Tíska og hönnun

Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Hailey Bieber hefur vakið athygli fyrir samstarfsverkefni sitt við nærfatarisann Victoria's Secret.
Hailey Bieber hefur vakið athygli fyrir samstarfsverkefni sitt við nærfatarisann Victoria's Secret. Adrienne Raquel, Victoria's Secret

Athafnakonan, fyrirsætan og ofuráhrifavaldurinn Hailey Bieber er komin með vængi. Ástæðan er sú að hún situr fyrir í nýjustu auglýsingaherferð nærfatarisans Victoria's Secret en fyrirsætur þeirra eru gjarnan kallaðar englar. 

Hailey Bieber hefur notið gríðarlegrar velgengni í förðunarbransanum og sömuleiðis fylgjast hundruðir milljóna með henni og eiginmanni hennar tónlistarmanninum Justin Bieber á samfélagsmiðlum. 

Hún er andlit þessarar nýjustu herferðar Victoria's Secret sem einblínir á Valentínusardaginn og er rómantíkin allsráðandi þar sem frú Bieber situr ögrandi fyrir í svörtum þveng og sokkaböndum, rauðum blúndunærfötum og bleikri samfellu. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.