Viðskipti innlent

Hrafn­hildur til Pipar\TBWA

Atli Ísleifsson skrifar
Hrafnhildur Rafnsdóttir.
Hrafnhildur Rafnsdóttir.

Hrafnhildur Rafnsdóttir, sérfræðingur í stafrænni miðlun, hefur verið ráðin til starfa hjá FEED, samskipta- og almannatengslateymi auglýsingastofunnar Pipar\TBWA.

Í tilkynningu segir að Hrafnhildur hafi starfað við samfélagsmiðla síðan árið 2013 og búi yfir víðtækri reynslu og sérþekkingu á stafrænum miðlum, einkum Meta og TikTok. 

„Hún hefur starfað bæði sem áhrifavaldur og markaðssérfræðingur fyrir fjölbreytt fyrirtæki og vörumerki.

Sem áhrifavaldur hefur Hrafnhildur byggt upp sterkan fylgjendahóp, meðal annars á YouTube þar sem fylgjendur hennar hafa verið yfir 300.000. Samhliða því hefur hún haft umsjón með samfélagsmiðlum hjá Senu Kvikmyndir (nú MAX Dreifing), Smárabíó og síðast þvert yfir vörumerki Sýnar, áður Vodafone og Stöð 2, þar sem hún tók virkan þátt í endurmörkun fyrirtækisins.

Hrafnhildur er með BA-gráðu í bókmenntafræði og MA-gráðu í ritlist frá Háskóla Íslands og sameinar þannig sterkan fræðilegan grunn í rituðu máli og skapandi frásögn við víðtæka reynslu af stafrænum miðlum og uppbyggingu vörumerkja,“ segir í tilkynningunni. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×