Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar 7. janúar 2026 14:01 Nú kringum áramótin hafa birst fréttir um að þingmönnum og ráðherrum þyki tími kominn til „að ákveða hvaða fyrirkomulag skuli vera í landinu varðandi áfengissölu,“ eins og þingflokksformaður Samfylkingarinnar orðaði það. „Óvissa ríki bæði hjá rekstraraðilum netverslana áfengis sem og þeim sem sinni eftirliti með þeim.“ Hvaða óvissa? Þegar málið er skoðað verður ekki séð að þessi óvissa stafi af öðru en aðgerðarleysi þar til bærra yfirvalda. Það virðist nokkuð augljóst að netsalan eins og hún er framkvæmd sé ólögleg. Þarna eru tvenn lög sem þarf að skoða, bæði stutt og einföld, fyrst og fremst ein grein í hvorum þeirra. Annars vegar hefur ÁTVR einkaleyfi til að selja og afhenda áfengi í smásölu og á því eru ákveðnar undantekningar sem tilgreindar eru í lögum og þar er krafist sérstaks leyfis. Hins vegar er öllum heimilt án sérstaks leyfis að flytja inn til eigin nota áfengi sem keypt er erlendis frá. Fyrra atriðið er samkvæmt Áfengislögum nr. 75/1998, 10. gr., 1. mgr. og Lögum um verslun með áfengi og tóbak, 7. gr. 1. mgr.: „ÁTVR hefur einkaleyfi til að selja og afhenda áfengi í smásölu.“ Undantekningar frá þessu eru sala áfengis á veitingastöðum, gististöðum og viðburðum, sem fram fer samkvæmt lögum nr. 85/2007 að fengnu viðeigandi leyfi, og sala á framleiðslustað með nánar tilgreindum takmörkunum og skilyrðum samkvæmt breytingu á Áfengislögum 2022 (6. gr. a). Enn fremur er í 4. og 27. gr. Áfengislaganna fjallað um refsingu vegna brota á lögunum. Varðandi seinna atriðið eru engin ákvæði í þessum lögum um innflutning til einkanota. Hins vegar er vikið að honum í Lögum um gjald af áfengi o.fl. nr. 96/1995, 2. gr. 2. mgr.: „Gjaldskyldir eru enn fremur þeir sem flytja með sér til landsins áfengi til eigin nota, svo og þeir sem fá sent áfengi erlendis frá án þess að það sé til sölu eða vinnslu.“ Innflutningur er sem sagt leyfður „til eigin nota“ og „án þess að það sé til sölu eða vinnslu.“ Af þessu verður ekki dregin önnur ályktun en sú að netsalan eins og hún er framvæmd nú sé ólögleg: Þar er flutt inn áfengi, ekki til eigin nota, og afgreitt til sölu af lager innan lands. Greiðslumátinn getur ekki skipt neinu máli. Hvort sem greitt er með reiðufé, korti eða gegnum símann á staðnum eða með einhverri greiðsluleið gegnum netið, þá er verið að selja og afhenda áfengi í smásölu, en til þess hefur ÁTVR einkaleyfi. Þetta er í samræmi við ítarlegt lögfræðiálit sem fylgdi erindi sem fjármálaráðherra sendi til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu snemma í júní 2024 vegna seinagangs við aðgerðir vegna netsölunnar. Þar er líka farið yfir reglur EES-samningsins og komist að þeirri niðurstöðu að íslensk lög brjóti ekki í bága við þær. Það er ljóst að það hefur alltaf verið löglegt að flytja með sér eða panta áfengi erlendis frá til einkanota og það verður áfram leyfilegt þótt tekið verði fyrir netsöluna eins og hún tíðkast nú. En það þýðir auðvitað að þú getir ekki bara farið á netið þegar bjórinn er búinn og fengið hann sendan heim eftir hálftíma. Netsala áfengis í Svíþjóð Árið 2019 höfðaði Systembolaget (Áfengisverslun ríkisins) í Svíþjóð mál vegna netsölu áfengis þar. Þann 7. júlí 2023 féll hæstaréttardómur í málinu. Samkvæmt fréttum á RÚV og Mbl nokkrum dögum seinna var netverslunin dæmd lögleg og Mbl bætti um betur og sagði að einokun ríkisins á áfengissölu hefði verið aflétt. Samkvæmt minnisblaði frá Málþingi lögmannstofu, sem aðgengilegt er á vefsíðu Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum, er þetta nokkur einföldun. Reglur um sölu áfengis í Svíþjóð eru svipaðar og hér. Þar, eins og hér, er innflutningur til einkanota ekki bannaður. Starfsemin sem um var að