Viðskipti innlent

Fjölga starfs­fólki hjá ACT4

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Oddur, Ólöf og Birnir hafa hafið störf hjá ACT4.
Oddur, Ólöf og Birnir hafa hafið störf hjá ACT4. Samsett/Aðsend

Sjónvarps- og kvikmyndaframleiðslufyrirtækið ACT4 hefur ráðið þrjá nýja starfsmenn, Odd Ástráðsson lögmann, Ólöfu Sigþórsdóttur vöruhönnuð og Birni Jón Sigurðsson rithöfund.

Oddur tekur við starfi yfirlögfræðings en hann hefur víðtæka reynslu á sviði lögmennsku og stefnumótunar. Hann útskrifaðist sem Mag. Jur. frá Háskóla Íslands árið 2015 og með LL.M-gráðu í alþjóðlegum og evrópskum skattarétti frá Háskólanum í Uppsölum árið 2017.

Ólöf tekur til starfa sem skrifstofustjóri og hönnuður hjá ACT4. Hún er menntaður vöruhönnuður frá Listaháskóla Íslands og hefur starfað sem sjálfstætt starfandi hönnuður ásamt því að sinna umsjón með innkaupum og vöruflutningi hjá Fischersund.

Birnir hefur verið ráðinn sem verkefnastjóri en hann hefur víðtæka reynslu sem sviðs- og rithöfundur. Hann hefur starfað sem leikskáld, handritshöfundur og leikstjóri og hefur hlotið bæði Grímuverðlaun og hvatningarverðlaun Rúv.

„Oddur, Ólöf og Birnir eru frábær viðbót við vaxandi teymi ACT4 og lykilfólk í áframhaldandi uppbyggingu og vexti okkar. Ráðning þeirra endurspeglar áherslur ACT4 á fagmennsku, ábyrgð og stöðugleika og styrkir teymið bæði faglega og sem heild,” er haft eftir Jónasi Margeiri Ingólfssyni, framkvæmdastjóra ACT4, í fréttatilkynningu.

ACT4 var stofnað í ársbyrjun 2023 af þeim Jónasi Margeir Ingólfssyni, Ólafi Darra Ólafssyni, Herði Rúnarssyni og Birki Blæ Ingólfssyni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×