Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar 11. janúar 2026 11:00 Á öðrum degi jóla ákvað ég eins og stundum áður að leggja leið mína niður í miðbæ Reykjavíkur. Þar var reytingur af fólki og andrúmsloftið hið ágætasta. Léttleiki á Laugavegi og stemning á Skólavörðustíg, jólaljósin loguðu fallega á Austurvelli og fólk skemmti sér á skautum á Ingólfstorgi. Þegar gengið var um Hafnartorg dró úr jólaandanum, þrátt fyrir jólaskreytingar. Það kom svo sem ekkert á óvart, enda er svæðinu almennt lýst sem köldu og fráhrindandi, sálarlausu og úr tengslum við sögulega byggð í Kvosinni. Niðurstöður nýlegrar könnunar[1] á umferð gangandi vegfarenda um Hafnartorg styðja þessa orðræðu, en þær sýna að fólk gangi fremur rösklega um svæðið og að varla sjái nokkur manneskja ástæðu til að dvelja þar, þó að ekki sé nema í stutta stund (sjá mynd 1). Mynd 1. Niðurstöður könnunar á umferð gangandi vegfarenda um Hafnartorg. Þrátt fyrir fögur fyrirheit er óhætt að segja að með skipulagi og uppbyggingu Hafnartorgs í þeirri mynd sem nú er - í hjarta miðborgar Reykjavíkur - hafi miklum verðmætum og einstöku tækifæri verið kastað á glæ. Vesturbugt – ákall í yfir 20 ár dugði ekki Með slíka niðurstöðu í farteskinu, voru sannarlega tækifæri til að gera betur í vesturenda gömlu Reykjavíkurhafnar, þ.e. í Vesturbugtinni. Einstakt svæði, þar sem sagan og menningin er við hvert fótmál, í nálægð við verðmæta byggð í gamla Vesturbænum. Í yfir 20 ár hafa íbúar og áhugafólk kallað eftir samtali við Reykjavíkurborg um framtíð svæðisins og á þeim tíma vakið athygli á mikilvægi þess og möguleikum með margvíslegum hætti. En Reykjavíkurborg hefur ekki viljað taka umræðuna og í Vesturbugtinni eru nú þegar hafnar framkvæmdir. Þar mun rísa dæmigerð randbyggð fjölbýlishúsa með uppbroti á hliðum, fjölbreyttum og marglitum klæðningum, gólfsíðum gluggum, flötum þökum, inndregnum eða utanáliggjandi svölum og svo framvegis (sjá mynd 2) – og að sjálfsögðu verður kaupverð íbúða í hærri kantinum. Allt saman kunnugleg stef. Staðarandi, tilfinningaleg tengsl fólks við sitt nærumhverfi, tilfinningin um að geta haft áhrif á sitt nærumhverfi og tengsl fólks við sögu og menningu – þetta er allt fótum troðið. Tilfellið er, að þrátt fyrir að við séum öll skynverur sprottnar úr náttúrunni með sálrænar þarfir og flókið tilfinningakerfi, komast þau sjónarmið lítið að í umræðunni - því miður. Mynd 2. Útlit væntanlegra bygginga í Vesturbugt skv. kynningu uppbyggingaraðila dags. 30. sept. 2025 . Sameiginlegt minni og staðartengsl Sameiginlegt minni (e. collective memory), þ.e. okkar sameiginlegu minningar, bindur okkur saman sem samfélag; mótar hver við erum, fyrir hvað við stöndum og hvernig við tengjumst. En þetta minni er ekki aðeins hugrænt fyrirbæri heldur binst það vísbendingum í umhverfinu órjúfanlegum böndum. Esjan, tilteknar byggingar, tiltekin starfsemi, eða jafnvel tilteknir ljósastaurar og trjágróður eru dæmi um slíkar vísbendingar sem hjálpa okkur að rifja upp, hjálpa okkur að muna, hjálpa okkur að upplifa okkar sameiginlegu sögu.[2] Umhverfið er því nokkurs konar lifandi sögu- og menningarleg „geymsla“[3] (sjá dæmi á mynd 3). Mynd 3. Dæmi um vísbendingar í Vesturbugt. Til vinstri: Núverandi dráttarbrautir á athafnasvæði Slippsins, sjór og land mætist með „mjúkum“ hætti, og Esjan í baksýn. Til hægri: Byggingar Stálsmiðjunnar, sem nú eru horfnar, endurspegluðu tiltekna athafnasögu og tiltekinn arkitektúr. Myndir: Greinarhöfundur og Ásta Olga Magnúsdóttir En vísbendingarnar tengjast ekki bara sameiginlegu minni okkar, heldur vekja þær jafnframt upp staðartengsl (e. place attachment), sem eru afar persónubundin og geta rist mjög djúpt í tilfinningalífi okkar. Vísbendingarnar eru því mikilvægar forsendur þess að við getum staðsett okkur tilfinningalega, og virka sem akkeri fyrir sálarlíf okkar, skapa fótfestu og öryggi.[4] Róttækt inngrip og staðleysa Í þessu ljósi felur þróun Hafnartorgs, Austurhafnar og Vesturbugtar ekki bara í sér að reistar séu byggingar. Hún felur líka í sér róttækt inngrip í umhverfi okkar, í raun og veru algera kúvendingu, þar sem vísbendingar hafa verið fjarlægðar og munu mögulega verða fjarlægðar umræðulaust (sbr. mynd 3). Þess vegna upplifir fjöldi fólks rof á tilfinningalegum tengslum og samhengi, sem aftur grefur undan félagslegri sjálfbærni. Umhverfið verður staðleysa (e. placelessness),[5] þ.e. merkingarsnautt umhverfi sem skortir tengsl við fortíð og samfélag – og gæti í raun risið hvar sem er (sjá mynd 4). Mynd 4. Tölvugerðar myndir úr kynningarefni Hafnartorgs , Austurhafnar og Vesturbugtar . „Breytilega viðmiðunarmeinið“: Þegar við venjumst staðleysu Þegar rætt er um Hafnartorg og Austurhöfn heyrist oft sú röksemd að núverandi byggingar séu betri en það sem áður var (s.s. bílastæði, bensínstöð og athafnasvæði hafnarinnar). En það er mikilvægt að halda því til haga að gagnrýnin gegnum tíðina hefur lítið snúist um hvort rétt hafi verið að byggja á þessum svæðum. Málið hefur miklu frekar snúist um hvernig staðið var að verki. Hið sama gildir um Vesturbugt; umræðan snýst ekki um uppbyggingu, heldur útfærslu (sjá mynd 5). Í útfærslunni skiptir öllu máli hvernig við meðhöndlum vísbendingarnar. Ef við hirðum ekki um þær, gengisfellum þær, fjarlægjum og/eða vannýtum tækifærin til að endurheimta þær, festum við í sessi sögulegt rof og hnignun umhverfisins. Að reisa staðleysu í stað þess að rækta sögulegt samhengi er ávísun á varanlega hnignun umhverfisins. Mynd 5. Uppbygging í Vesturbugt á ólíkum forsendum. Til vinstri: Fyrirhuguð byggð skv. kynningarefni uppbyggingaraðila dags. 30. sept. 2025 . Dæmigerð randbyggð án vísbendinga sem rýfur sögulegu samhengi. Til hægri: Möguleg útfærsla á sömu húsaröð, unnin í þverfaglegri vinnustofu Sögulegrar hafnar . Byggingarlag, efnisval og ásýnd látin endurspegla vísbendingar til að viðhalda sálrænum akkerum og samhengi byggðar. Mynd: Envalys Með tímanum munu nýjar kynslóðir tengjast þessum stöðum á nýjum forsendum. Þegar vísbendingum hefur verið eytt, munu kynslóðir framtíðarinnar líta á staðina öðrum augum, enda þekkja þau ekkert annað. Við erum hér að tala um „breytilega viðmiðunarmeinið“[6] (e. shifting baseline syndrome), sem lýsir því hvernig viðmið okkar og væntingar hliðrast til og lækka í takt við hnignun umhverfisins, einfaldlega vegna þess að upplýsingar um fortíðina hafa glatast.[7] Við samþykkjum nýjan veruleika vegna þess að við vitum ekki hverju var fórnað, og það er alvarlegasta afleiðing „breytilega viðmiðunarmeinsins“, því samþykkið eykur umburðarlyndi samfélagsins fyrir áframhaldandi umhverfishnignun[8] – þannig skapast vítahringur. Hér er mikilvægt að staldra við. Þótt viðmiðin breytist og við aðlögumst þessu nýja og menningarsögulega snauðara umhverfi, þá jafngildir það ekki því að sálrænu áhrif umhverfisins séu þau sömu og áður. Við megum ekki rugla saman aðlögunarhæfni manneskjunnar og gæðum umhverfis. Hæfnin til að sætta sig við staðleysu er vitnisburður um einstakan sveigjanleika manneskjunnar, en hún er varnarviðbragð – ekki gæðastimpill á umhverfið. Þessi