Skoðun

Al­vöru að­för að einka­bílnum

Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar

Að bæta við akreinum til að laga umferð í Reykjavík er eins og að kaupa sér stærri buxur til þess að til að léttast. Þegar við breikkum vegi hugsum við: „Meira pláss, minni umferð.“ En umferð virkar ekki þannig. Hún er ekki vatn í rörum. Hún er fólk.

Helsta ástæða fyrir töfum í umferð eru gatnamótum, aðreinar ásamt mannlegri hegðun (vitleysingunum sem kunna ekki að keyra eða voru ekki að fylgjast með). Fleiri akgreinar hafa engin áhrif á þessa þætti.

Stóra, stóra, stóra málið í þessu öllu er að akgreinar fyrir einkabíla eru óskilvirkar.

Ein akrein fyrir einkabíla:

Um 1.800 bílar á klst

Meðaltal í bíl: 1,1 manneskja

um 2.000 manns á klst

Sérakrein fyrir almenningssamgöngur (eins og Borgarlína):

Um 9.000-10.000 manns á klst.

Sami vegur getur flutt allt að fimm sinnum fleiri manns. Þetta er engir töfrar bara betri nýting á plássi. Ef þú síðan notar sama pláss fyrir hjólreiðar geturu flutt 12.000 manns á klst.

„En viltu þá taka akrein af okkur?“

Nei. Ekki að taka akrein, heldur breyta notkun hennar og gera hana skilvirkari. Akgreinar eingöngu ætlaðar strætó, hjólum eða fótgangandi margfalda fluttningsgetu vegakerfisins á höfuðborgarsvæðinu sem er eina rökrétta lausnin. Nema þá að fækka íbúum, sem er óraunhæft.

„En bílar fara miklu hraðar“

Já, alveg rétt. En um leið og þeir lenda í umferð hægist á þeim og þeir stoppa. Færni farartækis til að halda ákveðnum hraða skiptir máli svo lengi sem það þarf ekki að stoppa. Rafmagnshjól sem hvergi lendir í umferð kemst hraðar yfir þó það geti bara haldið meðalhraða uppá 20 km/klst. Þannig kemst einhver úr Hafnarfirði niður í miðbæ Reykjavíkur á 30-40 mín. oft fljótar en bíll á sömu leið á háannatíma. Sama prinsip gildir um strætó á sérakgrein.

Umferð er hegðun, ekki malbik

Umferð á höfuðborgarsvæðinu er hegðunarvandamál ekki plássvandamál. Ef við bjóðum uppá og kynnumst raunverulegum, fljótari og þægilegri valkostum — þá breytist hegðun. Breytingin er núþegar í gangi, fólk sem notaði virka ferðamáta fór úr 11% árið 2008 yfir í 23% árið 2024.

Betri umferð á höfuðborgarsvæðinu snýst ekki um fleiri akreinar. Hún snýst um betri ákvarðanir í takti við vilja borgarbúa. Í nýlegri ferðavenjukönnun í Reykjavík kom fram að 49% vilja ferðast með fótgangandi, á hjóli eða í strætó, á meðan 41% vildu helst ferðast með einkabíl.Oooog ef fleiri nota virka ferðamáta verður miklu þægilegra að nota einkabíl. Við viljum bara betri umferð, eina raunhæfa lausnin eru skilvirkari ferðamátar.

Höfundur stýrir Hjólavarpinu, hlaðvarp um hreyfingu og hjólreiðar.




Skoðun

Skoðun

32 dagar

Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Sjá meira


×