Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Smári Jökull Jónsson skrifar 12. janúar 2026 13:12 Inga Sæland mennta- og barnamálaráðherra og Auður Soffíu Björgvinsdóttir aðjúnkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Vísir/Vilhelm/HÍ Aðjúnkt við menntavísindasvið Háskóla Íslands biðlar til nýs menntamálaráðherra að gerðar séu rannsóknir sem sýni hvað sé nákvæmlega í gangi í lestrarkennslu í íslenskum grunnskólum. Upphrópanir hjálpi engum. Orð Ingu Sæland, nýs mennta- og barnamálaráðherra, um lestrarkennslu hafa fengið gagnrýni úr röðum kennara. Sagði Inga kerfið hafa brugðist börnum landsins og byrjendalæsisstefnan orsakað að hér á landi sé helmingur drengja nánast ólæs við útskrift úr grunnskóla. Í hópum kennara á Facebook eru orð Ingu sögð skammarleg og hún gagnrýnd fyrir að þekkja ekki nægilega vel til læsismála. Þá sagði formaður Kennarasambandsins um helgina að ekki væri hægt að leysa vandann með einu handtaki. Auður Soffíu Björgvinsdóttir, aðjúnkt á Menntavísindasviði Háskóla Íslands segir það stór orð hjá ráðherra að segja svo marga vera ólæsa. Ólæsi og skortur á lestrarfærni sé ekki það sama. „Ég held að það sé alveg á hreinu að við verðum að fara að lyfta væntingum. Við getum ekki bara haldið áfram að segja strákum endalaust að þeir séu ólæsir, það er bara ekki rétt. Hins vegar er alveg rétt að við þurfum að bæta úr mörgu varðandi lestrarkennslu hér á landi. Við getum alveg gert betur, svo sannarlega.“ Byrjendalæsi sé síður en svo eina kennsluaðferðin sem notuð sé við lestrarkennslu í skólum landsins. „Það er svo lítið utanumhald um gögn varðandi skóla og menntun á Íslandi. Það er rosalega margt sem við vitum ekki. Það er kannski um helmingur skóla sem hefur tekið námskeið í Byrjendalæsi og innleitt stefnuna en hvað nákvæmlega eru þeir að gera? Eru þeir að fylgja henni eins og lagt er með frá þeim sem búa til stefnuna í upphafi?“ segir Auður og bætir við að skólar blandi saman ólíkum aðferðum. „Nota að einhverju leyti Byrjendalæsi og að einhverju leyti hljóðaaðferð. Það er líka mikil einföldun því það er til meira en ein hljóðaaðferð.“ Hægt að nýta erlendar rannsóknir Yfirsýn skorti um hvað skólarnir séu að gera. „Það er einmitt það sem að ég líka er að reyna að benda á, að við bara vitum ekki nógu vel hvað verið er að kenna vegna þess að maður getur skrifað í læsisstefnu skólans og það er hægt að tilkynna að við notum þessa aðferð og við notum hina aðferðina. En hvað er í raun, hvað er í raunverulega gangi inni í kennslustofunni? Það vitum við bara alveg sáralítið um.“ Ólíkar kennsluaðferðir henti mismunandi nemendahópum misvel. „Við getum alveg skoðað erlendar rannsóknir um hvað virkar. Ég vísaði í það [í færslu á Facebook] þar sem er verið að skoða mun á samvirkum kennsluaðferðum, sem Byrjendalæsi fellur undir, og svo þessar markvissu og skipulögðu hljóðaaðferðir. Við getum alveg nýtt okkur þetta.“ Þá sé verið að bregðast nemendum Þá þurfi að staldra við aðkomu heimilanna að lestrarkennslu. Þau skipti gríðarlega miklu máli en börn komi með mismikið að borðinu þegar þau mæta í 1. bekk. „Það fer eftir því hvaða málörvun og hvaða stuðning þau hafa fengið heima hjá sér og úr hvaða umhverfi þau koma. Ef við ætlum að láta skólann verða jöfnunartæki, sem er talað um á tyllidögum, þá verðum við að tryggja að allir nemendur fái gæðakennslu í skólanum vegna þess að ef við ætlumst til þess að foreldrar sinni þjálfun þá verður það að vera á hreinu að foreldrarnir ráði við það.“ Alltaf eigi að eiga samtal við heimilin og styðja foreldrana í að styðja börnin sín. „Við erum til dæmis bara með fjöldan allan af fólki sem talar ekki íslensku en ætlumst til þess að þeir séu að styðja við lestur barnanna sinna á íslensku. Við þurfum eitthvað aðeins að endurskoða þetta.