aðlögun má aldrei verða afsökun fyrir skeytingarleysi skipulagsyfirvalda eða réttlæting fyrir því að skipuleggja og hanna hið byggða umhverfi án þess að huga að sálfræðilegum afleiðingum. Sálfræðilegt mat áætlana er sjálfsögð krafa Menning og saga borgarinnar eiga verulega undir högg að sækja; niðurrif er mikið og borgarlandslagið hefur tekið stakkaskiptum á örfáum árum. Sálrænir þættir eru meðhöndlaðir með yfirborðslegum hætti, og það er sannarlega tímabært að skipulagsyfirvöld í Reykjavík, og víðar, fari að vega þá með markvissum og vísindalegum hætti inn í sína stefnu og vinnu. Við eigum að gera kröfu um að sálfræðilegt mat verði jafn sjálfsagður hluti skipulagsgerðar og umhverfismat. Það er hreint bráðnauðsynlegt að yfirvöld taki að viðurkenna að andleg velferð okkar, sjálfsmynd og söguleg tengsl eiga að vera forsendur uppbyggingar – en ekki valkvætt aukaatriði. Höfundur er doktor í umhverfissálfræði [1] Jóna G. Kristins. (2023). Dagsljós í stækkandi borgarlandslagi á 64°N. [BS-verkefni]. Landbúnaðarháskóli Íslands. https://shorturl.at/VttIN [2] Rossi, A. (1984). Architecture and the City. Cambridge: MIT Press. [3] Lynch, K. (1960). The Image of the City. Cambridge: MIT Press. [4] Scannell, L., og Gifford, R. (2010). Defining place attachment: A tripartite organizing framework. Journal of Environmental Psychology, 30(1), 1-10 [5] Relph, E. (1976). Place and Placelessness. London: Pion [6] David Attenborough (2020). Líf á jörðinni okkar. Vitnisburður minn og framtíðarsýn (bls. 85). Reykjavík: Ugla [7] Soga, M., og Gaston, K. J. (2018). Shifting baseline syndrome: Causes, consequences, and implications. Frontiers in Ecology and the Environment, 16(4), 222-230. [8] Ibid. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skipulag Reykjavík Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Á öðrum degi jóla ákvað ég eins og stundum áður að leggja leið mína niður í miðbæ Reykjavíkur. Þar var reytingur af fólki og andrúmsloftið hið ágætasta. Léttleiki á Laugavegi og stemning á Skólavörðustíg, jólaljósin loguðu fallega á Austurvelli og fólk skemmti sér á skautum á Ingólfstorgi. Þegar gengið var um Hafnartorg dró úr jólaandanum, þrátt fyrir jólaskreytingar. Það kom svo sem ekkert á óvart, enda er svæðinu almennt lýst sem köldu og fráhrindandi, sálarlausu og úr tengslum við sögulega byggð í Kvosinni. Niðurstöður nýlegrar könnunar[1] á umferð gangandi vegfarenda um Hafnartorg styðja þessa orðræðu, en þær sýna að fólk gangi fremur rösklega um svæðið og að varla sjái nokkur manneskja ástæðu til að dvelja þar, þó að ekki sé nema í stutta stund (sjá mynd 1). Mynd 1. Niðurstöður könnunar á umferð gangandi vegfarenda um Hafnartorg. Þrátt fyrir fögur fyrirheit er óhætt að segja að með skipulagi og uppbyggingu Hafnartorgs í þeirri mynd sem nú er - í hjarta miðborgar Reykjavíkur - hafi miklum verðmætum og einstöku tækifæri verið kastað á glæ. Vesturbugt – ákall í yfir 20 ár dugði ekki Með slíka niðurstöðu í farteskinu, voru sannarlega tækifæri til að gera betur í vesturenda gömlu Reykjavíkurhafnar, þ.e. í Vesturbugtinni. Einstakt svæði, þar sem sagan og menningin er við hvert fótmál, í nálægð við verðmæta byggð í gamla Vesturbænum. Í yfir 20 ár hafa íbúar og áhugafólk kallað eftir samtali við Reykjavíkurborg um framtíð svæðisins og á þeim tíma vakið athygli á mikilvægi þess og möguleikum með margvíslegum hætti. En Reykjavíkurborg hefur ekki viljað taka umræðuna og í Vesturbugtinni eru nú þegar hafnar framkvæmdir. Þar mun rísa dæmigerð randbyggð fjölbýlishúsa með uppbroti á hliðum, fjölbreyttum og marglitum klæðningum, gólfsíðum gluggum, flötum þökum, inndregnum eða utanáliggjandi svölum og svo framvegis (sjá mynd 2) – og að sjálfsögðu verður kaupverð íbúða í hærri kantinum. Allt saman kunnugleg stef. Staðarandi, tilfinningaleg tengsl fólks við sitt nærumhverfi, tilfinningin um að geta haft áhrif á sitt nærumhverfi og tengsl fólks við sögu og menningu – þetta er allt fótum troðið. Tilfellið er, að þrátt fyrir að við séum öll skynverur sprottnar úr náttúrunni með sálrænar þarfir og flókið tilfinningakerfi, komast þau sjónarmið lítið að í umræðunni - því miður. Mynd 2. Útlit væntanlegra bygginga í Vesturbugt skv. kynningu uppbyggingaraðila dags. 30. sept. 2025 . Sameiginlegt minni og staðartengsl Sameiginlegt minni (e. collective memory), þ.e. okkar sameiginlegu minningar, bindur okkur saman sem samfélag; mótar hver við erum, fyrir hvað við stöndum og hvernig við tengjumst. En þetta minni er ekki aðeins hugrænt fyrirbæri heldur binst það vísbendingum í umhverfinu órjúfanlegum böndum. Esjan, tilteknar byggingar, tiltekin starfsemi, eða jafnvel tilteknir ljósastaurar og trjágróður eru dæmi um slíkar vísbendingar sem hjálpa okkur að rifja upp, hjálpa okkur að muna, hjálpa okkur að upplifa okkar sameiginlegu sögu.[2] Umhverfið er því nokkurs konar lifandi sögu- og menningarleg „geymsla“[3] (sjá dæmi á mynd 3). Mynd 3. Dæmi um vísbendingar í Vesturbugt. Til vinstri: Núverandi dráttarbrautir á athafnasvæði Slippsins, sjór og land mætist með „mjúkum“ hætti, og Esjan í baksýn. Til hægri: Byggingar Stálsmiðjunnar, sem nú eru horfnar, endurspegluðu tiltekna athafnasögu og tiltekinn arkitektúr. Myndir: Greinarhöfundur og Ásta Olga Magnúsdóttir En vísbendingarnar tengjast ekki bara sameiginlegu minni okkar, heldur vekja þær jafnframt upp staðartengsl (e. place attachment), sem eru afar persónubundin og geta rist mjög djúpt í tilfinningalífi okkar. Vísbendingarnar eru því mikilvægar forsendur þess að við getum staðsett okkur tilfinningalega, og virka sem akkeri fyrir sálarlíf okkar, skapa fótfestu og öryggi.[4] Róttækt inngrip og staðleysa Í þessu ljósi felur þróun Hafnartorgs, Austurhafnar og Vesturbugtar ekki bara í sér að reistar séu byggingar. Hún felur líka í sér róttækt inngrip í umhverfi okkar, í raun og veru algera kúvendingu, þar sem vísbendingar hafa verið fjarlægðar og munu mögulega verða fjarlægðar umræðulaust (sbr. mynd 3). Þess vegna upplifir fjöldi fólks rof á tilfinningalegum tengslum og samhengi, sem aftur grefur undan félagslegri sjálfbærni. Umhverfið verður staðleysa (e. placelessness),[5] þ.e. merkingarsnautt umhverfi sem skortir tengsl við fortíð og samfélag – og gæti í raun risið hvar sem er (sjá mynd 4). Mynd 4. Tölvugerðar myndir úr kynningarefni Hafnartorgs , Austurhafnar og Vesturbugtar . „Breytilega viðmiðunarmeinið“: Þegar við venjumst staðleysu Þegar rætt er um Hafnartorg og Austurhöfn heyrist oft sú röksemd að núverandi byggingar séu betri en það sem áður var (s.s. bílastæði, bensínstöð og athafnasvæði hafnarinnar). En það er mikilvægt að halda því til haga að gagnrýnin gegnum tíðina hefur lítið snúist um hvort rétt hafi verið að byggja á þessum svæðum. Málið hefur miklu frekar snúist um hvernig staðið var að verki. Hið sama gildir um Vesturbugt; umræðan snýst ekki um uppbyggingu, heldur útfærslu (sjá mynd 5). Í útfærslunni skiptir öllu máli hvernig við meðhöndlum vísbendingarnar. Ef við hirðum ekki um þær, gengisfellum þær, fjarlægjum og/eða vannýtum tækifærin til að endurheimta þær, festum við í sessi sögulegt rof og hnignun umhverfisins. Að reisa staðleysu í stað þess að rækta sögulegt samhengi er ávísun á varanlega hnignun umhverfisins. Mynd 5. Uppbygging í Vesturbugt á ólíkum forsendum. Til vinstri: Fyrirhuguð byggð skv. kynningarefni uppbyggingaraðila dags. 30. sept. 2025 . Dæmigerð randbyggð án vísbendinga sem rýfur sögulegu samhengi. Til hægri: Möguleg útfærsla á sömu húsaröð, unnin í þverfaglegri vinnustofu Sögulegrar hafnar . Byggingarlag, efnisval og ásýnd látin endurspegla vísbendingar til að viðhalda sálrænum akkerum og samhengi byggðar. Mynd: Envalys Með tímanum munu nýjar kynslóðir tengjast þessum stöðum á nýjum forsendum. Þegar vísbendingum hefur verið eytt, munu kynslóðir framtíðarinnar líta á staðina öðrum augum, enda þekkja þau ekkert annað. Við erum hér að tala um „breytilega viðmiðunarmeinið“[6] (e. shifting baseline syndrome), sem lýsir því hvernig viðmið okkar og væntingar hliðrast til og lækka í takt við hnignun umhverfisins, einfaldlega vegna þess að upplýsingar um fortíðina hafa glatast.[7] Við samþykkjum nýjan veruleika vegna þess að við vitum ekki hverju var fórnað, og það er alvarlegasta afleiðing „breytilega viðmiðunarmeinsins“, því samþykkið eykur umburðarlyndi samfélagsins fyrir áframhaldandi umhverfishnignun[8] – þannig skapast vítahringur. Hér er mikilvægt að staldra við. Þótt viðmiðin breytist og við aðlögumst þessu nýja og menningarsögulega snauðara umhverfi, þá jafngildir það ekki því að sálrænu áhrif umhverfisins séu þau sömu og áður. Við megum ekki rugla saman aðlögunarhæfni manneskjunnar og gæðum umhverfis. Hæfnin til að sætta sig við staðleysu er vitnisburður um einstakan sveigjanleika manneskjunnar, en hún er varnarviðbragð – ekki gæðastimpill á umhverfið. Þessi aðlögun má aldrei verða afsökun fyrir skeytingarleysi skipulagsyfirvalda eða réttlæting fyrir því að skipuleggja og hanna hið byggða umhverfi án þess að huga að sálfræðilegum afleiðingum. Sálfræðilegt mat áætlana er sjálfsögð krafa Menning og saga borgarinnar eiga verulega undir högg að sækja; niðurrif er mikið og borgarlandslagið hefur tekið stakkaskiptum á örfáum árum. Sálrænir þættir eru meðhöndlaðir með yfirborðslegum hætti, og það er sannarlega tímabært að skipulagsyfirvöld í Reykjavík, og víðar, fari að vega þá með markvissum og vísindalegum hætti inn í sína stefnu og vinnu. Við eigum að gera kröfu um að sálfræðilegt mat verði jafn sjálfsagður hluti skipulagsgerðar og umhverfismat. Það er hreint bráðnauðsynlegt að yfirvöld taki að viðurkenna að andleg velferð okkar, sjálfsmynd og söguleg tengsl eiga að vera forsendur uppbyggingar – en ekki valkvætt aukaatriði. Höfundur er doktor í umhverfissálfræði [1] Jóna G. Kristins. (2023). Dagsljós í stækkandi borgarlandslagi á 64°N. [BS-verkefni]. Landbúnaðarháskóli Íslands. https://shorturl.at/VttIN [2] Rossi, A. (1984). Architecture and the City. Cambridge: MIT Press. [3] Lynch, K. (1960). The Image of the City. Cambridge: MIT Press. [4] Scannell, L., og Gifford, R. (2010). Defining place attachment: A tripartite organizing framework. Journal of Environmental Psychology, 30(1), 1-10 [5] Relph, E. (1976). Place and Placelessness. London: Pion [6] David Attenborough (2020). Líf á jörðinni okkar. Vitnisburður minn og framtíðarsýn (bls. 85). Reykjavík: Ugla [7] Soga, M., og Gaston, K. J. (2018). Shifting baseline syndrome: Causes, consequences, and implications. Frontiers in Ecology and the Environment, 16(4), 222-230. [8] Ibid.
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun