Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar 27. janúar 2026 10:30 Hugleiðing fyrir samfélagið Það er algengt að upplifa að heimurinn sé orðinn flóknari og óöruggari en áður. Fréttir af stríðum, loftslagsvanda, kvíða og geðrænum áskorunum eru áberandi í daglegu lífi og óhjákvæmilegar í stafrænum heimi. Börn og unglingar verða ekki síður fyrir þessum áhrifum en fullorðnir – og oft án þess að hafa fullan þroska til að vinna úr þeim. Samtímis sýna gögn að heimurinn hefur á mörgum lykilsviðum þróast til hins betra. Lífslíkur hafa aukist, heilbrigðisþjónusta batnað og aðgengi að menntun er meira en nokkru sinni fyrr. Læknirinn Hans Rosling bendir á í bók sinni Raunvitund (Factfulness) að neikvæð heimsmynd sé oft mótuð af skekkjum í upplýsingavinnslu og þeirri staðreynd að slæmar fréttir fá meira rými í fjölmiðlum en jákvæð þróun (Rosling o.fl., 2018). Þetta þýðir þó ekki að áhyggjur okkar séu óraunverulegar, heldur að mikilvægt sé að halda jafnvægi milli raunsæis og vonar. Ég ætla að skoða málefni samfélagsins með þessum gleraugum, ekki síst í ljósi þess að mikil umræða er um að börn og unglingar séu á verri veg en áður þegar kemur að skóla og öðrum þáttum sem tengjast þeim. Lestur, agi og skipulag hafa fengið mikið rými í umræðunni, en öðru verið haldið meira til hliðar. Sem grunnskólakennari get ég þó tekið eftir, skoðað og endurspeglað fleiri hliðar en þeir sem lesa um skólamál eingöngu í fjölmiðlum, þar sem oft er aðeins ein hlið sögunnar sögð og starfsfólk skóla fær ekki alltaf að koma að umræðunni. Börn í heimi stöðugra áreita Í skólastarfi dagsins í dag blasir þessi tvíhyggja skýrt við. Ég starfa sem grunnskólakennari og kenni nemendum með fjölbreyttan bakgrunn sem koma úr ólíkum aðstæðum. Margt í þeirra umhverfi reynir töluvert á áreitisstjórnun og þolmörk þeirra. Samhliða þessu eru þau í stöðugri tengingu við heiminn í gegnum snjalltæki. Börn vita af stríðum, samfélagslegum átökum og umhverfisvá, jafnvel áður en þau hafa þroska til að setja slíkar upplýsingar í samhengi. Þegar orðaforði og hugtök eru komin á undan merkingu þeirra getur orðræðan byggst á misskilningi og rangtúlkun. Þrátt fyrir það er þetta þeirra heimur, með bæði kosti og galla. Þau læra margt af þessu, enda er þar oft mikið fræðandi efni, en á sama tíma dregur þetta úr einbeitingu þeirra og getur verið erfitt að losa sig undan stöðugu áreiti. Samkvæmt íslenskri rannsókn eru unglingar að meðaltali 5,6 klukkustundir á dag í símanum (Soffía Margrét Hrafnkelsdóttir, 2020), sem jafngildir lengd hefðbundins skóladags. Ég útskýri oft fyrir nemendum mínum að ég les mikið bækur og spyr þau hvernig þeim fyndist ef ég stæði stöðugt með bók, vildi helst ekki láta trufla mig og, þegar þau þurfa á aðstoð að halda, myndi ég vísa þeim frá vegna þess að ég væri upptekinn. Svörin hafa yfirleitt verið þau að þetta væri frekar asnalegt og að ég væri ekki einbeittur kennari. Í þessu samhengi bendi ég á að einnig skiptir máli að dópamínframleiðsla sé í jafnvægi. Tæknin getur skapað gerviumbun í formi stöðugs dópamínáreitis, sem hefur áhrif á einbeitingu, þolinmæði og hæfni til að vinna að langtímamarkmiðum. Þrátt fyrir þessar áskoranir, sem flestir sem starfa í grunnskóla þekkja vel og reyna eftir fremsta megni að skilja, hafa samskipti nemenda jafnframt breyst. Þau tala opnara um líðan sína, sjálfsmynd og tilfinningar en fyrri kynslóðir. Þetta endurspeglar aukna tilfinningagreind og meðvitund sem birtist í betra tilfinningalæsi – styrk sem nýtist þeim þegar fram líða stundir. Hér hafa orðið miklar framfarir sem hjálpa þeim að skilja sjálf sig og hvernig umhverfið virkar hverju sinni. Eins og John Dewey sagði: Við lærum ekki af reynslunni nema með því að endurspegla hana. Nemendur eru stöðugt að vega og meta áreiti í umhverfinu, hvort sem það er í skólanum, í símanum eða í lífinu sjálfu. Þannig eru þau í raun að kenna okkur, sem horfum á lífið sem tilviljunarkennt – sem það er að hluta til – en jafnframt eitthvað sem hægt er að hugsa um, greina og kortleggja, bæði í eftirhyggju og með framtíðina í huga. Andleg líðan – aukin vitund og auknar kröfur Þrátt fyrir að þau eru að aðlagast nýrri veröld með öðruvísi sýn þá hafa áhyggjur af geðheilbrigði barna og unglinga aukist á síðustu árum. Þunglyndi og kvíði eru meðal algengustu heilsuvandamála ungs fólks og notkun geðlyfja hefur aukist í mörgum vestrænum ríkjum (OECD, 2021). Samhliða þessu benda rannsóknir á að snjallsímar og samfélagsmiðlar geti haft áhrif á líðan ungmenna, meðal annars með auknum samanburði, stöðugu áreiti og truflun á svefni (Soffía Margrét Hrafnkelsdóttir o.fl., 2018). Aftur á móti hefur þekking á geðheilbrigði aukist verulega líka. Börn og unglingar eru orðnir meðvitaðri um eigin líðan, greiningar og úrræði. Þau skilja í auknum mæli að geðræn einkenni eru ekki fasti heldur breytileg og að hægt er að vinna með þau. Carl Jung benti á að mannkynið hefði þróast hraðar tæknilega en sálfræðilega, en í dag má sjá merki þess að samfélagið sé að ná sálfræðilega hlutanum betur á eftir. Það eru tvær þróunarlínur sem fara nú saman, þar sem áður var aðeins ein. Tæknin og geðrænar áskoranir vega töluvert inn í þessari umræðu en síðan eru það flóknari samspil menningarlegra, félagslegra og efnahagslegra þátta. Sem dæmi, getur verið kostnaðarsamt að stunda íþróttir, sem fæla tilvonandi iðkendur frá og draga úr líkum á reglulegri hreyfingu. Afleiðingin getur verið minni samfélagsleg tenging barna og unglinga en áður. Við sem höfum æft íþróttir vitum hversu öflugur vettvangur þær geta verið fyrir einstaklings- og félagslega mótun. Í gegnum tíðina hefur skólinn tekið á sig sífellt stærra hlutverk og orðið burðarstoð í að skapa samfélag. Skólinn sem fræðsla og sjálfsrækt Skólinn gegnir lykilhlutverki í þessari þróun. Hann er ekki lengur einungis staður fræðslu, heldur einnig vettvangur félagslegs öryggis, samskipta og stuðnings. Kennarar sinna í auknum mæli bæði kennslu og umönnun og þurfa að bregðast við fjölbreyttum þörfum nemenda. Menntun hefur verið eitt sterkasta jöfnunarafl íslensks samfélags. Með lögfestingu fræðsluskyldu árið 1907 og síðar lengingu grunnskólaskyldu hefur aðgengi barna að menntun aukist verulega (Mennta- og barnamálaráðuneytið). Í dag er meiri áhersla lögð á fjölbreytt námsmat, samvinnu, skapandi og gagnrýna hugsun og félagsfærni, sem gerir fleiri börnum kleift að blómstra. Einnig eru nú mun betri möguleikar fyrir börn með námsörðugleika að ljúka námi með viðeigandi stuðningi. Þetta endurspeglar breytt viðhorf til jafnréttis, mannréttinda og þátttöku allra barna í skólasamfélaginu. Skólinn hefur tekið miklum breytingum hvað varðar meðalnemendur og ósjálfrátt fá þeir meira svigrúm en áður. Þetta getur bitnað á sterkum nemendum og krefst þess að kennarar lesi í stöðuna og bregðist við á viðeigandi hátt. Ég tel að skólakerfið í dag myndi henta betur þeim nemendum sem glímdu við námsörðugleika á sínum tíma, enda eru inngrip, aðgerðir og meðvitund mun sterkari nú en áður. Áður var skólinn hannaður meira fyrir námslega sterka nemendur, þannig að við upplifum nú ákveðna jafnvægisslá, sem einnig má skoða sem annað sjónarhorn á þróunina. Eins er með lestur barna og unglinga, sem hefur verið að dvína hægt og rólega með tímanum samkvæmt helstu rannsóknum (Menntamálastofnun, 2023). Þessu er verið að bregðast við á hverjum degi með lestrarkennslu og aðferðum, með nýjustu viðbótinni sem er nýtt matskerfi sem á eftir að líta dagsins ljós. Hins vegar hefur það hvernig börn og unglingar lesa færst í mun fleiri þætti en áður, sem sumir telja hefta getu þeirra til að taka þátt í samfélagslegri umræðu. Við þurfum að auka áhuga þeirra á lestri, en hann einn og sér getur ekki einangrað sjálfstæði og árangur í lífinu. Breytt ábyrgð barna og unglinga Oft er haldið fram að börn beri minni ábyrgð en áður. Í raun bera þau einfaldlega annars konar ábyrgð. Þau takast á við eigin líðan, félagsleg tengsl, kröfur um árangur og stöðuga sjálfsskoðun. Margir unglingar vinna jafnframt úr áföllum – bæði eigin og þeirra sem eldri kynslóðir höfðu hvorki rými né verkfæri til að vinna úr. Þar af leiðandi eru margir unglingar að bregðast við aðstæðum sem þeir hafa enga stjórn á, og eina leiðin getur verið að fá útrás með því að varpa erfiðleikum yfir á aðra. Þetta getur varpað skýrara ljósi á hvers vegna hegðun hefur breyst, sem bitnar á aga og skipulagi. Rannsóknir sýna einnig að kynþroski hefst fyrr en áður, meðal annars vegna bættrar næringar og heilbrigðis (Parent o.fl., 2003). Aukinn skilningur er á þessum málum og fræðsla er lykilatriði til að fylgja þessari þróun eftir. Samhliða því þarf markvissa forvörn til að skapa sem mestan fyrirsjáanleika þegar kemur að ofbeldi af ýmsum toga. Þó liggi ekki fyrir rannsóknir sem sýna skýrt aukningu í ofbeldi, segjast um 5–6% nemenda upplifa einelti (Einar B. Þorsteinsson og Ársæll Arnarsson, 2018). Á sama tíma er meiri áhersla lögð á tilfinningalæsi, sjálfsmynd og geðheilbrigði barna en áður. Þetta er jákvæð þróun, en jafnframt hafa kröfur um sjálfsþekkingu, árangur og stöðuga þátttöku aukist. Læknirinn Gabor Maté hefur bent á að aukin vitund um eigin líðan og áhrif hennar geti verið lykill að betri andlegri heilsu, bæði hjá einstaklingum og samfélaginu í heild. Sameiginleg ábyrgð kennara, foreldra og annarra Kennarar, foreldrar og aðrir standa frammi fyrir sameiginlegri áskorun: að styðja börn í heimi sem breytist hraðar en áður. Framfarir í tækni einar og sér tryggja ekki vellíðan. Það sem skiptir mestu máli er að börn upplifi öryggi, tengsl og tilgang. Með samvinnu heimilis og skóla, opnum samskiptum og raunhæfum væntingum getum við skapað aðstæður þar sem börn fá að dafna – ekki aðeins til að standast kröfur samtímans, heldur einnig til að líða vel í eigin skinni og byggja upp seiglu til framtíðar. Mér finnst einnig mikilvægt að við sem samfélag þróum með okkur mótlætisbjartsýni, ekki eingöngu sem einstaklingsbundið hugtak heldur sem sameiginlegt viðhorf og viðnám gagnvart börnum og unglingum í samfélagslegu samhengi. Sálgreinirinn Viktor Frankl kom fram með þessa hugmynd á sínum tíma. Hún fjallar um að sjá veröldina eins og hún er, en líka vera með jákvæðni að leiðarljósi á raunsæjan hátt (Frankl, 2004). Mörg börn glíma við erfiðar aðstæður og þurfa bæði skilning og tíma til að finna fótfestu í samfélaginu. Sem dæmi má nefna börn og unglinga sem koma frá átakasvæðum erlendis, þar sem stríð og tortíming hafa átt sér stað. Slík reynsla vinnst ekki úr á skömmum tíma heldur krefst aðlögunar, stuðnings og ígrundunar. Það er erfitt að horfa fram hjá því að börn sem fæddust í kringum 2009 upplifðu bankahrunið, sem leiddi til mikilla efnahagslegra þrenginga fyrir foreldra, fjölskyldur og samfélagið allt. Afleiðingarnar birtust meðal annars í atvinnuleysi, óstöðugleika á fasteignamarkaði og ófyrirsjáanleika sem hafði áhrif á lífsskilyrði margra. Stöðugleiki varð að safnorði sem fáir nutu, á meðan mannleg réttindi urðu undir í umræðunni. Þessi börn hafa séð afleiðingar þessarar þróunar, sem hefur birst í geðrænum áskorunum og í sumum tilfellum tengst vímuefnaneyslu, ofbeldi og afbrotum. Í kjölfarið kom COVID-faraldurinn, þar sem svipað mynstur birtist, þó ekki í jafn víðtæku samhengi og bankahrunið. Líkt og fólk af minni kynslóð er að vinna úr því sem átti sér stað í okkar æsku, eru mörg okkar enn að vinna úr reynslu lífsins. Við erum þau sem höfum opnað umræðu og endurskoðun á þeirri hugmynd að þögn sé farsæl lausn – því þögnin getur leitt til bælingar og afneitunar. Sama á við um börn og unglinga í dag. Þau eru viðbót við okkur í því að vekja upp hugsun og samtal og færa umræðuna lengra. Það kæmi mér ekki á óvart að mun fleiri þeirra muni í framtíðinni vinna úr sínum áföllum á opnari hátt en áður hefur tíðkast í samfélaginu. Höfundur er grunnskólakennari og seigluráðgjafi. Heimildir Frank, E.V. (2004). Man's search for meaning. Rider: London. Mennta- og barnamálaráðuneytið. Saga fræðsluskyldu á Íslandi. Menntamálastofnun. (2023). Helstur niðurstöður PISA 2022. Reykjavík: Höfundur. OECD. (2021). Mental Health and COVID-19. Parent, A. S., Teilmann, G., Juul, A., Skakkebaek, N. E., Toppari, J., & Bourguignon, J. P. (2003). The timing of puberty. Endocrine Reviews. Rosling, H., Rosling, O., & Rosling, Rönnlund, A. (2018). Factfulness. Einar B. Þorsteinsson og Ársæl Arnarsson. (2018). Heilsa og lífskjör skólanema á Íslandi. Háskóli Íslands. Soffía Margrét Hrafnkelsdóttir. (2020). Less screen time and more physical activity is associated with more stable sleep patterns among Icelandic adolescents. (óútgefin Doktorsritgerð). Háskóli Íslands. Soffía Margrét Hrafnkelsdóttir. (2018). Less screen time and more frequent vigorous physical activity is associated with lower risk of reporting negative mental health symptoms among Icelandic adolescents, PLos One, 13(4): 10.1371/journal.pone.0196286 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástþór Ólafsson Mest lesið Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson Skoðun Klám Guðmundur Brynjólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Hugleiðing fyrir samfélagið Það er algengt að upplifa að heimurinn sé orðinn flóknari og óöruggari en áður. Fréttir af stríðum, loftslagsvanda, kvíða og geðrænum áskorunum eru áberandi í daglegu lífi og óhjákvæmilegar í stafrænum heimi. Börn og unglingar verða ekki síður fyrir þessum áhrifum en fullorðnir – og oft án þess að hafa fullan þroska til að vinna úr þeim. Samtímis sýna gögn að heimurinn hefur á mörgum lykilsviðum þróast til hins betra. Lífslíkur hafa aukist, heilbrigðisþjónusta batnað og aðgengi að menntun er meira en nokkru sinni fyrr. Læknirinn Hans Rosling bendir á í bók sinni Raunvitund (Factfulness) að neikvæð heimsmynd sé oft mótuð af skekkjum í upplýsingavinnslu og þeirri staðreynd að slæmar fréttir fá meira rými í fjölmiðlum en jákvæð þróun (Rosling o.fl., 2018). Þetta þýðir þó ekki að áhyggjur okkar séu óraunverulegar, heldur að mikilvægt sé að halda jafnvægi milli raunsæis og vonar. Ég ætla að skoða málefni samfélagsins með þessum gleraugum, ekki síst í ljósi þess að mikil umræða er um að börn og unglingar séu á verri veg en áður þegar kemur að skóla og öðrum þáttum sem tengjast þeim. Lestur, agi og skipulag hafa fengið mikið rými í umræðunni, en öðru verið haldið meira til hliðar. Sem grunnskólakennari get ég þó tekið eftir, skoðað og endurspeglað fleiri hliðar en þeir sem lesa um skólamál eingöngu í fjölmiðlum, þar sem oft er aðeins ein hlið sögunnar sögð og starfsfólk skóla fær ekki alltaf að koma að umræðunni. Börn í heimi stöðugra áreita Í skólastarfi dagsins í dag blasir þessi tvíhyggja skýrt við. Ég starfa sem grunnskólakennari og kenni nemendum með fjölbreyttan bakgrunn sem koma úr ólíkum aðstæðum. Margt í þeirra umhverfi reynir töluvert á áreitisstjórnun og þolmörk þeirra. Samhliða þessu eru þau í stöðugri tengingu við heiminn í gegnum snjalltæki. Börn vita af stríðum, samfélagslegum átökum og umhverfisvá, jafnvel áður en þau hafa þroska til að setja slíkar upplýsingar í samhengi. Þegar orðaforði og hugtök eru komin á undan merkingu þeirra getur orðræðan byggst á misskilningi og rangtúlkun. Þrátt fyrir það er þetta þeirra heimur, með bæði kosti og galla. Þau læra margt af þessu, enda er þar oft mikið fræðandi efni, en á sama tíma dregur þetta úr einbeitingu þeirra og getur verið erfitt að losa sig undan stöðugu áreiti. Samkvæmt íslenskri rannsókn eru unglingar að meðaltali 5,6 klukkustundir á dag í símanum (Soffía Margrét Hrafnkelsdóttir, 2020), sem jafngildir lengd hefðbundins skóladags. Ég útskýri oft fyrir nemendum mínum að ég les mikið bækur og spyr þau hvernig þeim fyndist ef ég stæði stöðugt með bók, vildi helst ekki láta trufla mig og, þegar þau þurfa á aðstoð að halda, myndi ég vísa þeim frá vegna þess að ég væri upptekinn. Svörin hafa yfirleitt verið þau að þetta væri frekar asnalegt og að ég væri ekki einbeittur kennari. Í þessu samhengi bendi ég á að einnig skiptir máli að dópamínframleiðsla sé í jafnvægi. Tæknin getur skapað gerviumbun í formi stöðugs dópamínáreitis, sem hefur áhrif á einbeitingu, þolinmæði og hæfni til að vinna að langtímamarkmiðum. Þrátt fyrir þessar áskoranir, sem flestir sem starfa í grunnskóla þekkja vel og reyna eftir fremsta megni að skilja, hafa samskipti nemenda jafnframt breyst. Þau tala opnara um líðan sína, sjálfsmynd og tilfinningar en fyrri kynslóðir. Þetta endurspeglar aukna tilfinningagreind og meðvitund sem birtist í betra tilfinningalæsi – styrk sem nýtist þeim þegar fram líða stundir. Hér hafa orðið miklar framfarir sem hjálpa þeim að skilja sjálf sig og hvernig umhverfið virkar hverju sinni. Eins og John Dewey sagði: Við lærum ekki af reynslunni nema með því að endurspegla hana. Nemendur eru stöðugt að vega og meta áreiti í umhverfinu, hvort sem það er í skólanum, í símanum eða í lífinu sjálfu. Þannig eru þau í raun að kenna okkur, sem horfum á lífið sem tilviljunarkennt – sem það er að hluta til – en jafnframt eitthvað sem hægt er að hugsa um, greina og kortleggja, bæði í eftirhyggju og með framtíðina í huga. Andleg líðan – aukin vitund og auknar kröfur Þrátt fyrir að þau eru að aðlagast nýrri veröld með öðruvísi sýn þá hafa áhyggjur af geðheilbrigði barna og unglinga aukist á síðustu árum. Þunglyndi og kvíði eru meðal algengustu heilsuvandamála ungs fólks og notkun geðlyfja hefur aukist í mörgum vestrænum ríkjum (OECD, 2021). Samhliða þessu benda rannsóknir á að snjallsímar og samfélagsmiðlar geti haft áhrif á líðan ungmenna, meðal annars með auknum samanburði, stöðugu áreiti og truflun á svefni (Soffía Margrét Hrafnkelsdóttir o.fl., 2018). Aftur á móti hefur þekking á geðheilbrigði aukist verulega líka. Börn og unglingar eru orðnir meðvitaðri um eigin líðan, greiningar og úrræði. Þau skilja í auknum mæli að geðræn einkenni eru ekki fasti heldur breytileg og að hægt er að vinna með þau. Carl Jung benti á að mannkynið hefði þróast hraðar tæknilega en sálfræðilega, en í dag má sjá merki þess að samfélagið sé að ná sálfræðilega hlutanum betur á eftir. Það eru tvær þróunarlínur sem fara nú saman, þar sem áður var aðeins ein. Tæknin og geðrænar áskoranir vega töluvert inn í þessari umræðu en síðan eru það flóknari samspil menningarlegra, félagslegra og efnahagslegra þátta. Sem dæmi, getur verið kostnaðarsamt að stunda íþróttir, sem fæla tilvonandi iðkendur frá og draga úr líkum á reglulegri hreyfingu. Afleiðingin getur verið minni samfélagsleg tenging barna og unglinga en áður. Við sem höfum æft íþróttir vitum hversu öflugur vettvangur þær geta verið fyrir einstaklings- og félagslega mótun. Í gegnum tíðina hefur skólinn tekið á sig sífellt stærra hlutverk og orðið burðarstoð í að skapa samfélag. Skólinn sem fræðsla og sjálfsrækt Skólinn gegnir lykilhlutverki í þessari þróun. Hann er ekki lengur einungis staður fræðslu, heldur einnig vettvangur félagslegs öryggis, samskipta og stuðnings. Kennarar sinna í auknum mæli bæði kennslu og umönnun og þurfa að bregðast við fjölbreyttum þörfum nemenda. Menntun hefur verið eitt sterkasta jöfnunarafl íslensks samfélags. Með lögfestingu fræðsluskyldu árið 1907 og síðar lengingu grunnskólaskyldu hefur aðgengi barna að menntun aukist verulega (Mennta- og barnamálaráðuneytið). Í dag er meiri áhersla lögð á fjölbreytt námsmat, samvinnu, skapandi og gagnrýna hugsun og félagsfærni, sem gerir fleiri börnum kleift að blómstra. Einnig eru nú mun betri möguleikar fyrir börn með námsörðugleika að ljúka námi með viðeigandi stuðningi. Þetta endurspeglar breytt viðhorf til jafnréttis, mannréttinda og þátttöku allra barna í skólasamfélaginu. Skólinn hefur tekið miklum breytingum hvað varðar meðalnemendur og ósjálfrátt fá þeir meira svigrúm en áður. Þetta getur bitnað á sterkum nemendum og krefst þess að kennarar lesi í stöðuna og bregðist við á viðeigandi hátt. Ég tel að skólakerfið í dag myndi henta betur þeim nemendum sem glímdu við námsörðugleika á sínum tíma, enda eru inngrip, aðgerðir og meðvitund mun sterkari nú en áður. Áður var skólinn hannaður meira fyrir námslega sterka nemendur, þannig að við upplifum nú ákveðna jafnvægisslá, sem einnig má skoða sem annað sjónarhorn á þróunina. Eins er með lestur barna og unglinga, sem hefur verið að dvína hægt og rólega með tímanum samkvæmt helstu rannsóknum (Menntamálastofnun, 2023). Þessu er verið að bregðast við á hverjum degi með lestrarkennslu og aðferðum, með nýjustu viðbótinni sem er nýtt matskerfi sem á eftir að líta dagsins ljós. Hins vegar hefur það hvernig börn og unglingar lesa færst í mun fleiri þætti en áður, sem sumir telja hefta getu þeirra til að taka þátt í samfélagslegri umræðu. Við þurfum að auka áhuga þeirra á lestri, en hann einn og sér getur ekki einangrað sjálfstæði og árangur í lífinu. Breytt ábyrgð barna og unglinga Oft er haldið fram að börn beri minni ábyrgð en áður. Í raun bera þau einfaldlega annars konar ábyrgð. Þau takast á við eigin líðan, félagsleg tengsl, kröfur um árangur og stöðuga sjálfsskoðun. Margir unglingar vinna jafnframt úr áföllum – bæði eigin og þeirra sem eldri kynslóðir höfðu hvorki rými né verkfæri til að vinna úr. Þar af leiðandi eru margir unglingar að bregðast við aðstæðum sem þeir hafa enga stjórn á, og eina leiðin getur verið að fá útrás með því að varpa erfiðleikum yfir á aðra. Þetta getur varpað skýrara ljósi á hvers vegna hegðun hefur breyst, sem bitnar á aga og skipulagi. Rannsóknir sýna einnig að kynþroski hefst fyrr en áður, meðal annars vegna bættrar næringar og heilbrigðis (Parent o.fl., 2003). Aukinn skilningur er á þessum málum og fræðsla er lykilatriði til að fylgja þessari þróun eftir. Samhliða því þarf markvissa forvörn til að skapa sem mestan fyrirsjáanleika þegar kemur að ofbeldi af ýmsum toga. Þó liggi ekki fyrir rannsóknir sem sýna skýrt aukningu í ofbeldi, segjast um 5–6% nemenda upplifa einelti (Einar B. Þorsteinsson og Ársæll Arnarsson, 2018). Á sama tíma er meiri áhersla lögð á tilfinningalæsi, sjálfsmynd og geðheilbrigði barna en áður. Þetta er jákvæð þróun, en jafnframt hafa kröfur um sjálfsþekkingu, árangur og stöðuga þátttöku aukist. Læknirinn Gabor Maté hefur bent á að aukin vitund um eigin líðan og áhrif hennar geti verið lykill að betri andlegri heilsu, bæði hjá einstaklingum og samfélaginu í heild. Sameiginleg ábyrgð kennara, foreldra og annarra Kennarar, foreldrar og aðrir standa frammi fyrir sameiginlegri áskorun: að styðja börn í heimi sem breytist hraðar en áður. Framfarir í tækni einar og sér tryggja ekki vellíðan. Það sem skiptir mestu máli er að börn upplifi öryggi, tengsl og tilgang. Með samvinnu heimilis og skóla, opnum samskiptum og raunhæfum væntingum getum við skapað aðstæður þar sem börn fá að dafna – ekki