Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar 28. janúar 2026 10:33 Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra mætti til varnar meingölluðum frumvarpsdrögum sínum um lagareldi í Kastljósi í gærkvöldi. Margt var þar sagt sem ekki rímar vel við raunveruleikann. Furðulegt var meðal annars að heyra hana fullyrða um framfarir í vernd náttúrunni og villtra laxastofna í frumvarpsdrögunum. Af hverju heldur hún að gjörsamlega öll náttúruverndarsamtök séu sjóðandi ill yfir þessum drögum? Afneitunin gagnvart þeirri stöðu var átakanleg. Erfitt er að skilja harða andstöðu ráðherrans við að ganga þannig frá lögum um þennan iðnað að hann eyðileggi ekki náttúruauðlindir sem skapa mikil verðmæti fyrir þjóðina alla og eru beinlínis ein af lykilstoðum fyrir afkomu um það bil tvö þúsund fjölskyldna í sveitum landsins. Erlend stórfyrirtæki Þá var merkilegt að heyra ráðherrann bera sig illa undan aðkomu „erlendra stórfyrirtækja" að umsagnarferlinu um frumvarpsdrögin. Hún hlýtur þó að átta sig á því að sjókvíaeldisfyrirtækin sem hér starfa eru einmitt í meirihlutaeigu erlendra stórfyrirtækja sem eru skráð í norsku kauphöllinni og reka hér geysilega harða og dýra hagsmunagæslu með sorglega mikil ítök í stjórnkerfinu. Það voru þó ekki „óeðlilegu afskiptin“ sem Hönnu Katrínu finnst vera af vinnu við íslenska lagasetningu. Það sem henni finnst vera óeðlilegt er að fólk og fyrirtæki í öðrum löndum vilja leggja hér lið íslenskum náttúruverndarsamtökum sem eru að reyna að forða því að hún og félagar hennar skaði umhverfi og lífríki Íslands með óafturkræfum hætti. Rannsóknarefnið Við hjá Íslenska náttúruverndarsjóðnum og baráttusystkini okkar um allt land höfum frá því að kynning hófst á frumvarpsdrögum atvinnuvegaráðherra velt því fyrir okkur hvað væri í gangi í ráðuneytinu. Stórmerkilegar upplýsingar komu fram í fréttaskýringaþættinum Þetta helst á Rás 1 í gær sem varpa nýju ljósi á vinnuna við frumvarpsdrög atvinnuvegaráðherra, en þau byggja að stórum hluta á frumvarpi sem var unnið í tíð síðustu ríkisstjórnar. Í þættinum var sagt frá því að stjórnendur ráðuneytisins réðu utanaðkomandi lögfræðing að gerð frumvarpsins, bæði í tíð fyrri ríkisstjórnar og þeirra draga sem lögð voru fram nú í desember. Sá heitir Arnaldur Jón Gunnarsson og hefur verið á toppi eða við topp launahæstu lögfræðinga landsins mörg undanfarin ár. Arnaldur Jón starfaði um árabil fyrir slitastjórn Kaupþings og var meðal annars kenndur við það félag á lista Frjálsrar verslunar yfir launahæstu lögmenn landsins 2023. Óheppilegt Frumvarpsdrögin eru unnin á skrifstofu auðlinda í atvinnuvegaráðuneytinu, áður skrifstofu fiskeldis í matvælaráðuneytinu. Skrifstofustjóri í báðum tilvikum er Kolbeinn Árnason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) og fyrrverandi starfsmaður slitastjórnar Kaupþings og deilir því þeim bakgrunni með Arnaldi Jóni. Í fréttaskýringaþættinum kom fram að atvinnuvegaráðuneytið hefur ekki fengist til að gefa upplýsingar um laun Arnaldar Jóns fyrir aðkomu hans að frumvörpunum, þó lauk vinnu hans sumarið 2024 við fyrra frumvarp. Afar sérstakt er að þær upplýsingar séu ekki aðgengilegar. Þær hljóta að koma fram á næstu dögum. Staðfest var í þættinum að Arnaldur Jón er enn við vinnu að núverandi frumvarpi. Drögin eru svo afdráttarlaust sniðin að hagsmunum fjögurra sjókvíeldisfyrirtækja að óþarfi er að efast um hversu óheppilegt það er að fela fyrrverandi framkvæmdastjóra SFS, með liðsstyrk eins hæst launaða fyrirtækjalögfræðings landsins, að semja frumvarp þar sem á að gæta hagsmuna alls almennings gagnvart ágengri og mengandi starfsemi stórfyrirtækja. Vekur undrun Slagsíðan er svo grímulaus að hún vekur furðu langt út fyrir raðir náttúruverndarsamtaka. Má þar til dæmis benda á þessi orð úr umsögn um frumvarpsdrögin frá VETAQ, sem er stærsta heilbrigðisþjónusta fyrir lagareldi á Íslandi og býr að þekkingu dýralækna með áralanga reynslu innan heilbrigðis- og velferðarmála í fiskeldi: „Það vekur undrun okkar að svo lítil áhersla sé sett á velferð og heilbrigði eldisstofns í drögum að frumvarpi um lög um fiskeldi.“ Nú vitum við afhverju þetta er svona. Höfundur er talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra mætti til varnar meingölluðum frumvarpsdrögum sínum um lagareldi í Kastljósi í gærkvöldi. Margt var þar sagt sem ekki rímar vel við raunveruleikann. Furðulegt var meðal annars að heyra hana fullyrða um framfarir í vernd náttúrunni og villtra laxastofna í frumvarpsdrögunum. Af hverju heldur hún að gjörsamlega öll náttúruverndarsamtök séu sjóðandi ill yfir þessum drögum? Afneitunin gagnvart þeirri stöðu var átakanleg. Erfitt er að skilja harða andstöðu ráðherrans við að ganga þannig frá lögum um þennan iðnað að hann eyðileggi ekki náttúruauðlindir sem skapa mikil verðmæti fyrir þjóðina alla og eru beinlínis ein af lykilstoðum fyrir afkomu um það bil tvö þúsund fjölskyldna í sveitum landsins. Erlend stórfyrirtæki Þá var merkilegt að heyra ráðherrann bera sig illa undan aðkomu „erlendra stórfyrirtækja" að umsagnarferlinu um frumvarpsdrögin. Hún hlýtur þó að átta sig á því að sjókvíaeldisfyrirtækin sem hér starfa eru einmitt í meirihlutaeigu erlendra stórfyrirtækja sem eru skráð í norsku kauphöllinni og reka hér geysilega harða og dýra hagsmunagæslu með sorglega mikil ítök í stjórnkerfinu. Það voru þó ekki „óeðlilegu afskiptin“ sem Hönnu Katrínu finnst vera af vinnu við íslenska lagasetningu. Það sem henni finnst vera óeðlilegt er að fólk og fyrirtæki í öðrum löndum vilja leggja hér lið íslenskum náttúruverndarsamtökum sem eru að reyna að forða því að hún og félagar hennar skaði umhverfi og lífríki Íslands með óafturkræfum hætti. Rannsóknarefnið Við hjá Íslenska náttúruverndarsjóðnum og baráttusystkini okkar um allt land höfum frá því að kynning hófst á frumvarpsdrögum atvinnuvegaráðherra velt því fyrir okkur hvað væri í gangi í ráðuneytinu. Stórmerkilegar upplýsingar komu fram í fréttaskýringaþættinum Þetta helst á Rás 1 í gær sem varpa nýju ljósi á vinnuna við frumvarpsdrög atvinnuvegaráðherra, en þau byggja að stórum hluta á frumvarpi sem var unnið í tíð síðustu ríkisstjórnar. Í þættinum var sagt frá því að stjórnendur ráðuneytisins réðu utanaðkomandi lögfræðing að gerð frumvarpsins, bæði í tíð fyrri ríkisstjórnar og þeirra draga sem lögð voru fram nú í desember. Sá heitir Arnaldur Jón Gunnarsson og hefur verið á toppi eða við topp launahæstu lögfræðinga landsins mörg undanfarin ár. Arnaldur Jón starfaði um árabil fyrir slitastjórn Kaupþings og var meðal annars kenndur við það félag á lista Frjálsrar verslunar yfir launahæstu lögmenn landsins 2023. Óheppilegt Frumvarpsdrögin eru unnin á skrifstofu auðlinda í atvinnuvegaráðuneytinu, áður skrifstofu fiskeldis í matvælaráðuneytinu. Skrifstofustjóri í báðum tilvikum er Kolbeinn Árnason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) og fyrrverandi starfsmaður slitastjórnar Kaupþings og deilir því þeim bakgrunni með Arnaldi Jóni. Í fréttaskýringaþættinum kom fram að atvinnuvegaráðuneytið hefur ekki fengist til að gefa upplýsingar um laun Arnaldar Jóns fyrir aðkomu hans að frumvörpunum, þó lauk vinnu hans sumarið 2024 við fyrra frumvarp. Afar sérstakt er að þær upplýsingar séu ekki aðgengilegar. Þær hljóta að koma fram á næstu dögum. Staðfest var í þættinum að Arnaldur Jón er enn við vinnu að núverandi frumvarpi. Drögin eru svo afdráttarlaust sniðin að hagsmunum fjögurra sjókvíeldisfyrirtækja að óþarfi er að efast um hversu óheppilegt það er að fela fyrrverandi framkvæmdastjóra SFS, með liðsstyrk eins hæst launaða fyrirtækjalögfræðings landsins, að semja frumvarp þar sem á að gæta hagsmuna alls almennings gagnvart ágengri og mengandi starfsemi stórfyrirtækja. Vekur undrun Slagsíðan er svo grímulaus að hún vekur furðu langt út fyrir raðir náttúruverndarsamtaka. Má þar til dæmis benda á þessi orð úr umsögn um frumvarpsdrögin frá VETAQ, sem er stærsta heilbrigðisþjónusta fyrir lagareldi á Íslandi og býr að þekkingu dýralækna með áralanga reynslu innan heilbrigðis- og velferðarmála í fiskeldi: „Það vekur undrun okkar að svo lítil áhersla sé sett á velferð og heilbrigði eldisstofns í drögum að frumvarpi um lög um fiskeldi.“ Nú vitum við afhverju þetta er svona. Höfundur er talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins.
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun