Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Samúel Karl Ólason skrifar 13. janúar 2026 21:16 Fyrstu tilfelli Havana-heilkennisins fundust í sendiráði Bandaríkjanna á Kúbu árið 2016. Getty/Yander Zamora Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur í rúmt ár gert tilraunir á tæki sem gæti hafa verið notað til að framkalla Havana-heilkennið svokallaða. Bandarískir njósnarar eru sagðir hafa keypt tækið í leynilegri aðgerð fyrir milljónir dala í lok ríkisstjórnar Joes Biden en menn munu ekki vera sammála um hvort það virki eða tengist heilkenninu. Havana-heilkennið vísar til veikinda og óútskýrðra heilbrigðisvandamála sem bandarískir og kanadískir embættismenn og erindrekar hafa kvartað yfir á undanförnum árum. Heyrnartap, ógleði, svimi og miklir höfuðverkir eru meðal þess sem fólk hefur fundið fyrir en fyrstu tilfellin greindust í sendiráði Bandaríkjanna í Havana á Kúbu, seint árið 2016. Síðan þá hafa rúmlega hundrað manns frá Bandaríkjunum og Kanada víðs vegar um heiminn sagst hafa fundið fyrir sömu einkennum. Margir þeirra eru sérfræðingar í málefnum Rússlands eða í viðkvæmum stöðum innan stjórnvalda Bandaríkjanna. Mikil veikindi og víða Í einhverjum tilfellum hafa fylgikvillar þessara veikinda verið mjög miklir, svo miklir að fólk hefur þurft að setjast í helgan stein og getur ekki átt hefðbundið líf án aðstoðar. Árið 2024 bendluðu blaðamenn nokkurra miðla leynilega sveit rússneskra njósnara við heilkennið. Sú sveit kallaðist Unit 29155. Blaðamenn 60 Mínútna og rússneska útlagamiðilsins Insider komu höndum yfir gögn sem þeir segja að hafi bent til þess að meðlimir sveitarinnar hafi gert tilraunir með vopn sem átti að geta valdið veikindum með því að senda út örbylgjur. Sjá einnig: Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa aldrei staðfest að vopni hafi verið beitt gegn þessu fólki. Því hefur verið haldið fram að Havana-heilkennið sé einhvers konar fjöldamóðursýki en formleg niðurstaða rannsóknar innan leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna er að engar útskýringar hafi fundist á heilkenninu. Í skýrslu sem unnin var vegna rannsóknarinnar kom fram að ein möguleg útskýring á þessum veikindum væru örbylgjur. Fólk sem talið er mögulega þjást af Havana-heilkenninu hefur lýst því hvernig það hafi fundið fyrir einhvers konar höggi og að það hafi misst heyrnina, eins og sprengja hafi sprungið nærri þeim. Í kjölfarið hafi fylgt sterkur höfuðverkur. Ekki sammála um virknina Nú segir CNN frá því að Bandaríkjamenn hafi keypt vopn sem mun mögulega hafa verið notað til að framkalla heilkennið. Tæki þetta kemst víst fyrir í bakpoka og framleiðir sérstakar bylgjur, samkvæmt heimildarmönnum miðilsins. Samkvæmt þeim er tækið ekki upprunalega frá Rússlandi en inniheldur íhluti þaðan. Tækið er enn til rannsóknar og samkvæmt CNN eru menn innan varnarmálaráðuneytisins ekki sammála um það hvort tækið virki eða hvort þeir hafi borgað fúlgur fjár fyrir ekki neitt. Ef vopnið meinta sem er til rannsóknar virkar sem skildi, þá óttast Bandaríkjamenn að það sé komið í dreifingu um heiminn. Fleiri ríki og óvinveittir aðilar hafi komið höndum yfir vopn sem gæti verið notað til að skaða verulega bandaríska embættismenn og aðra. Vill afsökunarbeiðni Niðurstaða rannsóknar sem lauk árið 2023 var að ekki væri hægt að bendla óvinveitta aðila við Havana-heilkennið og ólíklegt væri að utanaðkomandi aðilar hefðu valdið þeim veikindum sem áðurnefnt fólk hefur kvartað yfir. það var enn ráðandi skoðun leyniþjónustusamfélagsins í upphafi 2025. Í yfirlýsingu til CNN sagði Marc Polymeropoulos, fyrrverandi starfsmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) og einn þeirra fyrstu sem stigu opinberlega fram og kvörtuðu yfir Havana-heilkenninu, að ef fregnirnar af þessu vopni væru rættar, skulduðu yfirvöld Bandaríkjanna og sérstaklega leiðtogar CIA öllum fórnarlömbunum opinbera afsökunarbeiðni yfir því hvernig búið væri að koma fram við þau. Mark S. Zaid hefur starfað sem lögmaður fólks sem veikst hefur af Havana-heilkenninu. Hann segir þingið þurfa að rannsaka málið. New full analytic review is now warranted. Congress should investigare @CIA malfeasance & those who hid truth need to be held accountable, especially given one of my clients died. This all also explains why Biden NSC told some of my clients in 2024 that they believed them.— Mark S. Zaid (@MarkSZaidEsq) January 13, 2026 Bandaríkin Rússland Kúba Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira
Havana-heilkennið vísar til veikinda og óútskýrðra heilbrigðisvandamála sem bandarískir og kanadískir embættismenn og erindrekar hafa kvartað yfir á undanförnum árum. Heyrnartap, ógleði, svimi og miklir höfuðverkir eru meðal þess sem fólk hefur fundið fyrir en fyrstu tilfellin greindust í sendiráði Bandaríkjanna í Havana á Kúbu, seint árið 2016. Síðan þá hafa rúmlega hundrað manns frá Bandaríkjunum og Kanada víðs vegar um heiminn sagst hafa fundið fyrir sömu einkennum. Margir þeirra eru sérfræðingar í málefnum Rússlands eða í viðkvæmum stöðum innan stjórnvalda Bandaríkjanna. Mikil veikindi og víða Í einhverjum tilfellum hafa fylgikvillar þessara veikinda verið mjög miklir, svo miklir að fólk hefur þurft að setjast í helgan stein og getur ekki átt hefðbundið líf án aðstoðar. Árið 2024 bendluðu blaðamenn nokkurra miðla leynilega sveit rússneskra njósnara við heilkennið. Sú sveit kallaðist Unit 29155. Blaðamenn 60 Mínútna og rússneska útlagamiðilsins Insider komu höndum yfir gögn sem þeir segja að hafi bent til þess að meðlimir sveitarinnar hafi gert tilraunir með vopn sem átti að geta valdið veikindum með því að senda út örbylgjur. Sjá einnig: Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa aldrei staðfest að vopni hafi verið beitt gegn þessu fólki. Því hefur verið haldið fram að Havana-heilkennið sé einhvers konar fjöldamóðursýki en formleg niðurstaða rannsóknar innan leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna er að engar útskýringar hafi fundist á heilkenninu. Í skýrslu sem unnin var vegna rannsóknarinnar kom fram að ein möguleg útskýring á þessum veikindum væru örbylgjur. Fólk sem talið er mögulega þjást af Havana-heilkenninu hefur lýst því hvernig það hafi fundið fyrir einhvers konar höggi og að það hafi misst heyrnina, eins og sprengja hafi sprungið nærri þeim. Í kjölfarið hafi fylgt sterkur höfuðverkur. Ekki sammála um virknina Nú segir CNN frá því að Bandaríkjamenn hafi keypt vopn sem mun mögulega hafa verið notað til að framkalla heilkennið. Tæki þetta kemst víst fyrir í bakpoka og framleiðir sérstakar bylgjur, samkvæmt heimildarmönnum miðilsins. Samkvæmt þeim er tækið ekki upprunalega frá Rússlandi en inniheldur íhluti þaðan. Tækið er enn til rannsóknar og samkvæmt CNN eru menn innan varnarmálaráðuneytisins ekki sammála um það hvort tækið virki eða hvort þeir hafi borgað fúlgur fjár fyrir ekki neitt. Ef vopnið meinta sem er til rannsóknar virkar sem skildi, þá óttast Bandaríkjamenn að það sé komið í dreifingu um heiminn. Fleiri ríki og óvinveittir aðilar hafi komið höndum yfir vopn sem gæti verið notað til að skaða verulega bandaríska embættismenn og aðra. Vill afsökunarbeiðni Niðurstaða rannsóknar sem lauk árið 2023 var að ekki væri hægt að bendla óvinveitta aðila við Havana-heilkennið og ólíklegt væri að utanaðkomandi aðilar hefðu valdið þeim veikindum sem áðurnefnt fólk hefur kvartað yfir. það var enn ráðandi skoðun leyniþjónustusamfélagsins í upphafi 2025. Í yfirlýsingu til CNN sagði Marc Polymeropoulos, fyrrverandi starfsmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) og einn þeirra fyrstu sem stigu opinberlega fram og kvörtuðu yfir Havana-heilkenninu, að ef fregnirnar af þessu vopni væru rættar, skulduðu yfirvöld Bandaríkjanna og sérstaklega leiðtogar CIA öllum fórnarlömbunum opinbera afsökunarbeiðni yfir því hvernig búið væri að koma fram við þau. Mark S. Zaid hefur starfað sem lögmaður fólks sem veikst hefur af Havana-heilkenninu. Hann segir þingið þurfa að rannsaka málið. New full analytic review is now warranted. Congress should investigare @CIA malfeasance & those who hid truth need to be held accountable, especially given one of my clients died. This all also explains why Biden NSC told some of my clients in 2024 that they believed them.— Mark S. Zaid (@MarkSZaidEsq) January 13, 2026
Bandaríkin Rússland Kúba Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira