Handbolti

EHF svarar Degi: Viður­kenna að Ís­land og Króatía glími við erfiðari að­stæður

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dagur Sigurðsson fór mikinn á blaðamannafundinum í dag.
Dagur Sigurðsson fór mikinn á blaðamannafundinum í dag. Getty/Sina Schuldt/

Evrópska handboltasambandið hefur svarað gagnrýni Dags Sigurðssonar, þjálfara króatíska landsliðsins, með opinberri yfirlýsingu eftir að íslenski þjálfarinn fór mikinn á blaðamannafundi í dag.

Dagur hellti sér gjörsamlega yfir evrópska handknattleikssambandið á fundinum en hann er mjög ósáttur við leikjaálagið og skipulagningu Evrópumótsins í handbolta. Hann segir síðustu daga hafa sannað að evrópska sambandinu sé alveg sama um leikmennina og liðin sem keppa á mótinu.

Evrópska sambandið viðurkennir að Ísland og Króatía, liðin sem koma frá Malmö, standi frammi fyrir erfiðari aðstæðum en tekur það jafnframt fram að á fyrri mótum hafi lið staðið frammi fyrir svipaðri leikjadagskrá, til dæmis á EM 2018 sem haldið var í Króatíu.

Í yfirlýsingunni kom líka fram að mótstjórnin hafi hingað til aðeins fengið jákvæð viðbrögð varðandi liðshótelið í Silkeborg. Silkeborg var valið sem liðshótel fyrir króatísku sendinefndina til að bjóða upp á sömu skilyrði fyrir þau tvö lið sem mætast í undanúrslitum, Þýskaland og Króatíu. Króatíska sendinefndin var í kjölfarið upplýst um þetta á miðvikudagskvöld.

Hér fyrir neðan má sjá alla yfirlýsinguna,á ensku og svo þýdda á íslensku fyrir neðan.

Opinber yfirlýsing frá Handknattleikssambandi Evrópu

Herning, 29. janúar 2026

Handknattleikssamband Evrópu gefur út eftirfarandi yfirlýsingu eftir að Dagur Sigurðsson, þjálfari króatíska landsliðsins, gagnrýndi opinberlega skipulagsaðstæður á EM karla 2026 á blaðamannafundi undanúrslitanna á fimmtudag.

Handknattleikssamband Evrópu viðurkennir gagnrýnina á leikjadagskrá mótsins. Leikjadagskrá EM er ákveðin í samvinnu mótshaldara og EHF löngu fyrir upphaf mótsins.

Í þessu ákvörðunarferli koma allir viðeigandi hagsmunaaðilar að borðinu, þ.e. landsliðsnefndin sem er fulltrúi aðildarsambandanna. Leikjadagskráin er öllum liðum kunn í síðasta lagi við dráttinn í lokakeppnina, meira en sex mánuðum fyrir mót.

Það er viðurkennt að liðin sem koma frá Malmö standa frammi fyrir erfiðari aðstæðum. Hins vegar skal tekið fram að á fyrri mótum hafa lið staðið frammi fyrir svipaðri leikjadagskrá, til dæmis á EM 2018 sem haldið var í Króatíu.

Varðandi liðshótelið í Silkeborg hafa EHF og mótstjórnin hingað til aðeins fengið jákvæð viðbrögð. Silkeborg var valið sem liðshótel fyrir króatísku sendinefndina til að bjóða upp á sömu skilyrði fyrir þau tvö lið sem mætast í undanúrslitum, Þýskaland og Króatíu. Króatíska sendinefndin var í kjölfarið upplýst um þetta á miðvikudagskvöld.

Nokkuð lengri ferðalög á alþjóðlegum mótum eru ekki óalgeng. Á HM karla 2025 dvaldi Króatía í Karlovac en ferðaðist til Zagreb til að spila leiki sína.

Fjölmiðladagskrá allra liða, eins og hún er sett fram af Handknattleikssambandi Evrópu, er kynnt öllum liðum með góðum fyrirvara.

Að loknu EM 2026 mun Handknattleikssamband Evrópu ásamt mótshöldurum meta skipulag mótsins vandlega og draga viðeigandi ályktanir.

Official statement of the European Handball Federatione

Herning, 29 January 2026

The European Handball Federation issues the following statement after Croatia head coach Dagur Sigurdsson openly criticised the organisational circumstances at the Men’s EHF EURO 2026 at the semi-final press conference on Thursday.

The European Handball Federation acknowledges the criticism of the schedule for the championship. The schedule for the EHF EURO is decided between the organisers and the EHF way ahead of the start of the championship.

In this decision process all relevant stakeholder bodies, i.e. the Nations Board that represents the national federations, are included. The schedule is known to all teams at the very latest with the final tournament draw more than six months prior to the tournament.

It is acknowledged that the teams coming from Malmö face a more challenging situation. However, it must be noted that at previous championships teams faced similar schedules, for example in 2018 at the EHF EURO hosted by Croatia.

For the team hotel in Silkeborg, the EHF and the organising committee have so far only received positive feedback. Silkeborg was chosen as team hotel for the Croatian delegation to offer identical conditions for the two semi-finalists facing each other, Germany and Croatia. The Croatian delegation was subsequently informed on Wednesday evening.

Slightly longer travels at international championships are not uncommon. At the IHF Men’s World Championship 2025, Croatia stayed at Karlovac to eventually travel to Zagreb for their matches.

The media schedule for all teams as it is laid out by the European Handball Federation is communicated to all teams well in advance.

After the EHF EURO 2026, the European Handball Federation together with the organisers will carefully evaluate the organisation of the championship and draw the corresponding conclusions.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×