Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar 6. janúar 2026 12:32 Þegar börnin mín voru á leikskóla voru verkföll á leikskólanum, svo kom covid með tilheyrandi lokunum og síðan fundust rakaskemmdir og mygla þannig að deild barnanna okkar þurfti að flytja tímabundið annað. Þetta er ekki sorgarsaga um hvað þetta var allt ömurlegt. Á leikskólanum okkar voru frábærir stjórnendur sem unnu vel úr öllu sem upp kom, héldu okkur foreldrum vel upplýstum og augljóslega löðuðu til sín gott starfsfólk sem stóð vaktina af fagmennsku. Leikskólastjórarnir, kennararnir og starfsfólkið sem ég kynntist hugsaði ekki í uppgjöf, heldur í lausnum. Það er nákvæmlega sú hugsun sem borgarstjórn þarf nú að tileinka sér þegar kemur að leikskólum borgarinnar. Nýlega voru kynntar þverpólitískar tillögur á vegum borgarinnar um umbætur í náms- og starfsumhverfi leikskóla. Markmið þeirra er að foreldrar stytti vistunartíma barna sinna til að koma til móts við styttingu vinnuvikunnar hjá starfsfólki leikskólanna. Til að ná þessu fram eru settir upp „hvatar“ sem felast í því að foreldrar borgi mun meira en þeir gera núna fyrir vistun síðdegis á föstudögum og á hinum ýmsu dögum yfir árið, s.s. í dymbilviku, milli jóla og nýárs og í vetrarfríum grunnskóla. Valið sem foreldrar standa nú frammi fyrir er því annað hvort þjónustuskerðing eða gjaldskrárhækkun. Þetta eru afarkostir sem eru í engum takti við þá hugmyndafræði sem uppbygging leikskólakerfisins hefur byggt á. Mikilvægasta aðgerð sögunnar í þágu jafnréttis Heilsdagsleikskóli, sem varð að veruleika eftir að R-listinn tók við völdum í Reykjavík árið 1994, er ein mikilvægasta aðgerð Íslandssögunnar í þágu jafnréttis kynjanna. Nú gátu mæður loks unnið fulla vinnu og nýtt menntun sína og hæfni. Ekki nóg með það þá er leikskólinn eins og hann er uppbyggður hér á Íslandi mikilvægt jöfnunartæki sem styrkir samfélagið í að takast á við ýmsar aðrar áskoranir, s.s. fátækt, vanrækslu, aðlögun að íslensku samfélagi, íslenskukunnáttu og svo mætti lengi telja. Sterkir leikskólar skapa jöfnuð. Miðað við leikskóla á mörgum stöðum erlendis þá er sú menntun sem börn fá í íslenskum leikskólum framúrskarandi af því hún byggir á frjálsum leik, þroska barna og virðingu fyrir þeim sem manneskjum. Þetta endurspeglast síðan í könnunum meðal foreldra. Samkvæmt þeim er yfirgnæfandi meirihluti reykvískra foreldra ánægður með leikskóla barna sinna og telja að börnum sínum líði vel þar. Tæklum vandann – tölum upp leikskólana Leikskólarnir eru fjöreggið okkar. Þess vegna á ég erfitt með að horfa upp á þá umræðu sem nú á sér stað um leikskólamál í Reykjavík, og raunar víðar, sem gengur sífellt meira út á að færa ábyrgðina af kerfinu yfir á foreldra og kalla það síðan lausnir. Það er margt sem ekki hefur gengið vel í leikskólamálum undanfarin ár. Það er mannekla, álag á starfsfólk er mikið, fáliðunaraðgerðir, skertur opnunartími, viðhaldi húsnæðis hefur verið ábótavant, uppbygging leikskóla ekki gengið nægilega hratt og alltof mörg börn bíða lengi eftir plássi. Þegar borgin leggur svo til að vandinn sé leystur með því að foreldrar stytti vistunartíma barna sinna eða greiði meira, þá er hún í reynd að gefast upp. Gefast upp á því að reka leikskólakerfi sem stenst þarfir nútímasamfélags. Nú er ekki tími fyrir uppgjöf heldur ábyrgð. Það þarf að sýna metnað og styrkja stoðir kerfis sem var byggt upp á sínum tíma af elju og framsýni. Við sem samfélag þurfum að fylkja okkur að baki leikskólunum af því þeir eru of mikilvægir til að við gerum það ekki. Stjórnmálafólk, foreldrar, skólasamfélagið og atvinnulífið eiga að sameinast í því verkefni. Það þarf að tala leikskólana upp, fjárfesta í uppbyggingu og starfsumhverfi þeirra, styrkja stjórnun og móta heildstæða sýn. Látum ekki vonleysi og kerfisflækjur taka yfir. Klárum þessi mál í eitt skipti fyrir öll. Höfundur gefur kost á sér í 2. sæti í forvali Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Þegar börnin mín voru á leikskóla voru verkföll á leikskólanum, svo kom covid með tilheyrandi lokunum og síðan fundust rakaskemmdir og mygla þannig að deild barnanna okkar þurfti að flytja tímabundið annað. Þetta er ekki sorgarsaga um hvað þetta var allt ömurlegt. Á leikskólanum okkar voru frábærir stjórnendur sem unnu vel úr öllu sem upp kom, héldu okkur foreldrum vel upplýstum og augljóslega löðuðu til sín gott starfsfólk sem stóð vaktina af fagmennsku. Leikskólastjórarnir, kennararnir og starfsfólkið sem ég kynntist hugsaði ekki í uppgjöf, heldur í lausnum. Það er nákvæmlega sú hugsun sem borgarstjórn þarf nú að tileinka sér þegar kemur að leikskólum borgarinnar. Nýlega voru kynntar þverpólitískar tillögur á vegum borgarinnar um umbætur í náms- og starfsumhverfi leikskóla. Markmið þeirra er að foreldrar stytti vistunartíma barna sinna til að koma til móts við styttingu vinnuvikunnar hjá starfsfólki leikskólanna. Til að ná þessu fram eru settir upp „hvatar“ sem felast í því að foreldrar borgi mun meira en þeir gera núna fyrir vistun síðdegis á föstudögum og á hinum ýmsu dögum yfir árið, s.s. í dymbilviku, milli jóla og nýárs og í vetrarfríum grunnskóla. Valið sem foreldrar standa nú frammi fyrir er því annað hvort þjónustuskerðing eða gjaldskrárhækkun. Þetta eru afarkostir sem eru í engum takti við þá hugmyndafræði sem uppbygging leikskólakerfisins hefur byggt á. Mikilvægasta aðgerð sögunnar í þágu jafnréttis Heilsdagsleikskóli, sem varð að veruleika eftir að R-listinn tók við völdum í Reykjavík árið 1994, er ein mikilvægasta aðgerð Íslandssögunnar í þágu jafnréttis kynjanna. Nú gátu mæður loks unnið fulla vinnu og nýtt menntun sína og hæfni. Ekki nóg með það þá er leikskólinn eins og hann er uppbyggður hér á Íslandi mikilvægt jöfnunartæki sem styrkir samfélagið í að takast á við ýmsar aðrar áskoranir, s.s. fátækt, vanrækslu, aðlögun að íslensku samfélagi, íslenskukunnáttu og svo mætti lengi telja. Sterkir leikskólar skapa jöfnuð. Miðað við leikskóla á mörgum stöðum erlendis þá er sú menntun sem börn fá í íslenskum leikskólum framúrskarandi af því hún byggir á frjálsum leik, þroska barna og virðingu fyrir þeim sem manneskjum. Þetta endurspeglast síðan í könnunum meðal foreldra. Samkvæmt þeim er yfirgnæfandi meirihluti reykvískra foreldra ánægður með leikskóla barna sinna og telja að börnum sínum líði vel þar. Tæklum vandann – tölum upp leikskólana Leikskólarnir eru fjöreggið okkar. Þess vegna á ég erfitt með að horfa upp á þá umræðu sem nú á sér stað um leikskólamál í Reykjavík, og raunar víðar, sem gengur sífellt meira út á að færa ábyrgðina af kerfinu yfir á foreldra og kalla það síðan lausnir. Það er margt sem ekki hefur gengið vel í leikskólamálum undanfarin ár. Það er mannekla, álag á starfsfólk er mikið, fáliðunaraðgerðir, skertur opnunartími, viðhaldi húsnæðis hefur verið ábótavant, uppbygging leikskóla ekki gengið nægilega hratt og alltof mörg börn bíða lengi eftir plássi. Þegar borgin leggur svo til að vandinn sé leystur með því að foreldrar stytti vistunartíma barna sinna eða greiði meira, þá er hún í reynd að gefast upp. Gefast upp á því að reka leikskólakerfi sem stenst þarfir nútímasamfélags. Nú er ekki tími fyrir uppgjöf heldur ábyrgð. Það þarf að sýna metnað og styrkja stoðir kerfis sem var byggt upp á sínum tíma af elju og framsýni. Við sem samfélag þurfum að fylkja okkur að baki leikskólunum af því þeir eru of mikilvægir til að við gerum það ekki. Stjórnmálafólk, foreldrar, skólasamfélagið og atvinnulífið eiga að sameinast í því verkefni. Það þarf að tala leikskólana upp, fjárfesta í uppbyggingu og starfsumhverfi þeirra, styrkja stjórnun og móta heildstæða sýn. Látum ekki vonleysi og kerfisflækjur taka yfir. Klárum þessi mál í eitt skipti fyrir öll. Höfundur gefur kost á sér í 2. sæti í forvali Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningar
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun