Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Íþróttadeild Sýnar skrifar 23. janúar 2026 16:58 Íslensku leikmennirnir voru niðurlútur eftir leikinn gegn Króatíu. vísir/vilhelm Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði sínum fyrsta leik á Evrópumótinu þegar það laut í lægra haldi fyrir Króatíu, 29-30, í milliriðli II í Malmö. Slök vörn í fyrri hálfleik og slæm vítanýting varð Íslandi að falli í dag. Annað stórmótið í röð mætti Ísland Króatíu eftir að hafa unnið alla leiki sína fram að því og aftur gerðu króatísku strákarnir hans Dags Sigurðssonar íslenska liðinu grikk. Eins og í leiknum í Zagreb fyrir ári skutu Króatar okkar menn í kaf í fyrri hálfleik. Króatísku skytturnar skoruðu fjórtán mörk úr sautján skotum í fyrri hálfleik og Króatía leiddi að honum loknum, 15-19. Ísland minnkaði muninn í 15-16 en Króatía skoraði þrjú síðustu mörk fyrri hálfleiks. Allt annað var að sjá til íslensku varnarinnar í seinni hálfleik en markvarslan fylgdi ekki með. Viktor Gísli Hallgrímsson átti stórleik gegn Ungverjalandi en var ólíkur sjálfur sér í dag varði aðeins tólf skot (34 prósent). Björgvin Páll Gústavsson varði ekkert af þeim sjö skotum sem hann fékk á sig. Íslendingar sóttu hart að Króötum í seinni hálfleik og náðu nokkrum sinnum að minnka muninn í eitt mark. Króatía skoraði bara ellefu mörk í seinni hálfleik en Ísland þurfti að hafa mjög mikið fyrir mörkunum sínum. Annan leikinn í röð fékk Ísland engin mörk utan af velli og ekki hjálpaði að fjögur vítaköst fóru í súginn. Ómar Ingi Magnússon klikkaði á víti í stöðunni 26-28 þegar þrjár mínútur voru eftir og Króatía komst í kjölfarið þremur mörkum yfir, 26-29. Strákarnir hans Dags unnu að lokum eins marks sigur, 29-30, og fengu þar með sín fyrstu stig í milliriðlinum. Óðinn Þór Ríkharðsson átti frábæran leik í íslenska liðinu og skoraði átta mörk úr jafn mörgum skotum. Ómar skoraði einnig átta mörk. Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði ekki mark en átti slatta af stoðsendingum og fiskaði sex víti. Næsti leikur Íslands er gegn Svíþjóð á sunnudaginn. Einkunnir Íslands gegn Króatíu: - Byrjunarlið Íslands í leiknum - Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður - 2 (12 varin skot - 46:58 mín.) Átti stórkostlegan leik gegn Ungverjalandi en fann sig ekki í dag. Réði ekkert við langskot Króatanna sem skoruðu nánast í hverri sókn. Fór af velli um miðbik fyrri hálfleiks en kom svo inn á í þeim seinni. Var skárri þá en frammistaða Viktors í dag olli vonbrigðum. Orri Freyr Þorkelsson, vinstri hornamaður - 2 (4/2 mörk - 54:06 mín.) Spilaði allan tímann, nema þegar hann fór út af eftir að hafa meiðst undir lok leiks. Skoraði fjögur mörk en klikkaði á þremur skotum, þar af einu víti. Getur betur en hann sýndi í dag. Janus Daði Smárason, vinstri skytta - 2 (2 mörk - 44:56 mín.) Fann sig ekki í fyrri hálfleik, hvorki í vörn né sókn. Byrjaði seinni hálfleikinn vel og stóð sig mun betur þar. Tapaði nokkrum boltum klaufalega og hefði mátt sýna meira frumkvæði í vörninni í fyrri hálfleik. Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi - 4 (0 mörk - 29:44 mín.) Þrátt fyrir að hafa ekki skorað í leiknum var Gísli allt í öllu í sóknarleik Íslands. Spilaði miklu betur en gegn Króatíu fyrir ári og stýrði sókninni heilt yfir mjög vel. Duglegur að finna félaga sína, gaf sjö stoðsendingar og náði auk þess í sex víti. Hefur verið mjög góður á mótinu en þarf meiri hjálp. Ómar Ingi Magnússon, hægri skytta - 3 (8/5 mörk - 54:29 mín.) Miklu betri frammistaða en gegn Ungverjalandi. Vítaklikkin tvö voru rándýr og Ómar virkaði á köflum ragur í sókninni. Spilaði ekki vel í vörninni í fyrri hálfleik, ekki frekar en aðrir leikmenn Íslands. Spilaði kannski full mikið í leiknum. Óðinn Þór Ríkharðsson, hægri hornamaður - 5 (8 mörk - 50:34 mín.) Frábær frammistaða hjá Óðni. Skoraði átta mörk úr átta skotum. Gríðarlega sannfærandi og öruggur í færunum sínum og lagði sitt af mörkum í vörninni. Fiskaði tvisvar sinnum ruðning á sóknarmenn Króatíu. Elliði Snær Viðarsson, línumaður - 2 (3 mörk - 49:46 mín.) Íslenska liðið þarf sterkari línumann til að komast í fremstu röð. Elliði fer of illa með færin sín, var bara með sextíu prósent skotnýtingu í dag og tapaði boltanum tvisvar. Slakur í vörninni í fyrri hálfleik og þarf að gera meira í fjarveru Elvars Arnar Jónssonar. Ýmir Örn Gíslason, línumaður - 2 (0 mörk - 30:23 mín.) Hefur verið afar sterkur í vörninni á mótinu en átti sinn slakasta leik á EM í dag. Fékk ekkert við ráðið í fyrri hálfleik en var betri í þeim seinni. - Menn sem komu inn af bekknum í leiknum - Einar Þorsteinn Ólafsson, varnarmaður - 2 (0 mörk - 14:51 mín.) Eftir frábæra innkomu í síðasta leik kom Einar ekki inn á fyrr en um miðjan fyrri hálfleik í dag. Tókst ekki að stimpla sig jafn vel inn og á þriðjudaginn. Arnar Freyr Arnarsson, línumaður - (1 mark - 4:41 mín.) Spilaði of lítið til að fá einkunn. Skoraði úr eina skotinu sínu af línunni. Viggó Kristjánsson, hægri skytta - 3 (2 mörk - 11:18 mín.) Fékk ekki margar mínútur en nýtti þær ágætlega. Skoraði tvö mörk en brást bogalistin á vítalínunni í eitt skipti. Haukur Þrastarson, vinstri skytta - 2 (1 mark - 8:51 mín.) Kom inn á um miðjan fyrri hálfleik og skoraði eitt mark. Fékk síðan þungt högg frá Zvonimir Srna og spilaði ekkert meira í fyrri hálfleik. Kom lítið við sögu í þeim seinni en hafði ekki mikil áhrif á leikinn. Björgvin Páll Gústavsson, markvörður - 1 (0 varin skot - 11:45 mín.) Eins og í leiknum gegn Króatíu fyrir ári kom Björgvin inn á eftir að Viktor hafði ekki náð sér á strik. Því miður var útkoman sú sama og í fyrra. Varði ekkert af þeim sjö skotum sem hann fékk á sig. Bjarki Már Elísson, vinstri hornamaður - (0 mörk - 3:26 mín.) Kom inn á undir lokin þegar Orri meiddist. Fékk á sitt eitt víti en fiskaði annað. Spilaði of lítið til að fá einkunn. Þorsteinn Leó Gunnarsson, vinstri skytta - (0 mörk - 12 sek.) Kom inn í íslenska hópinn í fyrsta sinn á mótinu. Tók eitt neyðarskot sem fór yfir. Teitur Örn Einarsson, hægri hornamaður - Spilaði ekkert. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Sýnar leikmönnum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Leikmenn fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir. Útskýring á einkunnum 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur EM karla í handbolta 2026 Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ Dagur Sigurðsson, þjálfari króatíska landsliðsins í handbolta, segir að sigurinn gegn Íslandi á EM í dag hafi verið sætur. 23. janúar 2026 16:57 „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Logi Geirsson segir það hafa verið erfitt að horfa á leik Íslands gegn Króatíu á EM í handbolta í dag. Hann sagði alla sjá hve einhæfur sóknarleikur liðsins væri. Ólafur Stefánsson sagði sóknina hins vegar hafa gengið vel og að helst mætti setja út á uppleggið í vörninni. 23. janúar 2026 16:49 Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði með eins marks mun á Króatíu í fyrsta leik sínum í milliriðli á Evrópumótinu í handbolta 2026. 23. janúar 2026 16:44 „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ „Þetta er alveg mjög vont,“ sagði landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson eftir súrt eins marks tap gegn Króötum á EM í handbolta í dag. 23. janúar 2026 16:40 Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Íslenska karlalandsliðið í handbolta mátti þola súrt eins marks tap gegn lærisveinum Dags Sigurðssonar í króatíska landsliðinu á EM í handbolta í dag. 23. janúar 2026 10:01 Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ „Plaffaðir í kaf og lítil markvarsla. Menn eru allt of mikið að gleyma sér,“ sagði Ólafur Stefánsson í hálfleik leiks Íslands og Króatíu á EM í handbolta, ómyrkur í máli þegar talið barst að hriplekri vörn Íslands. 23. janúar 2026 15:29 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Fleiri fréttir „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Sjá meira
Annað stórmótið í röð mætti Ísland Króatíu eftir að hafa unnið alla leiki sína fram að því og aftur gerðu króatísku strákarnir hans Dags Sigurðssonar íslenska liðinu grikk. Eins og í leiknum í Zagreb fyrir ári skutu Króatar okkar menn í kaf í fyrri hálfleik. Króatísku skytturnar skoruðu fjórtán mörk úr sautján skotum í fyrri hálfleik og Króatía leiddi að honum loknum, 15-19. Ísland minnkaði muninn í 15-16 en Króatía skoraði þrjú síðustu mörk fyrri hálfleiks. Allt annað var að sjá til íslensku varnarinnar í seinni hálfleik en markvarslan fylgdi ekki með. Viktor Gísli Hallgrímsson átti stórleik gegn Ungverjalandi en var ólíkur sjálfur sér í dag varði aðeins tólf skot (34 prósent). Björgvin Páll Gústavsson varði ekkert af þeim sjö skotum sem hann fékk á sig. Íslendingar sóttu hart að Króötum í seinni hálfleik og náðu nokkrum sinnum að minnka muninn í eitt mark. Króatía skoraði bara ellefu mörk í seinni hálfleik en Ísland þurfti að hafa mjög mikið fyrir mörkunum sínum. Annan leikinn í röð fékk Ísland engin mörk utan af velli og ekki hjálpaði að fjögur vítaköst fóru í súginn. Ómar Ingi Magnússon klikkaði á víti í stöðunni 26-28 þegar þrjár mínútur voru eftir og Króatía komst í kjölfarið þremur mörkum yfir, 26-29. Strákarnir hans Dags unnu að lokum eins marks sigur, 29-30, og fengu þar með sín fyrstu stig í milliriðlinum. Óðinn Þór Ríkharðsson átti frábæran leik í íslenska liðinu og skoraði átta mörk úr jafn mörgum skotum. Ómar skoraði einnig átta mörk. Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði ekki mark en átti slatta af stoðsendingum og fiskaði sex víti. Næsti leikur Íslands er gegn Svíþjóð á sunnudaginn. Einkunnir Íslands gegn Króatíu: - Byrjunarlið Íslands í leiknum - Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður - 2 (12 varin skot - 46:58 mín.) Átti stórkostlegan leik gegn Ungverjalandi en fann sig ekki í dag. Réði ekkert við langskot Króatanna sem skoruðu nánast í hverri sókn. Fór af velli um miðbik fyrri hálfleiks en kom svo inn á í þeim seinni. Var skárri þá en frammistaða Viktors í dag olli vonbrigðum. Orri Freyr Þorkelsson, vinstri hornamaður - 2 (4/2 mörk - 54:06 mín.) Spilaði allan tímann, nema þegar hann fór út af eftir að hafa meiðst undir lok leiks. Skoraði fjögur mörk en klikkaði á þremur skotum, þar af einu víti. Getur betur en hann sýndi í dag. Janus Daði Smárason, vinstri skytta - 2 (2 mörk - 44:56 mín.) Fann sig ekki í fyrri hálfleik, hvorki í vörn né sókn. Byrjaði seinni hálfleikinn vel og stóð sig mun betur þar. Tapaði nokkrum boltum klaufalega og hefði mátt sýna meira frumkvæði í vörninni í fyrri hálfleik. Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi - 4 (0 mörk - 29:44 mín.) Þrátt fyrir að hafa ekki skorað í leiknum var Gísli allt í öllu í sóknarleik Íslands. Spilaði miklu betur en gegn Króatíu fyrir ári og stýrði sókninni heilt yfir mjög vel. Duglegur að finna félaga sína, gaf sjö stoðsendingar og náði auk þess í sex víti. Hefur verið mjög góður á mótinu en þarf meiri hjálp. Ómar Ingi Magnússon, hægri skytta - 3 (8/5 mörk - 54:29 mín.) Miklu betri frammistaða en gegn Ungverjalandi. Vítaklikkin tvö voru rándýr og Ómar virkaði á köflum ragur í sókninni. Spilaði ekki vel í vörninni í fyrri hálfleik, ekki frekar en aðrir leikmenn Íslands. Spilaði kannski full mikið í leiknum. Óðinn Þór Ríkharðsson, hægri hornamaður - 5 (8 mörk - 50:34 mín.) Frábær frammistaða hjá Óðni. Skoraði átta mörk úr átta skotum. Gríðarlega sannfærandi og öruggur í færunum sínum og lagði sitt af mörkum í vörninni. Fiskaði tvisvar sinnum ruðning á sóknarmenn Króatíu. Elliði Snær Viðarsson, línumaður - 2 (3 mörk - 49:46 mín.) Íslenska liðið þarf sterkari línumann til að komast í fremstu röð. Elliði fer of illa með færin sín, var bara með sextíu prósent skotnýtingu í dag og tapaði boltanum tvisvar. Slakur í vörninni í fyrri hálfleik og þarf að gera meira í fjarveru Elvars Arnar Jónssonar. Ýmir Örn Gíslason, línumaður - 2 (0 mörk - 30:23 mín.) Hefur verið afar sterkur í vörninni á mótinu en átti sinn slakasta leik á EM í dag. Fékk ekkert við ráðið í fyrri hálfleik en var betri í þeim seinni. - Menn sem komu inn af bekknum í leiknum - Einar Þorsteinn Ólafsson, varnarmaður - 2 (0 mörk - 14:51 mín.) Eftir frábæra innkomu í síðasta leik kom Einar ekki inn á fyrr en um miðjan fyrri hálfleik í dag. Tókst ekki að stimpla sig jafn vel inn og á þriðjudaginn. Arnar Freyr Arnarsson, línumaður - (1 mark - 4:41 mín.) Spilaði of lítið til að fá einkunn. Skoraði úr eina skotinu sínu af línunni. Viggó Kristjánsson, hægri skytta - 3 (2 mörk - 11:18 mín.) Fékk ekki margar mínútur en nýtti þær ágætlega. Skoraði tvö mörk en brást bogalistin á vítalínunni í eitt skipti. Haukur Þrastarson, vinstri skytta - 2 (1 mark - 8:51 mín.) Kom inn á um miðjan fyrri hálfleik og skoraði eitt mark. Fékk síðan þungt högg frá Zvonimir Srna og spilaði ekkert meira í fyrri hálfleik. Kom lítið við sögu í þeim seinni en hafði ekki mikil áhrif á leikinn. Björgvin Páll Gústavsson, markvörður - 1 (0 varin skot - 11:45 mín.) Eins og í leiknum gegn Króatíu fyrir ári kom Björgvin inn á eftir að Viktor hafði ekki náð sér á strik. Því miður var útkoman sú sama og í fyrra. Varði ekkert af þeim sjö skotum sem hann fékk á sig. Bjarki Már Elísson, vinstri hornamaður - (0 mörk - 3:26 mín.) Kom inn á undir lokin þegar Orri meiddist. Fékk á sitt eitt víti en fiskaði annað. Spilaði of lítið til að fá einkunn. Þorsteinn Leó Gunnarsson, vinstri skytta - (0 mörk - 12 sek.) Kom inn í íslenska hópinn í fyrsta sinn á mótinu. Tók eitt neyðarskot sem fór yfir. Teitur Örn Einarsson, hægri hornamaður - Spilaði ekkert. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Sýnar leikmönnum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Leikmenn fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir. Útskýring á einkunnum 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur
6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur
EM karla í handbolta 2026 Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ Dagur Sigurðsson, þjálfari króatíska landsliðsins í handbolta, segir að sigurinn gegn Íslandi á EM í dag hafi verið sætur. 23. janúar 2026 16:57 „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Logi Geirsson segir það hafa verið erfitt að horfa á leik Íslands gegn Króatíu á EM í handbolta í dag. Hann sagði alla sjá hve einhæfur sóknarleikur liðsins væri. Ólafur Stefánsson sagði sóknina hins vegar hafa gengið vel og að helst mætti setja út á uppleggið í vörninni. 23. janúar 2026 16:49 Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði með eins marks mun á Króatíu í fyrsta leik sínum í milliriðli á Evrópumótinu í handbolta 2026. 23. janúar 2026 16:44 „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ „Þetta er alveg mjög vont,“ sagði landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson eftir súrt eins marks tap gegn Króötum á EM í handbolta í dag. 23. janúar 2026 16:40 Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Íslenska karlalandsliðið í handbolta mátti þola súrt eins marks tap gegn lærisveinum Dags Sigurðssonar í króatíska landsliðinu á EM í handbolta í dag. 23. janúar 2026 10:01 Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ „Plaffaðir í kaf og lítil markvarsla. Menn eru allt of mikið að gleyma sér,“ sagði Ólafur Stefánsson í hálfleik leiks Íslands og Króatíu á EM í handbolta, ómyrkur í máli þegar talið barst að hriplekri vörn Íslands. 23. janúar 2026 15:29 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Fleiri fréttir „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Sjá meira
„Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ Dagur Sigurðsson, þjálfari króatíska landsliðsins í handbolta, segir að sigurinn gegn Íslandi á EM í dag hafi verið sætur. 23. janúar 2026 16:57
„Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Logi Geirsson segir það hafa verið erfitt að horfa á leik Íslands gegn Króatíu á EM í handbolta í dag. Hann sagði alla sjá hve einhæfur sóknarleikur liðsins væri. Ólafur Stefánsson sagði sóknina hins vegar hafa gengið vel og að helst mætti setja út á uppleggið í vörninni. 23. janúar 2026 16:49
Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði með eins marks mun á Króatíu í fyrsta leik sínum í milliriðli á Evrópumótinu í handbolta 2026. 23. janúar 2026 16:44
„Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ „Þetta er alveg mjög vont,“ sagði landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson eftir súrt eins marks tap gegn Króötum á EM í handbolta í dag. 23. janúar 2026 16:40
Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Íslenska karlalandsliðið í handbolta mátti þola súrt eins marks tap gegn lærisveinum Dags Sigurðssonar í króatíska landsliðinu á EM í handbolta í dag. 23. janúar 2026 10:01
Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ „Plaffaðir í kaf og lítil markvarsla. Menn eru allt of mikið að gleyma sér,“ sagði Ólafur Stefánsson í hálfleik leiks Íslands og Króatíu á EM í handbolta, ómyrkur í máli þegar talið barst að hriplekri vörn Íslands. 23. janúar 2026 15:29