„Fáum fullt af svörum um helgina“ Sindri Sverrisson skrifar 8. janúar 2026 07:02 Snorri Steinn Guðjónsson og hans menn hafa undirbúið sig í Virkinu á íþróttasvæði Víkinga við Safamýri í vikunni. Í dag fljúga þeir til Frakklands. Sýn Sport „Mér finnst við vera á fínu róli,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, nú þegar styttist í að strákarnir okkar stígi á stokk á EM í Svíþjóð. Viðtal við Snorra fyrir æfingu landsliðsins í vikunni, í Virkinu eins og íþróttasvæðið við Safamýri heitir nú, má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Snorri fór yfir stöðuna fyrir komandi leiki Fyrsti leikur Íslands á EM er á föstudaginn eftir viku, við Ítalíu klukkan 17 að íslenskum tíma. Liðið ferðast hins vegar til Frakklands í dag og spilar þar á sterku æfingamóti, fyrst við Slóveníu á morgun klukkan 17:30 og svo við annað hvort Austurríki eða Frakkland á sunnudaginn. Snorri segist hafa nýtt tímann hér á landi undanfarna daga til að fara yfir ýmislegt, bæði í sókn og vörn, og glotti aðspurður hvort strákarnir tæku ekki vel í það sem frá honum kæmi: „Við erum að undirbúa okkur fyrir stórmót og ég held að þeir vilji nú allir bara vera hérna og dreymi stóra hluti. Þó það nú væri að þeir tækju á því á æfingum,“ sagði Snorri. Átti ekki von á því að meiðsli Donna væru svona Ákveðið skarð var höggvið í íslenska hópinn þegar Kristján Örn Kristjánsson, eða Donni, varð að hætta við EM vegna kviðslits og þá hefur Bjarki Már Elísson glímt við smámeiðsli. „Ég átti ekki von á því að meiðslin hjá Donna væru svona. Við reiknuðum ekki með því. En svona hnjask eins og Bjarki glímir við fylgir þessu. Eflaust verður eitthvað meira um það. En meiðslin hjá Donna voru erfiðari en við héldum og því miður þurfti hann að draga sig út úr þessu,“ sagði Snorri. Vill líka sjá hvað er ekki eins gott Eins og fyrr segir er framundan ákveðin generalprufa fyrir EM – leikir sem eflaust munu einnig hafa sín áhrif á væntingar þjóðarinnar – en hvað vill Snorri fá út úr þeim? „Æfingaleikirnir snúast um að drilla sína hluti og þú vilt náttúrulega sjá þá virka. Þú vilt fá jákvæð svör og líða vel með það sem þú ert að gera. Við fáum fullt af svörum um helgina en þú þarft líka að prófa þig áfram, testa hluti og sjá hvað er ekki eins gott. Vera þá búinn að upplifa það áður en að mótinu kemur. Við nálgumst leikina aðeins öðruvísi en akkúrat á EM en það segir sig sjálft að við viljum vinna og sigurinn nærir meira en hitt.“ Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Tengdar fréttir Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Gísli Þorgeir Kristjánsson ræddi möguleika Íslands á EM í Brennslunni á FM957 í morgun. 7. janúar 2026 11:57 Ótrúleg óheppni Slóvena Undirbúningur Slóveníu fyrir EM í handbolta hefur verið hreinasta martröð og ólíklegt er að annað lið hafi gengið í gegnum annað eins í undirbúningi fyrir stórmót. 7. janúar 2026 11:30 Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Innan við tvær vikur eru til stefnu þar til Ísland hefur leik á Evrópumóti karla í handbolta. Skyttan Teitur Örn Einarsson er klár í slaginn en í landsliðshópnum er ætlast til þess að hann leysi stöðu hornamanns og er hann hvergi banginn þegar kemur að því. 7. janúar 2026 10:02 Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM „Mér líður bara vel, ég er heill og ferskur í skrokknum. Það er bara tilhlökkun núna,“ segir Óðinn Þór Ríkharðsson, hægri hornamaður íslenska handboltalandsliðsins, klár í slaginn fyrir EM sem hefst í næstu viku. 6. janúar 2026 13:15 Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Ýmir Örn Gíslason segir það ekki hafa verið sárt að sjá tvo af sérfræðingum RÚV, landsliðsmennina fyrrverandi Loga Geirsson og Kára Kristján Kristjánsson, kjósa að hann yrði ekki með í hópnum sem fer á EM í handbolta í næstu viku. 6. janúar 2026 12:01 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Sjá meira
Viðtal við Snorra fyrir æfingu landsliðsins í vikunni, í Virkinu eins og íþróttasvæðið við Safamýri heitir nú, má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Snorri fór yfir stöðuna fyrir komandi leiki Fyrsti leikur Íslands á EM er á föstudaginn eftir viku, við Ítalíu klukkan 17 að íslenskum tíma. Liðið ferðast hins vegar til Frakklands í dag og spilar þar á sterku æfingamóti, fyrst við Slóveníu á morgun klukkan 17:30 og svo við annað hvort Austurríki eða Frakkland á sunnudaginn. Snorri segist hafa nýtt tímann hér á landi undanfarna daga til að fara yfir ýmislegt, bæði í sókn og vörn, og glotti aðspurður hvort strákarnir tæku ekki vel í það sem frá honum kæmi: „Við erum að undirbúa okkur fyrir stórmót og ég held að þeir vilji nú allir bara vera hérna og dreymi stóra hluti. Þó það nú væri að þeir tækju á því á æfingum,“ sagði Snorri. Átti ekki von á því að meiðsli Donna væru svona Ákveðið skarð var höggvið í íslenska hópinn þegar Kristján Örn Kristjánsson, eða Donni, varð að hætta við EM vegna kviðslits og þá hefur Bjarki Már Elísson glímt við smámeiðsli. „Ég átti ekki von á því að meiðslin hjá Donna væru svona. Við reiknuðum ekki með því. En svona hnjask eins og Bjarki glímir við fylgir þessu. Eflaust verður eitthvað meira um það. En meiðslin hjá Donna voru erfiðari en við héldum og því miður þurfti hann að draga sig út úr þessu,“ sagði Snorri. Vill líka sjá hvað er ekki eins gott Eins og fyrr segir er framundan ákveðin generalprufa fyrir EM – leikir sem eflaust munu einnig hafa sín áhrif á væntingar þjóðarinnar – en hvað vill Snorri fá út úr þeim? „Æfingaleikirnir snúast um að drilla sína hluti og þú vilt náttúrulega sjá þá virka. Þú vilt fá jákvæð svör og líða vel með það sem þú ert að gera. Við fáum fullt af svörum um helgina en þú þarft líka að prófa þig áfram, testa hluti og sjá hvað er ekki eins gott. Vera þá búinn að upplifa það áður en að mótinu kemur. Við nálgumst leikina aðeins öðruvísi en akkúrat á EM en það segir sig sjálft að við viljum vinna og sigurinn nærir meira en hitt.“
Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Tengdar fréttir Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Gísli Þorgeir Kristjánsson ræddi möguleika Íslands á EM í Brennslunni á FM957 í morgun. 7. janúar 2026 11:57 Ótrúleg óheppni Slóvena Undirbúningur Slóveníu fyrir EM í handbolta hefur verið hreinasta martröð og ólíklegt er að annað lið hafi gengið í gegnum annað eins í undirbúningi fyrir stórmót. 7. janúar 2026 11:30 Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Innan við tvær vikur eru til stefnu þar til Ísland hefur leik á Evrópumóti karla í handbolta. Skyttan Teitur Örn Einarsson er klár í slaginn en í landsliðshópnum er ætlast til þess að hann leysi stöðu hornamanns og er hann hvergi banginn þegar kemur að því. 7. janúar 2026 10:02 Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM „Mér líður bara vel, ég er heill og ferskur í skrokknum. Það er bara tilhlökkun núna,“ segir Óðinn Þór Ríkharðsson, hægri hornamaður íslenska handboltalandsliðsins, klár í slaginn fyrir EM sem hefst í næstu viku. 6. janúar 2026 13:15 Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Ýmir Örn Gíslason segir það ekki hafa verið sárt að sjá tvo af sérfræðingum RÚV, landsliðsmennina fyrrverandi Loga Geirsson og Kára Kristján Kristjánsson, kjósa að hann yrði ekki með í hópnum sem fer á EM í handbolta í næstu viku. 6. janúar 2026 12:01 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Sjá meira
Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Gísli Þorgeir Kristjánsson ræddi möguleika Íslands á EM í Brennslunni á FM957 í morgun. 7. janúar 2026 11:57
Ótrúleg óheppni Slóvena Undirbúningur Slóveníu fyrir EM í handbolta hefur verið hreinasta martröð og ólíklegt er að annað lið hafi gengið í gegnum annað eins í undirbúningi fyrir stórmót. 7. janúar 2026 11:30
Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Innan við tvær vikur eru til stefnu þar til Ísland hefur leik á Evrópumóti karla í handbolta. Skyttan Teitur Örn Einarsson er klár í slaginn en í landsliðshópnum er ætlast til þess að hann leysi stöðu hornamanns og er hann hvergi banginn þegar kemur að því. 7. janúar 2026 10:02
Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM „Mér líður bara vel, ég er heill og ferskur í skrokknum. Það er bara tilhlökkun núna,“ segir Óðinn Þór Ríkharðsson, hægri hornamaður íslenska handboltalandsliðsins, klár í slaginn fyrir EM sem hefst í næstu viku. 6. janúar 2026 13:15
Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Ýmir Örn Gíslason segir það ekki hafa verið sárt að sjá tvo af sérfræðingum RÚV, landsliðsmennina fyrrverandi Loga Geirsson og Kára Kristján Kristjánsson, kjósa að hann yrði ekki með í hópnum sem fer á EM í handbolta í næstu viku. 6. janúar 2026 12:01