Handbolti

Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Óðinn Þór Ríkharðsson og félagar í íslenska landsliðinu gátu verið hoppandi glaðir með frammistöðuna í stórsigrinum á Svíum í gærkvöldi.
Óðinn Þór Ríkharðsson og félagar í íslenska landsliðinu gátu verið hoppandi glaðir með frammistöðuna í stórsigrinum á Svíum í gærkvöldi. Vísir/Vilhelm

Svíarnir voru á heimavelli og höfðu unnið alla leiki sína á Evrópumótinu til þessa en þeir áttu ekki möguleika á móti huguðu og hungruðu íslensku landsliði á EM í handbolta í gær.

Niðurstaðan var átta marka stórsigur íslenska landsliðsins og öllu snúið á hvolf í milliriðlinum. Án vafa eitt besta kvöld strákanna okkar á stórmóti í handbolta frá upphafi.

Strákarnir okkar sýndu hreinlega frábæran leik, fyrst með því að fara illa með Svíana í fyrri hálfleik og svo með því að ganga frá þeim á síðustu fimmtán mínútunum eftir að Svíar höfðu minnkað muninn í eitt mark.

Íslenska landsliðið vann síðustu fimmtán mínútur leiksins 12-5 og niðurlægði sænska landsliðið á þeirra eigin heimavelli.

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var á leiknum í Malmö og náði þessum flottu myndum hér fyrir neðan.

Viggó Kristjánsson átti stórleik og skoraði úr öllum ellefu skotunum sem hann tók í leiknum.Vísir/Vilhelm
Svíar voru á heimavelli en íslenska stuðningsfólkið lét samt vel í sér heyra allan tímann og það munaði miklu um það.Vísir/Vilhelm
Íslenska liðið sýndi hversu samheldið og öflugt það getur verið á góðum degi. Að vinna Svía með átta mörkum á þeirra eigin heimavelli er magnaður árangur.Vísir/Vilhelm
Elliði Snær Viðarsson gaf allt sitt í leikinn og fékk á endanum krampa eftir að hafa skorað mikilvægt mark.Vísir/Vilhelm
Þessi risastóri íslenski fáni hefur verið áberandi á Evrópumótinu.Vísir/Vilhelm
Bjarki Már Elísson átti mjög góðan leik í vinstri horninu og þetta er sá Bjarki sem við munum eftir.Vísir/Vilhelm
Elliði Snær Viðarsson skorar hér í leiknum en hann náði ellefu löglegum stöðvunum í vörninni.Vísir/Vilhelm
Gísli Þorgeir Kristjánsson keyrði hvað eftir annað á sænsku vörnina, bjó til fimmtán skotfæri fyrir félaga sína og fiskaði fjögur víti.Vísir/Vilhelm
Það var gaman að vera Íslendingur í Malmö í gær. Hér má sjá Arnar Frey Arnarsson kátan eftir leik.Gísli Þorgeir Kristjánsson
Þorsteinn Leó Gunnarsson reynir hér skot en hann kom inn á völlinn til að taka lokasókn í einni sókninni þegar Ísland var að fá á sig leiktöf.Vísir/Vilhelm
Íslensku marki er hér fagnað af mikilli innlifun.Vísir/Vilhelm
Haukur Þrastarson lét heldur betur ekki vaða yfir sig í leiknum í gær.Vísir/Vilhelm
Viktor Gísli Hallgrímsson varði vel allan leikinn og fagnar hér með íslenska stuðningsfólkinu sem svaraði með: „“ Viktor Gísli...Viktor Gísli....Viktor Gísli.“Vísir/Vilhelm
Ýmir Örn Gíslason var öflugur í íslensku vörninni og fagnar hér í leikslok.Vísir/Vilhelm
Snorri Steinn Guðjónsson setti þennan leik frábærlega upp.Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×