Handbolti

Al­freð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Alfreð íbygginn á blaðamannafundi dagsins.
Alfreð íbygginn á blaðamannafundi dagsins. vísir/vilhelm

Blaðamannafundur Þýskalands og Króatíu í Herning var skrautlegur þökk sé upphlaupi Dags Sigurðssonar, landsliðsþjálfara Króatíu, sem lét EHF heyra það á fundinum.

Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari Þýskalands, hlustaði af kostgæfni á gagnrýni Dags og reyndar hló er Dagur líkti EHF við skyndibitakeðju.

Alfreð var spurður út í ummæli Dags á fundinum og hann bakkaði landa sinn upp.

„Þetta skipulag á mótinu er ekki nógu gott. Króatar byrja síðar og þurfa svo að leika tvo daga í röð og ferðalag eftir það. Ég get því tekið undir það að þetta skipulag er ekki eins og best verður á kosið,“ sagði Alfreð á blaðamannafundinum fræga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×