttur í námskránni. Jafnframt er lagt til að tryggja skólum greiðan aðgang að sálfræðiþjónustu án tafa til að grípa inn í áður en málin verða alvarleg. ●Vinnumarkaðsmál og Félagsmál: Vinnueftirlitið og stéttarfélög spila lykilhlutverk hér. Áhersla er lögð á að móta skýrari stefnu gegn kulnun á vinnustöðum. Leggja þarf að fyrirtækjum að innleiða velferðaráætlanir (Wellbeing plans) til að draga úr streitu og vinna gegn aukinni einsemd. ●Skipulagsmál: Skipulagsstofnanir og sveitarfélög geta haft bein áhrif á geðheilbrigði íbúa. Tryggja skuli aukin græn svæði, betra aðgengi að samgöngum og öryggi íbúa séu rýnd í skipulagsmálum, þar sem slíkt hefur bein áhrif á almenna velferð og vellíðan íbúa. ●Fjármögnun: Fjármálaráðuneytið og Alþingi bera ábyrgð á fjárveitingum til bættrar geðheilsu. Það er mikilvægt að tryggja langtímafjármögnun til geðheilbrigðisverkefna á fjárlögum. Jafnframt þarf að skilgreina skýra ábyrgð milli ráðuneyta (t.d. heilbrigðis-, félagsmála- og menntamála) til að koma í veg fyrir að þjónusta skarast eða að skortur verði á nauðsynlegum stuðningi. Með því að tileinka sér þessa þverfaglegu nálgun geta íslensk stjórnvöld tekið geðheilbrigði úr þröngum ramma heilbrigðiskerfisins og gert það að raunverulegu forgangsmáli þvert á allt samfélagið. Höfundur er yfirmaður klínískrar þjónustu hjá Köru Connect. Guidance on policy and strategic actions to protect and promote mental health and well-being across government sectors.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun