Erlent

Sau­tján prósent Banda­ríkja­manna styðja inn­limun Græn­lands

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Bæði börn og fullorðnir á Grænlandi eru sagðir hafa áhyggjur vegna yfirlýsinga Bandaríkjamanna um mögulega innlimun landsins.
Bæði börn og fullorðnir á Grænlandi eru sagðir hafa áhyggjur vegna yfirlýsinga Bandaríkjamanna um mögulega innlimun landsins. Getty/Anadolu/Lokman Vural Elibol

Um það bil sautján prósent Bandaríkjamanna styðja fyrirætlanir Donald Trump Bandaríkjaforseta um að sölsa undir sig Grænland. Þá eru fjögur prósent fylgjandi hernaðaríhlutun.

Þetta eru niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Reuters og Ipsos.

Samkvæmt henni eru 47 prósent Bandaríkjamanna á móti því að Bandaríkin reyni að leggja undir sig Grænland en 35 prósent segjast óvissir. 

Aðeins einn af hverjum tíu Repúblikönum og nánast enginn Demókrati sagðist telja það „góða hugmynd“ að Bandaríkin beittu hervaldi til að taka Grænland.

Þá sögðust 66 prósent svarenda, þar af 91 prósent Demókrata og 40 prósent Repúblikana, hafa áhyggjur af því að tilraunir ráðamanna í Washington til að leggja undir sig Grænland myndu skaða Atlantshafsbandalagið og samskipti Bandaríkjanna við bandamenn í Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×