Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar 29. janúar 2026 16:00 Grundvallarbreyting hefur orðið á umræðum um velferð dýra hér á landi, sérstaklega á nokkrum síðustu árum og kemur það aðallega til af tvennu. Annað er að andstæðingar dýrahalds hafa sig stöðugt frammi sem hina einu sönnu dýravini en láta á sama tíma minna á hinum bera að endanlegt markmið baráttu þerra er að dýrunum verði eytt en það innifelur auðvitað óhjáhvæmilega að sjálf dýrin hverfi við að leggja niður dýrahaldið.Hin breytingin er að nú er nálgun starfs Dýraverndarsambandins einnig knúin af hagnaðardrifnum öflum, sem var ekki áður. Hvort um sig setur að mínu mati alvarlega slagsíðu á trúverðugleika umræðu um velferð dýra.Það er brýnt að málefni velferðar dýra séu rædd á breiðum grunni, að allt fólk geti komið jafnt að samtalinu, að samtalið sé gagnsætt og markmið um velferð dýra skýr. Þetta almenna samtal hefur nánast lamast því nálgun andstæðinga dýrahalds felst að mestu í annars vegar ásökunum og árásum og hins vegar í því að neita að taka þátt í því að raunverulega vinna að því að bæta velferð dýra. Það útskýra þau þannig að ef þau framkvæma eða styðja vinnu að aukinni velferð dýra þá væru þau að ,,styðja við iðnaðinn“ sumsé að styðja við dýrahaldið. Andstæðingar dýrahalds hafa þannig í yfirgefið hugsjón um að bæta velferð þeirra dýra sem menn halda. Ég hef áður bent á þetta og var þá útskýrt fyrir mér að það hefði meiri heildaráhrif í þágu velferðar dýra, því þá mun almenningur fyrr hætta neyslu dýraafurða vegna þjáningar dýranna. Markmiðið er því ekki velferð dýranna, fremur virðist æðsta dýravelferð í hugum þessa fólks falin í því að dýrunum verði eytt. Þannig virðist þjáning dýra hagfelld hugsjónum andstæðinga dýrahalds því það er hægt að spila á sektarkennd fólks. Flest fólk hefur eðlilega samúðarkennd í garð dýra og mjög ljótt að spila svona á hana. Það hefur verið gert með markvissum hætti undanfarið þegar kemur að íslensku stóðhryssunni og núverandi stjórn Dýraverndarsambandsins hefur því miður stokkið á þann vagn. Dýraverndarsamband Íslands var endurvakið af Ólafi Dýrmundssyni fyrir tæplega tuttugu árum eftir áratuga dvala. Sif Traustadóttir tók við formennsku árið 2012 og ég til næstu átta ára árið 2014. Starfsemi okkar þessara þriggja formanna beindist að bætingu á velferð dýra. Það hefur breyst undir formennsku Lindu Karenar Gunnarsdóttur. Stjórnarstarf hennar hófst raunar með því að hundaflauta til ofsókna gegn starfsfólki Matvælastofnunnar. Fáir þora að taka til máls um velferð dýra í dag – nema auðvitað að vera í rétta hópnum, sem er andstæðingar dýrahalds. DÍS hóf nýverið samstarf við fyrirtæki sem sérhæfir sig í fjáröflunum. Fara þar saman hagnaðardrifinn fyrirtækjarekstur annars vegar og hugsjónarstarf félagasamtaka hins vegar, því fyrirtækið fær hlutdeild í tekjunum. Fyrirtækið er að því leyti falið að almenningur verður hvergi var við það. Það er með úthringiver og þegar hringt er fyrir hönd DÍS, þá birtist nafn Dýraverndarsambandsins á símaskjánum hjá fólki og því stendur fólk í þeirri trú að verið sé að hringja frá DÍS. Við í fyrri stjórn reyndum þetta samstarf og því veit ég mjög vel hvernig fyrirkomulagið er. Nálgun fyrirtækisins er afar ágeng. Vildu þau m.a. fá að ýta undir framvindu málefnavinnu innan félagsins og nálgun á samfélagsmiðlum, allt í þágu fjáröflunar, t.d. kynninga, samfélags,,leikja“ og undirskriftasafnanna, nálgun sem við höfnuðum. Slitu þeir þá samstarfinu. Það kom mjög skýrt fram í öllum okkar samskiptum að eina markmið fyrirtækisins var tekjur, nálgunin miðuð við sem mestar tekjur. Ég hef til að mynda aldrei heyrt orðið ,,milljónir“ notað jafn oft og var gert í loforðum og áformum á hvatningafundum með fulltrúum fyrirtækisins. Almenningur er ekki meðvitaður um fyrirtækið og hlutdeild þess í tekjum og ókleift að taka afstöðu til þess hvort hugsjónarmarkmiðið eða hagnaðarvonin ráði för við fjáraflanir. Tek fram að ég er hlynnt fjáröflunum en tel að þær verði að vera mjög gagnsæjar. Dæmi um þessa slagsíðuer undirsriftarsöfnun sem var stofnað til undir nafni stjórnar DÍS, með fullyrðingu sem þau geta á engan hátt staðið við: ,,blóðmerahald er dýraníð”. Þannig kalla þau allmarga tugi bændafjölskyldna og dýralækna einfaldlega dýraníðinga og auðvitað líka stjórnvöld og starfsfólk Mast fyrir að styðja ,,dýraníðið“. Félagslegar og tilfinningarlegar afleiðingar af þessu eru gríðarlegar, en ég ferðaðist um landið í sumar í þeim tilgangi að taka myndir og myndskeið af hryssunum og blóðtökum og sá það vel. Síðan er fjáröflun byggð á því að hringja í fólk sem í góðri trú skrifar undir. Þannig setur stjórn DÍS trúverðugleika félagsins í þá stöðu að það verður að standa við fullyrðinguna, á henni eru áframhald fjárstyrkja byggt. Stjórnin getur ekki bætt þekkingu sína um málið, né í raun unnið að velferð hryssnanna, (enda hafa þau fullyrt að það sé ekki hægt). Stjórnin vinnur því ekki samkvæmt samþykktum Dýraverndarsambandsins, að aukinni velferð. Ég benti þeim á þetta á fundi hjá þeim um daginn, að markmið þeirra væri ekki að bæta velferð heldur yrði niðurstaðan sú að hér yrði íslensku stóðhryssunni slátrað í þúsunda tali ef þeim tækist ætlunarverk sitt. Var mér svarað því til að það skipti ekki máli, þeim sé slátrað hvort eð er.Það er einnig spilað á sektarkennd fólks gagnvvart svínum í þessu máli, en staðreyndin er sú að engu svíni verður hjálpað með því að eyða þessum hryssum. Efnið verður áfram framleitt, bæði í Kína og Suður-Ameríku þar sem velferð er ekki tryggð. Gagnsemi þess að eyða hryssunum okkar eykur ekki velferð nokkurra dýra nokkurs staðar, heldur þvert á móti. En hagnaðarvonin af þessu ,,baráttumáli“ er mikil enda búið að beita slíkum áróðri um hryssurnar að almenningur er í miklu uppnámi. Erlenda félagið sem byrjaði ofsóknirnar, það er sama fólkið, en með tvö félög og að sjálfsögðu andstæðingar dýrahalds – byggir einnig gríðarlegar fjáraflanir á því að bera okkur Íslendinga út sem hestaníðinga erlendis. Um er að ræða best haldna, langlífasta og heilbrigðasta bústofninn sem finnst hér á landi. Hryssurnar lifa í samræmi við eðlislægar þarfir sínar og í sínu náttúrulega umhverfi árið um kring. Blóðtakan hefur verið rannsökuð hjá Keldum og í ljós kom að áhrif blóðtökurnnar eru mild og skammvinn eins og segir í niðurstöðu rannsóknarinnar. Stjórnvöld brugðust við réttmætum ábendingum um meðferð hryssnanna og það var lagað. Það er mjög sérstakt að horfa upp á það að andstæðingar dýrahalds gefi sig út fyrir að vinna að aukinni velferð dýra, þegar markmiðið er í raun aflagning dýrahaldsins. Bætingar á velferð virðast hreinlega fara í taugarnar á þeim. Með þessu er raunverulegu og grunduðu samtali um vinnu að aukinni velferð dýra að heita má gert ókleift að eiga sér stað. Höfundur er fyrrverandi formaður DÍS og forystukona fyrir nýju félagsafli, Upplýsing og Velferð – þekking i þágu dýra og samfélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Dýr Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Sjá meira
Grundvallarbreyting hefur orðið á umræðum um velferð dýra hér á landi, sérstaklega á nokkrum síðustu árum og kemur það aðallega til af tvennu. Annað er að andstæðingar dýrahalds hafa sig stöðugt frammi sem hina einu sönnu dýravini en láta á sama tíma minna á hinum bera að endanlegt markmið baráttu þerra er að dýrunum verði eytt en það innifelur auðvitað óhjáhvæmilega að sjálf dýrin hverfi við að leggja niður dýrahaldið.Hin breytingin er að nú er nálgun starfs Dýraverndarsambandins einnig knúin af hagnaðardrifnum öflum, sem var ekki áður. Hvort um sig setur að mínu mati alvarlega slagsíðu á trúverðugleika umræðu um velferð dýra.Það er brýnt að málefni velferðar dýra séu rædd á breiðum grunni, að allt fólk geti komið jafnt að samtalinu, að samtalið sé gagnsætt og markmið um velferð dýra skýr. Þetta almenna samtal hefur nánast lamast því nálgun andstæðinga dýrahalds felst að mestu í annars vegar ásökunum og árásum og hins vegar í því að neita að taka þátt í því að raunverulega vinna að því að bæta velferð dýra. Það útskýra þau þannig að ef þau framkvæma eða styðja vinnu að aukinni velferð dýra þá væru þau að ,,styðja við iðnaðinn“ sumsé að styðja við dýrahaldið. Andstæðingar dýrahalds hafa þannig í yfirgefið hugsjón um að bæta velferð þeirra dýra sem menn halda. Ég hef áður bent á þetta og var þá útskýrt fyrir mér að það hefði meiri heildaráhrif í þágu velferðar dýra, því þá mun almenningur fyrr hætta neyslu dýraafurða vegna þjáningar dýranna. Markmiðið er því ekki velferð dýranna, fremur virðist æðsta dýravelferð í hugum þessa fólks falin í því að dýrunum verði eytt. Þannig virðist þjáning dýra hagfelld hugsjónum andstæðinga dýrahalds því það er hægt að spila á sektarkennd fólks. Flest fólk hefur eðlilega samúðarkennd í garð dýra og mjög ljótt að spila svona á hana. Það hefur verið gert með markvissum hætti undanfarið þegar kemur að íslensku stóðhryssunni og núverandi stjórn Dýraverndarsambandsins hefur því miður stokkið á þann vagn. Dýraverndarsamband Íslands var endurvakið af Ólafi Dýrmundssyni fyrir tæplega tuttugu árum eftir áratuga dvala. Sif Traustadóttir tók við formennsku árið 2012 og ég til næstu átta ára árið 2014. Starfsemi okkar þessara þriggja formanna beindist að bætingu á velferð dýra. Það hefur breyst undir formennsku Lindu Karenar Gunnarsdóttur. Stjórnarstarf hennar hófst raunar með því að hundaflauta til ofsókna gegn starfsfólki Matvælastofnunnar. Fáir þora að taka til máls um velferð dýra í dag – nema auðvitað að vera í rétta hópnum, sem er andstæðingar dýrahalds. DÍS hóf nýverið samstarf við fyrirtæki sem sérhæfir sig í fjáröflunum. Fara þar saman hagnaðardrifinn fyrirtækjarekstur annars vegar og hugsjónarstarf félagasamtaka hins vegar, því fyrirtækið fær hlutdeild í tekjunum. Fyrirtækið er að því leyti falið að almenningur verður hvergi var við það. Það er með úthringiver og þegar hringt er fyrir hönd DÍS, þá birtist nafn Dýraverndarsambandsins á símaskjánum hjá fólki og því stendur fólk í þeirri trú að verið sé að hringja frá DÍS. Við í fyrri stjórn reyndum þetta samstarf og því veit ég mjög vel hvernig fyrirkomulagið er. Nálgun fyrirtækisins er afar ágeng. Vildu þau m.a. fá að ýta undir framvindu málefnavinnu innan félagsins og nálgun á samfélagsmiðlum, allt í þágu fjáröflunar, t.d. kynninga, samfélags,,leikja“ og undirskriftasafnanna, nálgun sem við höfnuðum. Slitu þeir þá samstarfinu. Það kom mjög skýrt fram í öllum okkar samskiptum að eina markmið fyrirtækisins var tekjur, nálgunin miðuð við sem mestar tekjur. Ég hef til að mynda aldrei heyrt orðið ,,milljónir“ notað jafn oft og var gert í loforðum og áformum á hvatningafundum með fulltrúum fyrirtækisins. Almenningur er ekki meðvitaður um fyrirtækið og hlutdeild þess í tekjum og ókleift að taka afstöðu til þess hvort hugsjónarmarkmiðið eða hagnaðarvonin ráði för við fjáraflanir. Tek fram að ég er hlynnt fjáröflunum en tel að þær verði að vera mjög gagnsæjar. Dæmi um þessa slagsíðuer undirsriftarsöfnun sem var stofnað til undir nafni stjórnar DÍS, með fullyrðingu sem þau geta á engan hátt staðið við: ,,blóðmerahald er dýraníð”. Þannig kalla þau allmarga tugi bændafjölskyldna og dýralækna einfaldlega dýraníðinga og auðvitað líka stjórnvöld og starfsfólk Mast fyrir að styðja ,,dýraníðið“. Félagslegar og tilfinningarlegar afleiðingar af þessu eru gríðarlegar, en ég ferðaðist um landið í sumar í þeim tilgangi að taka myndir og myndskeið af hryssunum og blóðtökum og sá það vel. Síðan er fjáröflun byggð á því að hringja í fólk sem í góðri trú skrifar undir. Þannig setur stjórn DÍS trúverðugleika félagsins í þá stöðu að það verður að standa við fullyrðinguna, á henni eru áframhald fjárstyrkja byggt. Stjórnin getur ekki bætt þekkingu sína um málið, né í raun unnið að velferð hryssnanna, (enda hafa þau fullyrt að það sé ekki hægt). Stjórnin vinnur því ekki samkvæmt samþykktum Dýraverndarsambandsins, að aukinni velferð. Ég benti þeim á þetta á fundi hjá þeim um daginn, að markmið þeirra væri ekki að bæta velferð heldur yrði niðurstaðan sú að hér yrði íslensku stóðhryssunni slátrað í þúsunda tali ef þeim tækist ætlunarverk sitt. Var mér svarað því til að það skipti ekki máli, þeim sé slátrað hvort eð er.Það er einnig spilað á sektarkennd fólks gagnvvart svínum í þessu máli, en staðreyndin er sú að engu svíni verður hjálpað með því að eyða þessum hryssum. Efnið verður áfram framleitt, bæði í Kína og Suður-Ameríku þar sem velferð er ekki tryggð. Gagnsemi þess að eyða hryssunum okkar eykur ekki velferð nokkurra dýra nokkurs staðar, heldur þvert á móti. En hagnaðarvonin af þessu ,,baráttumáli“ er mikil enda búið að beita slíkum áróðri um hryssurnar að almenningur er í miklu uppnámi. Erlenda félagið sem byrjaði ofsóknirnar, það er sama fólkið, en með tvö félög og að sjálfsögðu andstæðingar dýrahalds – byggir einnig gríðarlegar fjáraflanir á því að bera okkur Íslendinga út sem hestaníðinga erlendis. Um er að ræða best haldna, langlífasta og heilbrigðasta bústofninn sem finnst hér á landi. Hryssurnar lifa í samræmi við eðlislægar þarfir sínar og í sínu náttúrulega umhverfi árið um kring. Blóðtakan hefur verið rannsökuð hjá Keldum og í ljós kom að áhrif blóðtökurnnar eru mild og skammvinn eins og segir í niðurstöðu rannsóknarinnar. Stjórnvöld brugðust við réttmætum ábendingum um meðferð hryssnanna og það var lagað. Það er mjög sérstakt að horfa upp á það að andstæðingar dýrahalds gefi sig út fyrir að vinna að aukinni velferð dýra, þegar markmiðið er í raun aflagning dýrahaldsins. Bætingar á velferð virðast hreinlega fara í taugarnar á þeim. Með þessu er raunverulegu og grunduðu samtali um vinnu að aukinni velferð dýra að heita má gert ókleift að eiga sér stað. Höfundur er fyrrverandi formaður DÍS og forystukona fyrir nýju félagsafli, Upplýsing og Velferð – þekking i þágu dýra og samfélags.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun