Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar 29. janúar 2026 10:16 Það er auðvelt að ræða skólamál út frá stundaskrám, húsnæði og fjárhagsáætlunum. En kjarni árangurs í leik- og grunnskólum er alltaf sá sami; fólkið. Þegar starfsfólk upplifir traust, skýran ramma, faglegt sjálfræði og stuðning í krefjandi aðstæðum, eykst starfsánægjan. Samhliða sést það á gæðum þjónustunnar, stöðugleika í starfsmannahópnum og á árangri barna. Undanfarin ár hefur víða verið unnið markvisst að því að styrkja vinnustaðamenningu í leik- og grunnskólum. Í slíku þróunarstarfi hefur komið skýrt fram að þegar stjórnendur og starfsfólk setja sér sameiginleg gildi, byggja upp samskiptavenjur og teymisvinnu og fylgja þeim eftir með stöðugum hætti, eykst samvinna og starfsandinn styrkist. Þar hefur meðal annars mælst jákvæð þróun í trausti til stjórnenda, styðjandi stjórnun og auknu samráði og samstarfi. Starfsfólk lýsir jafnframt því að það sé „skemmtilegra að mæta til vinnu“, að gleði taki við af neikvæðni og að fólk þori frekar að tala beint og heiðarlega saman. Þetta er ekki tilviljun. Skólar sem ná góðum árangri í starfsánægju eiga það sameiginlegt að forystan leggur áherslu á skýra stefnu og sameiginleg gildi, valdeflandi skipulag og faglegt sjálfræði, teymisvinnu og faglegt lærdómssamfélag, og kerfisbundna eftirfylgni með samskiptum og menningu. Mikilvægi trausts og sálræns öryggis kemur þar einnig skýrt fram: að starfsfólk upplifi sig séð, metið og öruggt í að tjá sig, leita lausna og læra af mistökum. Þegar þannig er staðið að málunum, dregur úr streitu, ábyrgðartilfinning eykst og skólastarf þróast hraðar. Mosfellsbær er fjölskyldubær. Hér vill fólk ala upp börn, byggja framtíð og njóta öflugs skólastarfs. En til að halda í gott fagfólk og laða að nýtt, þurfum við að setja starfsumhverfi skólanna í forgang. Það er ekki „mjúkt mál“ – þetta er bein fjárfesting í árangri, gæðum og hagkvæmni til lengri tíma. Mikil starfsmannavelta og kulnun eru dýr, bæði fjárhagslega og samfélagslega. Heilbrigð vinnustaðamenning skilar sér í minni fjarveru, meiri festu, betri samvinnu og sterkari þjónustu við börn og foreldra. Sem frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ vil ég leggja til skýra áherslu í skólamálum: að við byggjum upp starfsánægju með markvissum, mælanlegum og raunhæfum aðgerðum. Ég tel sérstaklega mikilvægt að Mosfellsbær: 1. Setji vinnustaðamenningu á dagskrá sem stjórnunar- og gæðamál. Skólarnir fái stuðning til að endurskoða samskiptasáttmála, skýra leikreglur í samstarfi og efla teymisvinnu – og að því verði fylgt eftir með reglulegum „púlsi“ og umbótaáætlun. 2. Tryggi frelsi innan skýrs ramma. Skýr hlutverk, ábyrgðarskylda og sameiginleg gildi draga úr óvissu og álagi – en innan þess ramma þarf að styrkja faglegt sjálfræði og áhrif starfsfólks á ákvörðunartöku. 3. Efli stjórnendaþjálfun og stuðning. Skólastjórar og millistjórnendur þurfa aðgang að markvissri símenntun, handleiðslu og faglegum vettvangi þar sem lausnum er miðlað, ekki aðeins vandamálum. 4. Bæti verklag og stuðningsúrræði þegar álag verður mikið. Þetta á við um erfið samskiptamál, ofbeldi eða áreitni, og mönnunaráskoranir. Skýrir verkferlar og skjótur stuðningur verja bæði starfsfólk og börn. 5. Forgangsraði aðstöðu sem styður faglegt starf. Við eigum að halda áfram þeirri skýru stefnu að tryggja leikskólapláss frá 12 mánaða aldri, endurbæta skólahúsnæði og huga að aðbúnaði, mataraðstöðu, vinnurýmum og heppilegri nýtingu á tækni. 6. Mæli og birti árangur með ábyrgum hætti. Starfsmannakannanir, foreldrakannanir og gæðaviðmið eiga að nýtast til umbóta. Gagnsæi og regluleg endurgjöf skapa traust. Sjálfstæðisflokkurinn hefur í sveitarstjórnarmálum lagt áherslu á ábyrga fjármálastjórn, skilvirka þjónustu og skýra forgangsröðun. Í skólamálum þýðir það að fjármunum sé varið þar sem þeir skila mestum samfélagslegum ávinningi, í fólkinu, fagmennskunni og í vinnuumhverfinu. Með því getum við styrkt Mosfellsbæ sem eftirsóttan búsetukost og tryggt að leik- og grunnskólar bæjarins laði að gott fagfólk og skili þeim árangri sem börnin okkar eiga rétt á. Höfundur er bæjarfulltrúi og gefur áfram kost á sér í 2. sæti á lista Sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Það er auðvelt að ræða skólamál út frá stundaskrám, húsnæði og fjárhagsáætlunum. En kjarni árangurs í leik- og grunnskólum er alltaf sá sami; fólkið. Þegar starfsfólk upplifir traust, skýran ramma, faglegt sjálfræði og stuðning í krefjandi aðstæðum, eykst starfsánægjan. Samhliða sést það á gæðum þjónustunnar, stöðugleika í starfsmannahópnum og á árangri barna. Undanfarin ár hefur víða verið unnið markvisst að því að styrkja vinnustaðamenningu í leik- og grunnskólum. Í slíku þróunarstarfi hefur komið skýrt fram að þegar stjórnendur og starfsfólk setja sér sameiginleg gildi, byggja upp samskiptavenjur og teymisvinnu og fylgja þeim eftir með stöðugum hætti, eykst samvinna og starfsandinn styrkist. Þar hefur meðal annars mælst jákvæð þróun í trausti til stjórnenda, styðjandi stjórnun og auknu samráði og samstarfi. Starfsfólk lýsir jafnframt því að það sé „skemmtilegra að mæta til vinnu“, að gleði taki við af neikvæðni og að fólk þori frekar að tala beint og heiðarlega saman. Þetta er ekki tilviljun. Skólar sem ná góðum árangri í starfsánægju eiga það sameiginlegt að forystan leggur áherslu á skýra stefnu og sameiginleg gildi, valdeflandi skipulag og faglegt sjálfræði, teymisvinnu og faglegt lærdómssamfélag, og kerfisbundna eftirfylgni með samskiptum og menningu. Mikilvægi trausts og sálræns öryggis kemur þar einnig skýrt fram: að starfsfólk upplifi sig séð, metið og öruggt í að tjá sig, leita lausna og læra af mistökum. Þegar þannig er staðið að málunum, dregur úr streitu, ábyrgðartilfinning eykst og skólastarf þróast hraðar. Mosfellsbær er fjölskyldubær. Hér vill fólk ala upp börn, byggja framtíð og njóta öflugs skólastarfs. En til að halda í gott fagfólk og laða að nýtt, þurfum við að setja starfsumhverfi skólanna í forgang. Það er ekki „mjúkt mál“ – þetta er bein fjárfesting í árangri, gæðum og hagkvæmni til lengri tíma. Mikil starfsmannavelta og kulnun eru dýr, bæði fjárhagslega og samfélagslega. Heilbrigð vinnustaðamenning skilar sér í minni fjarveru, meiri festu, betri samvinnu og sterkari þjónustu við börn og foreldra. Sem frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ vil ég leggja til skýra áherslu í skólamálum: að við byggjum upp starfsánægju með markvissum, mælanlegum og raunhæfum aðgerðum. Ég tel sérstaklega mikilvægt að Mosfellsbær: 1. Setji vinnustaðamenningu á dagskrá sem stjórnunar- og gæðamál. Skólarnir fái stuðning til að endurskoða samskiptasáttmála, skýra leikreglur í samstarfi og efla teymisvinnu – og að því verði fylgt eftir með reglulegum „púlsi“ og umbótaáætlun. 2. Tryggi frelsi innan skýrs ramma. Skýr hlutverk, ábyrgðarskylda og sameiginleg gildi draga úr óvissu og álagi – en innan þess ramma þarf að styrkja faglegt sjálfræði og áhrif starfsfólks á ákvörðunartöku. 3. Efli stjórnendaþjálfun og stuðning. Skólastjórar og millistjórnendur þurfa aðgang að markvissri símenntun, handleiðslu og faglegum vettvangi þar sem lausnum er miðlað, ekki aðeins vandamálum. 4. Bæti verklag og stuðningsúrræði þegar álag verður mikið. Þetta á við um erfið samskiptamál, ofbeldi eða áreitni, og mönnunaráskoranir. Skýrir verkferlar og skjótur stuðningur verja bæði starfsfólk og börn. 5. Forgangsraði aðstöðu sem styður faglegt starf. Við eigum að halda áfram þeirri skýru stefnu að tryggja leikskólapláss frá 12 mánaða aldri, endurbæta skólahúsnæði og huga að aðbúnaði, mataraðstöðu, vinnurýmum og heppilegri nýtingu á tækni. 6. Mæli og birti árangur með ábyrgum hætti. Starfsmannakannanir, foreldrakannanir og gæðaviðmið eiga að nýtast til umbóta. Gagnsæi og regluleg endurgjöf skapa traust. Sjálfstæðisflokkurinn hefur í sveitarstjórnarmálum lagt áherslu á ábyrga fjármálastjórn, skilvirka þjónustu og skýra forgangsröðun. Í skólamálum þýðir það að fjármunum sé varið þar sem þeir skila mestum samfélagslegum ávinningi, í fólkinu, fagmennskunni og í vinnuumhverfinu. Með því getum við styrkt Mosfellsbæ sem eftirsóttan búsetukost og tryggt að leik- og grunnskólar bæjarins laði að gott fagfólk og skili þeim árangri sem börnin okkar eiga rétt á. Höfundur er bæjarfulltrúi og gefur áfram kost á sér í 2. sæti á lista Sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun