Aldrei séð Dag svona reiðan Sindri Sverrisson skrifar 30. janúar 2026 07:50 Dagur Sigurðsson skammaði EHF duglega á blaðamannafundi í gær. VÍSIR/VILHELM Dagur Sigurðsson lét ráðamenn EHF, Handknattleikssambands Evrópu, gjörsamlega heyra það á blaðamannafundi í Herning í gær. Króatískir miðlar segja Dag hafa reiðst sérstaklega við tíðindi sem hann fékk á miðvikudagskvöld. Undanúrslitaleikirnir í dag, á milli Króatíu og Þýskalands klukkan 16:45 og á milli Íslands og Danmerkur klukkan 19:30, fara fram í Boxen í bænum Herning í Danmörku. Þar hafa Danmörk og Þýskaland verið að spila sína leiki allt mótið en Ísland og Króatía þurftu að ferðast í fjóra tíma frá Malmö í gær, á eina hvíldardeginum frá því að milliriðlakeppninni lauk. Þetta var þó vitað fyrir mót, sem og það hve hræðilega þétt leikjadagskráin yrði. En ofan í það virðist hafa farið illa um menn í rútu króatíska liðsins og þá fékk Ísland minni rútu svo níu starfsmenn HSÍ þurftu að taka lest og bílaleigubíl. I can really understand the Croatian frustration with EHF.First, they – together with Iceland – had to play decisive matches on back-to-back days.Then they – again together with Iceland – had to spend a full travel day getting to Denmark, including a five-hour bus ride… pic.twitter.com/fLQTDa5ORw— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) January 29, 2026 Ivan Forjan, fréttamaður hjá Nova TV í Króatíu, segir að það sem hafi reitt Dag enn frekar til reiði hafi verið þegar mótshaldarar tilkynntu á miðvikudagskvöld að Króatar þyrftu svo að dvelja á hóteli í Silkeborg, í 40 kílómetra fjarlægð frá Herning. Þetta flækti enn fyrir Degi í gær sem gaf leikmönnum sínum frí frá æfingu en þurfti að ferðast á blaðamannafundinn í Herning og aftur til baka, og hafði því enn minni tíma en ella til að undirbúa stórleikinn í dag með sínum mönnum. „Þegar Dagur Sigurðsson komst að þessu þá brjálaðist hann alveg. Fólk í kringum hann segir að það hafi aldrei séð hann svona,“ sagði Forjan. Dagur fór svo á blaðamannafund og lét gamminn geisa, og sagði Króata flutta á milli staða eins og frosinn kjúklingur, og að allt snerist um sýningu EHF án nokkurs tillits til leikmanna eða liðanna á mótinu. „Þau eru eins og skyndibitastaður, þeim er alveg sama um gæðin, þau vilja bara selja. Eða reyndar, þau eru eins og viðburðarfyrirtæki, sem pantar bara einhverja listamenn til að setja upp sýningu og flottan blaðamannafund. Það skiptir þau engu máli að við hefðum þurft að keyra í fjóra tíma frá Malmö í morgun, það skiptir þau engu máli,“ sagði Dagur meðal annars. „Við vorum í riðli í Malmö, við fengum tvo færri daga en sum lið til að spila sjö leiki. Allir sem vita eitthvað um íþróttir vita að sjö leikir á tólf dögum er mjög mikið, mjög mikið. Svo þurftum við að spila sjötta og sjöunda leikinn á innan við 22 klukkutíma tímaramma. Næsta morgun er okkur hent upp í rútu, eins og frosnum kjúklingi, og keyrt með okkur á stað sem er ekki einu sinni nálægt höllinni,“ sagði Dagur einnig og hefur hann fengið mikið lof fyrir ræðu sína. Króatískir blaðamenn í vandræðum Í skrifum króatíska handknattleikssambandsins segir að áður hafi verið búið að tilkynna að Króatar myndu fá að dvelja í Herning en þessu hafi svo óvænt verið breytt í fyrrakvöld, eftir að Króatía hafði tryggt sig inn í undanúrslit með sigri á Ungverjalandi. Þetta hafi einnig flækt málin hjá króatískum fjölmiðlamönnum sem hafi allir átt bókaða gistingu í Herning og flestir ekki verið með bíl til að keyra til Silkeborg til að taka viðtöl við leikmenn. EM karla í handbolta 2026 Landslið karla í handbolta Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fleiri fréttir Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Sjá meira
Undanúrslitaleikirnir í dag, á milli Króatíu og Þýskalands klukkan 16:45 og á milli Íslands og Danmerkur klukkan 19:30, fara fram í Boxen í bænum Herning í Danmörku. Þar hafa Danmörk og Þýskaland verið að spila sína leiki allt mótið en Ísland og Króatía þurftu að ferðast í fjóra tíma frá Malmö í gær, á eina hvíldardeginum frá því að milliriðlakeppninni lauk. Þetta var þó vitað fyrir mót, sem og það hve hræðilega þétt leikjadagskráin yrði. En ofan í það virðist hafa farið illa um menn í rútu króatíska liðsins og þá fékk Ísland minni rútu svo níu starfsmenn HSÍ þurftu að taka lest og bílaleigubíl. I can really understand the Croatian frustration with EHF.First, they – together with Iceland – had to play decisive matches on back-to-back days.Then they – again together with Iceland – had to spend a full travel day getting to Denmark, including a five-hour bus ride… pic.twitter.com/fLQTDa5ORw— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) January 29, 2026 Ivan Forjan, fréttamaður hjá Nova TV í Króatíu, segir að það sem hafi reitt Dag enn frekar til reiði hafi verið þegar mótshaldarar tilkynntu á miðvikudagskvöld að Króatar þyrftu svo að dvelja á hóteli í Silkeborg, í 40 kílómetra fjarlægð frá Herning. Þetta flækti enn fyrir Degi í gær sem gaf leikmönnum sínum frí frá æfingu en þurfti að ferðast á blaðamannafundinn í Herning og aftur til baka, og hafði því enn minni tíma en ella til að undirbúa stórleikinn í dag með sínum mönnum. „Þegar Dagur Sigurðsson komst að þessu þá brjálaðist hann alveg. Fólk í kringum hann segir að það hafi aldrei séð hann svona,“ sagði Forjan. Dagur fór svo á blaðamannafund og lét gamminn geisa, og sagði Króata flutta á milli staða eins og frosinn kjúklingur, og að allt snerist um sýningu EHF án nokkurs tillits til leikmanna eða liðanna á mótinu. „Þau eru eins og skyndibitastaður, þeim er alveg sama um gæðin, þau vilja bara selja. Eða reyndar, þau eru eins og viðburðarfyrirtæki, sem pantar bara einhverja listamenn til að setja upp sýningu og flottan blaðamannafund. Það skiptir þau engu máli að við hefðum þurft að keyra í fjóra tíma frá Malmö í morgun, það skiptir þau engu máli,“ sagði Dagur meðal annars. „Við vorum í riðli í Malmö, við fengum tvo færri daga en sum lið til að spila sjö leiki. Allir sem vita eitthvað um íþróttir vita að sjö leikir á tólf dögum er mjög mikið, mjög mikið. Svo þurftum við að spila sjötta og sjöunda leikinn á innan við 22 klukkutíma tímaramma. Næsta morgun er okkur hent upp í rútu, eins og frosnum kjúklingi, og keyrt með okkur á stað sem er ekki einu sinni nálægt höllinni,“ sagði Dagur einnig og hefur hann fengið mikið lof fyrir ræðu sína. Króatískir blaðamenn í vandræðum Í skrifum króatíska handknattleikssambandsins segir að áður hafi verið búið að tilkynna að Króatar myndu fá að dvelja í Herning en þessu hafi svo óvænt verið breytt í fyrrakvöld, eftir að Króatía hafði tryggt sig inn í undanúrslit með sigri á Ungverjalandi. Þetta hafi einnig flækt málin hjá króatískum fjölmiðlamönnum sem hafi allir átt bókaða gistingu í Herning og flestir ekki verið með bíl til að keyra til Silkeborg til að taka viðtöl við leikmenn.
EM karla í handbolta 2026 Landslið karla í handbolta Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fleiri fréttir Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Sjá meira
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“