aðeins til að standast kröfur samtímans, heldur einnig til að líða vel í eigin skinni og byggja upp seiglu til framtíðar. Mér finnst einnig mikilvægt að við sem samfélag þróum með okkur mótlætisbjartsýni, ekki eingöngu sem einstaklingsbundið hugtak heldur sem sameiginlegt viðhorf og viðnám gagnvart börnum og unglingum í samfélagslegu samhengi. Sálgreinirinn Viktor Frankl kom fram með þessa hugmynd á sínum tíma. Hún fjallar um að sjá veröldina eins og hún er, en líka vera með jákvæðni að leiðarljósi á raunsæjan hátt (Frankl, 2004). Mörg börn glíma við erfiðar aðstæður og þurfa bæði skilning og tíma til að finna fótfestu í samfélaginu. Sem dæmi má nefna börn og unglinga sem koma frá átakasvæðum erlendis, þar sem stríð og tortíming hafa átt sér stað. Slík reynsla vinnst ekki úr á skömmum tíma heldur krefst aðlögunar, stuðnings og ígrundunar. Það er erfitt að horfa fram hjá því að börn sem fæddust í kringum 2009 upplifðu bankahrunið, sem leiddi til mikilla efnahagslegra þrenginga fyrir foreldra, fjölskyldur og samfélagið allt. Afleiðingarnar birtust meðal annars í atvinnuleysi, óstöðugleika á fasteignamarkaði og ófyrirsjáanleika sem hafði áhrif á lífsskilyrði margra. Stöðugleiki varð að safnorði sem fáir nutu, á meðan mannleg réttindi urðu undir í umræðunni. Þessi börn hafa séð afleiðingar þessarar þróunar, sem hefur birst í geðrænum áskorunum og í sumum tilfellum tengst vímuefnaneyslu, ofbeldi og afbrotum. Í kjölfarið kom COVID-faraldurinn, þar sem svipað mynstur birtist, þó ekki í jafn víðtæku samhengi og bankahrunið. Líkt og fólk af minni kynslóð er að vinna úr því sem átti sér stað í okkar æsku, eru mörg okkar enn að vinna úr reynslu lífsins. Við erum þau sem höfum opnað umræðu og endurskoðun á þeirri hugmynd að þögn sé farsæl lausn – því þögnin getur leitt til bælingar og afneitunar. Sama á við um börn og unglinga í dag. Þau eru viðbót við okkur í því að vekja upp hugsun og samtal og færa umræðuna lengra. Það kæmi mér ekki á óvart að mun fleiri þeirra muni í framtíðinni vinna úr sínum áföllum á opnari hátt en áður hefur tíðkast í samfélaginu. Höfundur er grunnskólakennari og seigluráðgjafi. Heimildir Frank, E.V. (2004). Man's search for meaning. Rider: London. Mennta- og barnamálaráðuneytið. Saga fræðsluskyldu á Íslandi. Menntamálastofnun. (2023). Helstur niðurstöður PISA 2022. Reykjavík: Höfundur. OECD. (2021). Mental Health and COVID-19. Parent, A. S., Teilmann, G., Juul, A., Skakkebaek, N. E., Toppari, J., & Bourguignon, J. P. (2003). The timing of puberty. Endocrine Reviews. Rosling, H., Rosling, O., & Rosling, Rönnlund, A. (2018). Factfulness. Einar B. Þorsteinsson og Ársæl Arnarsson. (2018). Heilsa og lífskjör skólanema á Íslandi. Háskóli Íslands. Soffía Margrét Hrafnkelsdóttir. (2020). Less screen time and more physical activity is associated with more stable sleep patterns among Icelandic adolescents. (óútgefin Doktorsritgerð). Háskóli Íslands. Soffía Margrét Hrafnkelsdóttir. (2018). Less screen time and more frequent vigorous physical activity is associated with lower risk of reporting negative mental health symptoms among Icelandic adolescents, PLos One, 13(4): 10.1371/journal.pone.0196286
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar