Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2026 08:32 Oke Göttlich er einn af tíu varaforsetum þýska sambandsins, og hann vill fá að vita hvar og hvernig knattspyrnforystuna ætli að setja Donald Trump mökin. Getty/Gregor Fischer/David Talukdar/Chip Somodevilla Stjórnarmaður í þýska knattspyrnusambandinu segir að kominn sé tími til að íhuga sniðgöngu á heimsmeistaramótinu í fótbolta vegna aðgerða Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. Oke Göttlich, forseti þýska félagsins St. Pauli og einn af tíu varaforsetum þýska sambandsins, sagði í viðtali við dagblaðið Hamburger Morgenpost á föstudag að „tíminn sé kominn“ til að „íhuga og ræða þetta alvarlega“. Trump hefur sáð sundrungu í Evrópu með yfirtökutilboði sínu í Grænland – hálfsjálfstætt yfirráðasvæði Danmerkur, sem er aðili að NATO – og síðari hótun hans um að leggja á tolla á átta Evrópuríki sem voru andvíg yfirtökunni. Þetta varð til þess að margir af nánustu bandamönnum Bandaríkjanna vöruðu við rofi í samskiptum við Washington sem gæti splundrað NATO-bandalaginu. „Hverjar voru réttlætingarnar fyrir sniðgöngu Ólympíuleikanna á níunda áratugnum? Að mínu mati er hugsanleg ógn meiri nú en þá. Við þurfum að taka þessa umræðu,“ sagði Göttlich. Stuðningsfólk hefur áhyggjur Bandaríkin halda heimsmeistaramótið ásamt Kanada og Mexíkó frá 11. júní til 19. júlí. Stuðningsfólk hefur áhyggjur af háu miðaverði, á meðan ferðabönn sem Trump-stjórnin hefur sett á koma einnig í veg fyrir að stuðningsmenn frá sumum keppnisþjóðum geti mætt. Göttlich, sem hefur kallað eftir vörn fyrir gildum, mun líklega mæta andstöðu við kröfur um sniðgöngu frá Bernd Neuendorf, forseta sambandsins, og Gianni Infantino, forseta FIFA. Marina Ferrari íþróttamálaráðherra Frakklands sagði fyrr í vikunni að land hennar væri ekki að íhuga sniðgöngu vegna spennu tengdri Grænlandi en útilokaði það ekki í framtíðinni. Enginn vilji frá ráðuneytinu til að sniðganga „Eins og staðan er núna er enginn vilji frá ráðuneytinu til að sniðganga þessa stóru og langþráðu keppni,“ sagði hún við fréttamenn á þriðjudag. „Að því sögðu er ég ekki að dæma fyrir fram um hvað gæti gerst.“ Þýska sambandið lýsti áður yfir andstöðu við Katar sem gestgjafa heimsmeistaramótsins 2022. Þýskalandi gekk illa á því móti og þjálfarinn sem tók við eftir það, Julian Nagelsmann, sagði að hann vildi engar frekari pólitískar truflanir. „Katar var of pólitískt fyrir alla og nú erum við algjörlega ópólitísk. Þetta er eitthvað sem truflar mig mjög, mjög, mjög mikið,“ sagði Göttlich. Hvenær nær Trump að sínum mörkum? „Sem samtök og samfélag erum við að gleyma því hvernig á að setja mörkin og hvernig eiga að verja okkar gildi,“ bætti hann við. „Er farið yfir mörkin þegar einhver hótar? Er farið yfir mörkin þegar einhver ræðst á einhvern? Þegar fólk deyr?,“ sagði Göttlich. „Ég myndi vilja vita frá Donald Trump hvenær hann hefur náð að sínum mörkum og ég myndi vilja vita það frá Bernd Neuendorf og Gianni Infantino,“ sagði Göttlich. HM 2026 í fótbolta Donald Trump Þýski boltinn Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Fleiri fréttir Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Sjá meira
Oke Göttlich, forseti þýska félagsins St. Pauli og einn af tíu varaforsetum þýska sambandsins, sagði í viðtali við dagblaðið Hamburger Morgenpost á föstudag að „tíminn sé kominn“ til að „íhuga og ræða þetta alvarlega“. Trump hefur sáð sundrungu í Evrópu með yfirtökutilboði sínu í Grænland – hálfsjálfstætt yfirráðasvæði Danmerkur, sem er aðili að NATO – og síðari hótun hans um að leggja á tolla á átta Evrópuríki sem voru andvíg yfirtökunni. Þetta varð til þess að margir af nánustu bandamönnum Bandaríkjanna vöruðu við rofi í samskiptum við Washington sem gæti splundrað NATO-bandalaginu. „Hverjar voru réttlætingarnar fyrir sniðgöngu Ólympíuleikanna á níunda áratugnum? Að mínu mati er hugsanleg ógn meiri nú en þá. Við þurfum að taka þessa umræðu,“ sagði Göttlich. Stuðningsfólk hefur áhyggjur Bandaríkin halda heimsmeistaramótið ásamt Kanada og Mexíkó frá 11. júní til 19. júlí. Stuðningsfólk hefur áhyggjur af háu miðaverði, á meðan ferðabönn sem Trump-stjórnin hefur sett á koma einnig í veg fyrir að stuðningsmenn frá sumum keppnisþjóðum geti mætt. Göttlich, sem hefur kallað eftir vörn fyrir gildum, mun líklega mæta andstöðu við kröfur um sniðgöngu frá Bernd Neuendorf, forseta sambandsins, og Gianni Infantino, forseta FIFA. Marina Ferrari íþróttamálaráðherra Frakklands sagði fyrr í vikunni að land hennar væri ekki að íhuga sniðgöngu vegna spennu tengdri Grænlandi en útilokaði það ekki í framtíðinni. Enginn vilji frá ráðuneytinu til að sniðganga „Eins og staðan er núna er enginn vilji frá ráðuneytinu til að sniðganga þessa stóru og langþráðu keppni,“ sagði hún við fréttamenn á þriðjudag. „Að því sögðu er ég ekki að dæma fyrir fram um hvað gæti gerst.“ Þýska sambandið lýsti áður yfir andstöðu við Katar sem gestgjafa heimsmeistaramótsins 2022. Þýskalandi gekk illa á því móti og þjálfarinn sem tók við eftir það, Julian Nagelsmann, sagði að hann vildi engar frekari pólitískar truflanir. „Katar var of pólitískt fyrir alla og nú erum við algjörlega ópólitísk. Þetta er eitthvað sem truflar mig mjög, mjög, mjög mikið,“ sagði Göttlich. Hvenær nær Trump að sínum mörkum? „Sem samtök og samfélag erum við að gleyma því hvernig á að setja mörkin og hvernig eiga að verja okkar gildi,“ bætti hann við. „Er farið yfir mörkin þegar einhver hótar? Er farið yfir mörkin þegar einhver ræðst á einhvern? Þegar fólk deyr?,“ sagði Göttlich. „Ég myndi vilja vita frá Donald Trump hvenær hann hefur náð að sínum mörkum og ég myndi vilja vita það frá Bernd Neuendorf og Gianni Infantino,“ sagði Göttlich.
HM 2026 í fótbolta Donald Trump Þýski boltinn Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Fleiri fréttir Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu