Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Íþróttadeild Sýnar skrifar 30. janúar 2026 21:52 Janus Daði Smárason átti frábæran leik gegn dönsku heimsmeisturunum og skoraði átta mörk. vísir/vilhelm Íslenska karlalandsliðið í handbolta leikur um 3. sætið á Evrópumótinu. Þetta var ljóst eftir þriggja marka tap Íslands fyrir Danmörku, 31-28, í undanúrslitum í Jyske Bank Boxen í Herning í kvöld. Frammistaða íslenska liðsins var til mikillar fyrirmyndar en fjórfaldir heimsmeistarar Dana náðu yfirhöndinni um miðjan seinni hálfleik og lönduðu sigrinum. Ísland byrjaði leikinn vel og komst þremur mörkum yfir, 3-6. Danmörk svaraði með 6-2 kafla og liðin héldust í hendur það sem eftir lifði fyrri hálfleiks. Danir voru einu marki yfir í hálfleik, 14-13, þrátt fyrir Íslendingar hafi ekki skorað í rúmar átta mínútur um miðbik fyrri hálfleiks. Ísland skoraði fyrstu tvö mörkin í seinni hálfleik og leikurinn var í járnum. Gísli Þorgeir Kristjánsson kom Íslendingum yfir, 18-19, en það var í síðasta sinn sem íslenska liðið var með forystuna í leiknum. Danir skoruðu sex af næstu átta mörkum og náðu þriggja marka forskoti, 24-21. Íslendingar voru í eltingarleik það sem eftir lifði leiks og Danir lönduðu þriggja marka sigri, 31-28. Markvarslan hjá íslenska liðinu var takmörkuð og þá fóru fjögur víti í súginn. Kevin Möller átti góða innkomu í danska markið um miðbik seinni hálfleiks og reyndist okkar mönnum erfiður. Janus Daði Smárason átti frábæran leik í kvöld og var markahæstur í íslenska liðinu með átta mörk. Orri Freyr Þorkelsson skoraði sjö mörk, þar af sex úr vítum, og Ómar Ingi Magnússon var með sex mörk. Ísland mætir Króatíu í leiknum um 3. sætið klukkan 14:15 á sunnudaginn. Einkunnir Íslands gegn Danmörku: - Byrjunarlið Íslands í leiknum - Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður - 2 (10/1 varin skot - 56:41 mín.) Íslenska vörnin var sterk nær allan tímann en markvarslan fylgdi ekki með. Viktor varði tíu skot en í fjögur skipti var aukakast dæmt. Viktor hefur átt misjafna leiki á EM og leikurinn í kvöld var ekki einn af hans bestu. Orri Freyr Þorkelsson, vinstri hornamaður - 4 (7/6 mörk - 53:38 mín.) Tók við vítaskyldunum eftir að Viggó Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon höfðu báðir klikkað. Skoraði af feykilegu öryggi úr fyrstu fimm vítunum sínum en brást bogalistin í tveimur af síðustu þremur. Skoraði úr eina færinu sem hann fékk í vinstra horninu. Janus Daði Smárason, vinstri skytta - 5 (8 mörk - 48:36 mín.) Frábær frammistaða hjá Janusi sem spilaði einn sinn besta landsleik í kvöld. Byrjaði af miklum krafti og skoraði tvö af fyrstu þremur mörkum Íslands. Skoraði svo sex mörk í seinni hálfleik og hélt íslenska liðinu inni í leiknum þegar líða tók á leikinn. Fékk það afar erfiða verkefni að eiga við Mathias Gidsel í vörninni. Hann gerði allt sem hann gat en það er nær ómögulegt að eiga við dönsku skyttuna. Hetjuleg framganga hjá Janusi. Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi - 3 (2 mörk - 41:37 mín.) Danir lögðu gríðarlega áherslu á að stöðva Gísla og brutu ítrekað á honum. Hann þurfti að hafa mikið fyrir hlutunum og komst ekki jafn mikið áleiðis og í fyrri leikjum mótsins. Stýrði sóknarleiknum samt af öryggi, skoraði tvö mörk, gaf fimm stoðsendingar og fiskaði tvö víti. Gaf allt sem hann átti í leikinn. Ómar Ingi Magnússon, hægri skytta - 4 (6 mörk - 53:16 mín.) Fyrirliðinn fylgdi eftir frábærum leik gegn Slóveníu í fyrradag. Skoraði fjögur mörk í röð í byrjun leiks og endaði með sex mörk. Gaf auk þess fjórar stoðsendingar og fiskaði fjögur víti. Góð frammistaða hjá Ómari, bæði í vörn og sókn. Óðinn Þór Ríkharðsson, hægri hornamaður - 3 (1 mark - 39:07 mín.) Fékk úr litlu að moða í kvöld. Íslenska liðið fékk nær engin hraðaupphlaup þar sem Óðinn blómstrar vanalega. Fékk tvö færi í horninu og nýtti annað þeirra. Elliði Snær Viðarsson, línumaður - 4 (3 mörk - 51:35 mín.) Sá sem hefur vaxið á þessu móti! Stóð í ströngu í vörninni, barðist eins og ljón og lét svo heldur betur til sín taka í sókninni. Nýtti öll þrjú skotin sín af línunni og fiskaði aukinheldur þrjú vítaköst. Ýmir Örn Gíslason, varnarmaður - 4 (0 mörk - 30:07 mín.) Fékk afar erfitt verkefni í hendurnar, að eiga við besta sóknarlið heims, og stóð sig með prýði. Var á fullu allan tímann og þeir Elliði náðu vel saman í miðri vörninni. - Menn sem komu inn af bekknum í leiknum - Arnar Freyr Arnarsson, línumaður - (0 mörk - 5:41 mín.) Spilaði of lítið til að fá einkunn. Viggó Kristjánsson, hægri skytta - 2 (1/1 mark - 18:12 mín.) Byrjaði á klikka á víti en skoraði úr öðru undir lokin. Íslenska liðið hefði þurft eitthvað aukalega frá bekknum í kvöld en fékk ekki. Viggó gerði þó ágætlega í vörninni og leysti stöðu hornamanns um tíma í seinni hálfleik. Haukur Þrastarson, vinstri skytta - 2 (0 mörk - 12:50 mín.) Spilaði ekki mikið. Klikkaði á eina skotinu sem hann tók en átti ágætis kafla í vörninni. Björgvin Páll Gústavsson, markvörður - (34 sek.) Reyndi að verja tvö vítaköst en án árangurs. Einar Þorsteinn Ólafsson, varnarmaður - (0 mörk - 2:06 mín.) Kom inn á undir lokin með það verkefni að sprengja leikinn upp. Teitur Örn Einarsson, hægri hornamaður - (0 mörk - 2:03 mín.) Kom aðeins inn í byrjun seinni hálfleiks þegar Óðinn fékk brottvísun. Þorsteinn Leó Gunnarsson, vinstri skytta - (0 mörk - 0 mín.) Tók aukakast eftir leiktíminn í fyrri hálfleik var runninn en skaut í varnarvegginn. Bjarki Már Elísson, vinstri hornamaður - (spilaði ekkert) Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Sýnar leikmönnum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Leikmenn fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir. Útskýring á einkunnum 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur EM karla í handbolta 2026 Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði með þremur mörkum í hörkuleik á móti Dönum, 28-31, í undanúrslitaleiknum á Evrópumótinu í handbolta 2026. 30. janúar 2026 21:45 „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ „Mér fannst við eiga mjög góða möguleika í dag að vinna þetta“ sagði Gísli Þorgeir Kristjánsson eftir 31-28 tap Íslands gegn Danmerkur í undanúrslitum EM. Hann er ósáttur með margar ákvarðanir dómara leiksins. 30. janúar 2026 21:46 „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Ég er bara sár og svekktur. Tómur aðeins núna svona stuttu eftir leik,“ sagði Janus Daði Smárason eftir svekkjandi tap Íslands gegn Dönum í undanúrslitum EM í handbolta í kvöld. 30. janúar 2026 21:45 „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Snorri Steinn Guðjónsson var sársvekktur eftir 31-28 tap Íslands gegn Danmörku í undanúrslitaleik EM í handbolta. Hann segist samt ekki hafa getað beðið um mikið meira frá strákunum, litlu hlutirnir féllu bara ekki með þeim. 30. janúar 2026 21:27 Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Íslenska karlalandsliðið í handbolta leikur um 3. sæti á EM í handbolta eftir svekkjandi þriggja marka tap gegn heims- og Ólympíumeisturum Dana í undanúrslitum í kvöld, 31-28. 30. janúar 2026 21:15 Mest lesið Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti Fleiri fréttir Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sjá meira
Ísland byrjaði leikinn vel og komst þremur mörkum yfir, 3-6. Danmörk svaraði með 6-2 kafla og liðin héldust í hendur það sem eftir lifði fyrri hálfleiks. Danir voru einu marki yfir í hálfleik, 14-13, þrátt fyrir Íslendingar hafi ekki skorað í rúmar átta mínútur um miðbik fyrri hálfleiks. Ísland skoraði fyrstu tvö mörkin í seinni hálfleik og leikurinn var í járnum. Gísli Þorgeir Kristjánsson kom Íslendingum yfir, 18-19, en það var í síðasta sinn sem íslenska liðið var með forystuna í leiknum. Danir skoruðu sex af næstu átta mörkum og náðu þriggja marka forskoti, 24-21. Íslendingar voru í eltingarleik það sem eftir lifði leiks og Danir lönduðu þriggja marka sigri, 31-28. Markvarslan hjá íslenska liðinu var takmörkuð og þá fóru fjögur víti í súginn. Kevin Möller átti góða innkomu í danska markið um miðbik seinni hálfleiks og reyndist okkar mönnum erfiður. Janus Daði Smárason átti frábæran leik í kvöld og var markahæstur í íslenska liðinu með átta mörk. Orri Freyr Þorkelsson skoraði sjö mörk, þar af sex úr vítum, og Ómar Ingi Magnússon var með sex mörk. Ísland mætir Króatíu í leiknum um 3. sætið klukkan 14:15 á sunnudaginn. Einkunnir Íslands gegn Danmörku: - Byrjunarlið Íslands í leiknum - Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður - 2 (10/1 varin skot - 56:41 mín.) Íslenska vörnin var sterk nær allan tímann en markvarslan fylgdi ekki með. Viktor varði tíu skot en í fjögur skipti var aukakast dæmt. Viktor hefur átt misjafna leiki á EM og leikurinn í kvöld var ekki einn af hans bestu. Orri Freyr Þorkelsson, vinstri hornamaður - 4 (7/6 mörk - 53:38 mín.) Tók við vítaskyldunum eftir að Viggó Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon höfðu báðir klikkað. Skoraði af feykilegu öryggi úr fyrstu fimm vítunum sínum en brást bogalistin í tveimur af síðustu þremur. Skoraði úr eina færinu sem hann fékk í vinstra horninu. Janus Daði Smárason, vinstri skytta - 5 (8 mörk - 48:36 mín.) Frábær frammistaða hjá Janusi sem spilaði einn sinn besta landsleik í kvöld. Byrjaði af miklum krafti og skoraði tvö af fyrstu þremur mörkum Íslands. Skoraði svo sex mörk í seinni hálfleik og hélt íslenska liðinu inni í leiknum þegar líða tók á leikinn. Fékk það afar erfiða verkefni að eiga við Mathias Gidsel í vörninni. Hann gerði allt sem hann gat en það er nær ómögulegt að eiga við dönsku skyttuna. Hetjuleg framganga hjá Janusi. Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi - 3 (2 mörk - 41:37 mín.) Danir lögðu gríðarlega áherslu á að stöðva Gísla og brutu ítrekað á honum. Hann þurfti að hafa mikið fyrir hlutunum og komst ekki jafn mikið áleiðis og í fyrri leikjum mótsins. Stýrði sóknarleiknum samt af öryggi, skoraði tvö mörk, gaf fimm stoðsendingar og fiskaði tvö víti. Gaf allt sem hann átti í leikinn. Ómar Ingi Magnússon, hægri skytta - 4 (6 mörk - 53:16 mín.) Fyrirliðinn fylgdi eftir frábærum leik gegn Slóveníu í fyrradag. Skoraði fjögur mörk í röð í byrjun leiks og endaði með sex mörk. Gaf auk þess fjórar stoðsendingar og fiskaði fjögur víti. Góð frammistaða hjá Ómari, bæði í vörn og sókn. Óðinn Þór Ríkharðsson, hægri hornamaður - 3 (1 mark - 39:07 mín.) Fékk úr litlu að moða í kvöld. Íslenska liðið fékk nær engin hraðaupphlaup þar sem Óðinn blómstrar vanalega. Fékk tvö færi í horninu og nýtti annað þeirra. Elliði Snær Viðarsson, línumaður - 4 (3 mörk - 51:35 mín.) Sá sem hefur vaxið á þessu móti! Stóð í ströngu í vörninni, barðist eins og ljón og lét svo heldur betur til sín taka í sókninni. Nýtti öll þrjú skotin sín af línunni og fiskaði aukinheldur þrjú vítaköst. Ýmir Örn Gíslason, varnarmaður - 4 (0 mörk - 30:07 mín.) Fékk afar erfitt verkefni í hendurnar, að eiga við besta sóknarlið heims, og stóð sig með prýði. Var á fullu allan tímann og þeir Elliði náðu vel saman í miðri vörninni. - Menn sem komu inn af bekknum í leiknum - Arnar Freyr Arnarsson, línumaður - (0 mörk - 5:41 mín.) Spilaði of lítið til að fá einkunn. Viggó Kristjánsson, hægri skytta - 2 (1/1 mark - 18:12 mín.) Byrjaði á klikka á víti en skoraði úr öðru undir lokin. Íslenska liðið hefði þurft eitthvað aukalega frá bekknum í kvöld en fékk ekki. Viggó gerði þó ágætlega í vörninni og leysti stöðu hornamanns um tíma í seinni hálfleik. Haukur Þrastarson, vinstri skytta - 2 (0 mörk - 12:50 mín.) Spilaði ekki mikið. Klikkaði á eina skotinu sem hann tók en átti ágætis kafla í vörninni. Björgvin Páll Gústavsson, markvörður - (34 sek.) Reyndi að verja tvö vítaköst en án árangurs. Einar Þorsteinn Ólafsson, varnarmaður - (0 mörk - 2:06 mín.) Kom inn á undir lokin með það verkefni að sprengja leikinn upp. Teitur Örn Einarsson, hægri hornamaður - (0 mörk - 2:03 mín.) Kom aðeins inn í byrjun seinni hálfleiks þegar Óðinn fékk brottvísun. Þorsteinn Leó Gunnarsson, vinstri skytta - (0 mörk - 0 mín.) Tók aukakast eftir leiktíminn í fyrri hálfleik var runninn en skaut í varnarvegginn. Bjarki Már Elísson, vinstri hornamaður - (spilaði ekkert) Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Sýnar leikmönnum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Leikmenn fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir. Útskýring á einkunnum 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur
6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur
EM karla í handbolta 2026 Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði með þremur mörkum í hörkuleik á móti Dönum, 28-31, í undanúrslitaleiknum á Evrópumótinu í handbolta 2026. 30. janúar 2026 21:45 „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ „Mér fannst við eiga mjög góða möguleika í dag að vinna þetta“ sagði Gísli Þorgeir Kristjánsson eftir 31-28 tap Íslands gegn Danmerkur í undanúrslitum EM. Hann er ósáttur með margar ákvarðanir dómara leiksins. 30. janúar 2026 21:46 „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Ég er bara sár og svekktur. Tómur aðeins núna svona stuttu eftir leik,“ sagði Janus Daði Smárason eftir svekkjandi tap Íslands gegn Dönum í undanúrslitum EM í handbolta í kvöld. 30. janúar 2026 21:45 „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Snorri Steinn Guðjónsson var sársvekktur eftir 31-28 tap Íslands gegn Danmörku í undanúrslitaleik EM í handbolta. Hann segist samt ekki hafa getað beðið um mikið meira frá strákunum, litlu hlutirnir féllu bara ekki með þeim. 30. janúar 2026 21:27 Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Íslenska karlalandsliðið í handbolta leikur um 3. sæti á EM í handbolta eftir svekkjandi þriggja marka tap gegn heims- og Ólympíumeisturum Dana í undanúrslitum í kvöld, 31-28. 30. janúar 2026 21:15 Mest lesið Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti Fleiri fréttir Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sjá meira
Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði með þremur mörkum í hörkuleik á móti Dönum, 28-31, í undanúrslitaleiknum á Evrópumótinu í handbolta 2026. 30. janúar 2026 21:45
„Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ „Mér fannst við eiga mjög góða möguleika í dag að vinna þetta“ sagði Gísli Þorgeir Kristjánsson eftir 31-28 tap Íslands gegn Danmerkur í undanúrslitum EM. Hann er ósáttur með margar ákvarðanir dómara leiksins. 30. janúar 2026 21:46
„Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Ég er bara sár og svekktur. Tómur aðeins núna svona stuttu eftir leik,“ sagði Janus Daði Smárason eftir svekkjandi tap Íslands gegn Dönum í undanúrslitum EM í handbolta í kvöld. 30. janúar 2026 21:45
„Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Snorri Steinn Guðjónsson var sársvekktur eftir 31-28 tap Íslands gegn Danmörku í undanúrslitaleik EM í handbolta. Hann segist samt ekki hafa getað beðið um mikið meira frá strákunum, litlu hlutirnir féllu bara ekki með þeim. 30. janúar 2026 21:27
Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Íslenska karlalandsliðið í handbolta leikur um 3. sæti á EM í handbolta eftir svekkjandi þriggja marka tap gegn heims- og Ólympíumeisturum Dana í undanúrslitum í kvöld, 31-28. 30. janúar 2026 21:15