ræða í Svíþjóð var þannig að hægt var að panta áfangi hjá fyrirtæki í Danmörku sem afgreiddi það af lager þar og sendi kaupandanum þaðan. Og niðurstaða Hæstaréttar var að það væri löglegt. Í minnisblaðinu er sagt að grundvallarmunur sé á fyrirkomulagi netverslunar með áfengi á íslenskum markaði og það sem þarna var um að ræða. Netverslanir á íslenskum markaði selja flestar áfengi sem hefur verið flutt inn til landsins og tollafgreitt þegar það er selt af lager innanlands og afhent kaupanda. Slíkt fyrirkomulag telst, segir í minnisblaðinu, smásala hér á landi sem er ólögmæt og í andstöðu við einkarétt ÁTVR. Seinagangur lögreglu Það vekur furðu að lögreglan hefur þurft mörg ár til að rannsaka málið. Í september árið 2024 fór málið frá rannsóknardeild lögreglunnar til ákærusviðs, en þá voru liðin rúm fjögur ár frá því að ÁTVR kærði netverslanir til lögreglu. Um mánaðamótin febrúar/mars 2025 sendi ákærusviðið málið aftur til rannsóknar hjá lögreglu. Í júní kom það svo aftur til ákærusviðs. Þá voru liðin um fimm ár frá því kæra koma fram. 21. ágúst lagði lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu svo fram kæru á hendur einu af netsölufyrirtækjunum, Smáríkinu. Kannski fellur dómur áður en sex ár verða liðin frá því kæra kom fram. Og óvissunni sem truflar þingmenn og ráðherra verði eytt. Ef dómsniðurstaða leiðir í ljós einhverjar gloppur eða óvissu í lögum er eðlilegt að þingið bregðist við því. En fyrirkomulag áfengisverslunar almennt eða stefna í áfengismálum og mismunandi skoðanir á því er annað mál. Hvað þetta mál varðar sérstaklega ættu þingmenn fyrst og fremst að hafa áhyggjur af því að það taki lögregluna meira en fimm ár að rannsaka jafn einfalt mál. Er hún svona undirmönnuð – eða hvað? Höfundur er ólöglæðrur fyrrverandi bókavörður og dyggur viðskiptavinur ÁTVR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Netverslun með áfengi Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Sjá meira
Nú kringum áramótin hafa birst fréttir um að þingmönnum og ráðherrum þyki tími kominn til „að ákveða hvaða fyrirkomulag skuli vera í landinu varðandi áfengissölu,“ eins og þingflokksformaður Samfylkingarinnar orðaði það. „Óvissa ríki bæði hjá rekstraraðilum netverslana áfengis sem og þeim sem sinni eftirliti með þeim.“ Hvaða óvissa? Þegar málið er skoðað verður ekki séð að þessi óvissa stafi af öðru en aðgerðarleysi þar til bærra yfirvalda. Það virðist nokkuð augljóst að netsalan eins og hún er framkvæmd sé ólögleg. Þarna eru tvenn lög sem þarf að skoða, bæði stutt og einföld, fyrst og fremst ein grein í hvorum þeirra. Annars vegar hefur ÁTVR einkaleyfi til að selja og afhenda áfengi í smásölu og á því eru ákveðnar undantekningar sem tilgreindar eru í lögum og þar er krafist sérstaks leyfis. Hins vegar er öllum heimilt án sérstaks leyfis að flytja inn til eigin nota áfengi sem keypt er erlendis frá. Fyrra atriðið er samkvæmt Áfengislögum nr. 75/1998, 10. gr., 1. mgr. og Lögum um verslun með áfengi og tóbak, 7. gr. 1. mgr.: „ÁTVR hefur einkaleyfi til að selja og afhenda áfengi í smásölu.“ Undantekningar frá þessu eru sala áfengis á veitingastöðum, gististöðum og viðburðum, sem fram fer samkvæmt lögum nr. 85/2007 að fengnu viðeigandi leyfi, og sala á framleiðslustað með nánar tilgreindum takmörkunum og skilyrðum samkvæmt breytingu á Áfengislögum 2022 (6. gr. a). Enn fremur er í 4. og 27. gr. Áfengislaganna fjallað um refsingu vegna brota á lögunum. Varðandi seinna atriðið eru engin ákvæði í þessum lögum um innflutning til einkanota. Hins vegar er vikið að honum í Lögum um gjald af áfengi o.fl. nr. 96/1995, 2. gr. 2. mgr.: „Gjaldskyldir eru enn fremur þeir sem flytja með sér til landsins áfengi til eigin nota, svo og þeir sem fá sent áfengi erlendis frá án þess að það sé til sölu eða vinnslu.“ Innflutningur er sem sagt leyfður „til eigin nota“ og „án þess að það sé til sölu eða vinnslu.“ Af þessu verður ekki dregin önnur ályktun en sú að netsalan eins og hún er framvæmd nú sé ólögleg: Þar er flutt inn áfengi, ekki til eigin nota, og afgreitt til sölu af lager innan lands. Greiðslumátinn getur ekki skipt neinu máli. Hvort sem greitt er með reiðufé, korti eða gegnum símann á staðnum eða með einhverri greiðsluleið gegnum netið, þá er verið að selja og afhenda áfengi í smásölu, en til þess hefur ÁTVR einkaleyfi. Þetta er í samræmi við ítarlegt lögfræðiálit sem fylgdi erindi sem fjármálaráðherra sendi til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu snemma í júní 2024 vegna seinagangs við aðgerðir vegna netsölunnar. Þar er líka farið yfir reglur EES-samningsins og komist að þeirri niðurstöðu að íslensk lög brjóti ekki í bága við þær. Það er ljóst að það hefur alltaf verið löglegt að flytja með sér eða panta áfengi erlendis frá til einkanota og það verður áfram leyfilegt þótt tekið verði fyrir netsöluna eins og hún tíðkast nú. En það þýðir auðvitað að þú getir ekki bara farið á netið þegar bjórinn er búinn og fengið hann sendan heim eftir hálftíma. Netsala áfengis í Svíþjóð Árið 2019 höfðaði Systembolaget (Áfengisverslun ríkisins) í Svíþjóð mál vegna netsölu áfengis þar. Þann 7. júlí 2023 féll hæstaréttardómur í málinu. Samkvæmt fréttum á RÚV og Mbl nokkrum dögum seinna var netverslunin dæmd lögleg og Mbl bætti um betur og sagði að einokun ríkisins á áfengissölu hefði verið aflétt. Samkvæmt minnisblaði frá Málþingi lögmannstofu, sem aðgengilegt er á vefsíðu Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum, er þetta nokkur einföldun. Reglur um sölu áfengis í Svíþjóð eru svipaðar og hér. Þar, eins og hér, er innflutningur til einkanota ekki bannaður. Starfsemin sem um var að ræða í Svíþjóð var þannig að hægt var að panta áfangi hjá fyrirtæki í Danmörku sem afgreiddi það af lager þar og sendi kaupandanum þaðan. Og niðurstaða Hæstaréttar var að það væri löglegt. Í minnisblaðinu er sagt að grundvallarmunur sé á fyrirkomulagi netverslunar með áfengi á íslenskum markaði og það sem þarna var um að ræða. Netverslanir á íslenskum markaði selja flestar áfengi sem hefur verið flutt inn til landsins og tollafgreitt þegar það er selt af lager innanlands og afhent kaupanda. Slíkt fyrirkomulag telst, segir í minnisblaðinu, smásala hér á landi sem er ólögmæt og í andstöðu við einkarétt ÁTVR. Seinagangur lögreglu Það vekur furðu að lögreglan hefur þurft mörg ár til að rannsaka málið. Í september árið 2024 fór málið frá rannsóknardeild lögreglunnar til ákærusviðs, en þá voru liðin rúm fjögur ár frá því að ÁTVR kærði netverslanir til lögreglu. Um mánaðamótin febrúar/mars 2025 sendi ákærusviðið málið aftur til rannsóknar hjá lögreglu. Í júní kom það svo aftur til ákærusviðs. Þá voru liðin um fimm ár frá því kæra koma fram. 21. ágúst lagði lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu svo fram kæru á hendur einu af netsölufyrirtækjunum, Smáríkinu. Kannski fellur dómur áður en sex ár verða liðin frá því kæra kom fram. Og óvissunni sem truflar þingmenn og ráðherra verði eytt. Ef dómsniðurstaða leiðir í ljós einhverjar gloppur eða óvissu í lögum er eðlilegt að þingið bregðist við því. En fyrirkomulag áfengisverslunar almennt eða stefna í áfengismálum og mismunandi skoðanir á því er annað mál. Hvað þetta mál varðar sérstaklega ættu þingmenn fyrst og fremst að hafa áhyggjur af því að það taki lögregluna meira en fimm ár að rannsaka jafn einfalt mál. Er hún svona undirmönnuð – eða hvað? Höfundur er ólöglæðrur fyrrverandi bókavörður og dyggur viðskiptavinur ÁTVR.
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar