Sport

Fyrrum hlaupastjarna á­kærð fyrir morð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Matthew Frank Molinaro sést hér þegar hann var myndaður við handtöku sína.
Matthew Frank Molinaro sést hér þegar hann var myndaður við handtöku sína. Milford Police

Matthew Molinaro, fyrrum hlaupastjarna og háskólameistari í 800 metra hlaupi, hefur verið ákærður fyrir morð.

Samkvæmt saksóknaraembættinu í Oakland-sýslu er Molinaro sagður hafa myrt kærasta fyrrverandi kærustu sinnar.

Lögreglan fann lík Peyton Bilibia eftir að kærasta hans óskaði eftir að lögreglan athugaði með hann.

Molinaro vann NCAA DIII innanhússmeistaratitilinn í 800 metra hlaupi árið 2018 þegar hann keppti fyrir Ohio Northern-háskólann.

Að sögn yfirvalda fannst Peyton Bilibia, 26 ára, stunginn til bana inni á heimili við E. Summit Street 800 í Milford á gamlárskvöld af lögreglu sem var við velferðareftirlit. Lögreglan sagði að kærasta Bilibia hefði ekki náð sambandi við hann og óskað eftir afskiptum lögreglu.

Saksóknaraembættið í Oakland-sýslu sagði að kærasta Bilbia hefði nýlega fengið nálgunarbann gegn Molinaro.

„Peyton Bilbia ætti að vera með okkur í dag,“ sagði saksóknarinn Karen McDonald. „Þess í stað var líf hans stytt vegna þess sem virðist vera sambandsdeilur. Þetta mál er sorgleg áminning um að hættan af heimilisofbeldi endar ekki þegar sambandi lýkur,“ sagði McDonald.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×