Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2026 19:29 Pep Guardiola með Erling Haaland of Manchester City í tapleiknum á móti Manchester United um síðustu helgi. Getty/Carl Recine Norðmenn eru afar spenntir fyrir leik í Meistaradeildinni í fótbolta annað kvöld en Bodö/Glimt tekur þá á móti Manchester City norðan við heimskautsbaug. Lykilmaður City er auðvitað norski framherjinn Erling Braut Haaland, ein allra stærsta íþróttastjarna Norðmanna fyrr og síðar. Pep Guardiola svaraði spurningum um Haaland á blaðamannafundi en Manchester City hópurinn kom norður til Bodö í kvöld. Eftir sigurinn í deildabikarnum gegn Newcastle fyrir sex dögum síðan sagði Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, að Haaland þyrfti hvíld. Ekki þreyttur lengur En á blaðamannafundinum á mánudagskvöldið sneri Guardiola út úr þeim ummælum sínum. „Hann (Haaland) sagði mér að hann hefði sofið ótrúlega vel,“ sagði Guardiola við norsku blaðamennina. City liðið glímir við meiðsli og Haaland hefur neyðst til að spila þótt hann sé ekki í sínu besta formi, sem sést á því að hann hefur aðeins skorað eitt mark í síðustu sjö leikjum. Aðspurður hvort norski framherjinn geti haldið áfram að spila jafn mikið og hann gerir núna, svaraði Guardiola: „Það fer eftir hugarfari hans. Ef hugarfarið er í fullum gangi mun hann ráða því,“ sagði Guardiola. Þjálfari City, sem er fæddur og uppalinn á Spáni, var einnig að fá spurningu um hvernig það væri að vera norðan við heimskautsbaug, kannski í fyrsta sinn eða hvað? „Afsakaðu, vinur minn. Ég var í Ósló og á Lófóten fyrir ári síðan og það er frábært svo ég þekki svæðið fullkomlega. Og veðrið líka,“ sagði Guardiola brosandi. Lítur ekki út fyrir að vera úrvinda Odin Bjørtuft, varnarmaður Bodø/Glimt, telur ekki að það verði auðvelt að stöðva framherjann, sem er næstum tveir metrar á hæð, á gervigrasinu á Aspmyra. „Mér finnst hann ekki líta út fyrir að vera úrvinda,“ sagði Björtuft á blaðamannafundi Bodö/Glimt. Hann telur að hann muni reyna að stöðva einn besta framherja heims á þriðjudagskvöldið. „Sú áskorun verður ótrúlega skemmtileg. Að mæta bestu fótboltamönnum heims er besti lærdómurinn sem þú færð. Þótt hann hafi skorað svolítið lítið undanfarið vitum við öll hversu góður hann er,“ sagði Björtuft. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Manchester City Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Fleiri fréttir Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Sjá meira
Lykilmaður City er auðvitað norski framherjinn Erling Braut Haaland, ein allra stærsta íþróttastjarna Norðmanna fyrr og síðar. Pep Guardiola svaraði spurningum um Haaland á blaðamannafundi en Manchester City hópurinn kom norður til Bodö í kvöld. Eftir sigurinn í deildabikarnum gegn Newcastle fyrir sex dögum síðan sagði Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, að Haaland þyrfti hvíld. Ekki þreyttur lengur En á blaðamannafundinum á mánudagskvöldið sneri Guardiola út úr þeim ummælum sínum. „Hann (Haaland) sagði mér að hann hefði sofið ótrúlega vel,“ sagði Guardiola við norsku blaðamennina. City liðið glímir við meiðsli og Haaland hefur neyðst til að spila þótt hann sé ekki í sínu besta formi, sem sést á því að hann hefur aðeins skorað eitt mark í síðustu sjö leikjum. Aðspurður hvort norski framherjinn geti haldið áfram að spila jafn mikið og hann gerir núna, svaraði Guardiola: „Það fer eftir hugarfari hans. Ef hugarfarið er í fullum gangi mun hann ráða því,“ sagði Guardiola. Þjálfari City, sem er fæddur og uppalinn á Spáni, var einnig að fá spurningu um hvernig það væri að vera norðan við heimskautsbaug, kannski í fyrsta sinn eða hvað? „Afsakaðu, vinur minn. Ég var í Ósló og á Lófóten fyrir ári síðan og það er frábært svo ég þekki svæðið fullkomlega. Og veðrið líka,“ sagði Guardiola brosandi. Lítur ekki út fyrir að vera úrvinda Odin Bjørtuft, varnarmaður Bodø/Glimt, telur ekki að það verði auðvelt að stöðva framherjann, sem er næstum tveir metrar á hæð, á gervigrasinu á Aspmyra. „Mér finnst hann ekki líta út fyrir að vera úrvinda,“ sagði Björtuft á blaðamannafundi Bodö/Glimt. Hann telur að hann muni reyna að stöðva einn besta framherja heims á þriðjudagskvöldið. „Sú áskorun verður ótrúlega skemmtileg. Að mæta bestu fótboltamönnum heims er besti lærdómurinn sem þú færð. Þótt hann hafi skorað svolítið lítið undanfarið vitum við öll hversu góður hann er,“ sagði Björtuft.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Manchester City Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Fleiri fréttir Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Sjá meira