Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Rakel Sveinsdóttir skrifar 29. janúar 2026 07:00 Benedek Regoczi, verkefnastjóri nýsköpunar hjá Sjávarklasanum er fæddur í Ungverjalandi en varð ástfanginn af hafinu þegar hann ólst upp á svæði nálægt Karíbahafinu.Benedek er með meistaragráðu í stjórnun hafsvæða og strandsvæða frá Háskólasetri Vestfjarða og BSc-gráðu í viðskiptafræði frá háskóla í Svíþjóð. Vísir/Anton Brink Það er mjög gaman að upplifa ástríðu Benedek Regoczi fyrir hafið en Benedek er verkefnastjóri nýsköpunar hjá Sjávarklasanum. Benedek er fæddur í Ungverjalandi en alinn upp að hluta til á Turks og Caicos-eyjum, á svæði í Atlantshafi nálægt Karíbahafi. „Þar varð ég ástfanginn af hafinu,“ segir Benedek. Benedek er með meistaragráðu í stjórnun hafsvæða og strandsvæða frá Háskólasetri Vestfjarða en fyrir þann tíma nam Benedek í Svíþjóð, þar sem hann lauk BSc-gráðu í viðskiptafræði. Dag ætlum við hins vegar að ræða umbreytingar í heiminum, þar sem Ísland getur haft áhrif á hraðari sjálfbæra verðmætasköpun í sjávarútvegi. En um það mun Benedek ræða á Janúarráðstefnu Festu sem haldin verður á föstudag. „Íslenski sjávarútvegurinn er mikil fyrirmynd á heimsvísu þegar kemur að nýtingu sjávarafurða. Íslendingar státa nú þegar af því að nota meira og minna allt af fiskinum, ólíkt því sem fyrirfinnst víða um heim þar sem meirihluti af hverjum fiski er í raun hentur,“ segir Benedek og bætir við: Því þótt fólk tengi fisk helst við það sem við sjáum á matardisknum okkar þá eru það aðeins fiskflökin sem við borðum. Fiskflökin eru þó aðeins lítill hluti af fiskinum sem slíkum.“ Sem dæmi um hversu góð nýtingin er nefnir Benedek nýsköpunarfyrirtækið Kerecis sem framleiðir lækningavörur úr fiskroði, roði sem lengst af var hent. Í tilefni Janúarráðstefnu Festu fjallar Atvinnulífið um sjálfbærni í gær og í dag. Janúarráðstefnan verður haldin í Hörpu á föstudag en nánar má sjá um dagskrána HÉR. Ísland Grænland Benedek segir að íslensk þekking og reynsla í sjávarútvegi nýtist mjög vel í samnorrænum verkefnum sem öll stuðla að því að efla þjóðir í aukinni nýtingu og sjálfbærni í sjávarútvegi. Sem dæmi nefnir Benedek verkefnið 100% rækjur sem er verkefni á Grænlandi þar sem fyrirtæki eins og Royal Greenland vinna að því að sporna við sóun á verðmætum við rækjuvinnslu. Því það að nýta ekki allt hráefnið þýðir í raun að verið er að henda verðmætum,“ segir Benedek og útskýrir í stuttu máli líka hversu mikilvæg svona verkefni eru með tilliti til atvinnusköpunar og fleira fyrir afskekkt samfélög á Grænlandi, þar sem rækjuafurðir eru landaðar. Á Íslandi hefur sjávarlíftæknifyrirtækið Primex unnið að framleiðslu kítín- og kítósaniafurða frá árinu 1997, en kítínafurðir eru fjölsykrur notaðar í ýmsa framleiðslu eins og fæðubótarefni, snyrtivörur, matvæli, lyf og lækningavörur. Kítósan vinnur Primex úr kaldsjávarrækjum en í þessum geira er vaxandi vandamál skortur á unnu hráefni úr þessum kaldsjávarrækjum. „100% rækju-verkefnið er því gott dæmi um norrænt samstarf, þar sem verið er að leysa úr og mæta áskorunum sem bæði snúa að heimabyggð samfélaga eins og á Grænlandi og að auka á sjálfbærni reksturs eins og Royal Greenland,“ segir Benedek en bætir við: „En ekkert síður að mæta vaxandi eftirspurn fyrirtækja eins og Primex á Íslandi og stuðla þannig að minni sóun sjávarafurða, sem hefur neikvæð áhrif á fæðuvefi hafsins og losun gróðurhúsalofttegunda.“ Benedek segir íslenskan sjávarútveg mikla fyrirmynd og því sé Ísland oft eins og stefnumótasíða sem parar saman ólíka aðila til að tengjast og vinna saman í samnorrænum verkefnum til að auka á sjálfbærni.Vísir/Vilhelm Ísland skiptir máli Benedek segir Ísland geta spilað enn stærri rullu í því að sjávarútvegur verði sjálfbær sem víðast. Ávinningur Íslands felist í raun í því að því betur sem við hugsum um hafið, því betur stuðlum við að því að íslenskur sjávarútvegur geti haldið áfram að vaxa og dafna í framtíðinni. „Það segir sig sjálft að ef hafið hættir að vera lífvænlegt umhverfi fyrir fiskinn getur hann ekki þrifist í því umhverfi,“ segir Benedek og bætir við: „Ísland og reynslan og þekkingin sem hér er er því mikilvægt púsl í stærra púsluspili sem skiptir okkur öll máli, þetta er á endanum allt sama virðiskeðjan.“ Benedek segir enska orðatiltækið,,think globally act locally“ eiga vel við og vera í raun lýsandi fyrir verkefni eins og 100% rækjur. Því meira sem Ísland geti miðlað af sinni reynslu og þekkingu, því betra fyrir alla hagaðila á endanum. Við erum í raun eins og stefnumótasíða því við gegnum oft mikilvægu hlutverki sem aðili sem getur tengt ólíka hagaðila saman,“ segir Benedek og brosir. „Þessi verkefni snúast samt ekki aðeins um aukna sjálfbærni og að vera mikilvægur liður í því að sporna við umhverfisáhrifunum, heldur eru þetta verkefni sem hafa gríðarlega mikil áhrif á hagkerfi heimsins. Að ná að nýta hráefnið úr hafinu sem mest og best er í raun eitthvað sem við horfum öll til að hafa ávinning af.“ Sjávarútvegur Nýsköpun Sjálfbærni Tengdar fréttir „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Íslendingar eru eflaust að flytja meira út af þekkingu og reynslu í grænum lausnum en marga grunar um. Það er liður í því að styðja við vöxt íslenskra fyrirtækja erlendis, auka útflutning og efla samkeppnishæfni þjóðarinnar. 28. janúar 2026 07:00 „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Íslendingar eru eflaust að flytja meira út af þekkingu og reynslu í grænum lausnum en marga grunar um. Það er liður í því að styðja við vöxt íslenskra fyrirtækja erlendis, auka útflutning og efla samkeppnishæfni þjóðarinnar. 28. janúar 2026 07:00 Okkar eigin Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum „Já, og við erum á hraðleið inn í sjálfkeyrandi bílabransann líka,“ segir doktor Finnur Pind, framkvæmdastjóri Treble Technologies. 26. janúar 2026 07:03 Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Í þessari viku er Atvinnulífið að fjalla um innleiðingu á stefnu með breyttu viðhorfi stjórnenda og breyttum venjum stjórnenda. 22. janúar 2026 07:01 Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Það þekkja þetta margir vinnustaðir: Nýr forstjóri er ráðinn og þá er blásið í alla lúðra. Enn ein stefnumótunin er boðuð og í þetta sinn á sko svo sannarlega að gera hlutina með stæl. 21. janúar 2026 07:01 Mest lesið Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Fleiri fréttir Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Okkar eigin Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Sjá meira
Benedek er fæddur í Ungverjalandi en alinn upp að hluta til á Turks og Caicos-eyjum, á svæði í Atlantshafi nálægt Karíbahafi. „Þar varð ég ástfanginn af hafinu,“ segir Benedek. Benedek er með meistaragráðu í stjórnun hafsvæða og strandsvæða frá Háskólasetri Vestfjarða en fyrir þann tíma nam Benedek í Svíþjóð, þar sem hann lauk BSc-gráðu í viðskiptafræði. Dag ætlum við hins vegar að ræða umbreytingar í heiminum, þar sem Ísland getur haft áhrif á hraðari sjálfbæra verðmætasköpun í sjávarútvegi. En um það mun Benedek ræða á Janúarráðstefnu Festu sem haldin verður á föstudag. „Íslenski sjávarútvegurinn er mikil fyrirmynd á heimsvísu þegar kemur að nýtingu sjávarafurða. Íslendingar státa nú þegar af því að nota meira og minna allt af fiskinum, ólíkt því sem fyrirfinnst víða um heim þar sem meirihluti af hverjum fiski er í raun hentur,“ segir Benedek og bætir við: Því þótt fólk tengi fisk helst við það sem við sjáum á matardisknum okkar þá eru það aðeins fiskflökin sem við borðum. Fiskflökin eru þó aðeins lítill hluti af fiskinum sem slíkum.“ Sem dæmi um hversu góð nýtingin er nefnir Benedek nýsköpunarfyrirtækið Kerecis sem framleiðir lækningavörur úr fiskroði, roði sem lengst af var hent. Í tilefni Janúarráðstefnu Festu fjallar Atvinnulífið um sjálfbærni í gær og í dag. Janúarráðstefnan verður haldin í Hörpu á föstudag en nánar má sjá um dagskrána HÉR. Ísland Grænland Benedek segir að íslensk þekking og reynsla í sjávarútvegi nýtist mjög vel í samnorrænum verkefnum sem öll stuðla að því að efla þjóðir í aukinni nýtingu og sjálfbærni í sjávarútvegi. Sem dæmi nefnir Benedek verkefnið 100% rækjur sem er verkefni á Grænlandi þar sem fyrirtæki eins og Royal Greenland vinna að því að sporna við sóun á verðmætum við rækjuvinnslu. Því það að nýta ekki allt hráefnið þýðir í raun að verið er að henda verðmætum,“ segir Benedek og útskýrir í stuttu máli líka hversu mikilvæg svona verkefni eru með tilliti til atvinnusköpunar og fleira fyrir afskekkt samfélög á Grænlandi, þar sem rækjuafurðir eru landaðar. Á Íslandi hefur sjávarlíftæknifyrirtækið Primex unnið að framleiðslu kítín- og kítósaniafurða frá árinu 1997, en kítínafurðir eru fjölsykrur notaðar í ýmsa framleiðslu eins og fæðubótarefni, snyrtivörur, matvæli, lyf og lækningavörur. Kítósan vinnur Primex úr kaldsjávarrækjum en í þessum geira er vaxandi vandamál skortur á unnu hráefni úr þessum kaldsjávarrækjum. „100% rækju-verkefnið er því gott dæmi um norrænt samstarf, þar sem verið er að leysa úr og mæta áskorunum sem bæði snúa að heimabyggð samfélaga eins og á Grænlandi og að auka á sjálfbærni reksturs eins og Royal Greenland,“ segir Benedek en bætir við: „En ekkert síður að mæta vaxandi eftirspurn fyrirtækja eins og Primex á Íslandi og stuðla þannig að minni sóun sjávarafurða, sem hefur neikvæð áhrif á fæðuvefi hafsins og losun gróðurhúsalofttegunda.“ Benedek segir íslenskan sjávarútveg mikla fyrirmynd og því sé Ísland oft eins og stefnumótasíða sem parar saman ólíka aðila til að tengjast og vinna saman í samnorrænum verkefnum til að auka á sjálfbærni.Vísir/Vilhelm Ísland skiptir máli Benedek segir Ísland geta spilað enn stærri rullu í því að sjávarútvegur verði sjálfbær sem víðast. Ávinningur Íslands felist í raun í því að því betur sem við hugsum um hafið, því betur stuðlum við að því að íslenskur sjávarútvegur geti haldið áfram að vaxa og dafna í framtíðinni. „Það segir sig sjálft að ef hafið hættir að vera lífvænlegt umhverfi fyrir fiskinn getur hann ekki þrifist í því umhverfi,“ segir Benedek og bætir við: „Ísland og reynslan og þekkingin sem hér er er því mikilvægt púsl í stærra púsluspili sem skiptir okkur öll máli, þetta er á endanum allt sama virðiskeðjan.“ Benedek segir enska orðatiltækið,,think globally act locally“ eiga vel við og vera í raun lýsandi fyrir verkefni eins og 100% rækjur. Því meira sem Ísland geti miðlað af sinni reynslu og þekkingu, því betra fyrir alla hagaðila á endanum. Við erum í raun eins og stefnumótasíða því við gegnum oft mikilvægu hlutverki sem aðili sem getur tengt ólíka hagaðila saman,“ segir Benedek og brosir. „Þessi verkefni snúast samt ekki aðeins um aukna sjálfbærni og að vera mikilvægur liður í því að sporna við umhverfisáhrifunum, heldur eru þetta verkefni sem hafa gríðarlega mikil áhrif á hagkerfi heimsins. Að ná að nýta hráefnið úr hafinu sem mest og best er í raun eitthvað sem við horfum öll til að hafa ávinning af.“
Sjávarútvegur Nýsköpun Sjálfbærni Tengdar fréttir „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Íslendingar eru eflaust að flytja meira út af þekkingu og reynslu í grænum lausnum en marga grunar um. Það er liður í því að styðja við vöxt íslenskra fyrirtækja erlendis, auka útflutning og efla samkeppnishæfni þjóðarinnar. 28. janúar 2026 07:00 „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Íslendingar eru eflaust að flytja meira út af þekkingu og reynslu í grænum lausnum en marga grunar um. Það er liður í því að styðja við vöxt íslenskra fyrirtækja erlendis, auka útflutning og efla samkeppnishæfni þjóðarinnar. 28. janúar 2026 07:00 Okkar eigin Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum „Já, og við erum á hraðleið inn í sjálfkeyrandi bílabransann líka,“ segir doktor Finnur Pind, framkvæmdastjóri Treble Technologies. 26. janúar 2026 07:03 Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Í þessari viku er Atvinnulífið að fjalla um innleiðingu á stefnu með breyttu viðhorfi stjórnenda og breyttum venjum stjórnenda. 22. janúar 2026 07:01 Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Það þekkja þetta margir vinnustaðir: Nýr forstjóri er ráðinn og þá er blásið í alla lúðra. Enn ein stefnumótunin er boðuð og í þetta sinn á sko svo sannarlega að gera hlutina með stæl. 21. janúar 2026 07:01 Mest lesið Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Fleiri fréttir Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Okkar eigin Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Sjá meira
„Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Íslendingar eru eflaust að flytja meira út af þekkingu og reynslu í grænum lausnum en marga grunar um. Það er liður í því að styðja við vöxt íslenskra fyrirtækja erlendis, auka útflutning og efla samkeppnishæfni þjóðarinnar. 28. janúar 2026 07:00
„Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Íslendingar eru eflaust að flytja meira út af þekkingu og reynslu í grænum lausnum en marga grunar um. Það er liður í því að styðja við vöxt íslenskra fyrirtækja erlendis, auka útflutning og efla samkeppnishæfni þjóðarinnar. 28. janúar 2026 07:00
Okkar eigin Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum „Já, og við erum á hraðleið inn í sjálfkeyrandi bílabransann líka,“ segir doktor Finnur Pind, framkvæmdastjóri Treble Technologies. 26. janúar 2026 07:03
Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Í þessari viku er Atvinnulífið að fjalla um innleiðingu á stefnu með breyttu viðhorfi stjórnenda og breyttum venjum stjórnenda. 22. janúar 2026 07:01
Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Það þekkja þetta margir vinnustaðir: Nýr forstjóri er ráðinn og þá er blásið í alla lúðra. Enn ein stefnumótunin er boðuð og í þetta sinn á sko svo sannarlega að gera hlutina með stæl. 21. janúar 2026 07:01