Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar 26. janúar 2026 09:15 Í íslenskum stjórnmálum hefur það oft gerst að hugmyndir sem fólk afgreiddi fyrst sem hálfgerðar jaðarpælingar eða sem óraunhæfa draumóra, reyndust síðar einfaldlega hafa verið á undan sinni samtíð. Píratar hafa ítrekað verið í þeirri stöðu. Það sem einu sinni var gert lítið úr, hlegið að eða afgreitt sem ýkjur hefur í mörgum tilvikum raungerst, og stundum með mun alvarlegri afleiðingum en margir vildu viðurkenna á sínum tíma. Þegar Píratar vöruðu við fjöldaeftirliti Eitt besta dæmið um þetta er umræðan um fjöldaeftirlit. Píratar vöruðu snemma við því að ef tæknin fengi að þróast án þess að löggjöfin þróaðist með og sett væru raunhæf lög til þess að koma í veg fyrir það og á meðan stjórnmálastéttin þorði ekki að grípa í taumana, gætum við endað með samfélag þar sem fylgst er með okkur öllum, jafnvel án þess að við vitum af því. Í mörg ár var þessum viðvörunum mætt með vantrú og háði. Síðan komu Snowden-lekarnir, en þeir staðfestu að umfang ríkisrekinna njósna í Bandaríkjunum var langt umfram það sem almenningur hafði verið upplýstur um. Í kjölfarið bentu Píratar á að vandinn snerist ekki lengur eingöngu um ríkisvaldið. Valdið er nefnilega að safnast saman hjá örfáum tæknirisum, flestir staðsettir í Bandaríkjunum. Þetta hefur skapað nýja tegund valds. Þessi fyrirtæki þurfa eiginlega ekki að svara neinum, geta starfað þvert á landamæri og það er ekkert alvöru regluverk sem nær yfir þau á heimsvísu. Þegar net- og skýjaþjónusta ríkja, sveitarfélaga og jafnvel framkvæmd kosninga, og sannarlega kosningabaráttu, eru orðnar háðar erlendum stórfyrirtækjum, erum við komin í mjög viðkvæma stöðu. Bandaríkin geta ekki slökkt bókstaflega á internetinu, en þau hafa hins vegar gífurlegt vald til að gera stafrænt líf ríkja mjög erfitt ef pólitískir eða efnahagslegir hagsmunir rekast á. Þetta er ekki ímynduð ógn heldur einföld staðreynd um innviði og vald í stafrænum heimi. Í dag búum við við verulegt fjöldaeftirlit sem er bæði ríkis- og fyrirtækjadrifið, nákvæmlega eins og Píratar vöruðu við. Upplýsingum um hegðun okkar, samskipti, staðsetningu og neyslu er safnað í stórum stíl og þær nýttar í tilgangi sem almenningur hefur takmarkaða innsýn í og hefur enn minni stjórn á. Það sem átti að vera tæki til þæginda og framfara hefur í of mörgum tilvikum orðið að innviðum valdbeitingar. Þetta snýst þó ekki eingöngu um að safna gögnum, heldur einnig um að móta hegðun. Reiknirit samfélagsmiðla og stafrænnar þjónustu eru hönnuð til að virkja sterkustu og frumstæðustu hvatir okkar, ótta, reiði, löngun og þörf fyrir samþykki. Með því að hámarka athygli og viðbrögð er verið að ýta undir skautun, hvatvísi og stöðuga örvun, oft á kostnað yfirvegunar, samkenndar og lýðræðislegrar umræðu. Þetta er vald sem virkar ekki með boðvaldi, heldur með því að stýra því hvað við sjáum, hvernig okkur líður og að lokum hvernig við hegðum okkur.Þegar fjórðavaldið flyst frá ritstýrðum fjölmiðlum til reiknirita einkafyrirtækja, blandast áróður og falsfréttir óhjákvæmilega saman við staðreyndir. Þetta grefur ekki aðeins undan trausti á fjölmiðlum, heldur á hugmyndinni um sannleikann sjálfan. Þegar mörkin milli raunveruleika og tilbúinna frásagna hverfa, veikist lýðræðið. Þessi þróun er ekki tilviljun, heldur bein afleiðing valdafærslu sem Píratar vöruðu snemma og skýrt við. Píratar voru ekki að vara við tækninni sjálfri, heldur við því að hún þróaðist án lýðræðislegs aðhalds, mannréttinda og raunverulegrar ábyrgðar. Ný nálgun í fíkniefnamálum Svipuð saga endurtekur sig þegar horft er til vímuefnamála. Píratar vöruðu snemma við því að óbreytt ástand væri hreinlega ekki að virka. Þeir voru fyrsti flokkurinn hérlendis sem barðist markvisst fyrir afglæpavæðingu og skaðaminnkun. Þeir bentu strax á að refsistefna dregur ekki úr neyslu, á meðan skaðaminnkun dregur úr dauðsföllum. Það var ekki gert af einhverri hugmyndafræðilegri óskhyggju eða sem eitthvað gæluverkefni, heldur vegna þess að öll gögn sýndu að refsistefnan væri hvorki að skila árangri né væri hún mannúðleg. Lengi vel var þetta kallað ábyrgðarleysi og því haldið fram að Píratar vildu bara leyfa óhefta neyslu. En í dag blasir raunveruleikinn við. Dauðsföll, jaðarsetning og brostið traust á kerfinu er sá raunverulegi kostnaður sem við greiðum fyrir að halda áfram á braut refsinga og útilokunar. Afleiðingarnar sjást einnig á öðrum sviðum. Skipulögð glæpastarfsemi hefur líklega eflst hérlendis í skjóli mikillar eftirspurnar Íslendinga eftir vímuefnum, á meðan markaðurinn er alfarið í höndum undirheimanna. Þetta er ekki tilviljun heldur bein afleiðing stefnu sem ýtir neyslu í felur og gerir fólki erfitt fyrir að leita sér aðstoðar, í stað þess að takast á við vandann sem félagslegt lýðheilsuverkefni. Í stað þess að horfast í augu við þessa staðreynd hefur umræðan of oft beinst annað, þar sem skipulögð glæpastarfsemi er ranglega tengd við innflytjendur og flóttafólk. Slík framsetning stenst enga skoðun. Rót vandans liggur ekki í uppruna fólks, heldur í stöðugri eftirspurn hér á landi eftir ólöglegum vímuefnum og stefnu sem heldur markaðnum í höndum undirheimanna. Píratar komu ekki aðeins með hugmyndina um afglæpavæðingu inn í íslensk stjórnmál, heldur bentu jafnframt á að rót vandans lægi dýpra. Þeir lögðu áherslu á tengsl fíknivanda við jaðarsetningu, húsnæðisvanda, fátækt, félagslega einangrun og útskúfun þætti sem samfélagið hefur of lengi kosið að horfa fram hjá. Erum við að læra? Það sem sameinar þessi dæmi er að Píratar voru tilbúnir að horfast í augu við þróun sem öðrum þótti óþægilegt að viðurkenna. Píratar eru ekki fullkomnir og hafa gert mistök eins og aðrir, en þeir sáu hættumerkin áður en þau blasti við öllum öðrum. Sú staðreynd ætti að fá okkur til að spyrja: Hvers vegna var svona lítið hlustað, og höfum við lært eitthvað af því? Í heimi þar sem tækni, valdasamþjöppun og félagsleg vandamál fléttast sífellt þéttar saman, er það ekki veikleiki að hlusta á „óþægilegu“ spurningarnar. Það er forsenda þess að við getum forðast að endurtaka sömu mistökin aftur og aftur. Kannski er einfaldlega kominn tími til að hlusta á þetta pólitíska afl sem voru of langt á undan sinni samtíð með framtíðasýn? Höfundur er Pírati. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðni Freyr Öfjörð Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Handboltaangistin Fastir pennar Ósanngjarn skattur Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Íslands fullorðnu synir Hannes Pétursson Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Þú borðar lygi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun VG á tímamótum Fastir pennar Njótum hátíðanna Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vinnufriður Eyþór Arnalds Skoðun Draumur Vigdísar Ragnheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Um uppbyggingu og starfsemi Arctic Adventures við Skaftafell Ásgeir Baldurs skrifar Skoðun Orkuskipti í orði – ekki á borði Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Fiskeldi til framtíðar Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson skrifar Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Sjá meira
Í íslenskum stjórnmálum hefur það oft gerst að hugmyndir sem fólk afgreiddi fyrst sem hálfgerðar jaðarpælingar eða sem óraunhæfa draumóra, reyndust síðar einfaldlega hafa verið á undan sinni samtíð. Píratar hafa ítrekað verið í þeirri stöðu. Það sem einu sinni var gert lítið úr, hlegið að eða afgreitt sem ýkjur hefur í mörgum tilvikum raungerst, og stundum með mun alvarlegri afleiðingum en margir vildu viðurkenna á sínum tíma. Þegar Píratar vöruðu við fjöldaeftirliti Eitt besta dæmið um þetta er umræðan um fjöldaeftirlit. Píratar vöruðu snemma við því að ef tæknin fengi að þróast án þess að löggjöfin þróaðist með og sett væru raunhæf lög til þess að koma í veg fyrir það og á meðan stjórnmálastéttin þorði ekki að grípa í taumana, gætum við endað með samfélag þar sem fylgst er með okkur öllum, jafnvel án þess að við vitum af því. Í mörg ár var þessum viðvörunum mætt með vantrú og háði. Síðan komu Snowden-lekarnir, en þeir staðfestu að umfang ríkisrekinna njósna í Bandaríkjunum var langt umfram það sem almenningur hafði verið upplýstur um. Í kjölfarið bentu Píratar á að vandinn snerist ekki lengur eingöngu um ríkisvaldið. Valdið er nefnilega að safnast saman hjá örfáum tæknirisum, flestir staðsettir í Bandaríkjunum. Þetta hefur skapað nýja tegund valds. Þessi fyrirtæki þurfa eiginlega ekki að svara neinum, geta starfað þvert á landamæri og það er ekkert alvöru regluverk sem nær yfir þau á heimsvísu. Þegar net- og skýjaþjónusta ríkja, sveitarfélaga og jafnvel framkvæmd kosninga, og sannarlega kosningabaráttu, eru orðnar háðar erlendum stórfyrirtækjum, erum við komin í mjög viðkvæma stöðu. Bandaríkin geta ekki slökkt bókstaflega á internetinu, en þau hafa hins vegar gífurlegt vald til að gera stafrænt líf ríkja mjög erfitt ef pólitískir eða efnahagslegir hagsmunir rekast á. Þetta er ekki ímynduð ógn heldur einföld staðreynd um innviði og vald í stafrænum heimi. Í dag búum við við verulegt fjöldaeftirlit sem er bæði ríkis- og fyrirtækjadrifið, nákvæmlega eins og Píratar vöruðu við. Upplýsingum um hegðun okkar, samskipti, staðsetningu og neyslu er safnað í stórum stíl og þær nýttar í tilgangi sem almenningur hefur takmarkaða innsýn í og hefur enn minni stjórn á. Það sem átti að vera tæki til þæginda og framfara hefur í of mörgum tilvikum orðið að innviðum valdbeitingar. Þetta snýst þó ekki eingöngu um að safna gögnum, heldur einnig um að móta hegðun. Reiknirit samfélagsmiðla og stafrænnar þjónustu eru hönnuð til að virkja sterkustu og frumstæðustu hvatir okkar, ótta, reiði, löngun og þörf fyrir samþykki. Með því að hámarka athygli og viðbrögð er verið að ýta undir skautun, hvatvísi og stöðuga örvun, oft á kostnað yfirvegunar, samkenndar og lýðræðislegrar umræðu. Þetta er vald sem virkar ekki með boðvaldi, heldur með því að stýra því hvað við sjáum, hvernig okkur líður og að lokum hvernig við hegðum okkur.Þegar fjórðavaldið flyst frá ritstýrðum fjölmiðlum til reiknirita einkafyrirtækja, blandast áróður og falsfréttir óhjákvæmilega saman við staðreyndir. Þetta grefur ekki aðeins undan trausti á fjölmiðlum, heldur á hugmyndinni um sannleikann sjálfan. Þegar mörkin milli raunveruleika og tilbúinna frásagna hverfa, veikist lýðræðið. Þessi þróun er ekki tilviljun, heldur bein afleiðing valdafærslu sem Píratar vöruðu snemma og skýrt við. Píratar voru ekki að vara við tækninni sjálfri, heldur við því að hún þróaðist án lýðræðislegs aðhalds, mannréttinda og raunverulegrar ábyrgðar. Ný nálgun í fíkniefnamálum Svipuð saga endurtekur sig þegar horft er til vímuefnamála. Píratar vöruðu snemma við því að óbreytt ástand væri hreinlega ekki að virka. Þeir voru fyrsti flokkurinn hérlendis sem barðist markvisst fyrir afglæpavæðingu og skaðaminnkun. Þeir bentu strax á að refsistefna dregur ekki úr neyslu, á meðan skaðaminnkun dregur úr dauðsföllum. Það var ekki gert af einhverri hugmyndafræðilegri óskhyggju eða sem eitthvað gæluverkefni, heldur vegna þess að öll gögn sýndu að refsistefnan væri hvorki að skila árangri né væri hún mannúðleg. Lengi vel var þetta kallað ábyrgðarleysi og því haldið fram að Píratar vildu bara leyfa óhefta neyslu. En í dag blasir raunveruleikinn við. Dauðsföll, jaðarsetning og brostið traust á kerfinu er sá raunverulegi kostnaður sem við greiðum fyrir að halda áfram á braut refsinga og útilokunar. Afleiðingarnar sjást einnig á öðrum sviðum. Skipulögð glæpastarfsemi hefur líklega eflst hérlendis í skjóli mikillar eftirspurnar Íslendinga eftir vímuefnum, á meðan markaðurinn er alfarið í höndum undirheimanna. Þetta er ekki tilviljun heldur bein afleiðing stefnu sem ýtir neyslu í felur og gerir fólki erfitt fyrir að leita sér aðstoðar, í stað þess að takast á við vandann sem félagslegt lýðheilsuverkefni. Í stað þess að horfast í augu við þessa staðreynd hefur umræðan of oft beinst annað, þar sem skipulögð glæpastarfsemi er ranglega tengd við innflytjendur og flóttafólk. Slík framsetning stenst enga skoðun. Rót vandans liggur ekki í uppruna fólks, heldur í stöðugri eftirspurn hér á landi eftir ólöglegum vímuefnum og stefnu sem heldur markaðnum í höndum undirheimanna. Píratar komu ekki aðeins með hugmyndina um afglæpavæðingu inn í íslensk stjórnmál, heldur bentu jafnframt á að rót vandans lægi dýpra. Þeir lögðu áherslu á tengsl fíknivanda við jaðarsetningu, húsnæðisvanda, fátækt, félagslega einangrun og útskúfun þætti sem samfélagið hefur of lengi kosið að horfa fram hjá. Erum við að læra? Það sem sameinar þessi dæmi er að Píratar voru tilbúnir að horfast í augu við þróun sem öðrum þótti óþægilegt að viðurkenna. Píratar eru ekki fullkomnir og hafa gert mistök eins og aðrir, en þeir sáu hættumerkin áður en þau blasti við öllum öðrum. Sú staðreynd ætti að fá okkur til að spyrja: Hvers vegna var svona lítið hlustað, og höfum við lært eitthvað af því? Í heimi þar sem tækni, valdasamþjöppun og félagsleg vandamál fléttast sífellt þéttar saman, er það ekki veikleiki að hlusta á „óþægilegu“ spurningarnar. Það er forsenda þess að við getum forðast að endurtaka sömu mistökin aftur og aftur. Kannski er einfaldlega kominn tími til að hlusta á þetta pólitíska afl sem voru of langt á undan sinni samtíð með framtíðasýn? Höfundur er Pírati.
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar