Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Aron Guðmundsson skrifar 15. janúar 2026 13:52 Orri Freyr mun leika stórt hlutverk með íslenska landsliðinu á komandi Evrópumóti í handbolta. Vísir/Getty Spálíkan Peter O‘Donoghue, prófessors við íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík, og kollega hans þar spáir því að íslenska karlalandsliðið í handbolta endi í einu af sætum sjö til tólf á komandi Evrópumóti og er því ekki eins bjartsýnt á gengi liðsins og sérfræðingar hafa verið. Líklegast þykir að Ísland endi í áttunda sæti mótsins. Leikir Evrópumótsins, sem hefst í dag, voru keyrðir eitt hundrað þúsund sinnum í gegnum spálíkan Peters þar sem meðal annars var tekið var tillit til styrkleika liðanna sem á mótinu keppa, fyrri árangurs, úrslita á stórmótum og stöðu liðanna á heimslistanum sem og stöðu þeirra á sérstökum evrópskum styrkleikalista.. Þá er hið óvænta einnig tekið með í myndina. Hundrað þúsund útgáfur af mótinu dregnar saman í eina niðurstöðu. Klippa: Spálíkan spári fyrir gengi Íslands á EM í handbolta Innlendir og erlendir sérfræðingar hafa hingað til verið afar bjartsýnir fyrir gengi Íslands á komandi Evrópumóti og hafa margir hverjir bent á að leið liðsins í undanúrslit mótsins sé einkar hagstæð. Ísland hefur keppni á mótinu á morgun gegn Ítalíu í F-riðli en er að auki með Póllandi og Ungverjalandi í riðli. Spálíkanið er hins vegar ekki eins bjartsýnt á gengi Íslands á mótinu. Þegar að niðurstaða þess er skoðuð þykir líklegast að Ísland endi í sjöunda til tólfta sæti Evrópumótsins og af þessum sætum er talið líklegast að áttunda sæti á Evrópumótinu verði niðurstaðan fyrir Ísland. Það er miðgildið þegar staða Íslands er skoðuð. Hingað til hefur Peter reynst mjög sannspár í sínum líkindareikningi en hann spáði því að Íslandi myndi enda í sjöunda til tólfta sæti á EM í handbolta í Þýskalandi árið 2024. Svo fór að liðið lenti í 10. sæti. Einnig gerði Peter gerði spálíkan fyrir HM 2025 í Króatíu, Danmörku og Noregi. Hann spáði þá Íslandi í áttunda til tíunda sæti, Ísland lenti í 9. sæti. Þegar möguleikar Íslands á því að komast í undanúrslit Evrópumótsins, hið minnsta, eru skoðaðir gefur niðurstaða spálíkansins það til kynna að tæplega 20 prósent líkur séu á því að það raungerist. Sömu gögn gefa til kynna 1,7 prósent líkur á því að Ísland verði Evrópumeistari. Líkurnar hvað þetta varðar eru hagstæðari íslenska landsliðinu en nokkru sinni áður þegar spálíkanið hefur verið notað í aðdraganda stórmóts. Baráttan um titilinn galopin Ríkjandi Evrópumeistarar Frakka eru, samkvæmt niðurstöðu spálíkansins, líklegastir til þess að standa uppi sem Evrópumeistarar að móti loknu en afar mjótt er á munum milli efstu liða og reiknast líkur Frakka á Evrópumeistaratitlinum 26 prósent. Topp átta á EM skv. spálíkaninu: Frakkland Danmörk Svíþjóð Ungverjaland Þýskaland Slóvenía Portúgal Ísland *Reiknað út frá meðaltali sæta hjá liðunum eftir hundrað þúsund keyrslur í gegnum spálíkanið Gefur það meðal annars til kynna að baráttan um Evrópumeistaratitilinn sé „galopin,“ að sögn Peters og spáir líkanið jafnari stórmóti, með tilliti til baráttunnar um titilinn, en undanfarin tvö ár. Peter O‘Donoghue hefur starfað við íþróttafræðideild HR frá árinu 2022. Hann er þekktur vísindamaður í íþróttaheiminum sem hefur sérhæft sig á sviði frammistöðugreininga í íþróttum (e. sport performance analysis) og m.a. starfað hjá enska knattspyrnusambandinu. Hér fyrir neðan má sjá HR stofuna frá því fyrr í dag þar sem að sérfræðingar fóru yfir komandi Evrópumót og möguleika Íslands þar. Íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur leik á EM á morgun þegar liðið mætir Ítalíu í fyrsta leik F-riðils klukkan fimm. Leiknum verður lýst í beinni textalýsingu á Vísi. EM karla í handbolta 2026 Landslið karla í handbolta Handbolti Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Sjá meira
Leikir Evrópumótsins, sem hefst í dag, voru keyrðir eitt hundrað þúsund sinnum í gegnum spálíkan Peters þar sem meðal annars var tekið var tillit til styrkleika liðanna sem á mótinu keppa, fyrri árangurs, úrslita á stórmótum og stöðu liðanna á heimslistanum sem og stöðu þeirra á sérstökum evrópskum styrkleikalista.. Þá er hið óvænta einnig tekið með í myndina. Hundrað þúsund útgáfur af mótinu dregnar saman í eina niðurstöðu. Klippa: Spálíkan spári fyrir gengi Íslands á EM í handbolta Innlendir og erlendir sérfræðingar hafa hingað til verið afar bjartsýnir fyrir gengi Íslands á komandi Evrópumóti og hafa margir hverjir bent á að leið liðsins í undanúrslit mótsins sé einkar hagstæð. Ísland hefur keppni á mótinu á morgun gegn Ítalíu í F-riðli en er að auki með Póllandi og Ungverjalandi í riðli. Spálíkanið er hins vegar ekki eins bjartsýnt á gengi Íslands á mótinu. Þegar að niðurstaða þess er skoðuð þykir líklegast að Ísland endi í sjöunda til tólfta sæti Evrópumótsins og af þessum sætum er talið líklegast að áttunda sæti á Evrópumótinu verði niðurstaðan fyrir Ísland. Það er miðgildið þegar staða Íslands er skoðuð. Hingað til hefur Peter reynst mjög sannspár í sínum líkindareikningi en hann spáði því að Íslandi myndi enda í sjöunda til tólfta sæti á EM í handbolta í Þýskalandi árið 2024. Svo fór að liðið lenti í 10. sæti. Einnig gerði Peter gerði spálíkan fyrir HM 2025 í Króatíu, Danmörku og Noregi. Hann spáði þá Íslandi í áttunda til tíunda sæti, Ísland lenti í 9. sæti. Þegar möguleikar Íslands á því að komast í undanúrslit Evrópumótsins, hið minnsta, eru skoðaðir gefur niðurstaða spálíkansins það til kynna að tæplega 20 prósent líkur séu á því að það raungerist. Sömu gögn gefa til kynna 1,7 prósent líkur á því að Ísland verði Evrópumeistari. Líkurnar hvað þetta varðar eru hagstæðari íslenska landsliðinu en nokkru sinni áður þegar spálíkanið hefur verið notað í aðdraganda stórmóts. Baráttan um titilinn galopin Ríkjandi Evrópumeistarar Frakka eru, samkvæmt niðurstöðu spálíkansins, líklegastir til þess að standa uppi sem Evrópumeistarar að móti loknu en afar mjótt er á munum milli efstu liða og reiknast líkur Frakka á Evrópumeistaratitlinum 26 prósent. Topp átta á EM skv. spálíkaninu: Frakkland Danmörk Svíþjóð Ungverjaland Þýskaland Slóvenía Portúgal Ísland *Reiknað út frá meðaltali sæta hjá liðunum eftir hundrað þúsund keyrslur í gegnum spálíkanið Gefur það meðal annars til kynna að baráttan um Evrópumeistaratitilinn sé „galopin,“ að sögn Peters og spáir líkanið jafnari stórmóti, með tilliti til baráttunnar um titilinn, en undanfarin tvö ár. Peter O‘Donoghue hefur starfað við íþróttafræðideild HR frá árinu 2022. Hann er þekktur vísindamaður í íþróttaheiminum sem hefur sérhæft sig á sviði frammistöðugreininga í íþróttum (e. sport performance analysis) og m.a. starfað hjá enska knattspyrnusambandinu. Hér fyrir neðan má sjá HR stofuna frá því fyrr í dag þar sem að sérfræðingar fóru yfir komandi Evrópumót og möguleika Íslands þar. Íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur leik á EM á morgun þegar liðið mætir Ítalíu í fyrsta leik F-riðils klukkan fimm. Leiknum verður lýst í beinni textalýsingu á Vísi.
Hingað til hefur Peter reynst mjög sannspár í sínum líkindareikningi en hann spáði því að Íslandi myndi enda í sjöunda til tólfta sæti á EM í handbolta í Þýskalandi árið 2024. Svo fór að liðið lenti í 10. sæti. Einnig gerði Peter gerði spálíkan fyrir HM 2025 í Króatíu, Danmörku og Noregi. Hann spáði þá Íslandi í áttunda til tíunda sæti, Ísland lenti í 9. sæti.
Topp átta á EM skv. spálíkaninu: Frakkland Danmörk Svíþjóð Ungverjaland Þýskaland Slóvenía Portúgal Ísland *Reiknað út frá meðaltali sæta hjá liðunum eftir hundrað þúsund keyrslur í gegnum spálíkanið
EM karla í handbolta 2026 Landslið karla í handbolta Handbolti Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Sjá meira