Handbolti

EM í dag: Það eru engar af­sakanir í boði

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Stund sannleikans rennur upp á morgun og vonandi nær Ísland að sýna sínar bestu hliðar.
Stund sannleikans rennur upp á morgun og vonandi nær Ísland að sýna sínar bestu hliðar.

Alvaran er að hefjast á EM. Ungverjar bíða strákanna okkar í Kristianstad á morgun og það verður alvöru leikur.

Minningar okkar manna um leik gegn Ungverjum í Kristianstad Arena er ekki góð enda kastaði liðið frá sér unnum leik gegn þeim fyrir þremur árum síðan. Það þarf að hefna fyrir það tap.

Þessi leikur er einfaldlega fyrsti leikur í milliriðlinum því sigurvegarinn tekur stigin með sér til Malmö. Það er því hrikalega mikið undir.

EM í dag fór yfir stöðuna á æfingu íslenska liðsins í dag.

Þáttinn má sjá hér að neðan.

Klippa: EM í dag - 19. janúar 2026: Það eru engar afsakanir í boði



Fleiri fréttir

Sjá meira


×