Handbolti

Hægt að kjósa fimm Ís­lendinga í stjörnulið EM

Sindri Sverrisson skrifar
Viktor Gísli Hallgrímsson er einn þeirra sem tilnefndir eru en hann hefur varið næstflest skot allra á EM, samkvæmt tölfræði EHF.
Viktor Gísli Hallgrímsson er einn þeirra sem tilnefndir eru en hann hefur varið næstflest skot allra á EM, samkvæmt tölfræði EHF. VÍSIR/VILHELM

Íslenska landsliðið er eitt þeirra sem eiga flestar tilnefningar í stjörnulið mótsins á EM í handbolta í ár. Kosning er hafin á vegum Handknattleikssambands Evrópu.

Hægt er að kjósa besta leikmann í hverri stöðu og á Ísland alls fimm fulltrúa sem eru tilnefndir.

Viktor Gísli Hallgrímsson er tilnefndur sem besti markvörður, Orri Freyr Þorkelsson í vinstra horninu, Gísli Þorgeir Kristjánsson sem miðjumaður, Ómar Ingi Magnússon sem hægri skytta og Óðinn Þór Ríkharðsson sem hægri hornamaður.

Mótherjar Íslands í undanúrslitum mótsins á morgun, Danir, eiga einnig fimm fulltrúa, sem og Þýskaland, Frakkland og Noregur. Króatía, Slóvenía, Spánn og Portúgal koma svo skammt á eftir.

Þá eru sex leikmenn tilnefndir sem besti ungi leikmaðurinn, 21 árs og yngri, en Ísland á þar ekki fulltrúa.

Hægt er að kjósa í gegnum app EHF sem hægt er að nálgast hér. Tilnefningarnar má sjá hér að neðan.

Markmenn:

  • Emil Nielsen (DEN)
  • Andreas Wolff (GER)
  • Kristóf Palasics (HUN)
  • Torbjørn Bergerud (NOR)
  • Viktor Gísli Hallgrímsson (ISL)
  • Nikola Portner (SUI)

Vinstri hornamenn:

  • August Pedersen (NOR)
  • Emil Jakobsen (DEN)
  • Orri Freyr Þorkelsson (ISL)
  • Dylan Nahi (FRA)
  • Noam Leopold (SUI)
  • Rutger ten Velde (NED)

Vinstri skytta:

  • Simon Pytlick (DEN)
  • Thibaud Briet (FRA)
  • Sander Sagosen (NOR)
  • Zvonimir Srna (CRO)
  • Ian Tarrafeta (ESP)
  • Martim Costa (POR)

Miðjumaður:

  • Gísli Kristjánsson (ISL)
  • Aymeric Minne (FRA)
  • Domen Makuc (SLO)
  • Luka Cindrić (CRO)
  • Felix Claar (SWE)
  • Juri Knorr (GER)

Hægri skytta:

  • Mathias Gidsel (DEN)
  • Francisco Costa (POR)
  • Blaž Janc (SLO)
  • Renārs Uščins (GER)
  • Ómar Ingi Magnússon (ISL)
  • Ivan Martinović (CRO)

Hægra horn:

  • Aleix Gómez (ESP)
  • Lukas Zerbe (GER)
  • Bence Imre (HUN)
  • Mario Šoštarić (CRO)
  • Kevin Gulliksen (NOR)
  • Óðinn Ríkharðsson (ISL)

Línumaður:

  • Johannes Golla (GER)
  • Ludovic Fabregas (FRA)
  • Magnus Saugstrup (DEN)
  • Oscar Bergendahl (SWE)
  • Kristjan Horžen (SLO)
  • Zlatko Raužan (CRO)

Varnarmaður:

  • Karl Konan (FRA)
  • Adrián Sipos (HUN)
  • Antonio Serradilla (ESP)
  • Borut Mačkovšek (SLO)
  • Tom Kiesler (GER)
  • Salvador Salvador (POR)

Besti ungi leikmaður:

  • Francisco Costa (POR)
  • Óli Mittún (FAR)
  • Marcos Fis (ESP)
  • Patrick Anderson (NOR)
  • Nikola Roganović (SWE)
  • Gino Steenaerts (SUI)



Fleiri fréttir

Sjá meira


×