Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. janúar 2026 19:00 Erling Braut Haaland og félagar í Manchester City þakka stuðningsmönnum City fyrir stuðninginn í kuldanum í Bodö. EPA/Mats Torbergsen Leikmannahópur Manchester City mun endurgreiða miðakostnað 374 stuðningsmanna sem ferðuðust til Noregs til að verða vitni að óvæntu 3-1 tapi liðsins gegn Bodø/Glimt í Meistaradeildinni á þriðjudag. Miðaverð á útileikinn kostaði um 25 pund og munu leikmenn City því leggja samanlagt 9.357 pund til að endurgreiða þeim sem lögðu leið sína norður fyrir heimskautsbaug en það er rúmlega ein og hálf milljón í íslenskum krónum. Eftir 2-0 tap gegn Manchester United á laugardag lenti City 3-0 undir á móti norska félaginu áður en Rayan Cherki minnkaði muninn. Þá var fyrirliðinn Rodri rekinn af velli eftir að hafa fengið tvö gul spjöld á innan við mínútu. Stuðningsmenn okkar skipta okkur öllu máli Fyrirliðateymi City, sem samanstendur af Bernardo Silva, Ruben Dias, Rodri og Erling Haaland, sagði fyrir hönd leikmannahópsins: „Stuðningsmenn okkar skipta okkur öllu máli.“ „Við vitum hvaða fórnir stuðningsmenn okkar færa þegar þeir ferðast um allan heim til að styðja okkur, bæði heima og að heiman, og við munum aldrei taka því sem sjálfsögðum hlut. Þeir eru bestu stuðningsmenn í heimi.“ Studdu okkur í kuldanum „Við gerum okkur líka grein fyrir því að þetta var mikið ferðalag fyrir stuðningsmennina sem studdu okkur í kuldanum á erfiðu kvöldi fyrir okkur á vellinum.“ „Að standa straum af kostnaði þessara miða fyrir stuðningsmennina sem ferðuðust til Bodø er það minnsta sem við getum gert.“ Þessi gjörningur hefur hlotið lof frá opinbera stuðningsmannaklúbbnum (OSC), enda voru fáar kröfur frá stuðningsmönnum um endurgreiðslu. Norður fyrir heimskautsbaug „Stuðningsmenn City ferðast á enda veraldar til að styðja liðið okkar og gærkvöldið norður fyrir heimskautsbaug var engin undantekning,“ sagði Kevin Parker, fulltrúi OSC Manchester City. „Það er ekki auðvelt að komast til Bodø og frostið gerði kvöldið krefjandi á ýmsa vegu fyrir stuðningsmenn okkar. Stuðningsmenn City hafa ótrúleg tengsl við leikmennina á leikdegi og þessi gjörningur er enn ein áminningin um það samband – hann skiptir okkur miklu máli,“ sagði Parker. Munu láta vel í sér heyra „Við vitum að leikmennirnir eru vonsviknir með tapið gegn Bodø, en með næsta leik á heimavelli á laugardag er tækifæri til að komast aftur á sigurbraut og stuðningsmenn okkar munu láta vel í sér heyra.“ City varð fyrir einum stærstu óvæntu úrslitum í sögu Meistaradeildarinnar þegar Glimt kom þeim á óvart og þarf nú sigur í síðasta leik riðlakeppninnar gegn Galatasaray til að tryggja sér sæti meðal átta efstu liðanna. „Það sem ég get sagt er fyrirgefðu“ Erling Haaland kallaði úrslitin „vandæðaleg“ og bað stuðningsmennina sem ferðuðust með liðinu afsökunar í viðtali við TNT Sports: „Bodø spilaði ótrúlegan fótbolta og þetta var verðskuldað.“ „Ég veit ekki hvað ég á að segja. Það sem ég get sagt er fyrirgefðu,“ sagði Haaland. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Manchester City Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Fleiri fréttir Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Sjá meira
Miðaverð á útileikinn kostaði um 25 pund og munu leikmenn City því leggja samanlagt 9.357 pund til að endurgreiða þeim sem lögðu leið sína norður fyrir heimskautsbaug en það er rúmlega ein og hálf milljón í íslenskum krónum. Eftir 2-0 tap gegn Manchester United á laugardag lenti City 3-0 undir á móti norska félaginu áður en Rayan Cherki minnkaði muninn. Þá var fyrirliðinn Rodri rekinn af velli eftir að hafa fengið tvö gul spjöld á innan við mínútu. Stuðningsmenn okkar skipta okkur öllu máli Fyrirliðateymi City, sem samanstendur af Bernardo Silva, Ruben Dias, Rodri og Erling Haaland, sagði fyrir hönd leikmannahópsins: „Stuðningsmenn okkar skipta okkur öllu máli.“ „Við vitum hvaða fórnir stuðningsmenn okkar færa þegar þeir ferðast um allan heim til að styðja okkur, bæði heima og að heiman, og við munum aldrei taka því sem sjálfsögðum hlut. Þeir eru bestu stuðningsmenn í heimi.“ Studdu okkur í kuldanum „Við gerum okkur líka grein fyrir því að þetta var mikið ferðalag fyrir stuðningsmennina sem studdu okkur í kuldanum á erfiðu kvöldi fyrir okkur á vellinum.“ „Að standa straum af kostnaði þessara miða fyrir stuðningsmennina sem ferðuðust til Bodø er það minnsta sem við getum gert.“ Þessi gjörningur hefur hlotið lof frá opinbera stuðningsmannaklúbbnum (OSC), enda voru fáar kröfur frá stuðningsmönnum um endurgreiðslu. Norður fyrir heimskautsbaug „Stuðningsmenn City ferðast á enda veraldar til að styðja liðið okkar og gærkvöldið norður fyrir heimskautsbaug var engin undantekning,“ sagði Kevin Parker, fulltrúi OSC Manchester City. „Það er ekki auðvelt að komast til Bodø og frostið gerði kvöldið krefjandi á ýmsa vegu fyrir stuðningsmenn okkar. Stuðningsmenn City hafa ótrúleg tengsl við leikmennina á leikdegi og þessi gjörningur er enn ein áminningin um það samband – hann skiptir okkur miklu máli,“ sagði Parker. Munu láta vel í sér heyra „Við vitum að leikmennirnir eru vonsviknir með tapið gegn Bodø, en með næsta leik á heimavelli á laugardag er tækifæri til að komast aftur á sigurbraut og stuðningsmenn okkar munu láta vel í sér heyra.“ City varð fyrir einum stærstu óvæntu úrslitum í sögu Meistaradeildarinnar þegar Glimt kom þeim á óvart og þarf nú sigur í síðasta leik riðlakeppninnar gegn Galatasaray til að tryggja sér sæti meðal átta efstu liðanna. „Það sem ég get sagt er fyrirgefðu“ Erling Haaland kallaði úrslitin „vandæðaleg“ og bað stuðningsmennina sem ferðuðust með liðinu afsökunar í viðtali við TNT Sports: „Bodø spilaði ótrúlegan fótbolta og þetta var verðskuldað.“ „Ég veit ekki hvað ég á að segja. Það sem ég get sagt er fyrirgefðu,“ sagði Haaland.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Manchester City Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Fleiri fréttir Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Sjá meira