“ Ekki hægt að draga ályktun út frá Kveikjum neistann Á Sprengisandi á Bylgjunni í gær talaði Inga Sæland sérstaklega um verkefnið Kveikjum neistann í Vestmannaeyjum. Það er þróunarverkefni og menntarannsókn sem tekin var upp í Eyjum haustið 2021. Auður sagði erfitt að leggja mat á það verkefni. „Ég hef ítrekað bent á að það hafa ekki verið notaðir sömu mælikvarðar þar og annars staðar og við getum ekki borið saman árangur heilt yfir. Það er margt sem ég get verið algjörlega sammála, til dæmis að við eigum að nota skipulaga og markvisst upphafs- og hljóðaaðferð og að leggja eigi mesta áherslu á lestrarkennslu í fyrsta bekk svo allir fái undirstöðufærni,“ Um sé að ræða lítinn hóp og þá hafi gríðarlegir fjármunir verið settir í verkefnð. Frábært sé að samfélagið hafi lagst á eitt en ekki sé hægt að draga ályktun af þessu verkefni. „Það er ekki hægt að ákveða þetta bara einhliða yfir allt landið. Það gildir það sama um verkefnið í Vestmannaeyjum eins og Byrjendalæsi eða skóla sem kenna sig við einhvers konar hljóðaaðferð. Við verðum að ganga úr skugga um hvað nákvæmlega er að eiga sér stað og gera almennilegar samanburðarrannsóknir sem lúta reglum og lögmálum sem slíkar rannsóknir eiga að gera. Þetta tekur lengri tíma og það er ekki hægt að kasta þessu svona fram.“ Biðlar til ráðherra Ekki sé hægt að halda því fram að staðan sé einhverri ákveðinni kennsluaðferð að kenna. Mikið sé til af rannsóknum sem sýni hvað virki en skoða þurfi útkomu í íslenskum raunveruleika. „Þannig að ég eiginlega bara að biðla til nýs menntamálaráðherra að við stefnum að því að það séu gerðar vandaðar og góðar rannsóknir til að reyna að varpa ljósi á nákvæmlega hvað sé í gangi í lestrarkennslu í íslenskum grunnskólum. Svo styðja við kennara í að nota aðferðir sem að við höfum séð að eru árangursríkar.“ „Í rauninni ganga í takt. Svona, upphrópanir hjálpa engum og setja fólk bara í vörn.“ Skóla- og menntamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Grunnskólar Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Orð Ingu Sæland, nýs mennta- og barnamálaráðherra, um lestrarkennslu hafa fengið gagnrýni úr röðum kennara. Sagði Inga kerfið hafa brugðist börnum landsins og byrjendalæsisstefnan orsakað að hér á landi sé helmingur drengja nánast ólæs við útskrift úr grunnskóla. Í hópum kennara á Facebook eru orð Ingu sögð skammarleg og hún gagnrýnd fyrir að þekkja ekki nægilega vel til læsismála. Þá sagði formaður Kennarasambandsins um helgina að ekki væri hægt að leysa vandann með einu handtaki. Auður Soffíu Björgvinsdóttir, aðjúnkt á Menntavísindasviði Háskóla Íslands segir það stór orð hjá ráðherra að segja svo marga vera ólæsa. Ólæsi og skortur á lestrarfærni sé ekki það sama. „Ég held að það sé alveg á hreinu að við verðum að fara að lyfta væntingum. Við getum ekki bara haldið áfram að segja strákum endalaust að þeir séu ólæsir, það er bara ekki rétt. Hins vegar er alveg rétt að við þurfum að bæta úr mörgu varðandi lestrarkennslu hér á landi. Við getum alveg gert betur, svo sannarlega.“ Byrjendalæsi sé síður en svo eina kennsluaðferðin sem notuð sé við lestrarkennslu í skólum landsins. „Það er svo lítið utanumhald um gögn varðandi skóla og menntun á Íslandi. Það er rosalega margt sem við vitum ekki. Það er kannski um helmingur skóla sem hefur tekið námskeið í Byrjendalæsi og innleitt stefnuna en hvað nákvæmlega eru þeir að gera? Eru þeir að fylgja henni eins og lagt er með frá þeim sem búa til stefnuna í upphafi?“ segir Auður og bætir við að skólar blandi saman ólíkum aðferðum. „Nota að einhverju leyti Byrjendalæsi og að einhverju leyti hljóðaaðferð. Það er líka mikil einföldun því það er til meira en ein hljóðaaðferð.“ Hægt að nýta erlendar rannsóknir Yfirsýn skorti um hvað skólarnir séu að gera. „Það er einmitt það sem að ég líka er að reyna að benda á, að við bara vitum ekki nógu vel hvað verið er að kenna vegna þess að maður getur skrifað í læsisstefnu skólans og það er hægt að tilkynna að við notum þessa aðferð og við notum hina aðferðina. En hvað er í raun, hvað er í raunverulega gangi inni í kennslustofunni? Það vitum við bara alveg sáralítið um.“ Ólíkar kennsluaðferðir henti mismunandi nemendahópum misvel. „Við getum alveg skoðað erlendar rannsóknir um hvað virkar. Ég vísaði í það [í færslu á Facebook] þar sem er verið að skoða mun á samvirkum kennsluaðferðum, sem Byrjendalæsi fellur undir, og svo þessar markvissu og skipulögðu hljóðaaðferðir. Við getum alveg nýtt okkur þetta.“ Þá sé verið að bregðast nemendum Þá þurfi að staldra við aðkomu heimilanna að lestrarkennslu. Þau skipti gríðarlega miklu máli en börn komi með mismikið að borðinu þegar þau mæta í 1. bekk. „Það fer eftir því hvaða málörvun og hvaða stuðning þau hafa fengið heima hjá sér og úr hvaða umhverfi þau koma. Ef við ætlum að láta skólann verða jöfnunartæki, sem er talað um á tyllidögum, þá verðum við að tryggja að allir nemendur fái gæðakennslu í skólanum vegna þess að ef við ætlumst til þess að foreldrar sinni þjálfun þá verður það að vera á hreinu að foreldrarnir ráði við það.“ Alltaf eigi að eiga samtal við heimilin og styðja foreldrana í að styðja börnin sín. „Við erum til dæmis bara með fjöldan allan af fólki sem talar ekki íslensku en ætlumst til þess að þeir séu að styðja við lestur barnanna sinna á íslensku. Við þurfum eitthvað aðeins að endurskoða þetta.“ Ekki hægt að draga ályktun út frá Kveikjum neistann Á Sprengisandi á Bylgjunni í gær talaði Inga Sæland sérstaklega um verkefnið Kveikjum neistann í Vestmannaeyjum. Það er þróunarverkefni og menntarannsókn sem tekin var upp í Eyjum haustið 2021. Auður sagði erfitt að leggja mat á það verkefni. „Ég hef ítrekað bent á að það hafa ekki verið notaðir sömu mælikvarðar þar og annars staðar og við getum ekki borið saman árangur heilt yfir. Það er margt sem ég get verið algjörlega sammála, til dæmis að við eigum að nota skipulaga og markvisst upphafs- og hljóðaaðferð og að leggja eigi mesta áherslu á lestrarkennslu í fyrsta bekk svo allir fái undirstöðufærni,“ Um sé að ræða lítinn hóp og þá hafi gríðarlegir fjármunir verið settir í verkefnð. Frábært sé að samfélagið hafi lagst á eitt en ekki sé hægt að draga ályktun af þessu verkefni. „Það er ekki hægt að ákveða þetta bara einhliða yfir allt landið. Það gildir það sama um verkefnið í Vestmannaeyjum eins og Byrjendalæsi eða skóla sem kenna sig við einhvers konar hljóðaaðferð. Við verðum að ganga úr skugga um hvað nákvæmlega er að eiga sér stað og gera almennilegar samanburðarrannsóknir sem lúta reglum og lögmálum sem slíkar rannsóknir eiga að gera. Þetta tekur lengri tíma og það er ekki hægt að kasta þessu svona fram.“ Biðlar til ráðherra Ekki sé hægt að halda því fram að staðan sé einhverri ákveðinni kennsluaðferð að kenna. Mikið sé til af rannsóknum sem sýni hvað virki en skoða þurfi útkomu í íslenskum raunveruleika. „Þannig að ég eiginlega bara að biðla til nýs menntamálaráðherra að við stefnum að því að það séu gerðar vandaðar og góðar rannsóknir til að reyna að varpa ljósi á nákvæmlega hvað sé í gangi í lestrarkennslu í íslenskum grunnskólum. Svo styðja við kennara í að nota aðferðir sem að við höfum séð að eru árangursríkar.“ „Í rauninni ganga í takt. Svona, upphrópanir hjálpa engum og setja fólk bara í vörn.“
Skóla- og menntamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Grunnskólar Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira