Handbolti

EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Sví­þjóð

Valur Páll Eiríksson skrifar
Henry Birgir og Valur Páll eru mættir til Kristianstad.
Henry Birgir og Valur Páll eru mættir til Kristianstad. Vísir/Sigurður Már

Enn eitt stórmótið í janúar fer að bresta á og fulltrúar Sýnar og Vísis láta sig ekki vanta. Hitað var upp fyrir fyrsta leik Íslands á EM sem er við Ítali á morgun.

Henry Birgir Gunnarsson og Valur Páll Eiríksson munu fylgja landsliðinu eftir allt mótið og hafa kynnt sér aðstæður vel í Kristianstad þar sem fyrstu þrír leikir Íslands fara fram.

Um er að ræða 40 þúsund manna bæ í Skáni í Svíþjóð og gríðarmikil spenna hjá lókalnum fyrir komu um tvö til þrjú þúsund Íslendinga sem munu hreinlega taka yfir á næstu dögum. Sushistaðir eru áberandi sem og gleraugnaverslanir.

Þá hafa íbúar bæjarins búið sig undir komuna af miklum móð. Þar á meðal er bakari í bænum sem mun bjóða upp á íslenskar kleinur og rjómabollur fyrir lýðinn.

Þetta og fleira í fyrsta þætti EM í dag af mörgum í spilaranum að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×