Skoðun

Flug­vélar hinna for­dæmdu

Óskar Guðmundsson skrifar
Wikipedia Commons

Þetta er De Havilland Canada DHC-8-200, eins og notuð er hér á landi í innanlandsflugi og Grænlandsflugi. Slíkar vélar taka 37 farþega í sæti.

Það yrði hörmung og þjóðarsorg ef slík vél færist hér á landi.

Allir og frændur þeirra líka myndu ráðast í rannsóknir og umbætur í flugi.

Færist önnur vél af sömu ástæðum yrðu öll flugmál á Íslandi yfirfarin.

Ígildi u.þ.b. tveggja slíkra véla farast þó, athygli lítið, hérlendis á hverju ári.

Það eru flugvélar hinna fordæmdu.

38 sjálfsvíg á hverju ári að meðaltali frá aldamótum.

Hrikalegt, ekki satt?

Einnig látast að meðaltali á ári 32 einstaklingar úr lyfjaeitrunum.

Látnir samtals frá aldamótum samsvara íbúafjölda Dalvíkurbyggðar.

(tölfræði frá Embætti landlæknis).

Höfundur er geðsjúklingur.




Skoðun

Sjá meira


×