Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir, Ásgeir Brynjar Torfason, Brynhildur Davíðsdóttir, Dóra Guðrún Guðmundsdóttir og Silja Elvarsdóttir skrifa 27. janúar 2026 15:31 Velsældarhagkerfi hefur þann tilgang að tryggja sameiginlega velsæld á heilbrigðri Jörðu. Ólíkt þeirri haghugsun sem við höfum alist upp við er tilgangur hagþróunar velsældarhagkerfisins ekki ótakmarkaður vöxtur, heldur velsæld manna og náttúru. Velsældarhagkerfi er íslenska þýðingin á wellbeing economy og alþjóðleg samtök velsældarhagkerfa er þýðing á Wellbeing Economy Alliance eða WEAll sem var stofnað árið 2018. Kristín Vala var í hópnum sem stofnaði alþjóðasamtökin WEAll. Hópurinn kom fyrst saman hjá Sameinuðu þjóðunum í New York árið 2012 að undirlagi forsætisráðherra og konungs Himalayaþjóðarinnar Bútan. Hluti hópsins kom síðan saman í höfuðborg Bútan, Thimphu, ári seinna og vorum ráðgjafar fyrir framlag Bútans til Þróunarmarkmiða Sameinuðu þjóðanna (sem urðu síðan Heimsmarkmiðin 2015-2030). Þessi hópur hittist óformlega í Bretlandi og Suður Afríku árin 2014-2017 undir heitinu Alliance for Sustainability and Prosperity (ASAP). Árið 2018 sameinaðist ASAP samtökum í Bandaríkjunum sem hétu Leading for Wellbeing og úr varð Wellbeing Economy Alliance sem hefur vaxið og dafnað víða um heim síðan. WEAll var stofnað með það að markmiði að hvetja til nýrrar haghugsunar sem færi frá því að stefna sífellt á árlegan hagvöxt yfir í að byggja upp hagkerfi fyrir sjálfbærni – þar sem velsæld manna og náttúru væri í fyrirrúmi. Forsendan er sú að vöxtur velsældarinnar rúmist innan þolmarka Jarðarinnar. Það var ljóst frá upphafi að til að ná árangri þyrfti að vinna samtímis á sviði ríkisstjórna og grasrótar almennings. Ríkisstjórn undir forystu Katrínar Jakobsdóttur, sýndi málstaðnum mikinn áhuga og fulltrúar úr forsætisráðuneytinu fóru á fund OECD í lok 2018 þar sem Ísland gekk formlega í bandalag ríkisstjórna velsældarhagkerfa með Skotlandi og Nýja Sjálandi í Wellbeing Economy Governments (WEGo). Síðan hafa fulltrúar þessarra landa hittst reglulega og borið saman bækur sínar sem og lært af hver öðrum. Þá hafa Finnland, Wales og Kanada bættst í hóp WEGo. Forsætis- og fyrstu ráðherrar fyrstu fjögurra landanna sem gengu í bandalag WEGo voru allt konur: Nicola Sturgeon (Skotland), Jacinda Ardern (Nýja sjáland), Katrín Jakobsdóttir og Sanna Marin (Finnland). Það voru því konur sem riðu á vaðið með að þora að stuðla að nýrri haghugsun fyrir sín lönd. Árið 2018 skipaði Katrín Jakobsdóttir nefnd sem hafði það markmið að þróa velsældarvísa fyrir Ísland. Þá var vísað til mælikvarða um hagsæld og lífsgæði og voru þeir fyrst kynntir á alþjóðlegum fundi forsætisráðherra Íslands sem haldinn var í hátíðarsal Háskóla Íslands með fulltrúum frá Skotlandi og OECD. Vísarnir voru 39 og skipt í flokka undir þremur stoðum sjálfbærni – félagslegir, umhverfislegir og efnahagslegir þættir. Vísarnir voru samþykktir af þáverandi ríkisstjórn í apríl 2020. Síðan kom ábending um að bæta við vísi þar sem fólk metur eigin velsæld og var þá velsældarkvarða bætt við, svo þeir eru nú 40. Hagstofa Íslands tekur saman gögnin fyrir velsældarvísana og birtir reglulega, þannig er hægt að fylgjast með framvindu þeirra myndrænt á vefsíðu Hagstofunnar. Fjölmörg ríki hafa ráðist í þróun velsældarvísa sem OECD hefur unnið að samþættingu á og birtir myndrænt lykilmælikvarða fyrir velsæld aðildarríkja, en gögn fyrir Ísland virðast vanta. Velsældarþing eða Wellbeing Economy Forum hafa verið haldin á Íslandi undanfarin þrjú ár og verður það fjórða haldið 16.-17 apríl í Hörpu. Þar hittast ráðamenn, og fulltrúar sveita- og ríkisstjórna, háskóla og hinna ýmsu stofnana og samtaka. Fyrsta Velsældarþingið fékk styrk frá Norrænu ráðherranefndinni en þau næstu eru hluti af stóru Evrópuverkefni sem hefur það markmið að draga úr tíðni krabbameina og annarra ósmitbærra sjúkdóma. Dóra Guðrún, sviðsstjóri lýðheilsu hjá embætti landlæknis er ábyrgðaraðili fyrir þátttöku Íslands í þessu verkefni og leiðir vinnu í tengslum við velsældarhagkerfið. Forsætisráðuneytið var í upphafi þátttakandi og leiddi vinnu við velsældar fjárlagagerð (e. wellbeing budgeting) en nú er unnið að því að færa það yfir til heilbrigðisráðuneytisins og umsjón með velsældarvísum og fulltrúi í WEGo er nú hjá fjármálaráðuneytinu. Fyrri ríkisstjórn vann mikilvæga vinnu við að koma á vísi að nýrri haghugsun á Íslandi. Núverandi ríkisstjórn hefur flutt málflokkinn úr forsætisráðuneytinu í fagráðuneyti og sýnt áhuga sem birtist meðal annars í samstarfi við hagfræðinginn Mariana Mazzucato við undirbúning atvinnustefnu, en hún er leiðandi í heiminum á sviði framsækinnar hagfræði. Brynhildur sat einmitt með Mazzucato um árabil í efnahagsráðgjafarráði Skotlands en ráðið veitti þarlendum styjórnvöldum ráðgjöf um þróun velsældarhagkerfis. Ásgeir Brynjar sat í fjármálaráði um opinber fjármál hérlendis frá upphafi 2016 til 2022 en á þeim tíma voru velsældaráherslur í sérstökum köflum í fjármálastefnum og áætlunum ríkisstjórna Íslands. Samhliða því tók hann þátt í fundum hjá OECD í París um velsældarmálefni. Forsendur hafa því skapast til að koma á fót miðstöð velsældarhugusunar á Íslandi eins og settar hafa verið á fót í nágrannalöndunum undanfarin ár. Öll áhugasöm geta orðið meðlimir í WEAll og tilefni þessarar greinar er að vekja grasrótina á Íslandi til að taka þátt í að vinna að innleiðingu á velsældarhagkerfi. Stofnaðar hafa verið 17 WEAll miðstöðvar (e. Hub) út um allan heim þar sem áhugasamir úr samfélaginu vinna að því að þróa sína eigin velsældarhugsun og vísa. Næstkomandi fimmtudag, 29. janúar, verður stofnfundur grasrótarmiðstöðvar í formi félagasamtaka haldinn í Norræna húsinu kl 15. Öll áhugasöm eru hvött til að mæta, hlusta á stuttar kynningar, taka þátt í samræðum og efnt verður til vinnuhópa. Einnig verður leitað eftir áhugasömum einstaklingum til að taka sæti í stjórn þessara nýju félagasamtaka. Ef marka má fundarboðið á samfélagsmiðlum eru nú þegar á þriðja hundrað manns áhugasamir og yfir 60 segjast ætla að mæta. Við hlökkum til að sjá ykkur, heyra ykkar sjónarmið og stofna með ykkur félagasamtökin – Velsældarmiðstöð á Íslandi (e. Wellbeing Economy Alliance Hub Iceland). Miðstöðin mun vinna með alþjóðlegu samtökunum og læra af reynslu þeirra af því að setja upp miðstöðvar í öllum heimsálfum. Hagstjórn hagkerfisins er mannanna verk og þannig er hægt að breyta áherslum til að tryggja bjarta framtíð fyrir menn og náttúru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Mest lesið Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Velsældarhagkerfi hefur þann tilgang að tryggja sameiginlega velsæld á heilbrigðri Jörðu. Ólíkt þeirri haghugsun sem við höfum alist upp við er tilgangur hagþróunar velsældarhagkerfisins ekki ótakmarkaður vöxtur, heldur velsæld manna og náttúru. Velsældarhagkerfi er íslenska þýðingin á wellbeing economy og alþjóðleg samtök velsældarhagkerfa er þýðing á Wellbeing Economy Alliance eða WEAll sem var stofnað árið 2018. Kristín Vala var í hópnum sem stofnaði alþjóðasamtökin WEAll. Hópurinn kom fyrst saman hjá Sameinuðu þjóðunum í New York árið 2012 að undirlagi forsætisráðherra og konungs Himalayaþjóðarinnar Bútan. Hluti hópsins kom síðan saman í höfuðborg Bútan, Thimphu, ári seinna og vorum ráðgjafar fyrir framlag Bútans til Þróunarmarkmiða Sameinuðu þjóðanna (sem urðu síðan Heimsmarkmiðin 2015-2030). Þessi hópur hittist óformlega í Bretlandi og Suður Afríku árin 2014-2017 undir heitinu Alliance for Sustainability and Prosperity (ASAP). Árið 2018 sameinaðist ASAP samtökum í Bandaríkjunum sem hétu Leading for Wellbeing og úr varð Wellbeing Economy Alliance sem hefur vaxið og dafnað víða um heim síðan. WEAll var stofnað með það að markmiði að hvetja til nýrrar haghugsunar sem færi frá því að stefna sífellt á árlegan hagvöxt yfir í að byggja upp hagkerfi fyrir sjálfbærni – þar sem velsæld manna og náttúru væri í fyrirrúmi. Forsendan er sú að vöxtur velsældarinnar rúmist innan þolmarka Jarðarinnar. Það var ljóst frá upphafi að til að ná árangri þyrfti að vinna samtímis á sviði ríkisstjórna og grasrótar almennings. Ríkisstjórn undir forystu Katrínar Jakobsdóttur, sýndi málstaðnum mikinn áhuga og fulltrúar úr forsætisráðuneytinu fóru á fund OECD í lok 2018 þar sem Ísland gekk formlega í bandalag ríkisstjórna velsældarhagkerfa með Skotlandi og Nýja Sjálandi í Wellbeing Economy Governments (WEGo). Síðan hafa fulltrúar þessarra landa hittst reglulega og borið saman bækur sínar sem og lært af hver öðrum. Þá hafa Finnland, Wales og Kanada bættst í hóp WEGo. Forsætis- og fyrstu ráðherrar fyrstu fjögurra landanna sem gengu í bandalag WEGo voru allt konur: Nicola Sturgeon (Skotland), Jacinda Ardern (Nýja sjáland), Katrín Jakobsdóttir og Sanna Marin (Finnland). Það voru því konur sem riðu á vaðið með að þora að stuðla að nýrri haghugsun fyrir sín lönd. Árið 2018 skipaði Katrín Jakobsdóttir nefnd sem hafði það markmið að þróa velsældarvísa fyrir Ísland. Þá var vísað til mælikvarða um hagsæld og lífsgæði og voru þeir fyrst kynntir á alþjóðlegum fundi forsætisráðherra Íslands sem haldinn var í hátíðarsal Háskóla Íslands með fulltrúum frá Skotlandi og OECD. Vísarnir voru 39 og skipt í flokka undir þremur stoðum sjálfbærni – félagslegir, umhverfislegir og efnahagslegir þættir. Vísarnir voru samþykktir af þáverandi ríkisstjórn í apríl 2020. Síðan kom ábending um að bæta við vísi þar sem fólk metur eigin velsæld og var þá velsældarkvarða bætt við, svo þeir eru nú 40. Hagstofa Íslands tekur saman gögnin fyrir velsældarvísana og birtir reglulega, þannig er hægt að fylgjast með framvindu þeirra myndrænt á vefsíðu Hagstofunnar. Fjölmörg ríki hafa ráðist í þróun velsældarvísa sem OECD hefur unnið að samþættingu á og birtir myndrænt lykilmælikvarða fyrir velsæld aðildarríkja, en gögn fyrir Ísland virðast vanta. Velsældarþing eða Wellbeing Economy Forum hafa verið haldin á Íslandi undanfarin þrjú ár og verður það fjórða haldið 16.-17 apríl í Hörpu. Þar hittast ráðamenn, og fulltrúar sveita- og ríkisstjórna, háskóla og hinna ýmsu stofnana og samtaka. Fyrsta Velsældarþingið fékk styrk frá Norrænu ráðherranefndinni en þau næstu eru hluti af stóru Evrópuverkefni sem hefur það markmið að draga úr tíðni krabbameina og annarra ósmitbærra sjúkdóma. Dóra Guðrún, sviðsstjóri lýðheilsu hjá embætti landlæknis er ábyrgðaraðili fyrir þátttöku Íslands í þessu verkefni og leiðir vinnu í tengslum við velsældarhagkerfið. Forsætisráðuneytið var í upphafi þátttakandi og leiddi vinnu við velsældar fjárlagagerð (e. wellbeing budgeting) en nú er unnið að því að færa það yfir til heilbrigðisráðuneytisins og umsjón með velsældarvísum og fulltrúi í WEGo er nú hjá fjármálaráðuneytinu. Fyrri ríkisstjórn vann mikilvæga vinnu við að koma á vísi að nýrri haghugsun á Íslandi. Núverandi ríkisstjórn hefur flutt málflokkinn úr forsætisráðuneytinu í fagráðuneyti og sýnt áhuga sem birtist meðal annars í samstarfi við hagfræðinginn Mariana Mazzucato við undirbúning atvinnustefnu, en hún er leiðandi í heiminum á sviði framsækinnar hagfræði. Brynhildur sat einmitt með Mazzucato um árabil í efnahagsráðgjafarráði Skotlands en ráðið veitti þarlendum styjórnvöldum ráðgjöf um þróun velsældarhagkerfis. Ásgeir Brynjar sat í fjármálaráði um opinber fjármál hérlendis frá upphafi 2016 til 2022 en á þeim tíma voru velsældaráherslur í sérstökum köflum í fjármálastefnum og áætlunum ríkisstjórna Íslands. Samhliða því tók hann þátt í fundum hjá OECD í París um velsældarmálefni. Forsendur hafa því skapast til að koma á fót miðstöð velsældarhugusunar á Íslandi eins og settar hafa verið á fót í nágrannalöndunum undanfarin ár. Öll áhugasöm geta orðið meðlimir í WEAll og tilefni þessarar greinar er að vekja grasrótina á Íslandi til að taka þátt í að vinna að innleiðingu á velsældarhagkerfi. Stofnaðar hafa verið 17 WEAll miðstöðvar (e. Hub) út um allan heim þar sem áhugasamir úr samfélaginu vinna að því að þróa sína eigin velsældarhugsun og vísa. Næstkomandi fimmtudag, 29. janúar, verður stofnfundur grasrótarmiðstöðvar í formi félagasamtaka haldinn í Norræna húsinu kl 15. Öll áhugasöm eru hvött til að mæta, hlusta á stuttar kynningar, taka þátt í samræðum og efnt verður til vinnuhópa. Einnig verður leitað eftir áhugasömum einstaklingum til að taka sæti í stjórn þessara nýju félagasamtaka. Ef marka má fundarboðið á samfélagsmiðlum eru nú þegar á þriðja hundrað manns áhugasamir og yfir 60 segjast ætla að mæta. Við hlökkum til að sjá ykkur, heyra ykkar sjónarmið og stofna með ykkur félagasamtökin – Velsældarmiðstöð á Íslandi (e. Wellbeing Economy Alliance Hub Iceland). Miðstöðin mun vinna með alþjóðlegu samtökunum og læra af reynslu þeirra af því að setja upp miðstöðvar í öllum heimsálfum. Hagstjórn hagkerfisins er mannanna verk og þannig er hægt að breyta áherslum til að tryggja bjarta framtíð fyrir menn og náttúru.
Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar
Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun