Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar 26. janúar 2026 15:30 Lagareldisfrumvarp ríkisstjórnarinnar ber öll merki þess að vera samið með hagsmuni laxeldisfyrirtækja að leiðarljósi. Það er ekki skrifað út frá vernd náttúru eða almannahagsmunum heldur til að tryggja rekstraröryggi iðnaðar sem allir vita að felur í sér verulega og varanlega umhverfisáhættu. Sjókvíaeldi á laxi hefur ítrekað sýnt að það ógnar villtum laxastofnum. Sleppingar eldislaxa, laxalús, sjúkdómar og erfðablöndun eru ekki undantekningar heldur eðlilegur fylgifiskur starfseminnar. Þegar slíkt gerist er tjónið óafturkræft. Þrátt fyrir þessa þekking er frumvarpið byggt á þeirri forsendu að þessi áhætta sé ásættanleg. Í stað þess að draga úr áhættu eða færa starfsemina í öruggari farveg er hún í raun normalíseruð. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að vandamál muni koma upp, en í stað þess að tryggja að þeir sem skapa vandann beri ábyrgð er ábyrgðinni snúið við. Þetta sést skýrast í 8. grein frumvarpsins. Þar er kveðið á um að ríkið bæti laxeldisfyrirtækjum tjón ef starfsemi þeirra er takmörkuð eða stöðvuð vegna umhverfisáhrifa. Með öðrum orðum: ef fyrirtæki gengur á náttúruna og stjórnvöld neyðast til að grípa inn í, þá greiðir almenningur reikninginn. Mengunarbótareglan er þar með sett til hliðar. Slíkt fyrirkomulag gildir ekki um aðrar atvinnugreinar. Hér er einn iðnaður settur í algjöra sérstöðu, með ríkissjóð sem baktryggingu. Það er erfitt að lesa þetta öðruvísi en sem viðurkenningu á því að vandamál muni koma upp, en að þau eigi ekki að bitna á þeim sem skapa þau. Frumvarpið veitir ekki raunverulega vernd villtra laxastofna, setur engar afgerandi skorður við útþenslu sjókvíaeldis og veikjar grundvallarhugmyndir um ábyrgð í atvinnurekstri. Áhættan er færð frá fyrirtækjunum yfir á samfélagið í heild. Niðurstaðan er einföld. Þetta frumvarp á að draga til baka og endurvinna frá grunni. Í núverandi mynd er það ekki aðeins slæm lagasetning, heldur áfellisdómur yfir íslenskri stjórnsýslu – þó af nægu sé vissulega að taka. Höfundur er framkvæmdarstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Njótum hátíðanna Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Íslands fullorðnu synir Hannes Pétursson Skoðun VG á tímamótum Fastir pennar Vinnufriður Eyþór Arnalds Skoðun Handboltaangistin Fastir pennar Hugmyndafræðin skynseminni yfirsterkari Skoðun Klípa forsetaembættisins Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Um uppbyggingu og starfsemi Arctic Adventures við Skaftafell Ásgeir Baldurs skrifar Skoðun Orkuskipti í orði – ekki á borði Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Fiskeldi til framtíðar Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson skrifar Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Sjá meira
Lagareldisfrumvarp ríkisstjórnarinnar ber öll merki þess að vera samið með hagsmuni laxeldisfyrirtækja að leiðarljósi. Það er ekki skrifað út frá vernd náttúru eða almannahagsmunum heldur til að tryggja rekstraröryggi iðnaðar sem allir vita að felur í sér verulega og varanlega umhverfisáhættu. Sjókvíaeldi á laxi hefur ítrekað sýnt að það ógnar villtum laxastofnum. Sleppingar eldislaxa, laxalús, sjúkdómar og erfðablöndun eru ekki undantekningar heldur eðlilegur fylgifiskur starfseminnar. Þegar slíkt gerist er tjónið óafturkræft. Þrátt fyrir þessa þekking er frumvarpið byggt á þeirri forsendu að þessi áhætta sé ásættanleg. Í stað þess að draga úr áhættu eða færa starfsemina í öruggari farveg er hún í raun normalíseruð. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að vandamál muni koma upp, en í stað þess að tryggja að þeir sem skapa vandann beri ábyrgð er ábyrgðinni snúið við. Þetta sést skýrast í 8. grein frumvarpsins. Þar er kveðið á um að ríkið bæti laxeldisfyrirtækjum tjón ef starfsemi þeirra er takmörkuð eða stöðvuð vegna umhverfisáhrifa. Með öðrum orðum: ef fyrirtæki gengur á náttúruna og stjórnvöld neyðast til að grípa inn í, þá greiðir almenningur reikninginn. Mengunarbótareglan er þar með sett til hliðar. Slíkt fyrirkomulag gildir ekki um aðrar atvinnugreinar. Hér er einn iðnaður settur í algjöra sérstöðu, með ríkissjóð sem baktryggingu. Það er erfitt að lesa þetta öðruvísi en sem viðurkenningu á því að vandamál muni koma upp, en að þau eigi ekki að bitna á þeim sem skapa þau. Frumvarpið veitir ekki raunverulega vernd villtra laxastofna, setur engar afgerandi skorður við útþenslu sjókvíaeldis og veikjar grundvallarhugmyndir um ábyrgð í atvinnurekstri. Áhættan er færð frá fyrirtækjunum yfir á samfélagið í heild. Niðurstaðan er einföld. Þetta frumvarp á að draga til baka og endurvinna frá grunni. Í núverandi mynd er það ekki aðeins slæm lagasetning, heldur áfellisdómur yfir íslenskri stjórnsýslu – þó af nægu sé vissulega að taka. Höfundur er framkvæmdarstjóri.
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar